Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 9
að leggjast upp í loft og telja upp að
hundrað og halda niðri í sér andan-
um á meðan.
Stundum batnar sjúklingnum við
það.
u,
Ml egar setur að manni hiksta
í samkvæmi, við skulum segja sjálf-
um heiðursgestinum, þá fara við-
brögð hinna gestanna mikið eftir því
hve samkvæmið er fínt. Stundum
byrja menn að banka heiðursgestinn
utan eins og hálmdýnu, ellegar þeir
hella hann fullan af vatni eins og
skólpfötu, ellegar í þriðja lagi að
þeir ráðleggja honum eindregið að
leggjast upp í loft og telja upp að
hundrað og halda niðri í sér andan-
um á meðan; og stundum batnar heið
ursgestinum þótt undarlegt sé. En
í fínum samkvæmum þykja svona
bjargráð heldur ófín. Menn taka
þann kost að þykjast hvorki sjá sjúkl
inginn né heyra. Hann getur rang-
hvolft í sér augunum framan í þig,
staðið á öndinni undir nefinu á þér,
hreinlega sprungið upp í vitin á þér;
og þú slærð í rólegheitum öskuna
framan af havanavindlinum þinum
og dreypir í rólegheitum á koniakinu
þínu og spyrð sessunaut þinn í róleg-
heitum en með háleitum alvörusvip:
„Segið mér, herra forstjóri: Hve
mörgum milljónum hafið þér tapað á
frystihúsunum yðar í ár.“ Og svona-
lagað heitir á slæmu máli að menn
séu dannaðir.
Við höfum nú um skeið horft upp
á hundakúnstir sem minna því mið-
ur á fína manninn með hikstann.
Frumhlaup Bandaríkjamanna inn í
Dominikanska lýðveldið er vinum
þeirra feimnismál. Menn eins og
horfa í gaupnir sér og vona að Sámi
frænda fari að batna hikstinn. £>að
er hið mesta óráð að ætla sér að hag-
ræða siðalögmálinu eftir höfuðáttum.
Það er leiðin til að drepa af sér vini.
Smjaðrarar munu að vísu líta und-
an og látast hvorki sjá né heyra heið
ursgestinn með hikstann, en ef það
er forkastanlegt athæfi að mennirnir
í austri fari með her manns inn í ná-
grannaríki óboðnir, þá er samskonar
framferði mannanna í vestri líka á-
mælisvert.
Ég sé ekki að það sé hægt að kalla
þetta öðru nafni. Það er ekki hægt að
ætlast til þess af sæmilega ærlegum
mönnum að þeir skipti um hugsjónir
eins og nærbuxur, og óhappaverk
verður ekki góðverk þó að gerandinn
snúi rassinum í vestur frekar en í
austur. f>að er ekki hægt að trúa á
eitt í dag og annað á morgun sér
til hugarhægðar. Ég trúi því enda
ekki að heiðursgestinum sé gerður
greiði þótt menn líti undan í feimni.
Honum batnar ekki við það. Það má
líka mikið vera hvort mennirnir með
ófínu bjargráðin, sem ég nefndi áð-
an, eru ekki klókari og raunsærri
heldur en hinir dönnuðu. Það hafa
heldur ekki allir litið undan síðan
Sámur frændi fékk hikstakastið, og
meira að segja nánustu vandamenn
hans í hans eigin húsi byrjuðu strax
að banka hann utan eins og hálm-
dýnu. Ég nefni þar til mennina sem
stjórna til dæmis The New York
m daginn fór ég að gamni
mínu nokkrum orðum um þá skemmt
un sem unglingar geta haft af því
á sumrin að umturna götum borg-
aranna fyrir dágott kaup. Ég man
að ég átti dálítinn þátt í því eitt
sinn fyrir stríð að spilla Hverfisgöt-
unni allt frá Lækjartorgi og inn að
Rauðarárstíg. Það var herlegur
skurður. Það stóð kall við kall og
strákur við strák svo langt sem aug-
að eygði liggur mér við að segja, og
það var naumast sá húsráðandi til
við götuna áður en lauk sem ekki
að leggja yfir skurðina og heim að
húsunum, sem er ekki síður skemmti
legt. Vinnukonurnar urðu bálvondar
þegar fimm kallar stóðu óðara und-
ir hverjum planka þegar þær þurftu
út í búð, og frúrnar fullyrtu með
hroðalegu orðbragði að plankarnir
væru lífshættulegir. Ég hef leitt
marga hneykslaða mektarfrú yfir
planka.
Maður einn sem tók þátt í þessum
skotgrafahernaði um svipað leyti,
hefur vakið athygli mína á því gegn-
um síma hvílíkur reginmunur það
sé að tæta sundur götur í dag ell-
egar til dæmis fyrir tuttugu og fimm
árum. Hann bendir réttilega á að
það sem fimm menn gátu afkastað
með herkjubrögðum fyrir einum
aldarfjórðungi, því getur einn mað-
ur skilað núna eins og að drekika
vatn. Aftur á móti segist hann oft
furða sig á því hve margir menn.
þjóni hverju verkfæri. Til dæmis
segist hann hafa horft á það í fyrra
hvernig fimm menn suður í Hafnar-
firði unnu verk sem að hans dómi
var löðurmannlegt fyrir einn mann
handlama. Þeir voru að fjarlægja
grjót með krana þessir fimm kallar,
en- sá sjötti var kranastjórinn. Heim-
ildarmaður minn segir að einn hafi
slegið vírnum á steininn, einn hafi
sagt „Hífa!“, sá þriðji hafi sagt
„Slaka!“, hinn fjórði hafi losað vír-
inn af króknum en sá hinn fimmti
hafi aðallega sýnst hafa þann starfa
með höndum að sjá um að númer
tvö og þrjú segðu „Hífa!“ og „Slaka!“
í réttri röð.
Ég efast ekki um að hér er rétt
með farið. Hversvegna skyldi heim-
ildarmaður minn gera sér það ómak
að hringja til mín einungis til þess að
ljúga í mig óhróðri um fimm fyrr-
verandi stéttarbræður? Hann er lög-
fræðingur núna og þarf ekki að ljúga
ókeypis. Við skiptumst á þessum
venjulegu veðurskeytum áður en við
kvöddumst, og okkur bar saman um
að það væri líka orðin stór breyting
á högum skurðgerðarmanna, á lífs-
kjörum þeirra. Seinna um daginn var
ég ásjáandi að atviki sem staðfesti
þá skoðun. Þá horfði ég á ungan
verkamann stíga upp úr holu sinni
með skóflu sína að loknum vinnu-
degi. Og sem ég er lifandi steig hann
upp í fínasta bílinn í götunni og ók
burtu.
Times og Washington Post, gagn-
merkum blöðum. Og ég verð að játa
að ég hef beðið eftir því með nokk-
urri óþreyju að eitthvert af okkar
eigin blöðum tæki í sama streng og
ráðlegði heiðursgestinum eindregið
u,
var meira eða minna æfur út í okk-
ur.
Það var til dæmis sífellt verið að
skamma okkur fyrir plankana sem
við lögðum yfir skurðina og heim að
húsunum — eða sem okkur láðist
1 m daginn sagði ég frá smá-
skrítinni skilgreiningu á orði sem
kom fram hjá pilti í íslenzkuprófi.
Nú veit ég um annan pilt sem komst
í klípu í enskuprófi, en sneri sig kæn
lega út úr henni (eða skemmtilega
að minnsta kosti) að mínu viti. Hann
átti að skrifa á ensku að klukkuna
vantaði fimm mínútur í fjögur, en
kunni ekki orðalagið. Hinsvegar dó
hann ekki ráðalaus og skrifaði á
prýðilegri oxfordensku að klukkan
væri fimmtíu og fimm mínútur yfir
þrjú.
lítið bar á, og nú gat hann notað sér til
fulls annríki þess við hinn andstæð-
inginn. Frá Cossack sást greinilega móta
fyrir Bismarck í bjarmanuim frá hans
eigin skotihríð, og kl. 1.40, aðeins þrem
mínútum eftir að Maori hafði skotið
tveim tundurskeytum, skaut Vian höf-
uðsmaður þrem, á sem næst 6000 metra
færi. Eftir nokkurt hlé sáu menn á Coss
ack, að skotið hlyti að hafa hitt. Blossar
g ~u upp úr yfirbyggingunni, og sáust
ekki einungis frá Cossack heldur og frá
öðrum skipum þarna í grennd.
S ikh hafði hrakizt burt fyrr uim
nóitina fyrir skothríðinni frá Bismarck.
Skipið missti samband, en hafði tekið
við skeyti frá Maori, að Bis’marck héldi í
suðurátt. Sennilega hefur það verið mis-
skilið fyrir norðvestur, en það kom samt
Sikh til að leita að ,Bismarck um nokk-
urn tíma, í suðvesturátt. En svo sá
Sikh blossana þegar Bismarok var að
skjóta á tundurspillana. og var nú á leið
til baka. Zulu var nýbúinn að tilkynna,
að Bismarck lægi nú kyrr og Sikh
fannst, að þarna byðist tækifæri til að
skjóta á hann af löngu færi. Klukkan
2.18 skaut það því á hann öllum fjórum
tundurskeytunum sínum á eitthvað 7000
metra færi. Eftir biðina meðan skeytin
voru á leiðinni, þóttust menn heyra
hvell af sprengingu.
Sikh og Zulu höfðu nú skotið öllum
sínum skeytum. Maori átti tvö eftir,
Cossack eitt, en Piroun hafði enn ekki
skotið. Allir fjórir tundurspillar höfðu
dregið sig í hlé eftir árásir sínar.
Bismarck virtist nú liggja kyi'r eða
þá vera á mjög hægri ferð næstu
klukkustundina eftir 1.45. Sumir tund-
urspillarnir voru ekki í stöðugu sam-
bandi, en þeir vissu samt nokkurnveg-
inn hvar hið laskaða orustuskip var
statt.
Um klukkan hálfþrjú kom merki frá
flotadeildarforingjanum, en orustuskip
hans voru sennilega ekki langt í burtu,
þar sem tundurspillxmum var skipað að
skjóta stjörnukúlum og gefa þannig
til kynna stað Bismarcks. Aðmírállinn
tók stefnu til að komast vestur fyrir
Bismarck til að geta ráðizt að þvl í
birtingu, og honum stóð því á miklu að
fá að vita nákvæxnlega hvar það væri
statt. Orustuskip hans og tundurspill-
ar Vians höfuðsmanns sáu enn ekki
hvorir til annarra, og það gat vel komið
til mála, að sökum skiljanlegrar reikn-
ingsskekkju væri afstaða tundurspill-
anna til orustuskipanna önnur en sú,
sem upp var gefin. Auk þess hafði
skeytasending óvinarins stöðvazt fyrir
klukkustund. Ef ljóskúlum væri skotið
gat það gefið aðmírálnum færi á að sjá
stöðu Bismarcks með eigin augum.
Tundurspillarnir tóku að framkvæma
þessa skipun, en hinn ósýnilegi Bis-
marck tók þegar að láta í Ijós vanþókn-
un sína á þessu tiltæki óg tók að skjóta
Framhald á bls. 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9
20. tbl. 1965