Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 11
ANDY CAPP — Ég stefni ykkur fyrir rétt! Hef 'ekki fengið eyri frá ykkur í heila sex mánuði! — Hafið þið ekkert ykkur til málsbóta? — Verjand- inn kýs að þegja! Ævisögur The Prime of Iáfe. Simon de Beauvoir. Penguin Books 1965. 8/6. Þetta er annað bindi ævisögu höfundar. Þetta bindi kom út 1960 í Frakklandi. Fyrra bindið „Memoris of a Dutiful Daughter" er einnig fáanlegt í þessari út- gáfu. Hér lýsir höfundur lífi sínu með Sartre. Hún segir frá baráttu sinni til að öðlast jafnvægi og það innra öryggi, sem virtist svo mjög úr tengslum við tímana fyrir síðari heimsstyrjöldina og stríðstímana. Hún elst upp í fág- uðu umhverfi, hlýtur ágæta menntun og lifir framan af hnökralausu borgaralegu lífi. Hún kynnist fjölda fólks og með- al þeirra var Sartre, en síðan hafa þau verið óaðskiljanleg. Hér er ágæt lýsing á andrúms- loftinu í vissum hópum í Paris fyrir og á stríðstímunum og lýs- ing á samlífi hennar og Sartres. Bókin er ágætlega skrifuð og minnisverð. Joseph Goebbels. Helmut Helber. Colloquium Verlag Berlin, 1962. DM 29.80. Þetta er stór bók, alls 436 síður með myndum. Paul Joseph Goebbels fæddist í Rínarlöndum 1897, hann verður doktor 1 heim- speki frá Heidelberg 1920, kynn- ist Hitler og verður náinn sam- starfsmaður hans. Hann verður aðalleiðtogi nazista í Berlin 1926 og áróðurs- og útbreiðslustjóri flokksins 1929. Hann varð þing- maður 1930. Hann varð mennta- málaráðherra 1933 til 1945 og út- breiðslumálaráðherra, hann stjórnaði jafnframt árððursher- ferðum flokks og ríkis. Ha,nn var fyrirmyndarnemandi 1 skóla, en á háskólaárunum tekur hann að efast um barnatrúna og verð- ur altekinn af nazismanum fljót- lega uppúr 1920. Höfundur lýsir honum sem vel menntuðum, gáf- uðum og sérlega duglegum manni. Hann var einnig mjög metorða- gjarn og sást þá lítt fyrir þegar því var að skipta. Sem meistari áróðursins á hann fáa sína líka. Hann er fyrsti pólitíkusinn sem notar nútímatækni í áróðri, fána- borgir, hátalara, geysistórar myndir og vel skipulagðar göng- ur. Hann var snjall ræðumaður og náði einkar vel eyrum fjöld- ans og þekkti hann. Það var þessi þekking sem gerði hann að áhrifaríkum áróðursmanni. Hann vissi hvernig massinn hugsaði, þekkti smekk hans, vonir og ótta hans. Valdagræðgi doktorsins var ekki minni en annarra nazista- leiðtoga, hann vildi skapa sér stórt nafn í sögunni, verk hans voru miðuð við þetta. Hann átti hvað mestan þátt i sigri nazis- mans og í stríðinu var hann á við margar herdeildir. Hann var trúr hlutverki sínu fram á dauða- stund og síðasta áróðursatriðið var að láta drepa sig ásamt allri fjölskyldu sinni í rústum þriðja ríkisins. Goðafræði og hjátrú Gods, Demons and Others. R. K. Narayan. Heinemann 1965. 25s. Höfundurinn er einn fremsti núlifandi rithöfundur Indverja. Hann fæddist í Madras 1907, stundaði nám í Mysore og býr þar. Hann hefur sett saman nokkrar skáldsögur, sú síðasta er „The Man-eater of Malgudi". f þessari bók endursegir hann fornar goð- sagnir. Fáar þjóðir eiga jafn fjöl- skrúðugt safn goðsagna og Ind- verjar. Höfundurinn dregur sög- ur víða að, þó mestmegnis úr bálkunum „Ramayana" og „Mahabharata", hann segir síðan sögurnar í stíl þorpsþula. í þess- um legendum er allt mögulegt, þúsund ár eru sem andartak og hið góða sigrar að lokum hið illa. Þessar sögur eru góður inngang- ur að indverskum goðsögum, guðirnir eru ómennskari en guð- irnir I goðsögum Rómverja, Grikkja og okkar fornu goðsögn- um og leiðinlegri. Höfundur gef- ur lifandi lýsingu á þessum guða- sæg og viðskiptum þeirra við Indverja. Bókin er skemmtilega myndskreytt af bróður höfundar, sem er einn af fremri teiknururr. Indverja. Einhorn, Sphinx und Salamander. Ein Handbuch der phantastischen Zoologie. Jorge Luis Borges und Margarita Guerrero. Carl Hanser Verlag 1964. DM 11.80. Þessi bók kom út í Mexíkó 1957. Hún er þýdd af Ulla H. de Herr- era. 158 blaðsíður og með 20 myndum. Þetta er bók um furðudýr goð- sögunnar. Skepnurnar eru úr goðsögum Grikkja, Rómverja og Austurlandaþjóða. Hér eru sam- ankomin hin kátlegustu kvikindi og einnig ískyggilegustu. Hér eru ýmsar skepnur úr Biblíunni, Hómerskviðum og austurlenzkum þjóðkvæðum og sögum. Hér er fugiinn Fönix, kentárar, einhyrn- ingar og frægir drekar. Þessar skepnur eru fantasíur en fanta- sian verður mönnum raunveru- leiki á vissu tímaskeiði og þetta orkar svo sterkt á mannkynið að þessi dýr eru ennþá á sveimi í undirmeðvitund og draumum mannanna (sbr. Jung). Höfund- ur segir frá draumum Kafka, C. S. Lewis og Poe um furðudýr. Þessi bók er ein sú fyrsta sem út kemur þessa efnis. Hér eru samandregnar sögur mjög víða að, þær hafa birzt áður, en þá í sérstökum goðsögnum eða fræði ritum um slík efni. Þeim hefur ekki fyrr verið safnað í eina heild. Þetta er goðsöguleg dýrafræði og hin skemmtilegasta lesning, mynd- irnar, sem eru úr gömlum hand- ritum, eru til mikillar prýði í bók- inni. Landlýsingar The Great Red Island. A Biograp- hy of Madagascar. Arthur Stratt- on. Macmillan 1965. 36s. Höfundurinn er Bandaríkja- maður, fæddur 1911. Hann gerðist sjálfboðaliði í her frjálsra Frakka og reyndist ógætur hermaður. Hann hefur farið víða síðan og á heima í Aþenu. Hann hefur sam- ið ferðabók um Indland og eina skáidsögu og svo þessa bók. Þetta er bæði saga Madagask- ar og ferðaminningar höfundar um eyna. Þetta er mjög persónu- leg bók, þ.e. höfundurinn hefur oft mjög sérstæðar og ákveðnar skoðanir. Eyjan er mjög fjöl- breytileg, þarna ægir saman gömlu og nýju, vestrænu og austrænu, og höfundurinn gefur mjög litauðuga og lifandi lýsingu á eynni og íbúum hennar, at- vinnuháttum og menningu. Bók- in er skemmtilega skrifuð og höfundur virðist vera skemmti- legur líka, hann segir mikið af sjálfum sér og fer ekki í laun- kofa með skoðanir sínar. Mynda- valið er ágætt og bókin er smekklega útgefin. Frakkar eignast eyna á 19. öld, eyjan öðl- aðist sjálfræði 1958 og ríkið heitir Malagasy-lýðveldið og er nátengt Frakklandi. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR Tvær skepnur eru frægar í sögum og er þó hvorug þeirra sköpuð af Guði, en báðar smíðaðar af mönnum, að vísu í gjör- ólíkum tilgangi. Fyrri skepnan er öllum kunn: Gullkálfurinn. Um hann segir á þessa leið í biblíusögum, sem kunnar eru með þjóðinni: ,,Er fóikið sá, að komu Móse seinkaði ofan af fjallinu, þyrpt- ist það í kringum Aron og sagði við hann: Kom og gjör oss guð, er fari fyrir oss, því að vér vitum ekki hvað af þessum Móse er orðið, manninum, er leiddi oss burt af Egyptalandi“. Aron svaraði: „Slítið eyrnagullin úr eyrum kvenna yðar, sona og dætra og færið mér“. Fólkið gjörði svo, og steypti Aron úr gullinu kálf. Þá sögðu þeir: „Þetta er guð þinn, ísrael, sem leiddi þig út af Egyptaiandi“. Síðan var haldin mikil fórnar- hátíð, og fólkið dansaði í kringum gullkálfinn.“ Framhaldið er kunnugt. Hið furðulega í þessu sambandi er að æðsti prestur ísraels skyldi láta til leiðast að leggjast svo lágt sem að smíða skurðgoð, meðan spámaðurinn Móse, bróðir hans, var uppi á fjallinu á fundi við Guð. Enda segir í Biblí- unni að Móse hafi sagt við bróður sinn: Hvað hefir þetta fólk gjört þér, að þú skulir hafa leitt svo stóra synd yfir það? En Aron kunni að afsaka sig: Reiðst eigi, herra; þú þekkir lýðinn, að hann er jafnan búinn til ills....fengu þeir mér gullið og kastaði ég því á eldinn; svo varð af því þessi kálfur. Aron kunni ýmsar listir stjórnvizkunnar: Að ná verðmætum af mönnum, að taka tillit til óska neytenda og koma þeim í framkvæmd, og þegar í óefni var komið og allt var tapað, gat hann velt af sér allri ábyrgð og skellt skuldinni á illsku lýðs- ins. (Sjá 2. Mós. 32). Hin skepnan, sem einnig nýtur heimsfrægðar í hugsjóna- sögunni, er hinn frægi tréhestur frá Trójuborg. í áratug hafði verið barizt um borgina og íbúarnir höfðu varið sig af undra- verðri hreysti, unz þessi hestur kom til sögunnar. Um hann segir á þessa leið: „Smíðaði Epeos tréhest geysimikinn eptir ráði og fyrirsögn Aþenu, og í þeim hesti innibyrgði Ódyssevs sig með þeim er hraustastir voru af Akkeum. Skildu Akkear tréhestinn eptir í herbúðum sínum og lögðu burt skipum sínum, eins og þeir ætluðu heimleiðis. Þegar Trójumenn komu á hinar auðu her- stöðvar Akkea og sáu tréihestinn, þá varð þjark mikið um það, hvort heldur ætti að höggva hann í sundur eða koma honum inn í borgina og helga hann goðunum. Laókóon, hofgoði Appoll óns í Trójuborg, eggjaði þess fastlega, að hesturinn væri höggv inn sundur og slöngdi hann spjóti sínu ramlega í síðu hans, svo að undir tók í hinum holu fylgsnum. Skömmu síðar bar srvo til, að hann færði Poseidóni blót á sjávarströndinni; þá komu frá Tenedos-ey tveir ógurlegir höggormar, og voru þeir sendir af Aþenu; læstu þeir sig utan um Laókóon og sonu hans báða og veittu þeim aumkunarverðan dauðdaga. Þótti þá Trójumönnum sem þetta væri refsidómur guðanna, af því Laókóon hefði níðst á tréhestinum; var þá fastráðið að koma skyldi hinu helga smíði inn í borgina. Var svo gert og drógu borgarmenn feigð og fár yfir höfuð sjálfum sér. Um nóttina sigu hinir grísku kappar niður úr fylgsnum sínum, skipaher- inn lagði aptur að landi og þurfti nú eigi framar að spyrja um afdrif Trójuborgar, hún var gjöreydd, en íbúar hennar annað- hvort drepnir eða hnepptir í þrældóm og fluttir úr landi.... Hefir skáldið Virgilíus ítarlega lýst því er Trója var unnin og í eyði lögð, og er sú lýsing tekin eptir hinum kyklisku skáldum". (Hér eftir goðafræði H. W. Stolls, þýðing Stein- grims). Ólíkar eru þessar skepnur, enda smíðaðar í ólíkum tilgangi. Onnur átti að vera guð, hin hergagn, en báðar vöktu aðdáun lýðsins og leiddu hann afvega. Hrifningin andspænis undrum tækninnar er ekki ný af nálinni, og það er ekki nýtt að menn glati dómgreind sinni frammi fyrir hlutum, sem furðulegir eru. Fátt niðurlægir menn meir en að falla fram fyrir sínum eigin handarverkum eða annarra. Trójuhesturinn er hins vegar nýtízkulegur þegar litið er til þeirrar kænsku, sem að baki býr, og svarar til þess sem nú nefnast sálfræðilegar hernaðaraðgerðir, psychological warfare. Þær eru einnig stundaðar á friðartímum, með ýmsum aðferð- um. En beztur árangur næst þar sem borgarbúar flytja sjálfir inn það afi, sem bindur enda á sjálfstæða og skynsamlega hugsun þeirra sjálfra. 20. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.