Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 15
Ur bréfum Matthíasar Jochums- conar til Tryggva Gunnarssonar 9. nóvemiber 1892. E Isku vinur! Síðan skip ykkar og Ingibjörg lögðu út úr firðinum — fyrir viku —, eftir h.retið, hefir staðið blíð sunnanátt. Ég hripa þér þessar línur bara af tryggð og eftirsjón ,en alveg út í bláinn, því héðan er ekkert að frétta nema rifrildi í gaer í bæjarstjórninni út af barnaskól- anum, og sultur og seyra, skuldir og skammir, stríð og stefnur, bazl og bak- nag, sálarleysi og syndakreppa. Amen. Eg skyldi fara með þér í leikhús í kveld ef ég væri viðlátinn og drekka svo glas með þér hjá Bauer. Halda svo kapitula í þínu félagi og sníkja svo út úr þér 10 aura! Ég breytti og lengdi vísur þær, sem standa í enda Vesturfaranna, þær koma út eins og ég vil hafa þær, fcf þú færð leikina prentaða, í Austra (og kannske Fjallkonunni) um nýárið, og setti að prenta eftir því. Ósköp skyldi fileðja mig ef Hegel fengist til að gefa út. þessa leiki — að hann borgi eitt- hvað vona ég, því óhætt er að 1000- 1500 expl. mundu selja á 2-3 árum hér og vestanhafs, ef útsending yrði skyn- 6amleg. Einhver mér ekki óvinveittur ®etti að skrifa um þá strax. — t.d. dr. Jón Þorkelsson eða Sigurður Hjörleifs- son. Finni treysti ég líka allvel, en hin- luii belur. Ég skammast mín fyrir að senda þér svona ónýtan miða, en pósturinn er kom inn út á Oddeyri. Vegurinn þinn snjó- litill, þó fannkyngi sé komin af aust- norðri. Það er nú ekki nema tímaspurs- mál að þú verðir — kongur — í — Kol- beinsey — eða annarhvor okkar, heldur samt þú, þú ert meiri braskari og betri í krók. Ankoti var á mér að spyrja þig ekki líka hvað marga vettlinga þú fær- ir illeppa og utanyfirsokka! Ég gleymdi hausnum, ber mig ekki eftir björginni, ekki hálft við Stef.án stórsnýkjudall, sem nú gistir hjá Grásteini (nýja hlöðu- garði Hrafnagilinganna). Konan kyssir þig, börnin bíta þig — ckki, og klerkurinn klípur þig — ekki heldur. Nei, og aftur nei: Við skorum cl! á englana að þeir gefi þér gleðileg jól með söng og saitaraljóðum. Sárast ev að vita hvað allt er endasleppt, og oían á allt annað að missa þína nær- veru og uppslátt og upphressing á Odd- eyri. Nú forðast ég þann part sóknar- ir.nar, þar sem minn þunnnefjaði geym- ir sinn góða guð — í buddunni, og hinn annar þykist ráða lúgttm og lofum. — Jæja, það er nú samt mín huggun að ég er mér þess meðvitandi að ég elska „pöpulinn" og er gott grey. Ég sendi Þjóðólfi smellið nýárskvæði, item séra Þórhalla 2 nýja sálma í Kirkjublað hans; item og ennfremur orkti ég hérna um daginn líflegt kvæði um Gretti þeg- ar hann bar bolann. Bara annir, ónæði, basl og búksorgir eyðileggi ekki bæði íjör mitt og tíma í vetur frá að ljúka við þau kvæði. Ég vona eftir línu í íebrúar. Guðs þrefalda blessun þangað til. Þinn með mærðarmas Matthías. Akureyri 13. október 1893. Elsku vinur! Lifandi komst ég einn heim úr slark- inu, og var það fyrir Guðs almætti, því oft var ég í dauðans greipum — seinast nóttina áður en við sluppum hingað inn iræð „Thyru“. Ég þyki magur og skræl- ingjalegur ásýndum. Kunni það varla góðri lukku að stýra, að Jón Ólafsson varð til að neyða mig til að fara þessa forsendingu. Annars gekk honum það eitt til að ,,brúka“ mig — einkum að þjóna sér og sínum „Únitörum“, og til þess voru refirnir skornir. En ég sá skjótt hvar fiskur lá undir steini og los, ði mig við pilt, og er likast að hann fái aldrei framar færi við mig. Ég er nú að smá-ná mér aftur og ætla, þegar ég fæ tíma til, að setja saman ofurl. ferða- pistil og láta prenta sér í lagi og skrifa um það Hannesi Þorsteinssyni. Landar vestra tóku mér tveim hönd- um, en lítið var um viðstöðu, því land- ið er flæmi og tíminn var naumur. Ég var 12 daga við sýninguna, og græddi á henni ámóta mikið og Oddur hefði gjört! f Dakota og Argyle var ég nokkra daga á hverjum stað, en rúma viku í Winnipeg og hinn tímann á ferðinni. Löndum líður að öllu samantöldu frem- ur vel en illa — það sem ég sá. í Nýja- íslandi líður þeim lakast, að sögn, og þar næst vestur í Þingvalla nýlendu. Annars er búskapur flestra enn þá o£ ungur svo menn geti sagt af eða á. í svo feitu landi er hægt að hafa ofan í sig, ef menn vinna, en að græða fé, verulegt fé, það mun óhægra í rauninni en margir ætla, enda eru þeir ekki marg ir sem enn eiga þar meira en fyrir skuldum. Suma langar heim, en komast ekki. Fáir á hausnum, sem nenna að vinna. Ánægjan harðla misjöfn. Langbeat og björgulegast í Argyle, og hveitið þar ótrúlega mikið — 70.000 tunnur árl. hjá 130 bændum! — Segðu mér, kæri, hvað þú getur og hugsar til með ritin mín. Þeir í Ameríku vilja kaupa þau í massevís, bæði Grett- isljóðin og leikina, svo væri ég fær um það, léti ég óðara leggja upp 15-20 hundruð af því hvern fyrir sig. Hvað viltu gefa mér fyrir Grettiskvæðin? Fyrir hitt býst ég við litlu. En endilega þarf þetta að komast út. Verst er að þú hefir sí og æ í ótal horn að líta, þvi enginn sér þig nokkurn tíma í friði og þú heldur ekki þig sjálfan. Hvað mig giaddi að þú fékkst þær 5000 kr. Heilsaðu blessaðri systur þinni — hún sé af Guði vel komin heim.! Góðan útsynningslausan og hreinskil- inn vetuid Þinn vinur frá sköpun veraldar. Matth. Joohumsson 20. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.