Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 2
% Sennilega hafa fáir einstakl- ingar á þessari öld verið þekktari og vinsælli en Charlie Chaplin. Um víða veröld er hann dáður af háum sem lágum, börnum jafnt og fullorðnum. Allir skilja lát- bragð hans og ísmeygilega kímni, og verk hans eru löngu orðin sígild. Hann er tvímælalaust mesti kvik- myndamaður sem uppi hefur verið, og ekkert virðist benda ti'l þess að stjarna hans eigi eftir að fö-lna með óbornum kynslóðum. Charles Spencer Chaplin fæddist í Kensington-hverfinu í Lundúnum 16. apríl 1889. Faðir hans var gam- anleikari af gyðingaættum. Móðir hans var söngkona af sígaunaættum og mótleikari föður hans- Chaplin hefur gaman af að tala um sígauna- blóðið, sem rennur honum í æðum, og telur að það sé skýringin á ein- um meginþætti gamanverka hans: tilhneigingunni til að koma sér hjá vandræðum í stað þess að horfast í áugu við þau. Um það leyti sem Chaplin fæddist ■ voru foreldrar hans á ferðalagi með gamanleik sem þau sýndu víða. Strax og aðstæður leyfðu tóku þau sig upp á ný og höfðu með sér nýfæddan svein- inn og hálfbróður hans, Sydney, sem var fjórum árum eidri. En ári síðar skildu foreldrarnir, og var ástæðan sú, að faðirinn var forfallinn drykkjumað- ur. Hann lézt úr ofdrykkju 37 ára gam- all. Móðir Chaplins vann fyrir sér og tveim sonum sínum meðan kraftar ent- ust, en brátt tók röddin að gefa sig, og þá urðu drengirnir að taka til sinna ráða. Þeir unnu sér inn nokkra skiid- inga með því að sendast, selja dagblöð, dansa á götunum, og stundum kom það jafnvel fyrir að þeir fengu smáhlutverk í gamanþáttum. líeilsu móðurinnar hrakaði svo mjög, að hún var lögð inn á sjúkrahús þegar Chaplin var 12 ára, og þá stóðu bræðurnir uppi heimilislausir og bjarg- arvana. Þeir sváfu úti í .görðum og drógu fram lífið á ávöxtum sem þeir hnupluðu frá sölumönnum á götunum. Þeir komust í kynni við trésmið sem leyfði þeim að sofa á spónunum á verk- stæði sínu. En ekki leið á löngu þar til yfirvöldin komust á snoðir um lífshætti bræðranna. Voru þeir þá teknir af göt- unum og settir á uppeldisstofiiun. Chaplin hefur aldrei losnað við þess- ar ömurlegu bernskuminningar. Þær eru skýringin á dapurieikanum í flest- : um verkum hans, og til þeirra má einn- ig rekja hina sérstæðu velgengni sem hann hefur átt að fagna. Eitt megin- stefið í kvikmyndum hans er einmana- leikinn og hin ráðagóða slægð sem sér við öllum vandræðum og yfirstígur alla erfiðleika. " Átta ára gamall var Chaþlin orðinn þaulæfður dansári í hópi drengja sem ■' dönsuðu á trésólaskóm óg nefndu sig ; ' „Eight Lancashire Lads“. Ellefu árá lék lia'nn Billy í „Sherlock Holmes“. Sagt CHARLES var að hann hafi ekki þorað að viður- kenna, að hann væri hvorki læs né skrifandi, þegar honum var fengið hand- rit leiksins, heldur hafi hann hlaupið með það heim til móður sinnar, sem vakti með honum alla nóttina og kenndi honum hlutverkið orð fyrir orð. Jr að var hjá hinum fræga umboðs- manni Fred Karno, sem Chaplin lærði listir sínar, bæði sem gamanleikari og trúður. Karno veitti forstöðu bandarísk- um leikflokki, sem var ákaflega vinsæll og eftirsóttur á fyrstu árum kvikmynda- iðnaðarins í Hollywood. Þegar Chaplin kom til Bandaríkjanna í annað sinn, féllst hann á að gera samning við Key- stone-kvikmyndaféiagið eftir nokkuxt hik. Það tók bann talsverðan tima að til- einka sér tækni kvikmyndanna, en jafn- skjótt og hann hafði klæðzt búningi flækingsins — stóru skónum, kúluhatt- inum og víðu buxunum — og tekið sér stafprikið i hönd, fór hann að kunna betur við sig. Fyrsta árið sem hann var í Hollywood (1914) gerði hann hvorki meira né minna en 35 kvikmyndir, sum- ar þeirra á nokkrum dögum og jafnvel nokkrum klukkustundum. Fyrstu mynd- ir hans — og reyndar flestar kvikmynd- ir sem hann hefur gert — sýndu ein- stakling sem var annað og méira en brjóstumkennanlegur lítiimagni. Hann bar fulla virðingu fyrir ofureflinu, ekki sízt lögregluþjónum, ef þeir voru stór- vaxnir, en sæi hann sér faeri var hann jafnan reiðubúinn til að pretta og svíkja riáungahn, néma burt konur ann- Sagt er að fyrsta talmynd hans, „Mod- em Times“ (1936), hafi skapað hinuia volduga óvini, þó satíra hans um stór- iðju og ófrjóa tækni 20. aldarinnar vaj-ri í eðli sínu góðlátleg. Hann hefur sjálfur sagt frá ofsóknum sem hann varð aSI þola fyrir seinni heimsstyrjöld vegna þeirra „frjálslyndu skoðana“ sem fram komu í meistaraverki hans, „The Greafc Dictator“ (1940). ,Bæði vegna skapgerð- ar sinnar og uppruna hefur Chaplin alla ævi haft sterka félagslega meðvitund, sem er að visu dálítið voðfelld. Hann er nó"u einfaldur til að segja umbúðalaust, að hann sækist ekki eftir öðru en sælli og betri heimi. Undir lok langrar dvalar sinnar I Bandaríkjunum sagði og gerði Chaplin ýmlslegt, sem ekki var mjög tímabært eins og þá stóð á um bandarísk stjórn- mál, enda var dómsmálaráðuneytið far- ið að fylgjast náið með honum. Árið 1949 ákærði „hin óameriska nefnd“ Bandaríkjaþings hann fyrir saimúð með kommúnistum og benti í því sambandi á stuðninginn sem hann hafði nýlega veitt Heimsfriðarráðstefnunni í Farís. Chaplin svaraði: „Ég er alþjóðasinnL Já ég er gestur í Ameríku. En ég er gestur sem borgar fyrir sig. Hátt í tíu milljónir dollara. Mér finnst ég vera jafn amerískur og hvaða Ameríkani sem er.“ S íðasta kvikmyndin sem hann gerði í Ameríku var „Limelight" (1953), saga um fölnandi trúð og unga ballett- dansmey (leikin af Claire Blooni). Myndin varð ekki sérlega vinsæl, enda var hún skemmd með fornfálegri kvik- myndatækni og of stórum skammti af „heimspeki“ C’haplins, sem er stundum dálítið vandræðaleg. Chaplin var við- staddur frumsýninguna í Lundúnum, þar sem honum var tekið með kostum og kynjum. Þó hvíldi sá skuggi yfir at- höfninni, að dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna hafði lýst því yfir, að Chaplin fengi ekki að koma aftur til Bandaríkj- an.ra fyrr en ríkisstjórnin hefði látið rannsaka, hvort það væri æskilegt. Nokkru síðar lýsti Chaplin því yfir, að „vegna lyga og svívirðilegs áróðurs áhrifamikilla afturhaldsafla“ hefði sér reynzt ókleift að halda áfram kvik- myndagerð í Ameríku, og af þeim sök- um hefði hann afráðið að setjast ekki aftur að í Bandaríkjunum. Hann keypti stórt hús handa sér og fjölskyldu sinni í Vevey í Sviss, seldi hlutabréf sín í „United Artists“ (þau námu fjórð- ungi hlutafjárins) og flutti allar eign- ir sínar burt frá Ameríku. U m skeið dró hann sig í hlé frá kvikmyndagerð og lifði rólegu lífi, snæddi oft með vini sínum, Sjú En-laí forsætisráðherra Kína, meðan Genfar- ráðstefnan stóð yfir 1954, hitti þá Krúst- sjov og Búlganín þegar þeir heimsóttu Lundúni 1956. En ekki leið á löngu þar til hann var önnum kafinn við nýja kvik mynd, sem hann samdi að öllu leyti sjálfur: hann var m.ö. bæði höfundur, tónskáld, leikstjóri og aðalleikari kvik- myndarinnar „The King in New York“, sem fyrst var sýnd í septamber 1957. Þessi kvikmynd var hvergi leiðinleg, en þar voru margar grófar árásir á bandarískt lýðræði, og þótti ýmsum nóg Framhald á bls. 14. A seinni árum Chaplins í Banda- rikjunum varð hann fyrir miklu að- kasti, og má segja að ofsóknirnar á hendur honum vestan hafs hafi stund- um jaðrað við sálsýki. Honum var út- húðað fyrir einkalíf sitt, sem var að vísu alls ekki til fyrirmyndar; fyrir samúð sína með „rauðliðum"; fyrir þann fasta ásetning að gerast ekki bandarískur ríkisborgari; og fyrir spott- ið um bandaríska ,,iðnaðarundrið“ og peningadýrkunina sem því er samfara. Framkv.stj,: Siglns Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vicixr. Matthíás Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavfk. A rið 1920 tók Chaplin saman hönd um við Douglas Fairbanks og Mary Pick ford til að stofna kvikmyndafélagið „United Artists Corporation“. Upp frá því gat hann unnið eins og honum þókn- aðist sjálfum. Meðal snilldarverka sem hann gerði fyrir þetta félag voru „A Woman of Paris“ (1923), „The Gold Rush“ (1925), „The Circus“ (1928) og „City Lights“ (1931). Hann var ekki hrifinn af tilkomu talmynda, enda var hann búinn að ná meistaralegum tökum á tækni þöglu kvikmyndanna. Honum var ljóst, að jafnskjótt og hann færi að tala væri úti um þann hljómgrunn sem hann átti með öllum mönnum um allan heim. Hann hélt fast við þöglu mynd- irnar meðan honum var stætt á því, en í „City Lights" notaði hann tónlist. Hann hafði tekið sér fyrir hendur að læra tónsmíði og samdi tónlistina við mynd- ina sjálfur. 9. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 22. ‘ tbl.' 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.