Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 5
r Effir Jón Kristvin Margeirsson FYRRI HLUTI almarsambandið fræga var á pappímum bandalag Norð- urlanda. í raun og veru táknaði það yfirráð Danakonungs yfir öllum norraanum löndum- Nokkrum árum eftir að lærimeistari vor, Marteinn Lúther, hóf hina frægu baráttu sína gegn spillingu kristins dóms, leið þetta bandalag undir lok. Þar með var lokið yfirráðum Danakonunga yfir Svíþjóð- Þetta gerðist ekki ó- ekapalaust. Sjálfstæðisbarátta eænsku þjóðarinnar gegn erlendu konungsvaldi hafði verið hörð á köflum. Sífelldar uppreisnir í Sví- þjóð á fimmtándu öld og í upphafi himiar sextándu höfðu fengið Dana- kóngum nóg að starfa. Samt voru þeir ákveðnir í að láta ekki undan, Til að lama viðnámsþrek sænsku þjóðarinnar greip Kristján II Dana- Konungur fegins hendi þá tillögu að láta öxina fella blómarm úr sænska aðlinum, í nóvembermánuði 1520. Gengur þessi atbiírður undir nafn- inu Blóðbaðið í Stokkhólmi. En nú var mælirinn fullur. Á næstu árum brutust Svíar undan yfirráðum Danakonungs fyrir fullt og allt, og í júní 1523 var fyrirliði þeirra í sjálf- stæðisbaráttunni, Gústaf Vasa, kjörinn konungur S-víþjóðar. Hann sat að ríkj- um í fjóra áratugi og varð ættfaðir Vasaættarinnar, einnar gáfuðustu kon- ungsættar í Norðurálfu. Elzti sonur Gústafs Vasa hét Eiríkur og erfði ríki föður síns. Sem konungur var hann kallaður Eiríkur XIV. Er það efni þessarar greinar að segja frá ævi hans. SsSffSSS: íVffe'jý Ppl#: Gustaf Vasa V E iríkur fæddist í Stokkhólmshöll þrettánda dag desembermánaðar árið 1533. Sagt er, að hendur drengsins hafi verið blóði drifnar, þá er hann kom úr móðurkviði, og er það í góðu samræmi við þá fornu skoðun, að fæðing barns- ins yrði í samræmi við feril þess síðar sem fullorðins manns. í»á er pilturinn hafði aldur til, var honum útvegaður lærifaðir, er skyldi annast uppfræðslu hans. Það reyndist ó- kleift að finna nægilega velmenntaðan mann í það starf innan landamæra ríkisins, þar eð Svíþjóð var enn skammt á veg komin í menningarefnum. Varð því að leita út fyrir landssteinana. Kaþólskur maður kom að sjálfsögðu varla til greina, þar eð Svíar höfðu, er hér var komið sögu, sagt skilið við páfadæmið og komið á hjá sér ýmsum breytingum í anda lútherstrúarmanna. Um þessar mundir var Vittenbergs- staður eitt helzta menntasetur mótmæl- enda. Þar störfuðu Lúther og Melankt- on. Jafnvel Shakespeare kemur hetj- um sínum fyrir þar til náms. Þaðan tókst Gústaf Vasa að ná sér í ágætan lærdómsmann handa syni sínum. Þessi maður, sem hét Georg Normann, var af aðalsætt frá eyjunni Ré (Riigen) und- an Þýzkalandsströnd, en hafði numið í Vittenbergi undir handarjaðri Lúthers og Melanktons, sem báðir gáfu honum hin ágætustu meðmæli. Normann kom til Svíþjóðar árið 1539 og tók þegar til við starf sitt, að ala upp og mennta hinn unga konungsson, sem var nú orðinn sex ára gamalL T il að styðjast við í starfi sínu samd; Normann leiðarvísi handa kon- u .gssyninum varðandi daglega hegðun, námstilhögun o.s.frv. Þetta rit kallaði Normann „Bækling um uppeldi og hirð- hald“ (Zuctbuchlein und Hofordnung). Samkvæmt þessum leiðarvísi átti dag- ur í lífi konungssonarins að líta út eitt- hvað á þessa leið: Eiríkur átti að fara á fætur ásamt fé- lögum sinum, ýmsum aðalsdrengjum, klukkan sjö á sumrin, en klukkan átta á veturna, vegna þess að það er skyn- samlegt að venja sig ekki í æsku sinni á að sofa lengL Slíkt háttalag veldur spjöllum á minni og skilningsgáfu manna, segir hinn lærði maður alvar- lega. Eftir að hafa beðið morgunbæn og borðað morgunverð eiga drengirnir að lesa latínu og kristin fræði. Síðan mega þeir leika sér stillilega fram að hó- degismat, en þó skal litið eftir þeim á meðan. Klukkan tíu er svo borðaður hádegis- verður að hætti þeirra tíma. Slíkt á að fara fram með hátíðablæ. Viðstaddir máltíðina skulu vera kennari Eiriks og hirðmeistari hans — því að konungsson- urinn hefur þegar, þótt ungur sé, sinn eigin hirðmeistara. Ennfremur á læknir að vera viðstaddur. Þessir herrar eiga að leiðbeina drengj- unum við borðhaldið og stuðla að því, að maturinn komist rétta leið á sem menningarlegastan hátt. Meðan máltíðin stendur yfir, mé gjarnan lesa eitthvað upphátt eða hafa uppi samtöl, sem gleðja hjarta drengs- ins. Eftir að borðhaldi var lokið skiptust á leikir, líkamsæfingar og bóklegt nám Framhald á bls. 6 Meö fullri viröingu fyrir þeim margháttuðu verkefnum, sem viö erum aö fást viö, er ég næstum þvt sannfœrður um, aö húsbygginga- áhyggjur valdi fleiri magasárum en nokkrar aörar áhyggjur á landinu kalda. Meö hliösjón af byggingar- kostnaöi og , lúnsmöguleikum œtla íslendingar sér sennilega meira á þessu sviöi en flestar aörar þjóðir. Þaö hlýtur alltaf aö veröa dýrt aö hyggja t landi þar sem tvær tbúðir mega helzt ekki vera eins. Svo bœt- ist þaö viö, aö menn af öllum stétt- urn fást viö húsbyggingar, hvort sem þeir hafa snefil af þekkingu á viöfangsefninu — eöa ekki. Þótt þeir afli sér einhverrar kunnáttu meö reynslunni er hún þeim og heildinni e.t.v. dýrari en margan grunar. Hundruð manna hlaupa daglega á milli verzlana í höfuöstaönum til þess aö leita aö nöglum og skrúfum sem þeir nota viö húsbyggingar í i frístundum. Sömu innkaup gæti einn gert fyrir fimm hundruö, ef grundvöllur skapaðist fyrir bygg- ingaframkvœmdir í stórum stíl. Þess eru dœmi aö heill tugur arkitekta spreytir sig á aö teikna eldhúsinnréttingar * íbúðir eins sam býlishúss. Ætli þaö yröi ekki mis- jafnlega efnuöum húsbyggjendum örlitiö ódýr■ ra ara aö gefa þremur eöa fjórum kost á aö keppa að þvi aö teikna hagkvæma innréttingu — ekki í eitt hús, heldur tíu eöa fleiri sambýl- ishús — og enn fleiri smá liús, láta síöan sarna aðilann smíöa allt í einu? Og hve mikiö mundi sparast, ef einum manni vœri faX- iö aö kaupa inn allar skrámar og skrúfurnar, gluggana og gleriö í eina þyrpingu húsa, er byggð vœru eftir sömu teikningunni, meö sömu tœkninni af sama vinnuflokknum? Þetta eru aöeins tvö dœmi af fjöl- mörgum. Ætli ýmsum reyndist ekki auöveldara að eignast íbúð og losna jafnframt viö „byggingarvinnuna", ef þannig vœri aö fariö? Eöa er þaö œskilegt aö stór hluti þjóöarinnar stundi íbúðarbygging- ar í hjáverkum nokkurn hluta œv- innar? Vceri ekki langtum happa- drýgra og arðsamara fyrir einstákl- ingana og þjóðarheildina, aö hver maöur starfaði eingöngu á sinu sviöi og léti smiöina og múrarana um aö byggja? En þá þyrfti líka aö byggja * stórum stíl, á hagkvœman hatt og einfaldan — og þaö vaeri vafálaust hœgt aö gera án þess aö rýra gæöin. Byggja þyrfti heil fjöl- býlishverfi upp í einu í staö þess aö skipta stigáhúsum niöur á einstáka byggingameistara og auka þar meö raunverulegan byggingarkostnaö og margfalda þá heildarfjárliœö, sem verktákinn smyr á verkið fyrir snúö Framháld á bls. 6 22. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.