Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 9
M ér skilst á breskum blöðum að þó að heimsókn Bretadrottningar til Vestur-Þýskalands hafi tekist harla vel frá diplomatísku sjónar- miði, þá hafi hún því miður tekist öllu lakar frá manneskjulegu sjónar- miði — ef það er þá rétta orðið. Op- inberar heimsóknir eru náttúrlega fyrst og fremst pólitískir sjónleikir sem settir eru á svið af smábeinótt- um stjórnarráðsmönnum með langa mjóa putta, sem vita nákvsemlega Ijverskonar bros eða hverskonar hundshaus hæfir stundinni. í þessu tilviki urðu brosin stundum veiklu- legri en gert var ráð fyrir í pró- graminu. Vestur-Þjóðverjar sendu Bretum spánýjan ambassador af til- efni dagsins og þá var einihver svo ótuktarlegur að spyrja uppbátt í þinginu hvort herra Blankenhorn væri sá hinn sami Blankenhorn sem eitt sinn var bendlaður við nasista. Herra Blankenhorn var ekki skemmt. Síðan birti Sunday Times kannski líka af ótuktarskap fremur ógæfu- legt plagg sem Bretar höfðu fundið á fremur ógæfulegum stað á fremur ógæfulegum tímamótum í sögu þýsku þjóðarinnar. Staðurinn var ut- anríkisráðuneytið í Berlín og tím- inn var sumarið 1945 og plaggið var því miður skrá nasista yfir þá menn á Bretlandseyjum sem þeir ætluðu að stinga í svartholið á samri stundu sem þeir hefðu unnið stríðið. Herra Blankenhorn var ekki skemmt að heldur, og meira að segja Mercedes bílasmiðjurnar í Þýskalandi, sem áttu 350 þúsund króna auglýsingu í pöntun í fylgiriti Sunday Times, báðu blaðið að fresta birtingu henn- * egar svona óhöpp steðja að, alsendis eins og þrumuskot úr skaf- heiðu lofti, þá eru það óskráð lög í hinum diplomatíska heimi að menn eiga að láta sem ekkert hafi ískorist. Það er eins og þegar háttsettar per- sónur stíga á bananahýði á almanna- færi; þá má enginn þykjast sjá nokk- urn skapaðan hlut. Það var bagaleg- ast við þýska svartlistann að þar kom í rauninni fram sú skoðun að ýmsir af núlifandi framámönnum Breta ættu heima bak við lás og slá. Listinn var rækilegur (Sunday Times komst svo að orði að hann væri saminn af „þýskri nákvæmni"), og breski hóp- urinn sem var ráðinn í þýsk tukt- hús fyrir 20 árum var fyrir bragðið ærið sundurleitur. Þar voru raunar ýmsir líka bókaðir til tukthúsvistar sem voru gestir i Bretlandi fremur en borgarar. Allskyns flóttafólk sem fundið hafði griðastað hjá Bretum átti vísa vist í fangelsum nasista þá þeir hefðu sigrað. Þetta er skrítin og óhugnanleg skrá, og það er ekki að undra þó að herra Blankenhorn yrði skrítinn og hálf óhugnanlegur. Þarna koma í snyrtilegri stafrófsröð enskir HAGALAGÐAR Fljót ferð, Þá kom aðeins eitt skip til Eyrar- bakka * ári, en stórt var það og flutti mikið — kallað Kúffskip. Fór Ikaupmaður jafnan utan með því á baustin og kom með því á vorin. lávarðar og stjórnmálamenn og stór- iðjuhöldar og rithöfundar og svo inn- anum hið hversdagslegasta fólk af ýmsu þjóðerni, eins og til dæmis pró- fessorar og spekingar gyðingaættar og kaupsýslumaður frá Hollandi og austurrísk hjúkrunarkona á miðjum aldri og þýskur verkamaður og tékk- neskur blaðamaður, svo að fáein dæmi séu nefnd. 1. að kom sér að Bretinn er öll- um mönnum duglegri að láta sem ekkert hafi ískorist þó að háttsettar persónur stígi á bananahýði þegar verst stendur á. Elizabeth drottning kvað hafa brosað sínu blíðasta brosi allt til Berlínar. Pípuhattar voru á ferð og flugi, fánar blöktu hátt við hún, bísperrtir heldrimenn strunsuðu um í morgunkjólum og hátrtsettar persónur svignuðu af heiðursmerkj- um. Og þó má lesa á milli línanna í blöðunum frá London að heimsókn- in hafi ekki verið þesskonar dynj- andi fagnaðarsamkoma sem mennina með mjóu puttana dreymdi um. Al- menningur, þessi hvumleiða mergð, var ekki með á nótunum. Þýskur al- menningur virðist hafa verið feiminn og óframfærinn (eins og hann vissi ekki rétt vel hvaðan á sig stæði veðr- ið), og breskur almenningur virðist hafa farið í hálfgerða fýlu (eins og hann væri satt best að segja ekkert sérlega hrifinn af uppátækinu). Hér var óneitanlega efnt til fagn- aðar með næsta ólíku fólki, og það kom víst á daginn að það á ekki skap saman ennþá. Blöðin sem ég hef verið að vitna í láta liggja að þvi (segi þau það ekki berum orð- um) að drottningu hafi verið vork- unn að þurfa að flytja ræðurnar sem hún var látin romsa upp úr sér á ferðalaginu. Þær voru víst aðallega um bróðurhug og þesskonar vesen. Meir að segja kemst New States- man þannig að orði að stjómarráðs- mennirnir sem sömdu ræður drottn- ingar hafi orðið að nota ógnmikið orðagjálfur til þess að krækja fyrir staðreyndirnar um atferli þýskra síð- ustu áratugina. É, l g nefndi áðan þennan eigin- leika Breta að láta sem ekkert hafi ískorist við erfiðar kringumstæður. Þeir eru að vísu óforbetranlegir land- helgisþrjótar, en þeir eru merkileg þjóð allt um það. Þeim er lýst sem fremur þumbaralegu fólki hversdags, en þá er upþi á þeim typpið þá allt er í grænum sjó. Það kvað hafa verið sjón áð sjá þá kringum 1940, þegar Héðinn stóð einn. Þjóðverjar ætluðu þá lifandi að drepa, svo að þeir voru kampakátir, snúðugir og beinlínis hortugir. Ég heimsótti þá snögga ferð nokkrum mánuðum eftir stríðs- lok, þegar þeir voru allslausir enn- þá. Þeir lifðu við skömmtun sem ætlaði þá lifandi að drepa eins og Þjóðverjar um árið. Maður gat ekki fengið keyptan matarbita á veitinga- húsi án þess að vera uppi með þess- ar skömmtunarseðlasnuddur. Einu sinni bað ég um kjötkássu að ég hélt og fannst það sérviskulegt uppá- tæki og Bretanum líkt að bera mér sósuna fyrst. En það kom auðvitað á daginn að sósan var kjötkássan. S vona K!,u5„ » sér ekki. Þegar flugvélin lenti var því líkast sem maður væri kominn í Múlakamp eða Þóroddsstaðakamp eða Camp Knox: eintómar braggaand- styggðir. Vegabréfaeftirlitið bjó í bragga og farseðlaeftirlitið átti heima blés kaldur og hrár vindur um flug- brautirnar. Þær voru eftirlegukind- ur úr stríðinu, og sú yngri sem var tuttugu og fjögra fimm ára var bú- in að vera burðarkall síðan ’42 ef ég man rétt en sú eldri eitthvað skemur. Breskt kvenfólk var skikkað til hverskonar vinnu í stríðinu hvort sem því líkaði betur eða verr, þó að reynslan hafi sýnt að því hafi oftar en ekki líkað það öllu betur. Nú eru burðarkvensurnar í luralega burðar- kallsbúningnum ugglaust fyrir löngu orðnar virðulegar frúr í virðulegum frúarbúningi, og ef það er satt sem sagan hermir að Bretar séu þumib- aralegt fólk hversdags, þá má gera ! öðrum bragga og fyrir framan þriðja braggann gaf að líta pólití- mann með stórt kringlótt pönnu- kökuandlit og pínulítil rauð músar- augu og í stykkjuðum sívjotbuxum. Þá komu út úr fjórða bragganum stúlkur tvær og bösluðu á undan sér kerru út á flugbrautina. Þær voru þá burðarkallar, hvorki meira né minna. Það kemur sér að vera blaðamaður þegar maður uppgötvar burðarkalla með uppstrokunef og bungubarm. Stúlkurnar voru báðar með gult hár og báðar í einhvers- konar burðarkallabúningi og báðar í einhverskonar burðarkallaburu eða frakka yst klæða, því að það ráð fyrir að báðar þessar stúlkur séu orðnár hinar mestu leiðindaskjóður af þrengingaleysi. En mér er í blaða- mannsminni hve snarborulegar þær voru þegar allt var í grænum sjó. T inir mínir halda áfram að bera að mér dularfullar klausur úr blöðum og tímaritum. Hér er ein sem hefur valdið mér talsverðum heila- brotum: „Launakúrfan getur verið hvort heldur bein lína eða bogin . . . “ Er ekki eitthvað bogið við beinar ,,kúrfur“? Það er haft eftir honum, að eitt sinn hafi hann fengið beztan byr milli landa. Hann -var þá við Frúarkirkju að messu, áður en hann lagði frá Kaupmannahöfn, en við Stokkseyrar- kirkju næsta sunnudag eftir (Br. J.; Þuríður formaður). Meingað galli Daði fróði segir í prestaævum sín- um, að Páll (Hjálmarsson, síðasti skólameistari á Hólum) hafi trúlofazt, áður en hann sigldi, Hólmfríði dóttur Halldórs Vídalíns á Reynistað, en hún hafi rofið tryggðir við hann meðan hann var ytra og gifzt Arna kaup- manni Jónssyni (Reynistaðarmág). Hafi þá Páll ritað neðan undir bréf til hennar vísu þessa; Meingað galli er meyjarþel, má ég það sanna þarna. Fofnis alla fögur þél, farðu álla daga vel. 22. tbl. 1965 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.