Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Síða 11
s 1 y y i s I x P tí n s u f • i — Ég sendi tækið hei mtil yðar eins fljótt og ég get, herra minn! — Mesti ó- þarfi. Ég og kella mín get- um sjálf kom- ið því heiml IA erlendum bókamarkadi Saga The Battle of Dienbienphu. Jules Roy. Translated by Robert Bald- ick. Faber & Faber 1965. 42/— Ósigur Frakka í Dienbienphu vorið 1954 vakti undrun víða um heim og þó einkum á Vesturlönd- um. Fjandmenn Frakka voru álitnir þeim miklu síðri sem her- menn og í fyrstu var það talið óhugsandi að illa útbúnir skæru- liðar gætu sigrað velæfðan og út- búinn franskan her. Og það sem meira var, her Frakka þarna var atvinnuher, margvanur og þrauí þjálfaður í orrustum. Höfundur þessarar bókar er franskur blaða- maður. Hann hefur með þessari bók sett saman ágætt heimildar- rit um aðdragandann að ósigri franska hersins í Indó-Kína. Hann hefur rannsakað þau gögn sem fyrir liggja og átt viðtöl við f.iölda marga, sem tóku þátt í síðustu átökunum. Þar koma við sögu bæði hershöfðingjar og liðs- foringjar. Hann skýrir frá skoð- anamun frönsku herstjórnarinnar og frönsku stjórnarinnar og deil- unum, sem hófust innan frönsku herstjórnarinnar í Indó-Kína, þegar Navarre hershöfðigi var sendur þangað til þess að semja um frið. Togstreitan innan her- foringjaráðsins og deilur þess annars vegar og frönsku stjórnar- innar hins vegar áttu ekki lítinn þátt í ósigrinum. Auk þessa van- m*tu frönsku hershöfðingjarnir getu skæruliðanna og skildu ekki fyrr en of seint að strategía í hernaði í Evrópu gilti ekki í átök- um við skæruliða I frumskógum Indó-Kína. Höfundur rekur sög- una frá upphafi, hann lýsir áhrif- um stjórnmálaástandsins í heim- lnum á gang striðsins I Indó- Kína og rannsakar að hvað miklu leyti Vietminh naut aðstoðar Kínverja og Frakkar Bandaríkja- manna. f þessarl bók er samandreginn mikill fróðleikur um gang stríðs- íns, og orsakir að ðsigrinum eru raktar mjög ftarlega. Þetta er ein bézta heimildin um stríð Frakka í Indó-Kína undir lokin, sem út hefur komið. Denis Warner, sem er ástralskur blaðamaður, hefur bent á, að bandariskir hershöfð- ingjar virðist lita á baráttuna í Suður-Víetnam sömu augum og flestir frönsku hershöfðingjarnir gerðu 1 upphafi ófriðar .Frakka og Vietminh. Waíner hefur dval- ið f Suðaustur-Asíu undahfarin 15 ár, meir og minna, og þekkir land og þjóð' betur en margur *nnar. Þessi bók er mjög tíma- bær nú þegar ófriður geisar í Suður-Vietnam. A History of Europe. H. A. L. Fisher. I-II. Coliins — The Font- ana Librarý 1964. 21/— Þetta er saga Evrópu, rakin frá upphafi fram að 1935. Bókin kom fyrst út 1935, og hefur oft verið endurprentuð. Þetta er ein hand- hægasta Evrópusaga á ensku, sem nú er á markaðnum, og sem spannar allt tímabilið og er ekki mjög löng. Höfundurinn var einkar fjölhæfur, fræðimaður, skólamaður og stj órnmálamaður. Hann var náinn vinur Lloyds Georges, var ráðherra 1926, full- trúi á þingi Þjóðabandalagsins og settist að í Oxford 1926 og dvaldi þar til dauðadags 1940. Höfundur getur þess í formála, að ýmsir menn honum lærðari hafi þótzt finna í mannkynssögunni ein- hverja stefnu, vissa hrynjandi eða að hún stefndi að vissu marki. Hann segist ekki hafa orðið var við slíkt í athugunum sinum. Atburður hefst af atburði, en hann forðast að draga víð- feðmar ályktanir af vissum þýð- ingarmiklum atburðum sögunnar. Hann segir frá því sem gerðist. eins rétt og mögulegt er og án þess að leggja annarlegan skiln- ing í hið skeða, eða útlista það til vissra átta. Hann segir einnig að svo virðist sem framfarir eigi sér stað, en jafnframt að fram- farir séu ekki neitt náttúrulög- mál. Sagan er menn og umhverfi og sú arfleifð, sem menningar- þjóðfélög byggja svo mjög á. Þótt bókin sé nú þrjátíu ára göm- ul, heldur hún þó gildi sínu þrátt fyrir mikinn efnivið, sem hlað- izt hefur upp síðan, og nýtt mat á ýmsum atburðum. Höfundur hefur bókina á inngangi og seg- ir síðan sögu Rómverja og Grikkja með tilliti til evrópskrar sögu og þróunar. Meginhluti bók- arinnar fjallar um Evrópu frá uppkomu franska ríkisins. Fyrra bindinu lýkur á friðarsamning- unum eftir spænska erfðastríðið. Siðara bindi hefst með upphafi 18. aldar og nær til 1935. Bókin er tæpar fjórtánhundruð blaðsíður, þéttprentuð. Hverjum kafla fylgja bókalistar. Namen die keiner mehr nennt. Ostpreussen — Menschen und Geschichte. Deutscher Taschen- buch Verlag 1964. DM 2,80. Höfundurinn er af gamalli aust- ur-prússneskri ætt. Ættin fluttist fyrir mörgum öldum frá Westfal- en til Austur-Prússlands. Hún stundaði nám við ýmsa þekkta þýzka háskóla og tók við óðölum sínum 1939. Hún flúði þaðan í stríðslok og starfar sem blaða- kona við Die Zeit. Hér segir hún sögu sína og af landbúnaði á þessu svæði fyrir stríðið, en á þessum svæðum voru mörg stærstu góss Þýzkalands og landbúnaður þar var blómlegur og rekinn af hinni mestu atorku. Hún segir sögu stríðsáranna og flóttans og rekur síðan minning- ar sínar og sögu þessara blómlegu byggða fyrrum. Ætt hennar kem- ur hér mikið við sögu. Landnám Þjóðverja á þessum svæðum fyrr- um átti sér fáar hliðstæður 1 Evrópu. Margt dugmesta fólk landsins er ættað úr þessum hér- uðum, og blómi þýzka hersins var þaðan. Frægustu hershöfðingjaætt ir á Þýzkalandi eru ættaðar frá Prússlandi. Nú eru þessi land- svæði öðrum háð og saga þeirra er ekki lengur tengd sögu Þýzka- lands. Bókin er smekklega útgef- in, hún kom fyrst út hjá Eugen Diederichs forlagi 1962. Vín Modern Wines. T. A. Layton. Heinemann 1964. 25/— Höfundurinn rekur vel þekkta vínsölu í London. Hann hefur sett saman fimm aðrar bækur um létt vín. í þessari bók segir hann frá vínþrúgurækt í 18 löndum. Hann hefur ferðazt víða og þekkir af eigin raun víngarða þeirra landa, sem hann ræðir um, og afurðir þpirra. Hann álítur að góð vín séu ekki endilega bundin hinum gamalkunnu svæðum í Frakk- landi og við Rín. Elzta heimild sem til er um vín er um sex þús- und ára gömul og er úr egypzku grafhýsi. Vínsmekkurinn er að áliti höfundar mótaður af hefð og auglýsingum. Áður fyrr voru egypzk vín talin vína bezt, siðar sýrlenzk og attísk. Hefð kemst á frönsk vin á 18. og 19. öld. Höf- undur telur upp mikinn fjölda vína og víntegunda frá fjölda landa og leggur sitt mat á teg- undirnar. Hann hefur allar for- sendur til að dæma skynsamlega og af góðum smekk þar eð hann er forseti félags vínsmakkara á Bretlandseyjum. E>etta er hentug bók fyrir þá fáu hérlendis, sem hella í sig brenndum vínum af ástæðum sem oft eru taldar ein- kenna mjög frumstæða einstakl- inga, og hverra hegðun er talin góð og gild meðal villtra þjóð- flokka á einhverskonar hálfsið- unarstigi. Jóhann Hannesson: ÞANXARÚNIR EKKI eru allar byltingar blóðugar. Af sumum þeirra berast engin þau tíðindi að menn taki eftir þeim. Ein af þessum hægfara byltingum er „The Paperback Revolution“ í bókagerð Hún hefir leitt til þess að meira er keypt af bókum en áður víða um lönd. Fróðleiksfús almenningur á nú kost á að eignast bækur um mörg svið menningar, sem áður voru nálega lokað- ur heimur. Verk ágætishöfunda eru nú fáanleg á vægu verði. Hér er ekki lengur um að ræða vasabækur (Pocket Books) ein- göngu, heldur bækur í meðalstóru broti, settar meðalstóru letri. Farið er að gefa út kennslubækur til notkunar við háskóla með þessari aðferð (University Paperbacks). Reynast þessar bækur miklu ódýrari í framleiðslu en bækur í hörðu bandi, og þær taka minna rúm í hillum en þær. Lítið eitt er farið að taka þetta upp hjá oss, og má benda á nýja útgáfu Skólaljóða frá Ríkisútgáfu námsbóka sem dæmi um að vel getur tekizt til með þess konar útgáfur, en telja mætti einnig ýms fleiri dæmi frá síðari árum. Hins vegar eru sumar aðrar bækur í mjúku bandi ekki nógu vandaðar að frágangi. Mjúk spjöldin flysjast fljótt af sumum kennslubókum, sem notaðar eru daglega, enda fá margar bækur á sig subbulegan blæ í höndum unglinga þeg- ar á líður veturinn. Mjúkt band á bókum þarf því að vanda, einkum þeim, sem nota skal um nokkurt skeið. Flestar skóla- bækur hjá nágrannaþjóðum vorum á Norðurlöndum eru í hörðu bandi og vönduðu, enda nauðsynlegt ef nota skal sömu bókina árum saman, svo sem söngbækur, orðabækur og handbækur, sein oft þarf að grípa til. Af óinnbundnum bókum hafa menn kynni hér á íslandi, og er skemmst frá því að segja að þau kynni eru ekki ánægjuleg þegar þráðurinn slitnar og bókin leysist upp í blöð og spotta. En þessi bókagerð er utan byltingarinnar og stendur ekki vel að vígi í samkeppninni. Þarf því að hyggja vel að nýjum leið- um til að þreyta það kapphlaup, sem greinilega er framundan í framtíðinni, ekki sizt í verðlagi. Væri eðlilegt í útgáfustarf- semi að spyrja um markmið bóka og tilgang. Ef bók er ekki til þess gerð að verða lesin oftar en einu sinni eða tvisvar, væri betra að hafa hana fallega útlits en að gefa hana út í dýru bandi. Bækur geta sem sé verið bæði góðar og fallegar, þó ekki séu notuð hörð spjöld, leður eða gylling. Hins vegar er hinn sígildi frágangur sjálfsagður á bókasöfnum og annars staðar, þar sem mikið reynir á ytri gerð bókanna. Hér hefir fyrst verið bent á kostahlið byltingarinar, en galla- hliðin segir einnig til sín. Erlendis er mikið framleitt af of- beldis- og glæparitum og dreift með þessum ódýru útgáfuað- ferðum. Skúmaskot glæpa og úrkynjunar eru þannig kynnt æskulýðnum, og þessi kynning telst til arðvænlegra atvinnu- greina. Samkvæmt fimmta lögmáli hræsninnar segjast útgef- endur verða að framleiða lélegar bækur til að geta staðið und- ir kostnaði þeirra, sem góðar eru. Talsvert er gert að því að gefa út bækur, sem að efni til eru samhljóða eftirsóttum kvik- myndum. Byltingin í bókaframleiðslu er meðal orsaka blaðadauðana. Einkum eru lélegar bækur skeinuhættar dauflegum blöðum. Sjónvarpið er einnig meðal dánarorsaka blaðanna, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þó er sennilega veigamestu om- sakanna að leita hjá blöðunum sjálfum. Margir nútímameMi skemmta sér að bókum, sem bera lof á banditta og þeirra fram- ferði. Aðrir una sér við langdregið oflof á skækjum, sem á vom- um tímum uppskera meira hrós en heiðarlegar sæmdarkonur, en það telja menn til lista og uppdubba gleðikvendi, en setja sæmdarkvinnur í skammarkrókinn, og furðulegast af öllu «r að konur skuli gera að þessu góðan róm. Þess er ekki að vænta að fólk, sem helgar sig þessum lestri og sjónvarpinu, endiat til að lesa alvarleg blöð; til alvörunnar yfirleitt verður eng- inn afgangur, þegar hégóminn gleypir tíma manna og fjármuni. En ekki má misnotkun hinnar nýju bókagerðar draga sv* mjög úr mönnum að þeir reyni hana ekki hér til þess að koma á framfæri þeim fróðleik og sannindum, sem þjóðin þarf til «0 lifa og efla menningu sína. Fyrir fáeinar krónur má hér fá úr- val af Edduljóðunum á þýzku, og jafnvel á rússnesku líka, en íslenzkar útgáfur af þessum frægu ljóðum hafa verið torfengn- ar í sjálfu föðurlandi Eddunnar. Hér um má nokkuð kenna tregðu til breytinga í bókagerð. 22. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLÁÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.