Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 6
BÖKMENNTIR íTamhald af bls. 5. undir umsjón kennarans og hirðmeist- *rans. Mr að kom brátt í ljós, að Eiríkur •rar ágsetlega vel gefinn. Undir hand- leiðslu kennara síns varð hann prýði- lega að sér í mörgum greinum, svo sem latínu, þýzku, frönsku, sögu, landafræði, stjörnuspeki, mælskulist, rökfræði o.fl. Ennfremur varð hann vel að sér í guð- fræði, sem var reyndar undirstöðuatriði í menntun manna á þessum tíma. Er drengurinn hafði þroska til, tók faðir hans að kynna honum landshagi og æfa hann í stjórnarstörfum. Sjálfur hafði Gústaf Vasa orðið að komast af án slíkrar undirbúningsþjálfunar og fundið, hve erfið konungsstaðan gat verið fyrir óvanan mann. Eftir að Ei- ríkur hafði náð seytján ára aldri, lét faðir hans hann aðstoða sig við stjórn ríkisins, og um tíma lét hann piltinn stjórna upp á eigin spýtur, en dvaldist þá sjálfur í Finnlandi, sem á þessum tíma og lengi síðan laut Svíakonungi, svo sem kunnugt er. E r fram í sótti hefur þó Eiríki lík- lega þótt fýsilegt að breyta til og kom- ast undan handarjaðri föður síns, sem virðist ekki hafa hætt að tala í ströng- um föðurtón til sonar síns, þótt pilt- urinn kæmist á fullorðinsár. Þegar Ei- ríkur fer fram á að þjónar hans fái nýja búninga um jólaleytið 1556, biður fað- ir hans hann um að hlífa sér við áhyggj- um og kvartar svo yfir, að Eiríkur hafi skrifað honum „ósköp stuttaralega, svo að oss er það ekki fyllilega ljóst, hvern- ig vér eigum að skilja það.“ Og síðan biður hann son sinn um það, að „ — þú viljir vera svo vænn að hlífa oss við slíkum skrifum og skrifa oss sonarlega og auðmjúklega.“ Þessi orðaskipti benda til þess, að Gústaf Vasa hafi þótt sjálfstæðislöngun sonar síns óþarflega sterk, og vera má, að það hafi haft nokkur áhrif á Eirík, að bróðir hans, Jóhann, sem var yngri, hafði þegar fengið tiltölulega sjálfstæða stöðu sem ríkisstjóri í Finnlandi. En hver svo sem nánari tildrög hafa verið að því — þau eru ekki fullkunn RAT Framhald af bl sinn. Sama máli <d. _ :iir um hverfi smœrri húsa. Því miöur er ekki til neitt þaö öfl- ugt byggingarfélag, aö þaö gœti ráöizt í slíkar framkvæmdir — og engir lárvasjóöir, sem geröu fjöld- anum fœrt aö stuöla aö myndun slíks félags. Miöaö við byggingar- kostnað eru fáanleg föst lán létt- vœg, enda þykir ekki óeölilegt aö íbúöir séu byggöar í frístundum á mörgum árum. Húsnceðismálastjórn hefur vafa- laust unniö ágœtt starf. En kœmi þaö fé, sem hún hefur til ráöstöf- unar, ekki aö enn meira gagni, ef hún beitti sér fyrir frekari samrœm ingu framkvœmda? Stuölaöi svo aö jákvœöri þróun meö því aö greiða fremur fyrir þeim byggjendum, sem heföu þaö mikla þörf fyrir lánsfé, aö þeir yröu aö sœtta sig viö hag- sýni og hagkvœmni. Nýta fjármagn- iö betur og létta skuldabyröi ein- stáklinganna. Hinir, sem efni hafa á því að láta uppmœlingarvíkingana byggja hús — engum öörum lík, fá ekki magá- sár af húsbyggingaráhyggjúm. h.j.h. — er hitt víst, að í lok ársins 1557 fékk Eiríkur að léni nokkur landssvæði í suð- austanverðu ríkinu, nánar tiltekið Kalm arlén, Krónubergslén og Eyland. Þar með hafði hann hlotið mjög sjálfstæða stöðu og gat nú farið að haga lífi sínu meir í samræmi við óskir sínar og skap- að sér umhverfi, sem honum féll í geð. Hann settist nú að í Kalmarborg, sem siendur við Eystrasaltið og er nafn- kenndust sökum þess, að hér var það, að Kalmarsambandið var stofnað árið 1397. Á dögum Eiríks var þárna allramm gerður kastali, og í honum tók Eiríkur sér bólfestu. Þarna kom hann sér upp hirð og viðaði að sér hirðmönnum eftir beztu getu. Hér hittum vér þegar Jöran Persson, Vittenbergmenntaðan lögfræð- ing, sem veitti Eiríki dyggva þjónustu allc til æviloka, en var af samtíð sinni álitinn vera hinn illi andi Eiríks. Annar hirðmaður Eiríks er nefndur Charles de Mornay og var aðalsmaður sunn- an af Frakklandi. Þá hafði Eiríkur út- lenda tónlistarmenn við hirð sína, hol- lenzkan málara o.s.frv. Bráðlega stóð hirðlífið í blóma. Fleira þurfti að hugsa um. Stjórnar- umdæmi Eiríks lá að dönsku landamær- unum og það olli ýmsum vandamálum. Danakonungur hafði engan veginn af- salað sér fyrir fullt og allt rétti til yf- irráða í Svíþjóð. Sænska ríkið varð að hugsa um landvarnir, ekki sízt vegna hugsanlegrar styrjaldar við Dani. Þá var og æskilegt, að hinn ungi lands stjóri, eða hertogi, eins og hann var nefndur, hefði í huga þá væntanlegu skyldu sína að sjá ríkinu fyrir nýjum ríkiserfingja í fyllingu tímans. Leið heldur ekki á löngu, unz Eiríkur brá sér í biðilsbuxurnar. Hann bar fyrst niður á Bretlandi. Þar sat að völdum Blóð-María, svo nefnd sökum þess, hve grátt hún lék ýmsa þegna sína, er voru henni ósammóla í trúarefnum. María var gift Filippusi, konungi Spánar. Þau áttu engin af- kvæmi, er hér var komið sögu. Næst til ríkiserfða eftir Maríu stóð hálfsyst- ir hennar, Elísabet að nafni. Þessi stúlka varð fyrir valinu, þá er Eiríkur og fað- ir hans lituðust um eftir hentugu konu- efni handa ríkiserfingja Svíþjóðar. U m sumarið 1558 var því gerð út sendinefnd til Englandsferðar til að biðja um hönd Elísabetar .Bretaprins- essu. Hún var þá í ónáð hjá systur sinni, drottningunni og dvaldist í Hatfield, smáborg norðvestan við Lundúni. Sendimaður Svía gerði þá reginskyssu að halda fyrst á fund Elísabetar, sem auðvitað vísaði málinu til systur sinnar, þó með þeim ummælum, að hún kysi heldur að vera ógift, þar eð hún væri sannfærð um, að ekkert hjónaband fengi jafnazt á við það. Blóð-María tók kurteisisbrot sendi- mannsins óstinnt upp. Hryggbrot og á- kúrur voru hennar svör. Nokkru seinna þetta ár varð mikil breyting á hag Elísabetar. Systir henn- ar, Blóð-María, andaðist barnlaus og Elísabet varð drottning. Hún fluttist nú frá Hatfield til Lundúnaborgar, og þangað söfnuðust innan skamms biðlar og umboðsbiðlar víðs vegar að úr Norð- urálfu. Konan var brátt umsetin. Heim- færð hafa verið upp á hana orð Shake- speares, er hann leggur í munn ungri stúlku í einu leikrita sinna: „Whiles we Shut the gates upon one woer, anoth- er knocks at the door.“ („Þá biðill einn úr augsýn er, annar að dyrum berja fer.“) Eiríkur gerði nú nýja tilraun. Sumar- ið eftir, 1559, sendi hann fulltrúa sína, þ.á.m. bróður sinn, Jóhann, til Englands og skyldi nú bónorðið borið upp að nýju. Jóhann reyndist að visu ágætur sendi- herra og aflaði sér mikilla vinsælda þann tíma sem hann dvaldist við hirð Elísabetar, en ekki tókst honum þó fremur en öðrum að fá jáyrði hennar við bónorðinu. Ekki gaf þó Elísabet skil- yrðislaust afevar. Hún svaraði, að hún gæti ekki játazt þeim fursta, sem hún hefði aldrei séð. Var þetta þó trúlega ekki annað en skálkaskjól. Elísabet virð- ist um þessar mundir hafa leitazt við að nota bónorðin til framdráttar utan- ríkispólitík sinni. Jöhann kom því heim aftur í aprílmánuði árið 1560, án þess að honum hefði orðið nokkuð ágengt. Meðan Jóhann annaðist kvonbænir bróður síns í Englandi, gerðist leiðinda- atburður heima í Svíþjóð, sem spillti mjög samkomulagi milli Eiríks og föð- ur hans. Ein sænsku konungsdætranna, Katrín að nafni, hafði verið gefin þýzkum greifa, og var brúðkaup þeirra haldið í Stokkhólmi í októbermánuði 1559. Nokkru síðar héldu ungu hjónin af stað heim á leið suður eftir. Þrjú af systkin- um brúðarinnar slógust í förina, þau Ei- ríkur, Magnús og Sesselja, og þar að auki varð samferða þeim bróðir brúð- gumans, Jóhann að nafni og greifi að nafnbót. Þetta gerðist í desembermán- uðl árið 1559. Eftir stutt ferðalag kom ferðafólkið til Vaðsteinsborgar í Eystra-Gautlandi (Vadstena). Þar var stanzað og ákveðið að dveljast fram yfir jólin. D ag einn kom sveinn nokkur úr fylgdarliði Eiríks, Jón Andrésson að nafni, til húsbónda síns og leysti frá skjóðunni. Jóhann greifi, bróðir brúðgumans, hafði á næturþeli sézt klifra inn um gluggann að herbergi því, þar sem Sess- elja prinsessa og nokkrar aðrar konur Jón Kristvin Margeirsson sváfu. Hafði þetta gerzt þrjár eða fjór- ar nætur samfleytt. Málið var viðkvæmt. Að vísu gat átt sér stað, að greifinn hefði átt erindi við einhverja aðra konu en Sesselju kóngs- dóttur, en þó var það í hæsta rnáta óvið- eigandi, að herbergi kóngsdótturinnar væri vettvangur slíks næturgamans. Það varð að ráði, að setið skyldi fyr- ir næturriddaranum og reynt að standa þrjótinn að verki. Mornay, sem fyrr hefur verið nefndur, einn helzti trún- aðarmaður Eiríks, varð fyrir valinu til þessa starfa og tók með sér nokkra dyggva sveina. Er þeir höfðu vakað nokkrar nætur, urðu þeir loks varir við, að greifinn kom að glugga Sesselju kóngsdóttur og sáu hann skríða þar inn. Þeir biðu ekki boðanna, en gengu rakleitt inn í her- bergið og fundu dónann þar á skyrtunnL Varðmenn létu hendur standa fram úr ermum, gripu afbrotamanninn og færðu hann í varðhald. Lét Eiríkur þegar í stað senda hann föður sínum, Gústaf Vasa, en hóf sjálfur yfinheyrslur yfir honum þeim, sem byggðu herbergið með Sesselju. Úr þessu var ekki hægt að af- stýra hneyksli. Konungurinn varð afar reiður yfir þessu. Honum fannst Eiríkur hafa farið klaufalega að og gert illt verra. Sess- elja slapp ekki við óþægilega meðferð af hálfu föður síns. Hún kvartar yfir því við Eirík síðar, hve hart faðir þeirra hafi leikið hana, og nefnir, að hann hafi reytt af henni hárið. Til að leysa málið lagði Eiríkur fram þá tillögu, að sökudólgurinn skyldi dæmdur til dauða, en síðar náðaður og þ u Sesselja gefin saman í hjónaband. En konungi fannst þetta fráleit hug- mynd. Og þar við sat. Jóhann mátti sitja í svartiholinu, og nægt er að gera sér í hugarlund, hvernig hinni óheppnu prinsessu hafi liðið við hirðina. etta mál varð ti, að spilla mjög samkomulaginu milli feðganna, en fleiri urðu þó efni ágreinings þeirra. Eitt þeirra var bónorðið til Elísabet- ar. Eiríkur taldi að fyrrgreind orð Elísa- betar um að hún gæti ekki gifzt fursta, sem hún hefði aldrei litið augum, bæri að skilja sem óbeint heimboð. En gamli maðurinn taldi þýðingarlaust að halda bónorðinu áfram, og samkvæmt því, sem síðar gerðist, virðist þetta hafa verið rétt hjá honum. Helzt er svo að sjá að Elísabet hafi ekki viljað giftast. Eiríkur hafði þó sitt mál fram, og um sumarið 1560 lagði hann af stað frá Stokkhólmi áleiðis til Englands. Skyldi nú kannað til hlítar, hvort hin un- a Bretadrottning kynni ekki önnur svör við kvonbænum sænska ríkisarfans en hryggbrot. En ferðin varð endaslepp. Eiríkur var ekki kominn lengra en til Gautaborgar, er honum barst fregn um, að faðir hans væri látinn. Þetta breytti öllu. Hann varð að hætta við förina, a.m.k. í bili, og hverfa aftur til Stokkhólms til að taka þegar í stað við störfum föður síns, Hin áhyggjulausu æskuór voru að baki; framundan var mikil ábyryð, miklir erfiðleikar, og síðar miklar þrengingar. E itt fyrsta verkefni Eiríks hiaut að verða að tryggja konungsvaldið. Gústaf Vasa hafði átt mörg börn, og í erfðaskrá þeirri, er hann lét eftir sig, hafði hann rækt föðurskyldur sínar á þann hátt, að það hlaut að vera hinum nýja konungi til óhagræðis. Bræður Eiríks, Jóhann, Magnús og Karl, áttu samkvæmt erfðaskránni að hljóta sitt hertogadæmið hver, og skyldu þeir fá mjög sjálfstæða stöðu innan ríkisins. Eiríki féll það eðlilega ekki vel, að vald hans sem konungs yrði rýrt þannig. Fyrst reyndi hann með góðu að fá Jó- hann, forystumann yngri bræðranna, til að gefa eftir, en það reyndist árangurs- laust. Þá kallaði Eiríkur saman stétta- þing í Árbeygjuborg (Arboga) og fékk þingið til að samþykkja ýmis ákvæði, er skertu vald hinna nýju hertoga. M.a. féfek konungurinn heimild til að ráða yfirstjórn herliðs þess, sem hertogarn- ir hefðu á vegum sínum, og kastalar hertoganna skyldu jafnan standa kon- unginum opnir. Ennfremur fékk hann heimild til að líta eftir réttarskinan hertoganna og stjórn þeirra að öðru leyti. Hertogunum skyldi óheimilt að fást við utanríkismál nema með sam- þykki konungs. Þó máttu þeir biðja sér útlendrar konu, án þess að biðja bróð- ur sinn leyfis. Með þessum ákvæðum var a.m.k. fyrst um sinn girt fyrir, að Svíþjóð leystist upp í sjálfstæð smóríki, svo sem gerzt hafði á Þýzkalandi. Bræður kon- ungs kunnu honum hins vegar litla þökk fyrir, svo sem gefur að skilja. Nokkrum mánuðum síðar var Eiríkur krýndux. Þá var haldin mikil hátíð, sem hafði verið vandlega undirbúin. Krýn- ingin sjálf fór fram í dómkirkjunni I Uppsölum með mikilli viðhöfn, svo sem Framhald á bls. 10 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 22. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.