Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Blaðsíða 11
— Þú ert ekki með öll- um mjalla — að fara aS draga mann út til að verzla í svona veðrit — Láttu ekki svona, kona! Nokkrir regndropar haaf aldrei orð ið neinum að meini! A erlendum bókamarkaði Bókmenntir It Is Time, Lord. Fred Chappell. J.M. Dent & Sons Dtd. 1965. 18/— Þetta er nýstárleg skáldsaga eft ir nýjan höfund. Hann fæddist 1936 í Norður-Karolínu, fór snemma að vinna fyrir sér, stund- aði búskap, ók vörubíl, seldi hús- gögn og landbúnaðaráhöld og jafnframt þessu var hann síles- andi. Hann hefur birt nokkrar sögur og greinar í ýmsum tíma- ritum. Þetta er fyrsta skáldsaga hans og lofar góðu. Aðalpersónan er James Christopher sem hefur misst trúna á framtíð sína og lætur reka. Hann er atvinnulaus og sekkur dýpra og dýpra og er að verða drykkjusjúklingur. Hann hrökklast frá fjölskyldu sinni og festir hvergi rætur. Það eina, sem gefur lífi hans gildi, eru minningar liðins tíma, en minningarnar breytast við breytt- ar ástæður. Nútíð og fortíð renna saman og hann missir áttamörk og löngu liðnir atburðir verða honum ástæða til að því er virðist forsendulausra viðbrágða. Tíminn rennur út í eitt. Sagan er mjög vel gerð og þótt höfundurinn hætti sér oft langt frá hinu hefð- bundna formi skáldsögunnar fer hann aldrei of langt. Frásögnin hrífur lesandann og heldur hon- imx til síðustu blaðsíðu. Tynset. Wolfgang Hildesheimer. Suhrkamp Verlag 1965. DM 17.80. Hildesheimer fæddist 1916 í Hamborg; hann dvaldi í Palestínu 1933-36, og stundaði málaralist í London fram að heimsstyrjöld, var á vegum brezka hersins í Palestínu á strlðsárunum og flytzt aftur til Þýzkalands 1947. Hann tekur þá að semja leikrit, einkum fyrir útvarp, og verður félagi 1 Gruppe 47. Hann er af mörgum talinn efnilegastur af nútímahöf- undum þýzkum. Maður sem er að reyna að sofna, þannig hefst frá- sögnin. Og minningar sækja á manninn, liðnir atburðir úr eigin lifi og annarra, og allt I einu, þar sem hann hefur tekið járn- brautaáætlun norsku járnbraut- onna og er að blaða í henni til nð stytta andvökuna, sér hann orðið Tynset. Þetta þorp verður honum næsti áningarstaður, hann eetlar þangað. Og þetta orð er það eina, sem hann bindur sig við þessa nótt, þang'að ætlar hann og •llar minningar og hugrenningar tengjast þessum ókunna stað. Hann ætlar til Tynset og vill fara þangað, en ferðin var aldjei farin og nafnið hverfur honum. Þetta er óvenjuleg bók og efnið allt og ekkert, en frásögnin líður áfram og er svo magísk að allt í einu hefur maður lokið bókinni. Sumsstaðar minnir stíllinn á Ham sun og uppbygging bókarinnar á Brimhendu Gunnars Gunnars- sonar. Abschied von den Eltern. Erzahl- ung. Peter Weiss. Suhrkamp Ver- lag. Edition Suhrkamp 85. 1964. DM 3. — Peter Weiss býr nú I Stokk- hólmi. Hann sá dagsins ljós i Berlín 1916. 1933 hlaut hann að hverfa úr landi, þar eð hann var af gyðingaættum, og fór til Prag. Þaðan fer hann 1939 til Svíþjóðar og gerist sænskur ríkisborgari. Hann fer ekki að senda frá sér bækur fyrr en eftir 1960 og kemst þá strax í fremstu röð þýzkra rit- höfunda. Hann skrifar í mjög persónulegum stíl og er einn þeirra sem ryðja nýjar brautir. Hann minnir stundum á Henry Miller; hann minnist þó ékki si og æ sérstöðu sinnar sem rithöf- undur eins og Miller. Bækúr hans eru að öðrum þræði sjálfs- ævisögur og minningar. Þessi bók fjallar um barnæsku og unglings- ár. Hér er ævintýraheimi barns- ins lýst af sérstökum næmleika, ótta þess og sárindum við að slitna úr tengslum við foreldra og forsjón. Þetta er ein þeirra bóka, sem hvað mesta athygli hafa vakið í Þýzkalandi og víðar. Viðurkenning sú sem hann hlaut fyrir þessa bók, þegar hún kom fyrst út 1961, var ekki al- menn; hann verður frægur með leikriti sínu um morð Marats; þó voru ýmsir sem sáu strax hver hér fór, og meðal þeirra var Her- mann.Hesse, sem mat þetta verk hans að verðleikum (sbr. bréf hans til Weiss í maí 1961). Pedigree. Georges Simenon. Pen- guin Books 1965. 7/6. Simenon er fæddur í Belgiu 1903 og er mikilvirkasti höfundur, sem nú er uppi, hann hefur alls sett saman um 180 sögur. André Gide áleit að hann ætti fremur að skrifa sálfræðilegar skáldsög- ur en sálfraéðilega reyfara og þessi bók er sett saman fyrir áhrif hans. Þessi bók er ævi- saga Rogers Mamelins frá 1903 til loka fyrri heimsstyrjaldarinn- ar. Atburðir samsvara ýmsu í lífi Simenons sjálfs, en hann segir í formála, að það eigi að líta á þessa bók sém skáldsögu og að hún hlýði lögmálum skáldsögunn- ar í einu og öllu. Hér eru ágætar lýsingar á borg 1 Mið-Evrópu í upphafi 20. aldar og æsku og unglingsárum Mamelins. Gasljós- in, sporvagnarnir, rigningin og húsagarðarnir. Þessi heimur er 'nú að hverfa eða er horfinn með öllu og það andrúmsloft sem þar ríkti, þetta er allt endurvakið á síðum bókarinnar. Bókin ’ er skemmtileg og sérstæð í því bóka flóði sem runnið hefur frá þess- um vinsæla höfundi. Museum der modernen Poesle eingerichtet von H. M. Enzens- berger. Deutscher Taschenbuch Verlag 1964. DM. 4.80. Þessi bók kom í fyrstu út hjá Suhrkamp útgáfunni 1960, og er nú endurprentuð í vasabókarút- gáfu. Enzensberger er ljóðskáld. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1957. Hann ræðst heiftarlega á sjálfsánægju manna i velferðar- rikinu, doða'og deyfð, sljóleikann og falsað öryggið, honum er ekki síður í nöp við kúgun og vald- beitingu og hefur hina mestu ömun á pólitíkusum og lýðskrum urum. Hann litur á velferðarrík- ið eins og marghöfðaðan óskapn- að sem liggur á meltunni satt og ánægt. Andúð hans á þjóðfélag- inu veldur því, að hann flýr inn í fílabeinsturninn og yrkir. í þess ari bók reynir útgefandi að taka þverskurð evrópskrar ljóðagerðar á 20. öld. Þýðendur eru margir. Hér er að finna ljóð eftir 96 skáld frá meira en tuttugu löndum. Inn gangur útgefenda er mjög í hans stil og skemmtilegur. Bókinni fylgir skrá yfir þýðendur og listi yfir skáldin, ágrip æviferils þeirra og verk. Þetta er stór bók, um 400 blaðsíður, og mjög smekk- lega útgefin, eins og allt sem þetta útgáfufyrirtæki lætur frá sér fai-a. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR UM mannshjartað, þar sem það orð merkir miðstöð persónu- lífsins, höfum vér áður sagt nokkur orð, og mátti þó margt til tína fleira en það, sem upp var talið. — Nú er hjartað miðlægt líffæri líkamans, og um starfsemi þess og þrengingar fjalla læknavísindin. Sum önnur vísindi snerta þó einnig hjartað. Heimilisvísindin (Domestic Science), þjóðhagfræðin (Social Economics) og ýmis landbúnaðarvísindi (Agricultural Scienc- es) hafa, ásamt tækninni, umbreytt mannlífi síðari ára og þar með umhverfi lijartans, bæði í líffræðilegri og andlegri merk- ingu. „Hjartað á sér sín rök, sem skynsemin skilur ekki“ segir Pascal. Varðveittu hjartað framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins, segir í hinni Helgu bók, Orðskv. 4,23. Þeir mætu læknar, er nú tala máli hjartans, njóta ekki aðeins krafta vísindanna, rannsókna þeirra og sannana, heldur einnig lífs- speki og heilagrar trúar frá fornum tímum. Samband er milli „mannshjartans“ og þess hjarta, sem í líkamanum slær og dælir blóði um æðar lifandi manna. Meðal’ kvenna eru hátt lofaðar hjartadrottningar (móðir, kona, meyja), enda eiga margir þeim líf að launa (nema tré- menn, stálmenn og sætabrauðsdrengir og nokkrir aðrir). Mjög miklu varðar hvaða stefnu hjartadrottningar taka í hjartavís- indum og hjartapólitík, og mun það síðar ljóst verða. Talsmenn hjartans skortir ekki texta til að leggja út af, en oft er erfitt að fá menn til að trúa boðskapnum um það, sem hjartanu má til hjálpar verða, því að orðið, vísindalegt og trú- arlegt orð, hittir fyrir mótspyrnu mannsins gegn lögmálskröf- unni, það er kröfu Skaparans, náungans og samvizkunnar til vor. Menn hafa hugboð um annan boðskap, þ.e. um fyrirgefn- ingu syndanna, en hann vilja illa kristnir menn hagnýta til að sofna og dofna og kúra í syndinni, unz þeir deyja í henni — og orð sannleikans kemur þeim ekki að haldi, enda er of seint að iðrast eftir dauðann. í þrítugu vísindariti um vitamínin greinir frá ágæti þess- ara efna. Vísindamenn læknuðu hörgulsjt^kdóma í tilraunadýr- um með nýmjólk, og sönrmðu með tilraunum og línuritum hvernig allt breyttist til hins betra er hún kom til sögunnar. Fjör færðist í hálfdauð kvikindin og þau tóku að hoppa af lífs- þrótti. Tröllatrú á nýmjólk og ávöxtum breiddist út til endi- marka jarðarinnar, svo að jafnvel Kínverjar, sem töldu kúa- mjólk hæfa kálfum einum, tóku að þamba mjólk, ef þeir höfðu efni á þvi. En góðbændur höfðu lengi um viða verölá stríðalið búpening, enda fóru þungar skepnur í fyrsta flokk, og þær þyngstu hlutu heiðurspeninga, líkt og diplómatar, ræðismenn og stríðshetjur. Hér við bættist ofvöxtur bílagerðar eftir síðari stórstyrjöld, enda valda. bílar meira blóðbaði en nokkurt annað tæki á friðartímum, um leið og þeir njóta lotningar á borð við skurðgoð heiðingja, þau er mest eru dýrkuð: Menn krjúpa fyrir þeim og skríða, mata þá og smyrja og þvo þeim, en allar þessar athafnir eru kunnar úr dýrkun skurðgoða. Að boða nútimamanni þá kenningu að hann skuli ekki bil ' aka, er því líkt sem að segja við niðursoðna síld: Þú skalt ekki vera í þessari dós. Ferðalög í fallega lökkuðum vögnum hafa furðuleg áhrif á menn. Þeir halda að þeir fái hreyfingu með því að fara úr stofusæti í bílsæti, af því að bíllinn hreyfist. í berja- leit fara flestir menn út á sömu stöðum og aðrir hafa farið á undan þeim, og segja síðan: Hér eru engin ber. Með því að leggja á sig svo sem sjö mínútna göngu, þá hefðu þeir komizt í berin. Á sömu stöðum og sömu tímum má sjá menn endurtaka þetta háttarlag, líkt og þeir væri tjóðraðir við bílana sína. — Þægindunum hefir fjölgað svo ört og þau eru orðin svo þétt að hjartað fær svipuð lífskjör og frá greinir í „Bók náttúrunnar“ (47) um KJÖLTURAKKANN: „Kjölturakkinn kúrði ætíð heima — og kærði sig ekki um aðra geima — vappaði kringum kirnur og potta — og kunni bara að urra og dotta.... Fáum kær hann kúrði á fleti — og kafnaði seinast úr fitu og leti.“ Menn aka upp að sjoppunum, og sjoppumenn rétta vörur og skiptimynt inn í bílinn. Hjartadrottningar steikja ágætt kjöt og búa til úrvals sósur handa sínum forstjórum, stríðala þá líkt og bændur búpening, og stytta aldur sumra þeirra um 10—20 ár. Á björtum vorkvöldum aka menn að kvikmyndahúsum eða leikhúsinu og setjast inn, kyrrir og aðgerðalausir. íþróttir stunda þúsundir manna með líku móti, meðan tvær tylftir manna leggja sig alla fram um að koma einum bolta í mark. Frá æskuárum rækta menn með sér óhollar lífsvenjur, sem of- bjóða hjarta og sál og draga margan góðan dreng til dauða langt fyrir aldur fram. 24. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.