Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Blaðsíða 14
HWMMMMMMMHMMC
BÓKMENNTIR
Framhald af bls. 5.
urson sinn að Aragóníu, Sikiley og
Neapelsríki ásamt völdum í Kastilíu, en
móðir Karls var að nafninu til stjórnandi
þess ríkis. 14. marz 1516 var Karl lýstur
konungur Aragóníu og Kastilíu sem
Karl I. Hann kemur ekki til Spánar fyrr
en 1517. Fjöldi niðurlenzkra aðalsmanna
kom með honum til Spánar og hann
veitti þeim ýmiskonar fríðindi og lén á
kostnað Spánverja, sem var ekki vel
þokkað.
IVÍaximilian I deyr í janúar 1519,
Karl erfir þá lönd Habsborgara eftir
hann, Austurríki, Tyról og fleiri héruð
og lönd milli Sviss og Búrgundarríkis.
Með fráfalli Maximilians verður Hið
heilaga þýzk-rómverska ríki keisara-
laust. Habsborgarar höfðu löngum verið
keisarar; þótt keisarinn væri kosinn
hafði hefðin sín áhrif. Nú komu ýmsir
til greina. Hinrik VIII sóttist eftir tign-
inni og einkum Frans I Frakklandskon-
ungur. Kjörfurstarnir voru sjö. Þeir voru
ekki hrifnir af auknum völdum Habs-
borgara og enn síður af voldugum Frakk-
landskonungi sem valdamanni á þýzka
ríkinu. Þeir hugðust því velja Friðrik
kjörfursta af Saxlandi, en hann neitaði.
Nú hófust samningar. 'Kjörfurstarnir
reyndu að mata krókinn sem mest. Báðir
kandídatarnir báru fé á þá eins og siður
var. Karl varð að lokum drýgri. Fugg-
arnir, sem voru á þessum árum auðug-
asta kaupnaanna- og bankamannaætt
Þýzkalands, lánuðu Karli það fé sem
skorti til að ná kosningu. Kosningin
kostaði hann 850.000 flórínur, af þeirri
upphæð lögðu Fuggar fram 543.000. Það
var ekki aðeins féð, heldur líka ætt
Karls, sem réð hér baggamun, svo og að
kjörfurstar og aðall Þýzkalands leit á
hann sem Þjóðverja, sem hann var þó
ekki nema að mjög litlu leyti. Hann var
kjörinn keisari 28. júní 1519.
Við þetta jukust völd hans mjög og
héðan í frá leit hann á sig sem arftaka
Karls mikla og varndara trúarinnar.
Snemma hafði Karl gert sér ljósa þá
ábyrgð, sem á honum hvíldi sem land-
stjórnarmanni. Hann leit á sig sem um-
boðsmann Krists hér á jörð, eins og
páfinn í Róm, og hann áleit að með hon-
um ætti hann að hafa samstöðu og verja
hann öllum yfirtroðslum. Þótt páfi hefði
ekki sömu skoðun, breytti það engu fyr-
ir Karli; því ákveðnaf hlaut hann að
halda fram sinni stefnu. Hann áleit það
skyldu sína að berjást gegn sundrungu
kirkjunnar og því leit hann á öll frávik
frá kenningum kirkjunnar sem óhlýðni
við Guðs vilja.
1519 er Karl V voldugasti þjóðhöfð-
ingi álfunnar. Hann er hertogi af Búrg-
und, sem var eitt auðugusta land álfunn-
ar, hann er konungur Spánar og nýlendn-
anna og keisari á Þýzkalandi, en þar var
víða hin blómlegasta verzlun og iðnaðar-
gróska. Verzlunarleiðirnar frá Suður-
Evrópu lágu um lönd hans og Eystra-
saltsverzlunin var í höndum Þjóðverja.
Öll þessi lönd mynduðu slíkt flæmi að
það va^ ofætlun einum manni að stjórna
þeim öllum. Karl var einkar vinnusam-
ur. Eftir hann liggja bréf og athuga-
greinar í þúsundatugum, margt þessara
gagna er skrifað eigin hendi. Hann
reyndi að hafa sem bezt yfirlit um öll
landstjórnarmálefni og sparaði hvorki
tíma né fyrirhöfn til þessa. Hann var
ákaflega samvizkusamur þjóðhöfðingi. í
fyrstu tók hann mjög tillit til ráðgjafa
sinna. Mercurio de Gattinara var önnur
hönd hans fram að 1530, og sá ráðgjafi
átti ekki lítinn þátt í að móta með hon-
um hugmynd hans um keisaratignina.
Þótt ekki hefði komið til nema land-
stjórn þessara landflæma, hlaut það að
verða einum manni ofraun, en hér kom
fleira til. Það veigamesta voru siðaskipt-
in á Þýzkalandi. Auk þess átti hann í
stöðugum útistöðum við Frakka á Ítalíu
og Tyrki á Miðjarðarhafi.
ICarl var krýndur í Aachen 23.
október 1520. Það biðu hans margvisleg
verkefni sem keisara. Kenningar Lúthers
höfðu þá náð mikilli útbreiðslu, svo mjög
að sendimaður páfa við hirðina úleit að
Lútherstrú hefði þá þegar sigrað -í bar-
áttunni. K«isarinn kallaði saman rikis-
þing í Worms 1521, og þetta þing varð til
þess að móta skoðanir Lúthers, sem
hingað til höfðu verið nokkuð á reiki.
Andstaðan gegn kenningum hans varð
til þess að skerpa þær. Siðskiptin hefjast
sem pólitískt fyrirbrigði með þinginu í
Worms. Og þingið varð sú bezta auglýs-
ing fyrir hinar nýju kenningar, sem
hugsazt gat. Lúther kemur af þinginu
útlægur, en ákveðinn, og þá fyrst virðast
hafa mótazt með honum ákveðnar skoð-
anir um kirkju og kristnihald og vald
þjóðhöfðingjans í kirkju hans-. Þetta
þing og afleiðingar þess færðu Karli V
næg verkefni næstu 24 árin. í fyrstu var
þess krafizt að Lúther tæki aftur kenn-
ingar sínar og hann bað um frest. Sendi-
maður páfa, Aleander, vildi ekki að
faann fengi frestinn, en þrátt fyrir það
veitti Karl V honum bón.hans. Daginn
eftir kemur hann aftur fyrir þingið og
heldur fast við kenningar sínar. Hin
fræga setning, „hér send ég og get ekki
annað“, er ekki finnanleg í þeim gögn-
um, sem til eru um þennan atburð. Þessi
setning hefur líkast til verjð lögð honum
í munn síðar, en hún stenzt fyrir því og
hæfir vel.
Eins og svo oft skeður, verður and-
staðan til þess að vekja og efla þær
kenningar, sem henni er ætlað að
vinna bug á. Það mætti hugsa sér að
hefði Lúther ekki fengið tækifæri að
koma fram sem djarfur og hugaður
baráttumaður í Worms, hefði ef til vill
orðið minna úr siðskiptunum en ella.
Tómlætið er oft sterkasta vopnið í bar-
áttunni við kenningar, sem taldar eru
varasamar af landstjórnarmönnum. Ef
það dugar ekki þá hæfa önnur vopn.
En hér var ástandið á þann veg, að
keisarinn gat illa komizt hjá því að
taka ákveðna afstöðu til þessara nýju
kenninga; sendimaður páfa með kirkj-
una að baki sér krafðist þess að vernd-
ari trúarinnar tæki af skarið. Friðrik
vitri af Saxlandi vildi að Lúther yrði
kallaður fyrir þingið, til þess að útlista
kenningar sínar; páfalegur legáti var
á móti því, vegna athyglinnar, sem
slíkt myndi vekja á Lúther og þar hafði
hann rétt fyrir sér. Þingið bannfærði
I.úther og kenningar hans, og 1522 af-
henti Karl V bróður sínum erfðalönd
Habsborgara og arfleiddi hann með því
að nokkru að deilum vegna siðskipt-
anna. Fram undir 1530 hafði keisarinn
lítil afskipti af málefnum Þýzkalands.
Hann á í deilum við Frans I út af
löndum á ítalíu og í deilum við páf-
ann. Páfinn hafði staðið gegn kjöri hans
ti! keisara. ófriðnum milli konungs og
keisara lauk með sigri keisara við
Píva, þar sem Frakkakonungur var tek-
inn höndum. Friður var saminn í Mad-
rid 1526 og keisarinn tók gilt heit
Frakkakonungs um að halda ákvæði
samninganna og sleppti honum úr haldi.
Þetta var eitt dæmi þess hve forn ridd-
aramennska og drengskapur mátti sín
mikils hjá Karli V. Þetta var arfur frá
Búrgund. Frans I sveik strax og hann
var sloppinn. Síðan hefjast deildur milli
keisara og páfa, en þeir sættast og keis-
ari er krýndur keisari hins heilaga róm-
verska ríkis af páfa í Bologna 1530.
K.arl V er síðasti keisarinn, er hlaut
páfalega kz-ýningu. Síðan hefst ófriður
við Tyrki. Nú voru liðin um áttatíu ár
frá því að Tyrkir tóku Konstantínópel.
Taka þeirrar borgar vakti mikinn óhug
í Evrópu og Tyrkir ógna kristninni í
Evrópu fram á 17. öld. Einkum gætti
árása þeirra í Dónárlöndum og á Mið-
jarðarhafi. Baráttan við Tyrki varð til
þess að keisari gat ekki beitt sér eins
gegn mótmælendum á ÞýzkalandL
Tyrkir voru hættulegri fjandmenn en
mótmælendur og keisari gekk svo langt
að gera samning við þá um trúarefni til
að tryggja aðstoð þeirra í baráttunni við
Tyrki 1532. Sjórán Tyrkja á Mið-
jarðarhafi voru hin mesta plága, einkum
éftir að þeir ná tangarhaldi á Alsír, en
þar var hið versta sjóræningjabæli um
aldir, þar til Frakkar friðuðu landið á
19. öld. Tyrkir setjast um Vínarborg
1529, en þeirri árás var hrundið. 1534
taka þeir Túnis, en Karl fer leiðangur
þangað og nær borginni aftur 1535.
Deilur hefjast aftur með keisara og
Frakkakonungi, og 1536 er það sem keis-
ari skorar á Frakkakonung til einvígis
og skyldi sá sem færi með sigur af
hólmi hljóta lönd að launum og yfir-
stjórn í krossferð á hendur Tyrkjum.
Áskoruninni var ekki tekið og ófriður-
inn magnaðist. Þessar deilur stóðu allt
ti) 1544, þá virtist' sem keisari fengi •
tóm til þess að snúa sér gegn mótmæl-
endum og Tyrkjum. En þetta tóm varð
skemmra en hann ætlaði. Aðgerðirnar
gengu erfiðlega gegn mótmælendum og
margir þýzkir furstar óttuðust aukin
völd keisara ú Þýzkalandi. Ófriður hefst
aftur með keisara og Frakkakonungi
og áætlanir um krossferð á hendur
Tyrkjum' renna út í sandinn. Allt fram
til 1550 reynir keisarinn að halda lönd-
um sínum saman sem heildarríki. En
hér var erfitt um vik, löndin sundurleit
og hagsmunir enn sundurleitari. Hann
vinnur að bættum stjórnarháttum í ný-
lendunum í- Ameríku, og reynt var að
tryggja Indíánum mannréttindi og hagur
þeirra stórbatnaði á ríkisstjórnarárum
hans. Karl V var mikið á ferðalögum, það
var undantekning að hann dveldi meir
en ár á sama stað, annir hans voru
óskaplegar og starfsdagur hans langur.
Auk þessa átti hann við óhægan fjárhag
að búa lengst af, en hann hafði lánstraust,
en varð að borga háar rentur. Vextirnir
af lánunum voru venjulega 12%. Lánar-
drottnarnir voru kaupmenn og banka-
menn í Antwerpen og víðar. Tryggingin
var pantsettir skattar og 'skyldur, eða
væntanlegir gull- og silfurfarmar frá
Ameríku. Fjárhagur hans vænkaðist
nokkuð þegar farið var að vinna Potosí-
námurnar, en þær voru auðugustu silf-
urnámur heims. Peningaþörf hans var
mikil; her varð ekki haldið úti nema
með ærnum kostnaði, og herirnir voru
leiguherir, sem neituðu að berjast, ef
þeir fengu ekki launin.
K
•IVarl keisari V var ekki sérlega
líkamshraustur; hann var ekki ásjáleg-
ur, en bar sig vel og var sleipur veiði-
maður. Ferðalög voru erfið á þessum
árum og hann varð oft að sitja hest
dögum saman. Áhyggjurnar sliguðu
hann og um 1547 gat hann illa setið hest
sökum gigtar. Hann mátti teljast mjög
slitinn að kröftum síðustu árin og það
var ein ástæðan fyrir því að hann hvarf
frá ríkisstjóm 1556. Hann settist að í
klaustri á Spáni og dó þar 1558, saddur
lífdaga.
Það sem einkenndi hann var framar
öðru arfurinn frá Búrgund, riddaraleg
kurteisi, hrekkleysi og kjarkur og heit
trú og hugmyndin um hið háa eðli og
ætlun verndara trúarinnar og stjórn-
anda voldugasta ríkis heimsins. Þótt
honum mistækist það, sem var helgust
ætlan hans, sameining kristninnar og
krossferð gegn Tyrkjum, mótaði hann
þó sögu Evrópu um aldir. Hann stöðvar
sókn mótmælenda og hamlar gegn
Tyrkjum, svo nokkru eftir daga hans
missa þeir þau óskoruðu völd, sem þeir
höfðu haft á Miðjarðarhafi. Hann sýndi
mönnum að það var hægt að sigra þá.
Hann kaus heldur frið en ófrið, þegar
um þetta var að velja, og það er eftir
hans dag, sem hin villimannlegu trúar-
stríð hefjast í Evrópu. Hann hélt öllu
í horfinu á þessum óróatímum, en það
var þrekvirki.
Þessi bók er skrifuð af einum færasta
sagnfræðingi Þýzkalands um sögu 16.
aldar. Höfundur hefur kannað fjölda
áður óþekktra heimilda og nær með lýs-
ingum sínum aldarfarinu eins og bezt
verður á kosið. Það hefur mikið verið
skrifað um þessa tima og um Karl V,
en þessi bók er sú bezta sem um hann
hefur verið gerð hingað til. Bókin er
þýdd á ensku af C. V. Wedgwood, sem
er einn ágætastj sagnfræðingur Breta.
RÚSSAR SKJÓTA
Framhald af bls. 6
ha"rkalegu refsilöggjöf Stalins, höfðu
mildað hana um of. Árið 1958 var refs-
ing fyrir glæpi, sem ekki lá dauðarefs-
ing við, minnkuð niður í 15 ára fang-
elsi, og Krúsjeff hefur vafalaust ekki
fundizt það ná nokkurri átt, að höfuð-
paurarnir í milljónasvikum gætu laigt
út‘í þá hættu (og ekki svo sérlega
mikla hættu, þar sem þeir voru vernd-
aðir af „fjölskylduhópum“ emibættis-
manna, sem ætlazt var til að hefðu eft-
irlit með svona athæfi) að eiga von á
þessari hámarksrefsingu, og sleppa svo
sennilega við helminginn af henni, fyrir
góða hegðun. Krúsjeff ályktaði sem svo,
að þessi lög yrði að herða, og ennfrem-
ur varð að framkvæma þau í nokkrum
tilvikum, til að hræða hugsanlega svik-
ara. Því var dauðarefsingu komið á aft-
ur, og mikil herför hafin til að fá dóm-
ara til að beita henni.
• JLi ða var þessi herför gegn auðgun-
arglæpum ekki annað eh sauðargæra
yfir nýja hríð af gyðingahatri? Eftir
ættarnöfnum að dæma í sovétblöðum,
voru meira en 60% af sökudólgum, sem
teknir voru af lífi fyrir auðgunarglæpi,
Gyðingar. Þessi furðulega tala, ef tekin
er í sambandi við hina ríku áherzlu á
gyðinganöfn í skýrslum um málin og
stúndum augljóslega illkvittnar athuga-
semdir í gyðingahaturstón í skopmynd-
um, og harkalegar takmarkanir á trúar-
og menningarlífi Gyðinga, fékk marga
vestræna menn til að álykta sem svo, að
þessi herför væri raunverulega hefndar-
ráðstöfun gegn Gyðingum í Rússlandi.
Nokkrir af Gyðingunum í Moskvu stað-
festa þetta, tárvotir. En svo eru aðrir
Gyðingar í Sovétríkjunum — þar í lög-
fræðingar af gyðingaættum — sem halda
því fram, að Flokkurinn hafi ekki búizt
við, að herförin næði til svona hárrar
hlutfallstölu af Gyðingum, og láta í ljós
skelfingu yfir þessum gangi atburðanna.
Þeir fullyrða líka, að sovétjúðar séu i
miklum meirihluta í þeim hópi manna,
sem bera ábyrgð á framleiðslu neyzlu-
vara, heildsölu. á þeim og smásölu, og
1 mestum meirihluta á þeim svæð-
um, þar sem kerfisbundin ofsókn gegn
þessum mönnum fer fram, og það miklu
stærri hundraðshluta en Gyðingar eru af
allri sovétþjóðinni, sem er 2%, eða þar
um bil.
Þriðja skýringin, sem sovétlögfræðing-
ar hafa haft uppi, virðist mér mjög skilj-
anleg: Enda þótt flokksstjórnin hafi ekki
skipulagt herferðina gegn auðgunar-
glæpum með Gyðinga í huga, hefur gyð-
ingahatrið brotizt fram að nokkru, hjá
lögreglu, eftirlitsmönnum, saksóknurum,
dómurum og öðrum annarsflokks em-
bættismönnum, en 'margir þeirra voru
uppaldir í sveitum og höfðu drukkið þar
í sig tortryggni rússneska sveitamanns—
ins gagnvart Gyðingum.
Sú staðreynd, að Gyðimgar eru líklegir
til að gegna stöðum á millistigum verzl-
unarmála — heldur rökstuðningnum
áfram — gerir þá veikari fyrir ofsóknum
en hærri embættismennina, sem eru
betur varðir, enda þótt þeir beri meira
úr býtum. Saksóknarar og dómarar geta
barizt fyrir sósíalista-réttvísi, hrætt
leynibraskara og fengið gyðimgahatri
sínu útrás — allt í senn.
E n hefur þessi herför borið árang-
ur? Svo virðist sem ein tegund svika hafi
verið rækilega barin niður. Á árunum
fyrir 1960 gat gestkomandi Ameriku-
maður varla gengið um miðborgina I
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS'
24. tbL 1969