Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Qupperneq 1
Portúgal eða e. t. v. litlu seinna, árið
1476, lesið „Medea“ eftir Seneca. Nokkr-
ar ljóðlínur úr þessum sorgarleik hins
spánsk-róiinverska skálds sköpuðu
hreinustu draumahöll í hugarheimi
hans, en hann var þá gagntekinn af trú
sinni á hamingjustjörnu sína. Þessar
ljóðlínur áttu eftir að fá bein áhrif á
líf hans. í öðrum þætti „Medea“ eru
eftirfarandi ljóðlínur:
venient annis
Saecula senis quibus oceanus
Vincula rerum laxet: et ingens
Pateat tellus: Tiphysque novos
Detegat orbes: nec sit terris
Ultima Thyle.
Kólúmbus hefir sjálfur þýtt þessar
Kom Kdlúmbus til íslands?
1\| ýlega kom út bók, er hinn
J. 1 kunni spánski rithöfund-
ur Salvador de Madariaga hefir rit-
að um Kristófer Kólúmbus og
landafundi hans. Bók þessi er jöfn-
um höndum ævisaga hins mikla
landkönnuðar og saga þess tíma-
bils, sem ævi hans nær yfir, og
þess umhverfis, sem hann lifði í,
og mótaði hann, sem hann barðist
í til sigurs og sem að lokum sigraði
hann.
Ljóst er, að Madariaga hefir lagt
í það mikla vinnu að kanna sögu-
legar heimildir frá þessum tíma,
einkum það, sem snertir Kólúmbus
og ferðir hans og þó sérstaklega
það, sem á daga hans dreif áður en
hann lagði í vesturferð sína. En auk
þess að vera merkt sagnfræðirit, er
bókin afburða skemmtilega skrifuð
og heldur athygli lesandans ó-
skertri til síðustu blaðsíðu.
Tilefnið til þess, að ég vek atlhygli
á bók þessari, er það, sem sagt er um
ferð Kólúmbusar til íslands.
Eins og mjög margt í ævi þessa manns
hefir sá þáttur jafnan verið hulinn
mikilli leynd. Að því er ég bezt veit og
má þó vera, að það sé ekki a-llskostar
rétt, þá hafa sagnfræðingar meira en
dregið í efa, að ferðin til íslands hafi
nokkurn tíma verið farin og er svo
raunar greinilegt af því, sem Madariaga
segir. Hann er hinsvegar mjög á ann-
arri skoðun um það og setur fram all-
sterkar likur fyrir því, að ferðin hafi
verið farin og átt sinn þátt í því að
móta skoðanir Kólúmbusar á því, að
sjóleiðin til Indlands lægi í vesturátt
ylir Atlantshaf.
einum stað í bók sinni ræðir
Madariaga um Filliastre kardinála, sem
frægur hefir orðið fyrir skrif sín og
kenningar um landafræði. Segir svo
orðrétt um kardinála þennan: „Arið
1427 gerði hann landakort á 26 blöð-
um. í þessu safni er að finna kort af
Grænlandi, sem einn af samverka-
mönnum hans, að nafni Claudius
Cymforicus frá Wales, hafði gert. Á því
korti má lesa eftirfarandi: „Handan við
þennan flóa liggur Grænland, sem er
í nágrenni eyjarinnar Thule, sem ligg-
ur fyrir austan það. Þessvegna nær
'kortablað þetta yfir öll lönd Norðurs-
ins allt að óþekktu landi“. Ptoleineus
Eftir Davið Ólafsson
Kristófer Kólúmbus
nefnir ekki þetta land og maður getur
gengið út frá, að hann hafi ekki þekkt
það“.
Nokkru síðar kemur Madariaga enn
að íslandsferðinni og nú ýtarlegar og er
rétt að taka þann kafla hér upp orð-
rétt.
„Maður getur því með réttu gengið
út frá því, að hann (þ.e. Kólúmbus),
25 ára gamall árið 1476, hafi kunnað
allvel latneska tungu og að hann hafi
þá þegar verið búinn að lesa meira
en einn hinna sígildu höfunda. Senni-
lega hafði hann, áður en hann kom til
ljóðlínur og skrifað þýðinguna í Spá-
dómsbók sína. Þýðingin er lausleg og á
að gefa til kynna merkingu þess, sem
í ljóðlínunum felst, en frumtextinn
kemur þó fram:
„Þagar seinni ár heimsins koma kem-
ur sá tími, að úthafið leysir bönd
hlutanna. Nýtt stórt land mun birtast
og nýr sæfari mun koma í líkingu við
þann, sem einu sinni var stýrimaður
Jasons og hét Thyphis. Hann mun
finna nýjan heim og þá mun Thule
ekki lengur vera hið síðasta af lönd-
unum“.
1. essar ljóðlínur frá Seneca hafa
djúp áhrif á hann. Hið spádómslega og
tilhneigingin til að lesa spásagnir út úr
öllu, sem hann las, var ávallt sterkur
þáttur í fari hans. Það er því ekkert
líklegra en, að hann hafi í febrúar 1477
verið á íslandi, sem var Thule þeirra
tíma, og 100 mílur handan við „hið
síðasta af löndunum". Allt bendir á, að
Kólúmbus hafi siglt til íslands enda
var hann þá þegar gagntekinn af trúnni
á köllun sína. En af hverju fór hann
til Thule? Ef maður sleppir þessu trúar-
atriði hans þá er enginn grundvöllur
fyrir þessari ferð, og að lokum lendir
maður þar, sem ævisöguhöfundar hans,
sem eru jákvæðastir og skynsamlegastir,
gera, að hafna því algerlega, að þessi
ferð hafi nokkurntíma verið farin. En
það, sem Kólúmbus hefir sjálfur sagt,
leyfir engar slíkar efasemdir. Las Cas-
as segir: „Hann skrifaði nokkrar at-
'hugasemdir, sem fjölluðu um það, hvort
öll fimm heimssvæðin væru byggileg.
Hann sannar þetta og byggir á eigin
reynslu sem sæfari, og hann skrifar
eftirfarandi: „Ég sigldi árið 1477, í
febrúar, 100 mílum lengra en eyjan
Thule liggur, en austurhlið hennar ligg-
ur 73° frá miðjarðarlínu en ekki 63°
eins og sumir halda fram. Hún liggur
heldur ekki innan þeirrar línu, sem
takmarkar hið vestlæga meginland,
eins og Ptolemeus segir, heldur ligg-
ur hún töluvert vestar. Er eyjan á
stærð við England. Englendingar, eink-
um frá Bristol, sigla þangað með verzl-
unarvöru. Þegar ég fór þangað var haf-
ið ekki frosið enda þótt flóðöldur væru
Iþar mjög miklar svo að á nokkrum
stöðum náði flóðhæðin tvisvar á dag
25 álnum og lækkaði svo um jafn mik-
ið“.
Þær landfræðilegu skekkjur, sem eru
í þessari frásögn, mæla ekki gegn sann-
leiksást Kólúmbusar heldur þvert á
móti staðfesta hana. Nokkrir þeirra,
sem gagnrýnt hafa hann á seinni tím-
um, líta svo á, að hann hafi stært sig
af þessari ferð án þess að hafa annað
til að byggja á en það, sem hann hafði
séð á sjókortum. Ef þessu væri svo var-
ið þá bæri það ekki aðeins vott um
skort á heiðarleika heldur væri það
einnig skortur á skynsemi, að ætla sér
að leiðrétta kortagerðarmenn og sæfara
undir slíkum kringumstæðum. Aug-
sýnilega hafði Kólúmbus raunverulega
verið á íslandi eða á Thule eins og
menn þá nefndu það. Ef þörf er frek-
ari sönnunar fyrir því en áhuga hans
á „hinu síðasta landi“, þá mundi ein-
mitt ákafi hans í því að leiðrétta aðra
í atriðum, sem þeir höfðu látið í ljós
skoðun sína á, færa slíka sönnun.
Hann hélt þangað til þess að sjá
hvernig Thule iiti út og hvernig um-
horfs væri 100 mdlum norður af því;
hann vildi vita nánar um hvort íshaxið
væri fært að vetrarlagi. Það er mjög
líklegt, að hann hafi þar norður frá
heyrt meira eða minna óljósar frásagn-
ir urn lönd í vestri, sem norrænir sæiax'-
Framihald á bls. 6.
Siuvador de Madariaga