Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Qupperneq 4
Hubert H. Humphrey, varaforseti Bandankjanna:
svo hárnákvæmt, að það getur skráð
hjartslátt hænuunga í eggi.
Dæmi þess, hvernig visindi og tækni,
sem ætlað hefir verið að starfa í þágu
geimrannsókna, hafa síðan komið að
notum á öðrum sviðum mannlegs lífs,
eru svo mörg, að ekki er kostur að
rekja þau hér.
v
» egna hmnar þrottmiklu geim-
rannsóknaáætlunar sinnar hafa Banda-
rikin nú yfir að ráða veðurathugana-
kerfi, sem byggist á gervihnöttum —
ESSA I og II renna „augum“ um yfir-
borð jarðar á degi hverjum og gefa
upplýsingar um það, sem helzt er um
að vera á sviði veðurfræði. Þegar fyrir
hendi eru veðurspár, sem ná alllangt
fram í tímann, táknar þetta sparnað á
Framíhald á bls. 6.
Hubert H Humphrey varaforseti
Bandaríkjanna.
ar vitneskju um heiminn, sem við
lifum í, og hagnýta þessa nýju þekk-
ingu í þágu mannkyns.
Upphaflega áætlunin var sam-
in að undirlagi Eisenhowers forseta.
Henni var hraðað af Kennedy for-
seta, og enn aukin áherzla lögð á
framkvæmd hennar af Johnson
forseta, sem hafði verið einn helzti
upphafsmaður og höfundur frum-
áætlunarinnar, er hefir síðan verið
fylgt í meginatriðum í sókn Banda-
ríkjanna út í geiminn.
Við framkvæmd geimrannsókna-
áætlunarinnar hafa Bandaríkin öðl-
azt óviðjafnanlega reynslu á sviði
vísinda og tækni og komið sér upp
fyrirmyndarstarfsliði í þessum efn-
um.
Þau eru nú fær um að láta rætast
drauma, sem menn létu sér jafnvel
ekki til hugar koma á dögum Jules
Vernes, þótt hugmyndaflug hans
væri sannarlega ótakmarkað.
Oeimrannsóknaáætlunin hefir
örvar framfarir mannkynsins
F yrir átta árum sömdu
Bandaríkjamenn áætlun, sem ætl-
að var að tryggja þeim forystuna
í rannsóknum í geimnum. Þjóðin
afréð árið 1958 að kanna geiminn
í friðsamlegum tilgangi — afla nýrr-
byggjast á grundvallaratriðum, sem
menn fræddust þegar um á 18. og 19.
öld.
Þegar farið var að skjóta eldflaug-
um út fyrir lofthjúp jarðar, varð það
mönnum hvatning til rannsókna á ýms-
um sviðum, sem áður var ekki sinnt
— af því að enginn sá nærtækar, hag-
rænar ástæður til slíkrar könnunar.
En jafnskjótt og menn fóru að leggja
aukna áherzlu á geimrannsóknir, lét
ný þekking ekki á sér standa eða
aðferðir til að nýta hana.
Þörfin á að fylgjast með blóðþrýst-
ingi og hjartslætti geimfara, sem þýt-
ur áfram með meira en 27.000 km.
hraða á kukkustund í meira en 160 km.
fjarlægð frá jörðu, hefir leitt til þess,
að fundnar hafa verið rannsóknaaðferð-
ir, sem hafa reynzt ágætar til að rann-
saka og greina sjúkdóma manna á
jörðu niðri.
Tæki, sem fundið var upp til að
mæla örsmáar loftsteinaagnir (en aldr-
ei notað til slíkra mælinga), leiddi til
þess að smíðað var mælitæki, sem er
Geimrannsdknaáætlun Bandaríkjanna
verið hvatning til rannsókna á eðli ofsa
hita og ofsakulda, hún hefir einnig
leitt til þess, að framleidd hafa verið
örsmá rafeindatæki, og menn hafa öðl-
azt ótrúlega tækni í notkun rafreikna.
Geimöldin var þó ekki upphafsaðili
þessara vísindagreina. Mörg þeirra vís-
indaundra, sem við erum vitni að nú,
Þessar fjórar myndir sendi veffurathu ganahnötturinn ESSA II til stjörnurannsóknsstöffvarinnar í Bochum í Vestur-
Þýzkalandi fyrir nokkru, og sýna þær skýjamyndanir í miklum hluta Evrópu. Ef myndirnar prentast vel, sést, aff
myndin efst til vinstri er frá Mið-Evrópu (Danmörk sem grár flekkur ofarlega til vinstri), myndin efst til hægri
sýnir m.a. lögun Skandinavíu, myndin neffst til vinstri sýnir hluta Norffur-Afríku, Pýreneaskaga, Frakkland og
hluta Englands og írlands, en myndin neðst til hægri er af Miffjarffarhafsbot num og löndunum umhverfis.
ESSA H vegur ekki nema 130 kg. Hnettinum var skotið á loft 28. febr. sl. frá Kennedy-höfffa í Flórida. ESSA I var
skotið upp 3. febr. sl. Nöfn þeirra eru skammstöfun á orðunum Environmenta Sciences Service Agency. Bandaríska
veffurstofan á gervihnettina.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
17. júlí 1966