Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Síða 6
«C húmanlsti. Hann kynnist Petrarca I
Fíórenz 1350. Þessi kynni höfðu mrkil
áhrif á báða, og ekki sízt Boccaccio.
Hann var um þetta leyti að vinna að
þeirri þók, sem frægði hann um heims-
byggðina, „Decameron“, sem er rituð
á ítöl'Sku, en eftir að hann Jauk hejmi
ritaði hann svo til ekkert á því máli,
allt á latínu. Þetta stafaði af þeirri
hrifningu, sem Petrarca vakti með hon-
vim á fornurn latneskum höfundum, og
eftir þetta tekur hann að leggja stund
a klassíkerana og setja saman rit í anda
húmanismans. Hann safnaði bókum af
miklum móð og eignaðist um 200 skinn-
bækur, sem hann arfleiddi San Spirito
klaustrið í Flórenz að. Niccolo Nicoli,
sem síðar verður getið, fann safn hans
þar í vanhirðu, lét hressa upp á það og
skipaði munkunum að varðiveita það
betur, sem gert var.
S á húmanisti, sem náði mestum
árangri í því að bjarga handritum
íornra höfunda fná glötun, var Poggio
Bracciolini (1380—1459). Hann var frá
l'oscana, eins og fleiri húmanistar og
safnarar. Hann verður skrifari við páfa-
hirðina, og heldiur því embætti í 50 ár,
þótt hann væri ekki prestur og þar að
auki lítið kiirkjulega sinnaður. Á þess-
um árum var mikið um kirkjuiþing og
klofningur innan kirkjunnar. Poggio
varð því að ferðast víða í embættiserind-
um og notaði öll tækitfæri til þess að
komast yfir forn handrit. Honum varð
gott tiil fanga í þýzkum og svissneskum
klaustrum. Hann fann dýrmæt handrit í
vanhirðu í Reidhenau, Weingarten og St.
Gallen klaustrum, þar á meðal handrit
að verkuim Lúkretíusa'r, CoJumella og öll
rit Quintilíusar í St. Gal’Jen klaustrinu.
Hann vílaði ekki fyrir sér að fá óvand-
aða munka til þess að stela handritum
og borgaði þeim vel fyrir. Um þetta
leyti var söfnunaráhuginn vaknaður fyr-
ir alvöru meðal auðmanna á Ítalíu og
þeir yfirbuðu hver annan, ef dýrmætt
handrit var falt; ef ihandritið fékkst ekki
var tekið eftirrit atf þvi og ekkert sparað
til þess að hafa það sem glæstast.
Einkabókasöfnin blómstra um þetta
leyti og með Nikulási V páfa hetfja
páfarnir bóka- og handritasöfnun og
Nikulás V má telja stofnanda Vatíkan-
satfnsins. Nikulás þessi hét áður Tómassó
Parentucelli og var sonur skurðlæknis.
Hann gekk í þjónustu biskupsins í Bol-
ogna, d’AJbergati kardínála, og kynntist
fJestum lærðustu mönnum sinnar tíðair,
bæði þar og í Plórenz og víðar. Hann
varð einn lærðasti maður sinnar tíðar
og Píus II páfi sagði um hann, „að það,
RABB
Framhald af bls. 5.
þar rísi ekki verksmiðjukumbald-
ar, heldur verði þetta fallega nes
teicið undir listamannahverfi, þar
sem nokkrum helztu listamönnum
þjóðarinnar verði gefinn kostur á
að koma sér upp snotrum vinnu-
stofum og íbúðarhúsum með styrki
frá ríki og bæ. Sigurjón Ólafsson
myndhöggvari á þar þegar góða
vinnustofu og íbúðarhús, sem ekki
kostuðu neinar stórfúlgur, og nú
ættu fleiri listamenn að fá tœki-
færi til að feta í fótspor hans. Ég
held það sé hreinasta bábilja að
listamenn geti ekki búið í nábýli,
fremur en t. d. prófessorar við há-
skólann sem búa í einu hverfi án
nokkurra vandrœða. Víða um heim
eru listamannahverfi meðal litrík-
ustu staða og stolt hverrar borgar.
Hér á Reykjavík fœri á að skapa
slíkt hverfi á einum fegursta bletti
borgarinnar. Borgarstjórn má ekki
láta það ganga sér úr greipum fyr-
ir skammsýn gróðasjónarmið.
Sigurður A. Magnússon.
sem Parentucelli vissi ekki, lægi utan
mannlegs þekkingarsviðs". Hann var
kjörinn páfi 1447 og lézt 1455. Nikulós
V átti mikinn þátt í að kirkjan sam-
einaðist aftur, eftir páfastreitur og
sundrungu og í tilafni þess hélt hann
Júbilár 1450: það ár flykktust pílagríma-
skarar til Rómafoorgar. 1452 krýnir páfi
Friðrik III keisara, það var síðasta keis-
arakrýningin í fornum stíl. 1453 fellur
Konstantínópel í hendur Tyrkja; þessi
atburður olli skelfingu um alla Evrópu
og páfi sendi strax menn til bókakaupa
þangað austur og fékk keypt nokkurn
hluta keisaralega satfnsins þar. Hann
reyndi einnig að hvetja til krossferðar
gegn Tyrkjum, en fékk lítinn hljóm-
grunn.
Páfi þessi er frægastur sem sá
fyrsti þeirra páfa, sem kenndir eru við
Renaissansann og fyrir stuðning við list-
lr og áhuga á bókmenntum. Hann var
mjög ákatfur safnari og það er haft eftir
honum, „að ég vildi verja öllu fé mínu
til bókakauipa og bygginga". Hann safn-
aði uim sig mörigum lærðustu mönnum
sinnar tíðar, svo sem fyrrnetfndum
Poggio, Vestpasiano da Bisticci og Lor-
enzo Valla, sem hatfði verið hrakinn fró
Róm fyrr á árum sökum háðsyrða og
hrokafullrar fraimkomu við ýmsa kirkju-
lega pótentáta. Valla þessi var mjög vel
að sér í klassískum fræðum og Nikulás
V lét þegar kalla hann aftur til páfa-
hirðarinnar eftir kjör sitt. H-ann hafði
marga vel lærða ritara í þjónustu sinni,
sem voru látinr afrita gömul handrit,
sem ekki fengust keypt. Sendimenn hans
voru á þönum um alla ítaláu og víðar
til bókakaupa. Mörg dýrmætustu hand-
rit páfasatfnsins eru frá hans árum. Við
dauða hans taldi þetta satfn 1209 bindi.
Nikulás var einnig mikill listavinur og
hafði fjölda máJara, arkitekta og mynd-
höggvara í þjónustu sinni. Næstu páifar
juku þetta safn. 1475 var því veitt ár-
legia ákveðin upphæð til bóka- og hand-
ritakaupa og húsrými þess aukið að
mun.
Geimrannsóknir
FraimlhatJd af bJs. 4.
óhemjufé fyrir bændur og hvern ann-
an, sem „allt mitt á undir sól og regni“.
Early Bird, fyrsta fjarskiptatungl Coms-
at-fyrirtækisins, tengir tvö meginlönd
— Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku
— svo nánum böndum, að segja má,
að Atlantshafið sé spannað til fulls á
þessu sviði.
Vísindahnettir Bandaríkjanna hafa
sent til jarðar alls konar upplýsingar
um Venus hina dulanfullu, þessa skýj-
um huldu stjörnu. Furðu skýrar mynd-
ir hafa borizt af tunglinu og Mars, svo
að síðustu tíu ár hafa fært manninum
meiri þekkingu á stjörnum, en honum
hafði tekizt að viða að sér á þremur
öldum, eftir að Galileo beindi stjörnu-
kíki sínum fyrsta sinni út í geiminn.
V ið framkvæmd þessarar áætlun-
ar hafa Bandaríkin ýtt mjög undir
menntun landsmanna — þótt ekki
kæmi annað til, borgaði framkvæmd
áætlunarinnar sig vegna þess — og
safnað miklum sjóði þekkingar í vís-
irtdum og tækni, sem mundi koma
þjóðinni að góðu gagni, þótt geimför-
in kæmust ekki hærra en flugdrekar
lítilla snáða.
Geimöld hefir krafizt mikillar út-
sjónarsemi og sparsemi, að því er snert-
ir notkun fjármuna og starfsmanna-
hald. Bandaríkjastjórn hefir orðið að
fara gætilega með þá fimm milljarða
dollara, sem veitt er til þessara starfa
árlega. Sókn Bandaríkjanna út í geim-
inn byggist m.a. á starfsemi 20.000
einkafyrirtækja, sem hafa meira en
400.000 manna starfslið. Hún færir sér
einnig I nyt starfsemi meira en 150
háskóla. í sambandi við þetta hefir til
orðið mesta rannsókna- og tilrauna-
áætlun, sem um getur í sögunni.
Þá er ótalið, að afrek þjóðarinnar í
geimvísindum hafa haft áhrif á af-
stöðu manna til nýjunga á öðrum svið-
um.
Geimrannsóknaáætlunin hefir örv-
andi áhrif á framfarir í fluglistinni.
Margvíslega yfirburði Bandaríkja-
manna á sviði ýmiss konar flugvéla má
rekja til rannsókna í geimvísindum.
Þetta mun verða enn augljósara, þegar
þjóðin hefur framleiðslu hagkvæmra
flugvéla, er geta fiogið upp og lent
lóðrétt, svo og þeirra fugvéla, er fara
margfalt hraðar en hljóðið.
Auk þess hefir geimferðaáætlunin
aukið áhuga manna á öllum aldri og í
öllum stéttum á betri menntun.
Hún hefir leitt til þess, að ’hin erfið-
ari námsefni eins og eðlisfræði og
stærðfræði, hafa hlotið miklar vinsæld-
ir og orðið forvitnilegar. Háskólar taka
þátt í mikilvægum geimferðarannsókn-
um, jafnframt því sem þeir gegna hinu
mikilvægasta hlutverki sínu, sem fólgið
er í að þjálfa leiðtoga komandi kyn-
slóða.
En auk alls þessa hefir geimferða-
áætlunin gætt líf okkar meira tilgangi
— þetta mikla átak vekur hrifning al-
mennings og fyllir hann ánægju yfir
vel unnu afreki.
H ið unga fólk í heiminum getur
kannað ný, ókunn svið. Tækifæri gefst
til slíks, þegar maður heldur einmitt,
að nú sé ekkert lengur eftir, sem þörf
er á að kanna. Hinir ungu menn geta
gert sér vonir um að komast til nýrra
og hrífandi staða úti í geimnum, þeir
geta fært heim nýjar hugmyndir og
auðgað líf sitt, stælt viljaþrek sitt með
nýjum, ögrandi raunum.
í gær var sjónhringur okkar tak-
makaður við jarðkringluna, en vegna
hinna nýju viðhorfa er sjónhringur okk
ar nú eins ótakmarkaður og geimur-
inn sjálfur.
KÓLÚMBUS
Framihaid af bls. 1.
ar höfðu heimsótt. í bókinni „Saga Pí-
usar II páfa“ er að finna eftirfarandi,
ritað á spássíu, með eigin hendi Kólúm-
busar: „Frá Cathay (það var þá nafnið á
Kína, sem notað var í Evrópu) hafa
menn komið úr vestri. Við höfum séð
sérkennilega hluti, einkum í Galway á
írlandi. Þar rak tvo skipbrotsmenn að
landi, sem höfðu bundið sig á fleka.
Voru það maður og kona og var konan
fögur á að líta“. Nú er það augljóst, að
kínverska skipbrotsmenn gat ekki bor-
ið yfir Atlantshafið til Galway á ír-
landi. En það er ekki erfitt að hugsa
sér samhangandi atvikakeðju, sem gat
fengið Kólúmbus til að trúa því, sem
'hann sagði frá. Skip frá norðri t.d. rúss-
neskt eða norskt lendir í sjávarháska,
og á því skipi kann að hafa verið fólk
með finnsku eða lappnesku yfirforagði,
háum kinnbeinum og skásettum augum
og yfirleitt framandi fyrir fólk á Vest-
urlöndum. Auk þess getur hafa orðið
margvíslegur misskilningur milli hins
írsk-ensk-gaelíska-latneska hrognamáls
hafnarbúanna (í Galway) og þess
blendings af genúamáli, spönsku, gyð-
ingamáli, portúgölsku og latnesku, sem
Kólúmbus talaði. Og loks getur hafa
komið til hjálp óheflaðs íra. Allt þetta
gæta hafa nægt til að setja af stað
ímyndunarafl sæfarans. Hann var fyrir-
fram fullur hleypidóma vagna furðu-
hugmynda sinna um Cathay og Cip-
anga, sem höfðu gagntekið hann og
þessvegna sá hann Kínverja í skipbrots-
mönnunum, sem stigu upp úr öldunum.
En það, sem er þýðingarmikið við allt
þetta, er, að Kólúmbus hefir með þess-
um athugasemdum sínum, ekki aðeins
sannað, að hann var árið 1477 norð-
vestur í hafi heldur einnig hitt, að þeg-
ar á því ári byrjaði sú hugmynd að
festa rætur með honum, að með því að
fara í vesturátt komist hann til Cathay.
Þetta er allt, sem maður veit um ferð
'hans til íslands".
Engan dóm skal ég leggja á líkurnar
fyrir því, að tilgátur höfundar þessarar
bókar, um íslandsferð Kólúmfousar árið
1477, hafi við rök að styðjast enda tel
ég mig enganveginn dómbæran um
slíkt.
Hinsvegar er hugmyndin óneitanlega
ekki óskemmtileg og sýnir raunar, að
enn muni ýmislegt órannsakað í þess-
um efnum. Hinu verður svo ekki neitað
að allt er þetta sett fram á skemmti-
legan hátt.
Litil leiðrétting
LÍTIL leiðrétting og upplýsingar um
húsið nr. 7 í Bankastræti og nágranna
þess, er lengi var, nr. 3.
í Lesbók Morgunblaðsins, 26. júní sl.,
er minningargrein uim Jón heit. Helga-
son, dr. theol. í tilefni af 100 ára af-
mælisdegi hans nú síðastliðinn 21. júní
(tf. 21. 6. 1866). Á bls. 10 var mynd af
húsinu, sem Jón ólst upp í, nú Banka-
stræti 7; myndin gerð eftir teikningu
Jóns sjálfs. Textinn undir myndinni var
rangur.
Hér læt ég fylgja sögu þessara
tveggja húsa, Bankastr. 3 og 7, að mestu
eftir Jón sjálfan, í „Árbókum Reykja-
víkur", útg. Leiftur, 1941.
Bergur Thorberg var settur amtmað-
ur í Vestur-amtinu sumarið 1865 með
búsetu í StykkishóJmi og skipaður í
embættið sumarið eftir, 1866. Þá lét
hann smíða sér þar íbúðanhús. 1872
voru Suður- og Vestur-amtmanns-em-
bættin sameinuð í eitt og Bergur skip-
aður í það og flutti því til Reykjavík-
ur 1873. Þá um sumarið lét hann rífa
hús sitt í Stykkishólmi og flytja það til
Reykjavíkur. Var húsið reist aftur efst
og austarlega á Arnarlhóls-tröð og
stendur þar enn lítið breytt. Er nú
Bankastræti 7 og er dagblaðið „Tíminn“
þar til húsa.
Bergur Thorberg var skipaður lands-
höfðingi 7. maí 1884 (Lögfræðingatal
1963, bls. 103) og það ár, 1. júní, keypti
sr. Helgi Hálfdanarson, þá 1. kennari
PrestaskóJans — varð lektor — forstöðu-
maður árið eftir — húsið af Bergi og
„bjó þar til dd“. Og svo dr. Jón sonur
hans þar til hann byggði sér nýtt hús í
Tjarnargötu eftir aldamótin síðustu.
IHús þetta, Bankastræti 7, er því að
stofni til 100 ára nú á þessu ári og
93ja ára á þessum stað, sem það stend-
ur enn á.
Þá er það húsið Bankastræti 3. f
„Árbókum Reykjavíkur" getur dr. Jón
þess ekki hvenær það hús er reist. Víst
er þó að það er eftir að Alþingishúsið
er fullgert, en AJþingi er sett í því fyrst
1. júlí 1881. Landsbankinn tekur til
starfa í húsinu, austurhelmingi neðri
hæðarinnar, 1. júlí 1886; þá hafði prent-
smiðja verið þar til húsa fyrir, víst í 2
ár. Húsið átti þá Sigurður Kristjáns-
son, bóksali og bókaútgefandi frá því
1883 (fékk borgarabréf það ár (20. 10.).
Hefur „Bókaverzlun Sigurðar Krist-
jánssonar" alla tíð síðan verið rekin
þarna á sama stað, í vesturenda hússins,
á neðri hæðinni, og er enn í dag.
Sigurður var fæddur 23. september
1854; varð prentari, sveinsbréf 14. maí
1879. — Hann lézt 4. aprít 1®52.
Reykjavík, 4. júlí 1966.
Steindór Bjömsson frá Gröf.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
17. iúlí 1966