Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Side 7
ANNÁLL Enn er sumar. Vetur- inn er horfinn í tímans djúp. Með hækkandi sól verður jafnan töluverð breyting á daglegu lífi æsku- mannsins. Við misseraskipti þessi, — er vetur kveður og sumar gengur í garð, — fara erfiðir tímar í hönd hjá æsk- unni, sem prýtt hefur skóla- bekkinn veturlangt. Skulda- skilin hefjast með erfiðum próflestri. Ætla má, að margur iðrist þeirra stunda frá vetrinum, sem til spillis hafa farið. Lítt tjóar þó að sýta. Þótt komu sumarsins sé á- vallt vel fagnað, hugsar margur með söknuði til vetrarins. Skemmtilegar skólaminningar orsaka, að margur nemandinn hugsar sér gott til glóðarinnar á næsta vetri. í dag ætlum við að horfa um öxl til liðins vetrar og rifja upp það markverðasta, sem annálað hefur verið, hvað áhrærir unga fólkið og dægurmál þess. Ber okkur, sem öðrum penn- um, sem annálera, að upphefja skrif okkar á veðurfarslýsingu. Veðráttan var hagstæð haust- mánuðina, bæði fyrir menn og toúpening. Réttir hófust með sínum klaufpeningsjarmi, og þegar síðasti ómur af þeim fagnaðarlátum, sem ein af önd- vegis bítlahljómsveitum Betu- iríkis „The Kinks“ hlaut við hingaðkomu sína, dó út, gekk vetur í garð. Skólar hófusf, — menn settust enn á ný á ryk- fallna skólatoekki — og Kjarval átti merkisafmæli. Boðuð var fæðing íslenzks sjónvarps. Brá þá svo við, að þátturinn Skammdegistónar þagnaði, en við tóku Pétur og Jón og hafa þeir síðan kjaftað hvor upp í annan. Norðangjólan gældi við ýlustrá undir húsvegg í vesturbænum meðan nokkrar sálir norpuðu úti á flugvelli og biðu þess, að The Hollies renndu í hlað. Um það leyti át Alli Rúts saltfiskinn sinn og kynnti fyrir aðdáendum sínum nýjan skemmtinaut sinn, kúna Skjöldu, ættaða úr Flóanum TRAR S***’1?** ....Cnr&Btutitiar Fram, og ríkti mikill hugur í herbúðum þeirra. Spenntu að- standendur blaðanna bogann hátt, og bjuggust flestir við, að þeir hæfðu í mark, en því mið- ur brást báðum bogalistin, en sálaðist þó hið fyrrnefnda blað öllu fyrr, unglingum milli tektar og tvítugs til sárra von- brigða. Áfram hélt þó Húrra að koma út og voru síður biaðs- ins þaktar efni um væluikjóa landsmenn að blóta þorra, éta súrt og drekka sterkt, og árs- hátíðir skóla gengu í garð: Verziunarskólinn sýndi Tjöru númer tvö ásamt Delerium Bu- bonis, en Réttarholtsskólinn skaut hinum eldri rebba fyrir rass og sýndi ímyndunarveik- „ . Hljómar slógu í borði ð með Þórsliamri sínum og hug ðu á aukna landvinninga með nýrri hljómskífu . . . eystra, þar sem mjólkurnytin þykir með mestum ágætum. Fór nú að líða á seinni hluta ársins og í öndverðum jóla- mánuðinum héldu Hljómar í gæfuleit og hugðust gera strandhögg í vesturveg ásamt þjóni sínum. Tvö unglingablöð litu dagsins ljós, Pósturinn og .....um það leytl át AIli Kúts saltfiskinn sinn og kynnti fyrir aðdácndum sínum skemmtinaut sinn, kúna Skjöldu ... .“ fortíðarinnar, Elvis Pelvis, þ.e. mjaðmagrind á latnesku máli. Undrabarnið, Helgi Skúli Kjartansson, setti saman bók- menntaverkið „Egla in nýja“ og var það flutt á jólagleði Menntaskólans í Reykjavík undir heitinu „Eftirmáli að Egils sögu Skalla-Grímssonar“. VT amla árið kvaddi og nýtt ár gekk í garð á réttum tíma, sem endranær, og var haldið upp á áramótin með viðeigandi eldum og öðru gaman-gaman. Kleppur-hrað- ferð hélt upp í langa reisu með Alla Rúts og fleiri hans líka innan borðs, og þegar herða tók frostið þágu bítlarnir M.B.E. orðuna („Most Excellent Member of the Beatles Empire“) úr hendi Elísabetar. Þórshamrar þ.e. Hljómar tjáðu sig hinsvegar fúsa til að veita viðtöku islenzkum bandpeningi af hæstu gráðu með stjörnu og hala. Ella „Fiskikerald" (eða heitir hún það ekki?) kom fram á hljómleikum hér í borg, og var aðsókn slík, að klerkar hefðu talið, að eigi hefði verið messufært. Á útmánuðum komu Engir, bítlahljómsveit ættuð úr höfuðstað norðan- manna, Akureyri, til Reykja- víkur og allir, sem vettlingi gátu valdið komu til þess að hlusta á sveitina. Þá hófu ina hans Molieres gamla við hinn ágætasta oi-ðstír. Herranótt Menntaskólans í Reykjavík, ein merkasta leiklistarstofnun íslendinga, komst að lokum í þann sess, sem henni hæfir, er skólapiltar sýndu leikrit Óskars Wildes á fjöluim Þjóðleikhúss- ins. Menntaskólanemar á Akur- eyri settu svo og gamanleik á svið í heimabæ sínum. O kömmu áður en bjór- frumvarpið var fellt á því háa Alþingi varð mikið umrót í hljómplötuheiminum. Hljómar slógu í borðið með Þórshamri sínum og hugðu á aukna land- vinninga með nýrri hljómskífu. Móðurmálinu var varpað fyrir róða og Pétur Östlund setti saman óð á máli Shakespeares. Sex hundruð stúdentar sendu Alþingi mótmælaplagg varð- andi dátasjónvarpið, en þá sendu Dátar frá sér fyrstu hljómskífuna sína og minkur- inn gisti enn þá þingsalina. Boðuð var koma hljómsveit ar á heimsmælikvarða, The Sorrows, en það reyndist sorg- arsaga ein með því að hinum brezku hljóðframleiðendum tókst ekki að verða sér úti um gaeruskinnsúlpur í tæka tíð, en þá var páskahretið hafið löngu fyrir tímann. Unglinga- skemmtistaðurinn Lídó var tekinn til brúks sem vínveit- ingastaður. Hafði þá dansglöð borgaræska í ekkert hús að venda og fór því í kröfugöngu um stræti borgarinnar fyrsta apríl, og við fengum okkar fyrsta tíðindabréf úr norður- amtinu, sem birt var í Lesbók. Burtsendingardagar (Dimmissionir) menntaskól- anna fóru fram samkvæmt fornum siðvenjum og Prjóna- stofan Sólin var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu. Þá kvaddi vet- ur, sá vetur, sem þótt hefur heldur tíðindasamur fyrir unga fólkið. Engin stórtíðindi á borð við bítlaæðið hafa þó átt sér stað. Virðist sem bítlaæðið sé mjög í rénun, a.m.k. fer tala háhæluðu bítlaskóna, sem spranga um á götum borgar- innar, minnkandi og síðustu bítlakollarnir verða sennilega rúnir með hinum sauðunum á sumri komanda. 0 g enn er komið sumar með birtu og yl. Vorhugur kviknar í ungum brjóstum. Brátt leitar æskan á vit fjalla og grösugra dala, þar sem fegurðin og kyrrðin ríkir, ofar hverri kröfu. Á sama tíma hreykja silfurhærðir siðferðis- postular sér uppi á söngpallin- um. Söngurinn um spillingu æskunnar berst úr borg í byggð — örlítið falskur. Ef til vill hafa þeir komizt að endanlegri nið- urstöðu um úrræði til þess að koma í veg fyrir gjálífi ungl- inga á sóltojörtum tyllidögum í faðmi guðsgrænnar náttúru. b.sív. Hagalagíar Fræðin týnast. Við andlát Ólafs Davíðssonar kvað Sigurður bóksali Kristjánsson: Fræðin týnast, tröll og álfar tapa hé.raðsvist. Vættir landsins veina sjálfar: Við höfum Ólaf misst. 17. júlí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.