Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Page 8
Einn dag í aprílmánuði var það, að flokksstjóri Fasis, sem var þekktur að því að vera leyninjósnari, sá hann stinga nokkrum kartöflum niður í flóka- stigvélin sín — og sagði, svo að lítið bar á, vörðunum við hliðið. Þarrn dag Fongi í Sovétríkjunum T ið þrömmuðum áfram og vorum mátulega komnir í braggann til að fá „te“, en í dag voru engar soðnar kart- öflur með því — og síðan gengum við til kvöldverðar. Að ýmsu leyti voru fangabúðirnar mannúðlegri en lokuðu fangelsin. Enda þótt umhverfið og þó einkum fæðan væri frumstæð, þá brá þama þó fyrir svo miki'lli mannúð, að þetta varð ekki alls óþolandi. Og séð var gegnum fing- ur við agabrot okkar, nægilega til þess að við gæfum okkur ekki örvænt- ingunni á vald. i’ lest þessi agabrot snerust um smygl — annað hvort utan frá með því að múta vörðunum og öðrum „frjáls- NIÐURLAG um mönnurn", svo sem hjúkrunarmönn- um, eða innan frá með því að stela af birgðum fangabúðanna. í febrúarmán- uði hætti smyglið úr birgöageymslun- um að vera leki og varð stöðugur straumur, og frægð eins ævintýra- manns, sem kallaður var Fasi og var þekktur sem magnaðasti kartöflu- þjófur allra búðanna, blés út að sama skapi. Fasi var horaður, ótrúlega hrukkóttur, gamall Afghani, sem hafði læðzt yfir Sovétlandamærin í hamingju- leit. Hann kvaðst hafa verið höggorma- veiðari á samyrkjubúi í Kazakstan, þegar hann var tekinn fyrir að hafa „selt dóttur sína“, en það þýddi, að hann hafði tekið við gjaldi fyrir henn- ar hönd, samkvæmt afgönskum sið. Hversu miklu hægt var að trúa af sögu hans, var jafnan vafasamt, ekki ein- ungis vegna þess að Fasi kunni sama sem ekkert í rússnesku, heldur og vegna þess að hann var talinn hálfvit- laus og auk þess ágætur leikari. Eitt vinsælasta hlutverk hans var „reiði dátinn.“ Þá fór hann í herðaslag úr striga, sem átti að vera dátakápa, hélt á digrum lurki, sem átti að vera hand- vélbyssa, og æpti að vörðunum, sem höfðu gaman af þessum leik hans. Fasi gætti þess jafnan að vera aftast- ur í flokknum gegnum hliðið og slapp oft framhjá, án þess að leitað væri á honum. En ef einhver vörðurinn fór að leita á honum, veinaði hann: „Ég er sanntrúaður Múhameðstrúarmaður! Ég smakka ekki einu sinni svínaket. Hvernig dirfistu að gefa í skyn, að ég steli?“ Jafnvel eftir að verðirnir höfðu heyrt það orð, sem af honum fór, og leituðu vandlega á honum, fundu þeir aldrei neitt. leituðu þeir vandlega á Fasi, en hann mótmælti þessum aðförum hátt og há- tíðlega. — Jæja, Fasi! Upp með þær og það fljótt. — Borgari lautinant! Ég er heiðar- legur maður og óttast Allah. Þú hefur móðgað mig djúpt með því að gefa annað eins í skyn. — Taktu af þér skóna, Fasi. •— Það er svo kalt, að fæturnir á mér frjósa. Ég hef aldrei stolið nokk- urri minnstu ögn á allri minni lífs- fæddri ævi, það sver ég! Tveir verðir tóku í hnakkadrambið á honum, fleygðu honum til jarðar og drógu af honum stígvélin. Fasi reyndi hvað hann gat að halda þeim á fótun- um og sór sakleysi sitt um leið, en loks losnuðu stígvélin, og hrúga af kartöfl- um datt til jarðar. Verðirnir og íang- arnir ætluðu alv-'T að springa af hlátri. Æ, ivintýi. - _hs voru umræðuefn- ið við „stjórnmálafræðsluna" þetta fimmtudagskvöld í bröggunum. Þess- um fundum var ætlað að vera kennslu- Þennan fimmtudag kallaði ofurstinn Fasi til sín og tók að áminna hann með uppgerðaralvöru. — Jæja, Fasi, þú hefur nú verið að æpa upp um það, hvað þú sért heiðar- legur maður. Hvað segirðu um þessa skýrslu um kartöflustuld? — Borgari forstjóri. . . . þetta var í allra fyrsta sinn á ævinni, . . . allra fyrsta sinn! Ég sver, að ég hef enga hugmynd um, hvernig þessar skítugu kartöflur hafa getað komizt niður í stígvélin mín! Jafnvel ofurstinn gat ekki stillt sig um að brosa. Dí tímar í Marx-Leninisma um heims- og fangelsismál, eða hvernig ætti að taka á alþjóðamálum og fangelsismálum okkar í anda kenningarinnar! (Fanga- búðastjórinn: „Þið vitið, að þið eruð einstaklingar í þessum glæpaflokki þjóðarinnar, sem nú er sem óðast að deyja út í Sovétríkjunum. Látum oss því alla vera heiðarlega og hjálpa tii að byggja upp kommúnismann!“). Fangabúðastjórinn átti alltaf að halda fyrirlestra um böl auðvaldsstefnunnar, en hann ómakaði sig sjaldan til þess að semja þá fyrirlestra. „Þið hafið verið að hlusta á útvarp og lesa blöð“, sagði hann oftast og gekk síðan á röðina. „Hver ykkar getur sagt okkur, hvað Kanarnir thafa fyrir stafni núna í Viet- nam?“ En enginn gat neitt sagt um Vietnam, því að áhuginn hjá okkur snerist allur um okkar eigin örlög. „Hvers vegna er vinnuafkastakvótan- um ekki breytt, svo að við getum unnið okkur inn nokkra kópeka? . . . Bvernig stendur á því, að engin sulta fæst í búð- inni — og ekki einu sinni sykur? . . . Hver er meiningin með því að reka okkur svona snemma í vinnuna?“ 'átarnir fengu skipanir um að taka fyrir þennan kartöfLuþj ófnað, en jafnvel þeir virtust ekkert ákafir í embættinu. Flestir þeirra umgengust okkur eins og jafningja, en alls ekki eins og undirmenn, og margir lögðu sig í líma að sýna Amerikanéts samúð, þegar yfirmenn þeirra voru fjarri. Jafn- vel verðirnir, sem grunuðu mig um njósnir, voru vingjarnlegir við mig. —- Ég get beinlínis ekki trúað því, að Kani geti verið hingað kominn fyrir um- ferðarbrot eitt saman, sagði einn þeirra. — „Jæja, vertu kátur, Petja. Ég býst við, að ef ég væri sjálfur að njósna, yrði ég heldur ekki neitt sérlega opin- skár“. Vitanlega voru sumir verðirnir hroka- fyllri en aðrir, en ekkert dæmi vissi ég um líkamlegar refsingar, kvalalosta eða grimmd. Stundum voru fangarnir ögr- andi, og aðrir voru forhertir atvinnu- glæpamenn, sem bölvuðu vörðunum og neituðu dögum saman að fara til vinnu. Þetta leiddi oftast af sér vist í auðum og óupphituðum refsiklefum, en mjög sjaldan beittu verðirnir líkamlegu of- beldi. Þeir virtust hafa ákveðnar skip- anir um að beita ekki valdi, og fang- arnir voru hættir að vera hræddir við slíkt. g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.