Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Side 9
Að vissu marki vorum við verndaðir gegn illri meðferð, því að einn eftir- tektarverður þáttur í rússneska refsi- kerfinu eru flóknar reglur um umkvart- anir til hærri staða. Mótmaeli mátti senda og voru send — bréflega til dóm- aranna eða hærri heryfirvalda utan fangabúðanna. En svo var líka einfald- ari aðferð: Háttsettir herforingjar og borgaralegir embættismenn heimsóttu búðirnar reglulega (í lokuðum fangeis- um komu þeir í hvern klefa einu smni í mánuði), og þeir voru aðgengilegir öllum föngum til ráðgjafar um lagaleg atriði og eins tii að taka við kvörtun- um. Yfirvöldin virtust lagalega skyld til að hlusta á allar kvartanir og fang- arnir voru líka ófeimnir að koma fram með þær, jafnvel í áheyrn yfirmann,- anna, sem þarna stjórnuðu. Það er tals- verð áherzla lögð á „rétt fangans til að . . .“ í sovézkum fangelsum, að minnsta kosti í orði kveðnu, ef ekki í framkvæmdinni, og fangarnir tóku þessi réttindi sín alvarlega. Þeir voru fljótir til að mótmæla, ef réttur þeirra var fyrir borð borinn — til dæmis í sambandi við matarskammt og þess háttar. Yfirvöldin tóku þessar kvartanir stundum til greina. . . og stundum ekki, en venjulega fór fram rannsókn, og skýrslur voru skrifaðar. En mikilvæg- ara var hitt, að meðvitundin um þenn- an rétt fanganna hélt yfirmönnum þeirra í nokkrum aga og aftraði þeim frá að sýna föngunum áberandi rang- læti. Að þessu leyti ríkti þarna áber- andi meðvitund um „það, sem löglegt var“, í allri stjórn fangabúðanna. Mér var sagt, að það væri Krústjoff, sem hefði komið á öllum þessum „lögleg- heitum" í stjórn fangabúða — að föng- um hefði áður verið hrottaiega mis- þyrmt, og hefðu enga möguleika haft á að ná rétti sínum. „Sjáðu til“, sagði gamall spánskur fangi, „þessi staður er hreinasta hvíldarheimili í saman- burði við það, sem ég fékk að reyna á Stalínstímanum“. Eftir því sem stundir liðu fram, varð ég samt æ einangraðri sem mannvera. Ég komst í kunningsskap við marga fanga og verði, en vitanlega gat ég engum þeirra treyst. Allar búðirnar voru gagn- sýrðar af tortryggni — ég hafði rekizt á þetta daginn, sem ég kom, í nóvember 1963. Fangi frá Kóreu, sem hafði verið útnefndur „höfuðsmaður“ brakkans okk- ar, hafði dregið mig afsíðis og hvíslað: ■— Lofðu mér að gefa þér eitt gott ráð, Petja: Treystu engum hérna. Ef þú ert klókur, þá haltu þér út af fyrir þig og opnaðu ekki munninn. Þú átt hér enga vini. Þetta var ekki nema gott ráð, þótt gefið væri á skökkum forsendum. Hon- um sjálifum gat ég sízt af öllum treyst. Ég átti brátt að komast að því, að hann var sjálfur illræmdur „þefari", einn úr ihópi, sem átti sína hliðlstæðu í hverjum vinnutflok’ki og hverjum bragga þarna. Andrúmsloftið var svipað og hjá Orwell í „1984“: Stóri bróðir hafði alltaf augun á mér gegnum augu og eyru „nánustu vina“ minna. Og jafnvel þótt maðurinn í næstu koju væri ek'ki þefari, gat Stóri bróðir samt hrósað sigri — atf því að ég varð að ganga út fná, að ihann væri það. Þefararnir birgðu fangelsisstjórnina upp með stöðugum skýrslum um skoð- anir fanganna og ávirðingar þeirra. Ti'l dæmis: „Landerman á þjöil og er að búa til með henni krossa úr ketbeinum", (og þetta var satt, því að meðfangar mínir sóttust mjög eftir þeim). í launa skyni fengu þefararnir hjá yfirmönnum sínum ýmisleg hlunnindi, svo sem létt verk, yfirmannastöður og lofsamlegar skýrsl- ur um „endurhæfingu" þeirra, sem stundum leiddi af sér afslátt á fanga- vistinni. „Landi minn“, Nick Nedin, haifði fljótt orðið var við vantraust mitt á honum kristnitökuna á ísl. Kannar Rætt v/ð Jón Hnefil Abalsteinsson, fil. lic. Lesbók Morgunblaðsins hitti nýlega að máli Jón Hnef- il Aðalsteinsson, sem verið hefur við nám í Uppsölum undanfarið og lauk þar licentiats-prófi (filosofi licentiat) við heimspekideild há- skólans nú í vor. Jón var prestur á Eskifirði í tæp fjögur ár, en hélt haustið 1964 til Svíþjóðar. í Upp- sölum hefur hann fengizt við að kanna kristnitökuna á íslandi, og fjallaði prófritgerð hans um það efni. Hún nefnist á sænsku „Islands kristnande“, eða Kristnun íslands. — Hvað olli því, að þér völduð þetta viðfangsefni? — Kristnitakan á fslandi er all-sér- stæður kafli í íslandssögunni. Hér er kristni komið á án blóðsúthellinga með einfaldri samþykkt á Alþingi. Slíkt þekkist varla annars staðar, og miðað við Norðurlönd a. m. k. er þetta mjög sérstakt fyrirbrigði. Annars staðar á Norðurlöndum kostaði kristnitakan mikla baráttu og blóðsúthellingar, og mjög langan tíma tók þar að koma kristni á. Til dæimis tók um tvö hundr- uð ár að kristna Sviþjóð, frá því að kristni kom þar fyrst. í Noregi tók það um hálfa öld. Svo átti að heita, að Ólafur Tryggvason kristnaði Noreg í lok 10. aldar, en síðan varð mikið aft- urhvarf til heiðni, sem hélzt, unz Ól- afur helgi kom til ríkis um 1015. — Hver mundi vera ástæð'an fyrir þessum mun? — Menn hafa lengi furðað sig á því, hvers vegna íslendingar hafi játað kristni svo vafningalaust, og þetta hef- ur verið skýrt á ýmsan hátt. Flestir fræðimenn hafa aðhyllzt þá skýringu, sem Konrad Maurer setti fram fyrir Jón Hnefill Aðalsteinsson rúmum 100 árum, að stjórnmálalegar ástæður hafi orðið þyngri á metunum en trúarlegur áhugi, þegar til kastanna kom. Þessi grundvallarskýring hefur síðan verið endurtekin í ritum flestra fræðimanna, sem um þetta mál hafa fjallað. Skýring Maurers hefur þó einnig sætt gagnrýni, og einstaka fræðimenn hafa dregið í efa; að trúarbrögðin hafi skipt heiðna menn hér á íslandi svo litlu máli, að þeir hafi umhugsunar- laust hafnað heiðnu trúnni, þegar á reyndi. Mér hefur lengi þótt þetta heillandi rannsóknarefni, og mig hefur langað til þess að reyna að komast til botns í því, — að svo miklu leyti sem það er hægt, — hvað hafi raunverulega ráð- ið úrslitum hér, þegar kristni var lög- tekin. Ég gerði mér ljóst, að nauðsyn- legt var annars vegar að kanna vel að- draganda kristnitökunnar, til þess að reyna að fá rétta hugmynd um trú og viðhorf heiðinna manna, og hins vegar að reyna að fá sem sannasta mynd af trúboðinu, eins og það var flutt hér í Norðurálfu á 10. öld. — Hafið þér komizt að nýjum eða óvæntum niðurstöðum? — Enn er of snemmt að leggja fulln- aðardóm á það, en það, sem ég hef lagt áherzlu á fram að þessu, er að kanna heiðnina, eins og við höfum heimildir um hana í norrænum kvæð- um og sögum, og eftir öðrum heimild- um, sem þarna geta verið til stuðn- ings. Þarna kemur einnig til álita, hvort norræn heiðni hafi náð eins góðri fót- festu hér á landi og átt eins rík ítök í 'hugum manna og til dæmis í Noregi. — Hvernig er aðstaðan í Uppsölum til þess að vinna að þessum rann- sóknum? — Hún er mjög góð. Þarna er ákaf- lega gott og auðugt bókasafn, þar sem allar hugsanlegar heimildir eru tiltæk- ar. Þá naut ég leiðsagnar ágætustu fræðimanna, sem margir íslendingar kannast við. Sá prófessor, sem ég var hjá, hefur kannað þetta efni sérstak- lega, en það er Dag Strömback. Hann hefur áratugum saman verið í röð fremstu sérfræðinga í norrænum fræð- um. Sömuleiðis er dósent þarna Bo Almqvist, sem hér dvaldist lengi. Hann er nú að gefa út rit um níð gegn is- lenzkum trúboðum. — Hvað tekur nú við? — Ég hef í hyggju að halda áfram að vinna að þessu verkefni og geri ráð fyrir að dveljast hér heima næsta vet- ur. og því fjarlægt sig, en þá komu bara aðrir í staðinn. Nokkrir ungir fangar tóku sig fram um það, ótilkvaddir, að ganga með mér inn í borðsalinn, bjóða mér upp á te, eða blátt áfram setjast á beddann hjá mér og spyrja mig spjör- unum úr um skoðanir minar og fortíð. „Ég hata komimúnismann, Petja! Hvern- ig er það með þig?“ Ég sá fljótt, að þeir voru sendir, ekki einasta til að segja eftir mér, heldur og til þess að fá mig ofan af því að tala um heiminn úti fyrir, og þá einkum Ameríkiu. — „Loifðu mér að gefa þér eitt gott ráð“, sagði einn dólgur, hálif-kín- wrskur og hálf-rússneskur. „Segðu ekki neitt um Ameríku. Ef einhver spyr þig, hvað bí’ll kosti þar, þá segðu honum, að þú vitir það ek'ki. Hér er ekki staðurinn til að segja sannleikann og þú getur sparað þér mikil óþægindi“. að var engin ný reynsla fyrir mig að vera eini Ameríkumaðurinn í stórum hópi — því að faðir minn hafði starfað sem landibúnaðarráðunautur við hjálpar- starfsemi erlendis. Ég var erlendis mörg æskuár mín, gekk í skóla á hverjum stað og gat vel skilið gagnrýnina á Bandaríkjunum, sem ég fékk oft að beyra hjá skólabræðrum mínum. Og þegar amerískir sendimenn komu til þess að flytja fyrirlestra um lífið í Bandaríkjunum, varð ég stundum svo leiður af þessu, að ég var farinn að skammast mín fyrir að vera „Kani“. Og nú fór ég aítur að verða feiminn vegna þess, að ég var Kani. En í þetta skipti gerði þjóðerni mitt mig stoltan — og graman. Stoltan, af því að flestir, sem þarna voru, litu upp til mín vegna þess eins, að ég var amerískur. En gram- ur vegna þeirrar ilikvittnu lyga, sem sagðar voru um landið mitt, sem ég fékk að heyra hjá þefurunum, í pólitísk- um ræðum í útvarpi og á hinum viku- legu fundum. Ég gat ekki látið þessum lygum mótmælt, ég fann hjá mér skyldu ti! að verja landið mitt, og ég veit, að m.argir meðfangar mánir treystu mér til að gera það. Ég var enginn áróðurs- maður, og heima fyrir hatfði ég ekki einu sinni haft neinn teljandi áihuga á stjórnmálum, en amerískar grundvallar- regiur voru nú orðnar mér mikilvægari en nokkru sinni, og það var skylda mín að berjast fyrir þeim. En jafntframt var ég varkár. Ég var orðinn vanur því að lifa í sífel'ldum kvíða. Og þannig var það, að enda þótt ég segði meiningu mína stundum, fann ég samt með sjálfum mér, að ég var ekki full'komlega hreinskilinn. Og að fleira leyti var ég eins og milli tveggja elda. Lífið í vinnubúðum sviptir manninn næstum gjörsamlega öllu næði, uppgerð og venjulegum lífs- venjum, og innræti hans er orðið eins og nakið. Mannilegur hæfileiki til góðs eða ills, til eigingirni og sjálfs- gleymsku, magnaðist við þessar frum- scæðu lífsreglur, sem þarna giltu. Sumir fangarnir voru hrægammar, reiðubúnir til að selja sjáltfa sig eða náungann fyrir einn kúlupenna eða sultudós. Þeir réðu yifir „umgengnisvenjium" vinnubúðanna og höfðu engan áhuga annan en þann að losa mig við eignir mínar sem allra fljótast („sjálfs þín vegna, Petja, ættirðu að láta mig geyma grammófónplöturnar þinar. Bragginn þinn er fullur af þjófum ....“ „Sjáðu til, kunningi. Ég hef sam- bönd, sem geta útvegað okkur flesk og ost i laumi. Ef þú lætur mig hafa þessa rakvél þína, skal ég sjá um, að farið verði með þig eins og höfðingja. En sjálfs þín vegna vara ég þig við að treysta nokkrum öðrum“). E n svo voru hins vegar fangar, sem hefðu getað deilt siðustu sulitunni sinni með náunganum atf eintómri göf- ugmennsku. Ég hafði eignazt vinahóp þarna, og enda þótt ég treysti engum fyrir hugsunum mínum, þá nægði þetta til þess, að daglegit lif varð þolanlegt. Flestir vinir mínir voru ungir; ungur 17. júlí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.