Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Síða 10
kínverskuT hljómlistarmaðlur, sem lék ótrúlega á einhverja tatarafiðlu, kæru- laus Persi, sem ég hjálpaði til að halda uppi skriflegu ástarsambandi við rússn- eska stelpu, sem hafði auglýst í blaði eftir pennavini, sem kynni ensku, grísk- ur unglingur, sem hafði verið dæmdur fyrir „sníkjur", af því að hann yfirgaf atvinnu sína í hál'ft ár til þess að iðka málaralist, annar Grikiki, sem var eins og ég að því leyti, að hann hafði drepið mann í umferðarslysi, sem ekki virtist hafa verið honum að kenna. Ég get ekki nefnt suma viðkunnanlegustu samfanga mína, af því að þeir mundu strax þekkj- ast. Ýmsir nánustu vina minna þarna sögðu: „Petja, þú verður að skrifa um þetta, þegar þú kemur heim — en gættu þess bara að nefna mig -ekki á nafn“. Þetta voru almennilegir menn, sem lifðu eymdarlífi, og mótlæti þeirra virtist frekar auka en eyða mannlegum tilfinn- ingum þeirra. Sem kristinn maður hafði ég gert mér ljós átökin milli ills og góðs. En hér voru andstæðurnar skarpari og raun- verulegri en ég hafði áður kynnzt þeim. Og mikilvægara var hitt, að ég sá góðu og illu öfldn berjast í sjálfum mér. Annars vegar var tilhneigingin til að vera göfuglyndur og óeigingjarn — að deila því, sem ég átti, og svo innihaldi sendinganna, sem ég fékk að heiman, öðru hverju. Vinir mínir voru ekki Rússar, en þeir viðhöfðu þann rússneska sið að deila öl'lu: Þeir skiptu sendingun- um sínum, jafnvel þótt þær kæmu ekki nema einu sinni á ári, þeir deildu kartöflunum og gulrótunum, sem stolið var úr matargeymslum og smyglað inn í braggann framhjá öllu efitirliti. Þeir gáfu uppáhaldseigur sínar — skyrtur eða penna — til þess að „uppáfoúa“ fanga, sem átti að fara að láta lausan. Ég tók þátt í þessari samhjálp. En svo fann ég líka með mér óróvekjandi til- hneigingu til nízku, — til að geyma handa sjálfum mér þennan dýrmæta ávaxtasafa, niðursoðið smjör og mjólk- urduft, sem sendiráðið sendi mér. Ég var umsetinn af bónum og sultarsvip. En „hvers vegna vera að eyða þessu í hina?“ heyrði ég stundum sjálfan mig spyrja. „Þú ert svangur, hvers vegna ekki éta það sjálfur?" Og stundum gerði ég það. E g taldi sjálfan mig vera kristinn. Én sarnt var ég þarna að hugsa um eigin hagsmuni — spara ofurlitla hrúgu af sætindum, sem voru svo ljúffeng, þegar þau voru bitin í smáagnir og borðuð mieð svartabrauðinu, sem var súrt. Við sultum ekki — ég hafði létzt um ein 20 pund fyrst, en nú var ég orðinn vanur lifnaðarháttunum. En samt var það svo, að matarforði, sendingar, sykurmolar og þess háttar tók miklu meira rúm í huga mér en ég hafði trúað og vonað. Ég bataði þessa tilfinningu, sem kom mér til að skjóta undan, reikna út og vernda mína eigin hagsmuni, í stað þess að hugsa um velferð annarra. Og mér varð Ijóst, að óbeit mín á eigingirni „hræ- gammanna“ var að nokkru leyti and- styggð á sömu eiginleikum hjá sjálfum mér. Og, eins og stóð í bifblíunni minni: „Því að um leið og þú dæmir annan fyrirdæmir þú sjálfan þig, því að þú, sem dæmir, fremur hið sama“. Maður lærir meira um sjá'lfan sig í fangelsi en um refsiikerfið — og ekki allt hrósvert. ★ ]VI ánuðir liðu og lífið þarna í fangabúðunum varð „eðli'legra“ — en það þýddi sennilega, að ég sjálfur var orðinn „óeðlilegri“. Ég fann til ein- hverrar einkennilegrar deyfðar: hluti af mér var Landerman fangi að kljúfa í eldinn fyrir Sovétríkin og skafa síðustu ögnina af kasha úr skálinni minni. Þetta var allt svo hversdagslegt, og heimili mitt var orðið draumur — eitthvað, sem var raunverulega ekki til. En þegar bréf komiu að heiman — oftast sex eða fleiri f einu — var elns og það lifnaði við aft- ur. Og þegar ég þá leit kringum mig á frosna jörðina, gaddavírinn og varð- turnana, varð ég aftur eins og villtur og ruglaður og spuirði sjálfan mig: „Hvað er ég hér að gera?“ í febrúarmánuði varð vinnan erfiðari — við vorum fluttir til og látriir höggva skóg — og matarskammtarnir urðu ó- nógri. Nú var það ekki fyrst og fremst, að maturinn væri slæmur, heldur var hann of lítill. Skammturinn, sem hverj- um var ætlaður, var auglýstur áfoerandi í matsalnum, en eins og fleiri reg'lur, var þetta meira í orði en á borði. Þessi 50 grömm af keti þýddi það, að þetta gat verið hvaðan sem var af skrokknum, að klaufum og beinum meðtöldum. Af 200 grömmum af kartöflum var helm- ingurinn ofit hýði og skítur. Það tók að verða regla fremur en undantekning, að við stóðum upp svangir frá borðum. Allt tail þarna snerist um mat og svo sogur um það, hvernig hægt væri að strjúka, en það umtalsefni varð sérstak- lega mikilvægt, efitir það, sem gerðist eina nóttina í miklu frosti. E inhvern tíma eftir miðnætti kom hópur hermanna inn til ökkar og skipaði öllum á fætur og raðaði okkur upp úti fyrir. Áhyggjufullir foringjar báru okk- ur saman, afitur og aftur, við myndirnar af okkur. Áður en margar mínútur voru liðnar, vissu allir, að þriggja ungra fsnga var saknað. „Ég óska þeim allrar velgengni“, sagði fyrrverandi pólskur herforingi, sem stóð hjá mér. „Þeir hafa reynt það áður, og ef nokkrir geta það, þá eru það þeir“. Við vorum innilokaðir í tvo daga í búðunum, meðan nokkrir foringjar ærð- ust og leituðu. Fangarnir höfðú horfið svo rækilega, að yfirmennirnir þóttust vissir um, að þeir væru í felum einbvers staðar innan endimarka fangafoúðanna. Yfirmennirnir ráku okkur úr einum bragganum í annan og leituðu eins og að saumnál um alla braggana og rifu meira að segja upp gólffjalirnar. Áður en við vorum reknir aftur til vinnunnar á þriðja degi, var þeim orðrómi komið á kveik, að fangarnir hefðu náðst, (en mér var sagt, að venjulega væru fangaðir strokufangar fyrst hafðir til sýnis og síðan sendir tii yfirheyrslu). Annar orð- rcmur sagði, að dátinn, sem var á verði, þegar strokið átti sér stað, hefði verið tekinn af l'ifi, og mánuðum seinna heyrð- íst það, að strokumennirnir hefðu fund- izt, þar sem þeir voru að vinna á sam- yrkjubúi í Georgíu. IVIargar sögur af furðulegu stroki sögðu gaínlir fangar, en enga heyrði ég, þar sem strokumaðurinn var frjáls meira en tvö eða þrjú ár. Sovétríkin með öll sín innanlands-vegabréf, vinnuskírteini, aðsetursleyfi — endalausa skriffinnsku cg opintoert eftirlit, er ekki land, þar sem neinn maður getur látið sig týnast. Fangarnir voru vanir að segja: „Þó að maður komist út, þá líður aldrei á löngu, áður en hann er kominn inn fyrir aftur“. Einn ríkis'lögreglumaður í búðunum lýsti þessu áberandi vel þannig: „Bölvaðir asnarnir! Þeir struku úr litlum fanga- búðum og inn í aðrar stærri!“ I marzmánuði var hópurinn minn fluttur til. Við vorum reknir að ísilagðri á, þar sem við hjuggum ís í stórum stykkjum, sem svo voru flutt á bílum, til þess að nota þau í íshúsin á sumri komanda. Vinnan var löng, erfið og hættuleg, og við vorum áminntir um að vera á hreyfingu, til þess að fiorðast kal. En einhvern veginn var ég alveg gátt- aður á þessu frumstæða striti — mér fannst það tilheyra eirihverri löngu lið- inni öld. Næsta verk okkar var heimilisstörf við fangabúðirnar, og þau voru nógu létt til þess, að við gátum slæpzt hálfan aaginn. Seint í apríl, þegar snjórinn var loksins horfinn, fðrum við aftur út f skóginn, til þess að laga til á svæðunum, þar sem við höfðum höggvið um vetur- inn. Við vorum langt inni í þessum frumstæðu birkiskógum, sem er svo skáldlega lýst í rússneskum ská’ldsögum, og ég fór að skilja þessa áköfu ást Rússans á sveitunum. Sólin var heit, biómin sprungu út alls staðar, loftið ilmaði a:f heitri mold og trjám, og þessir dagar, langt frá búðunum og gadda- vírnum, voru næstum viðkunnanlegir. Við slæptumst og kjöftuðum mestallan daginn, drukkum svalan og sætan safa úr birkistúfiunum, og lögðum okkur svo aftur fyrir í sólskininu. ★ „T aktu saman dótið þitt, Lander- man — þú ert að fara!“ Þessi langþráða en samt hræðilega fyrirskipun kom ein- mitt efitir einn slíkan dag, þegar ég átti sízt von á henni. Ég fann samt hvorki tii ótta né upplyftingar, heldur aðeins nýs kvíða og ásetnings um að vera nú viðbúinn hverju, sem koma vildi. Og auðvitað vissi enginn, hvað það yrði. Bftir að hafa verið fluttur aftur til Moskvu, var ég grafinn enn á ný í fungelsi — Butirskaja. Mánuðirnir voru eins og ár að líða — eftir að vera orð- inn vanur starfi og tiltölulegu frjáls- ræði, ætlaði innilokunin að drepa öll skilningarvit mín. Og samt hafði ég verið svo mjög sviptur venjulegu til- finningalífi minu, að ég var næstum feginn að vera einn. Ég réð að minnsta kosti yfir mínum eigin klefa. Veggirnir hélidu mér að vísu inni, en þeir héldu lika þeim frá mér. Ég átti frelsi, sem var fjögur sinnum tivö skref. Þegar einn vörðurinn vorkenndi mér að vera svona einn og stakk upp á að fá mér klefa- félaga, afþakkaði ég það. Auðvitað yrði sá klefafélagi ekki annað en þefari. Þá yrði ég aftur að leika hinn vingjarn- lega og saklausa náunga og byrgja inni hugsanir miínar. í ágústmánuði 1964 var mér enn sagt að taka saman föggur mínar. Þegar hér var komið, var ég orðinn of tilfinninga- laus eða of agavanur til þess að spyrja, hvert ég ætti nú að fara. Ég var við- búinn því versta, en í þetta sinn reyndist fangelsi mitt vera ,,Heimsendingastöðin“. Þetta var miúrsteinskofi innan endi- r.iarka Matroskaja Tishina-fangelsisins í Moskvu, þar sem fangar, er lokið hafa fangavist sinni, eru geymdir, þar til þeir fá áritun til heimferðar. „Þýðir þetta sama sem að ég sé frjáls?" spurði ég. „Hef ég verið náð- aður?“ „Því miður get ég ekkert sagt þér“, svaraði höfuðsmaðurinn úr ríkislögregl- unni. „Þú færð að vita það, þegar þar að kemur. Þú verður að læra að bíða“. Og ég hafði lært sæmilega vel að tíða. Heimsendingarstöðin var skraut- íbúð, samanborið við fangelsin: Þarna voru einir tíu útlendingar, og suriia þeirra hafði ég þekkt í búðunum, og bjuggu þeir í þægilegum tveggja manna berbergjum. Ég var frjáls allan daginn að fara inn í setustofuna, (þar sem var bæði sjónvarpstæki og grammófónn), og eins út í húsagarðinn — ég gat lesið, sungið og fengið lánaðar bækur í bóka- safninu. Fæðið var dásamlegt: raun- verulegir ketskammtar, fiskur, hrísgrjón og .. smér! Ég vann upp það, sem ég hafði horazt. Og nú enginn krúnu- rakstur! En þetta hafði samt engin áhrif, eða næstum engin. Á einum degi vandist ég þessum lifnaðarháttum, en kvíðinn,. vantraustið og tilfinningaleysið var það sama og áður. Sumarið og haustið leið, cg annar vetur kom. Það er til rússneskt orðatiltæki, toska v dushe, sem þýðir þunglyndi, sálarangist eða eymd, eins og engir aðrir en Rússar geta lýst þessu. Nú skildi ég þessa „sálarangist“. H inn 3. febrúar 1965 sýndi hötfuðs- maðurinn mér skjal, sem hljóðaði upp á algera náðun, af manniúðarástæðum, frá Æðstaráði Sovétríkjanna. Líklega befur hann búizt við þakklæti, en mér var fyrirmunuð hver tilfinning önnur en tortryggni. Næsta morgun, þegar hann ók mér í vegabréfsskrifstofuna í miðborginni, bjóst ég við einihverju gabbi, og það stóð Iíka heima: Höfuðs- maðurinn hafði farið með mig þangað, mörgum klukkustundum áður en sendi- ráðið bjóst við, að ég yrði Játinn laus, aðeins til þess að sovézkir blaðamenn gætu spurt mig spjörunum úr, áður en ég hitti nokkurn frá vestrænum blöðum. „Hr. Landenman, þér hafið fyrir skemmstu baft óþægilega reynslu hér í landi. Segið okkur skoðanir yðar á fangelsislifi í Sovétríkjunum. Var ekki farið vel með yður, eða hvað?“ Sannlei’kurinn var sá, að tilfinningar mínar voru á slíkum ruglingi og svo þversagmakenndar, að ég átti bágt með að svara svona undirbúningslaust. Jú, ég hafði hlotið sæmiiega meðtferð — í vissum skiilningi orðsins. Ég hafði ekki orðið fyrir meiri harðneskju en sovézk- ur fangi hefði orðið fyrir. En það, sem ég hafði orðið fyrir í fangelisinu, stað- festi þær hugmyndir, sem ég hatfði feng- ið um líf í Sovétríkjunum, almennt tek- ið. Of margir kostir landsins eru gerðir þýðimgarlausir með þesisu gagnfcvæma vantrausti og grunsemdum. Mannsand- inn er orðinn lamaður og úr sér genginn af því að þurfa sí og æ að vera á verði. Þessi launpukursástríða yfirvaldanna neyðir fólk til að reisa vegg milli eimka- hugsana sinna og andlitsins, sem út á við snýr. Og hver er tilgamgurinn með því? A hádegi 4. febrúar, 16 mánuðum og 7 dögum eftir að ég hafði verið dæmdur, hitti mig brosandi sendiráðs- niaður, bandarískur, og við ókum í yfir- náttúrulegum amerískum bíl, í óróvekj- andi ríkulegan hádegisverð í sendiráð- inu. Næsta kvöld steig ég út úr flug- vél á Kennedyfilugvellinum í New York, á ameríska grund. Ég veit, að ég hef mikið lært af þess- ari sovét-fangavist minni og að sú reynsla hefur veitt mér mikinn þroska og skilning. Meðtfangar mánir höfðu sagt mér, að enginn maður vissi hvað lífið væri í raun og veru, fyrr en hann hefði verið að minnsta kosti eitt ár í fangelsi. „Það er betri háiskóli en þú getur nokkurs staðar fuindið í Ameríku“. En þegar ég kom heim, fannst mér ég bara hafa skorpnað og dregizt saman, og ég var órólegur og áttavilltur. Eftir svona langa inni'lokun kom frelsið ekki snögglega yfir mig. Mig langaði ekki strax til að tala við neinn, og held- ux ékki að bugsa neitt um firamtíð mina. Ég vildi vera einn, ganga eftir langri götu. Svona eru afmennskunará'hrifin. (Endir). Lagfæring í greininni eftir Sir William Craigie í síðustu Lesbók, neðst í 4. dálki á bls. 13, hefir fallið úr ein lína. Málsgreinin á að enda þannig: „Svo sterkan hug höfðu íslendingar á þessum fomfræðum, að hann nægði til þess að hindra kirkjuna í eðlilegri viðleitni hennar til þess að kefja hina heiðinglegu trú fyrri tíma ásamt þeim siðum og venjum, er af henni leiddi, enda þótt sú við- leitni megnaði mikils hjá öðrum þjóðum“. Uppi yfir mynd höfundarins hafa línur ruglazt. Þar á að lesa: „Tekn- ar sem heild eru þessar hókmennt- ir mjög yfirgripsmiklar, til þess væri enginn vinnandi vegur að gera þeim og öllum þeirra sérkenn- um full skil í einnar klukkustund- ar erindi“. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.