Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Qupperneq 11
Jóhann Hannesson:
ÞANKARUNIR
SKEPSIS ‘lefir'st sú hugarafstaða, sem oft er kölluð efa-
hyggja (eða efunarhyggja) á voru máli. Skeptiker er efa-
semdamaður nefndur. Meðal grískra og rómverskra lærdóms-
manna til íorna var efahyggjan kunn, og gat tekið á sig
sjúklegar myndir er líða tók á tímaskeið Hellenismans. Af-
stöðuna er emnig að finna meðal Indverja og Kínverja, all-
oft hjá mönnum, sem hafna veröldinni.
Heyra má vor á meðal menn, sem segjast vera efasemda-
menn. Nánari kynning leiðir þó í ljós að ýmsir þeirra hafa
hvorki nennt, að hugsa né efast um það, sem áslæða er til
að vefengja. Vera má að þeir sömu menn trúi líkt og nýju
neti ýmsum furðulegum firrum og fordómum, svo sem taum-
lausu skrumi um síðustu kvikmynd eða nýjustu „stjörnu“.
Menn láta umhverfið teyma sig líkt og teymdar eru tamdar
skepnur, og þeir eru engir efasemdamenn, heldur þrælar van-
ans og hávaðamannanna í kringum þá sjálfa. Vera má að
sá, sem þykist efast, sé aðeins leiðitamur og grunnhygginn
letingi, breiði yfir sig efasemdahjúp, líkt og gæruskinn,
en hafi bjargfastan átrúnað á alls konar hégóma, ef honum
er aðeins þyriað nógu hátt og hann kemst í tízku.
Efahyggja er ekki einfalt mál, heldur flókið, og orðið
skepsis hefir margar merkingar, sem alls ekki verða ljósar
þótt fundið sé orð til að þýða það. Það er ekki síður þörf
að greina hugtakið í ljósi hugsjónasögunnar, og greina skyld
hugtök frá því sjálfu.
Nauðsynlegt er að gera sér ljóst að afneitun er ekki sama
sem efi eða efahyggja. Guðsafneitun (atheismus) eða heims-
afneitun (akosmismus) eða sálarafneitun (anatta, anatta-
vada) þýða að aistaða hefir verið tekin. Sú þrefalda afneit-
un, sem að ofan er greind, þýðir ekki af afneitarinn efist,
heldur hefir hann það fyrir satt að hvorki sé til Guð,
heimur né sál.
Maður sem kann að beita skepsis, efahyggju, í þekkingar-
fræðinni, þarf hvorki að vera trúleysingi né guðleysingi. Sá
sem notar efahyggju í verðgildafræðinni, kann vel að vera
trúaður lærisvcmn Jesú Krists. „Það sem var mér ávinn-
ingur, hef ég sakir Krists talið tjón!“ segir Páll postuli.
Á leiðinni frá gömlum verðgildum að nýjum hefir einhvers
staðar orðið til róttækur efi um þann gamla „ávinning“,
sem umbreyttist í tjón þegar ný verðgildi voru fundin, en þá
var skeið efasemdanna á enda. Jesús neitar því ekki afdráttar-
laust að auðugur maður kunni að komast inn í Guðs ríki, en
hann segir: Hversu torvelt ........! Margir höfundar helgra
rita draga í efa gildi hins gamla heims, sem þeir vita að
hlýtur að tortímast, en þeir neita ekki tilveru hans né mætti
til að þrælbinda menn.
I heimspekinni snýst skepsis, efahyggjan, um gildi þeirrar
þekkingar, sem verður á vegi manna, og um takmörk þekk-
ingarinnar. Að hér er ekki um fánýt heilabrot að ræða, held-
ur nærtæk mál, má finna af eftirfarandi spurningum: Verð-
ur raunverulegur sannleikur fundinn? Er það rétt sem oss
er kennt og það sem í blöðunum stendur? Er það rétt að
vér séum fimmta tekjuhæsta þjóð veraldar pr. einstakling?
Höfum vér veitt lár, Flóttamannasjóði Evrópu, eða höfum vér
þegið lán úr þeim sjóði? Hvort gerðu menn að klappa, æpa,
blístra eða þegja iþegar slitið var síðustu þjóðhátíð og sungið:
„ísland ögrum skorið"?
Þessar spurningar eru „skeptiskar“ að því leyti að í þeim
liggur að spyrjandinn sé ekki viss urn svörin, en vilji þó
láta sér segjast ef honum er sagt rétt frá. Sumum er auð-
svarað, við öðrum eru til fleiri rétt svör en eitt, aðrar eiga
sér aðeins eitt rétt svar.
Það hefir vcrið talin ill íþrótt að kenna æskulýðnum að
efast, og í vissum samböndum er sannlega svo. En miklu
verra er þó að kenna honum að afneita (t.d. þekkingu, verð-
gildum, normum) án þess að hann læri að „efast um ef-
ann“ og efast um afneitunina, því það er vissulega ástæða
til að efast um áróðurinn fyrir mörgu því, sem nú er haldið
að mönnum, gömlum og ungum.
Einn liður í kiassiskri skepsis, sennilega sá verðmætasti,
nefnist epokhe, það er eins konar hlé til umhugsunar e'ða
frestur til að skoöa sig um. Nauðsynlegt er að hugsa sig um,
einkum þegar mál gerast flókin. Það er þvi líkt sem að stanza,
þegar vér mætuvn ókunnum bíl á vandförnum vegi og get-
um átt von á ýmsu. Ekki má þó lengi hika, því ekki mun
dauðinn bíða, og við honum haggar enginn efi og engin
þekking. Það gagn, sem hafa má af efanum, er að hreinsa
borð þekkingarinnar, svo betur verði unnið að sannleiks-
leitinni, einmg þeirri að prófa sjálfan sig. Nóg er um blekkj-
andi raddir, sem vilja halda mönnum niðri í syfjulegi ánægju
með eigið sjáif, en þar með stöðvast öll andleg framför;
maður sekkur niður í múginn, samlagast skrílnum, líkt
og skepna samiagast skepnuhjörð eða kvikindahópi.
A erlendum bókamarkaði
Hagfræði.
Plenty and Want. A social hist-
ory of diet in England from 1805
to the present day. John Burnett.
Nelson 1966. 42/—.
Höfundur bókarinnar las sagn-
fræði við Cambridge-háskólann
og efnahagssögu við hagfræði-
deild háskólans í London. Hann
hefur rannsakað sögu mataræðis
undanfarin ár, og er þessi bók
einn árangur þeirra rannsókna.
Frá upphafi mannkynsins og
fram um 1780—90 var meginhluti
þeirrar orku, sem maðurinn bjó
yfir og gat virkjað, notaður til
matvælaöflunar. Matvælaöflun-
in mótaði söguna, og gerir ennþá
að mörgu leyti. Með iðnbylt-
ingunni margfaldaðist fram-
leiðslan í Evrópu og Bandaríkj-
unum. Þetta hefur áhrif á
mataræðið, það breytist um
margt eftir að áhrifa iðnbylting-
arinnar tekur að gæta, og þær
breytingar eru tilefni þessarar
bókar. Burnett rekur þessa sögu
samkvæmt samtíma heimildum,
og rannsóknir hans verða til
þess að hrekja ýmsar síðari tíma
staðhæfingar, svo sem að sveita-
fólk hafi búið við betra
mataræði á fyrri hluta 19. aldar
heldur en borgarbúar og að fæð-
an hafi verið hollari og bæti-
efnaauðugri en nú. Einnig af-
sannar hann þá skoðun að fæðu-
skortur hafi verið meiri á Eng-
landi um 1840 en næstu áratugi
á undan. Höfundur lýsir
mataræði ríkra og snauðra í borg
og bæ síðustu 150 árin. Hann
birtir matseðla frá þessu tíma-
bili, dæmi úr matreiðslubókum
og samanburð á því hve mikill
hluti tekna lægristéttanna var
notaður til matvælakaupa um
1830 og 1900. Höfundur hrekur
einnig þá staðhæfingu, að mat-
væli hafi lækkað það mikið i
verði um 1870, vegna innflutn-
ings á ódýru korni og keti, að
lægristéttirnar hafi þá fyrst get-
að aukið matarkaup sín. Þetta tel-
ur höfundur fjarstæðu, slíkt hafi
ekki gerzt fyrr en á 20. öld. Höf-
undur heldur því fram, að verst
fædda stétt Englands á 19. öld
hafi verið verkafólk til sveita,
og að þetta hafi ekki breytzt
fyrr en eftir aldamótin siðustu.
Þetta er mjög eftirtektarverS
bók, mjög vel unnin, og hún er
ekki aðeins heimild um
mataræði, heldur verður hún
heimild um kjör almennings og
yfirstétta á Englandi í 150 ár.
Heimilda er getið neðanmáls,
nokkrar myndasíður fylgja og
registur.
Bókfræði.
Encyclopaedia of Librarianship.
Thomas Landau. Third Edition.
Bowes & Bowes 1966. 84/—.
Þetta er handbók fyrir bóka-
verði og einnig þá, sem þurfa
mikið að leita til bókasafna.
Landau er ritstjóri, og hefur
hann leitað til um hundrað
fræðimanna um greinar í ritið.
Þetta er þriðja útgáfa bókarinn-
ar, aukin og endurbætt. Fyrsta
útgáfan kom út 1958 og önnur
1961. Þessi bók spannar flest efni
sem bókaverðir þurfa að hafa
einhverja þekkingu á, og auk
þess er nú gerð ýtarlegri grein
fyrir prentun, pappír og skyld-
um greinum en 1 fyrri útgáfum.
Efni er raðað eftir stafrófsröð og
greinar mjög misjafnar að lengd,
sumar stuttar, skilgreiningar
hugtaka og tækniorða, og aðrar
nokkrar blaðsíður, sem varða
þýðingarmikil efni. Bókin er
rúmlega 500 blaðsíður, tvídálka
í stóru broti.
Bókmenntir.
Brendan Behan’s Island. An
Irish Sketch-book by Brendan
Behan with Drawings by Paul
Hogarth. Corgi Books 1965. 5/—.
Behan dó ungur 1964. Líf hans
var stormasamt, hann lifði tölu-
verðan hluta æsku sinnar innan
fangelsismúra. Utan þeirra lifði
hann lífi, sem hneykslaði marga,
og jafnframt setti hann saman
bækur, sem tjáðu reynslu hans
og jafnframt það þjóðfélag, sem
hann óx upp í. Penninn lék í
höndum hans og með leikritum
sínum og minningarþáttum varð
hann víðfrægur á skömmum
tíma. Þessar írsku skissur eru
litauðugar og lifandi og þeim
fylgja myndir eftir Paul Hog-
arth, sem ferðaðist með Behan
eitt sumar um írland. Paul er
afkomandi Williams Hogarths,
málarans fræga.
The Air-Conditioned Nightmare.
Henry Miller. Panther Books
1965. 3/6.
Miller setti þessa bók saman
eftir að hann kom til Bandaríkj-
anna frá Grikklandi í byrjun
síðari heimsstyrj aldar. Bókin er
einn reiðilestur frá upphafi til
enda. Hann segist hafa komið til
föðurlands síns eftir langa úti-
vist og einsett sér að taka það
eins og það var, með öllum
kostum þessum og göllum. Hann
bjóst við að hitta fyrir ferskt
andrúmsloft, og einfalda og vin-
gjarnlega þjóð, en varð heldur
en ekki fyrir vonbrigðum.
Ástandið var mun verra en hann
hafði nokkru sinni getað gert
sér hugmynd um og lýsinguna
má lesa í þessari ágætlega skrif-
uðu bók.
— Viltu gera mér greiða, Siggi? — Auðvitað, Tom, ég geri allt fyrir góðan VIN.
lítið sem ég verð að segja þér, Tom: Mér hefur aldrei geðjast að þér.
— Geturðu lánað mér hundraðkall? — Það er dá-
17. júlí 1966
I.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11