Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Side 12
Sigurður Breiðfjörð og Jens Baggesen E F T I R Sigurð Breiðfjörð komu út meðan hann lifði tvö ljóðakver og hétu Ljóðasmámunir. Þar birtust kvæði og vísur eftir skáldið, einnig nokkrar þýðingar. Af mörgum kvæð- um Sigurðar sést að hann hafði mikl- ar mætur á danska skáldinu Jens Baggesen og tók hann sér til fyrir- myndar. Eins og Sveinbjörn Sigurjónsson hefur sýnt fram á þá eru nokkur af kvæðum Sigurðar ýmist þýðingar á kvæðum eftir Baggesen eða stæl- ingar, og víða eru augljós áhrif frá Baggesen í kvæðum Sigurðar og jaifnvel rímuirn, einkum Emmurímu. (Sjá formála fyrir Númarímum 1936 og skýringar við Ljóðasafn Sigurðar). Jens Baggesen var í miklu áliti á sinni tíð og vinsælt skáld. Ekki skorti Sigurð Breiðfjörð heldur vinsældir hér á landi um sína daga eða síðan. Þó munu áhrif Sigurðar hafa orðið varanlegri á fslandi en áhrif Bagge- sens á danska ljóðagerð. Bæði skáldin urðu fyrir ósvífnum árásum af samtíðarmönnum og öf- undarmönnum sínum, eins og verður oft um þá sem njóta almennrar hylli. Sonur Sigurðar hét Jens Baggesen og gerðist farmaður utan lands, og er ekki kunnugt hvað af honum varð. Jens Baggesen: Til Bogen — Síðasta kvæðið í seinni Ljóðasmá- munum Sigurðar heitir: Til Smámun- anna, það er undir ferskeyttum brag- arhætti, létt og lipurt. Ég veit ekki hvort menn hafa tekið eftir því að vísur þessar eru nánast þýðing eða þó öllu fremur stæling á kvæði eftir Jens Baggesen sem heitir: Til Bogen. Kvæði Baggesens er ort 1791. Vera má að einhverjum þyki gam- an að bera saman kvæðin og sjá hvað vísur Sigurðar eru íslenzkar þrátt fyrir uppruna sinn. Sigurður orti Rímur af Hans og Pétri, líklega 1819; í niðurlagi þeirra er einskonar eftirmáli sem er svipað- ur vísum þessum, og er síðasta vísan þannig: Þoldu háð og aðkast allt, engin dyggð er stærri en sú, glöð og kát þú ver ávallt. Vertu sæl og farðu nú. Kvæði Baggesens er hér tekið eftir bókinni Udvalgte Værker, Kaup- mannahöfn 1914. Stafsetning er hér sú sama og í þeirri útgáfu þó hún sé úrelt orðin. Sveinbjörn Beinteinsson. Sigurður Breiðf jörð: Til Smámunanna Veslings bók! Ég við þig skil, vil því ráðum býta: Far nú eins og f jaðrir til frekast mega hlíta! Hvar þú mæta mátt á veg mönnum eða kvinnum, vertu öllum ástúðleg, aldrei breyt því sinni’ um. Komir þú í höfðings hús, þar hærri bækur skína, glaðlynd, djörf og friðarfús flyttu ræðu þína. Auðmjúk vertu og lítillát, lán það mörgum gefur, því faðir þinn í fata stát fært þig ekki hefur. Komir þú að kofum smá, þar kotungarnir sitja, allt eins skaltu inn í þá ástúðlega vitja. Kættu eins og kanntu bezt konur bæði og sveina, sorgir manna og sælu brest að sefa skaltu reyna. Vertu blíð og viðfellden, víki frá þér kali! Varast þú að meiða menn í meiningum og tali. Ef gumar þig af góðum yl glóðum verma hvarma, legðu þig þá líka til að lokka frá þeim harma. Hver sem vill þér segja sann og sýna eigin lýti, auðmjúk vert og heiðra hann, en hreyfðu engu víti. Ef einhver vill á allan hátt á þig lygðir bera, soddan þola siðleg átt, því sama má ég gera. Leiddu hjá þér lastið flest, á leiðinni þó mæti. Tvennt fer ungum bókum bezt Blíðlyndi og kæti. Ræktu minna ráða hvað, reynast þau að vonum. Far þú héðan heil á stað heilsaðu kunningjonum. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. arinn. Kailar á hundinn. Lokar bæn- um. IVIaður ríður norðan móinn. Hallart fram. Glennir beinhvítt and- lit mót íölri tunglsbirtunni. Augnatótt- ir tómar, myrkar, gægjast undan dökkri hettu. Þeysir fram á melinn. Hesturinn reistur, mikilfextur. Hljóð- laus hófaslög á grjóti. Vaggar hausn- um. Bryður mélin. Beygir niður að ánni. Hverfur. Þá er líkt og hrollur fari um land- ið. Nóttin dottin á. Fólkið órótt í flet- um. Kynlegar hugsanir sækja að. Stormur hamast á þekjum, slítur upp moldryk í flagi. Þýtur yfir eyrar. Þeg- ar lægir, berst stuna úr fjalli. Niður árinnar magnast. Blandast ótta og trega. Gaae, lille Bog, i Verden ud, og vandre Taalmodig om deri, saa langt du kan! Og taber du dig snart blandt tusind andre — Saa tab dog ei derover din Forstand! Om selv din Evighed, som let kan hænde (Thi hvad er Evighed i denne Tid?) Ved næste Paaskeflytten gaaer til Ende — Saa gaae dog derfor ikke reent fra Vid! Ei Lyst til Glimmer var din Faders Spore, En Nimbus om hans Navn er ei dit Maal, Kan du et Aar kun nytte lidt og more, Saa slaae dig roligen dermed til Taal! Dog da din Reise muelig kan blive Lidt længer — hvo kan saadant forudsee? — Saa vil jeg dig den Arv til Afsked give, Ifald jeg döer, som ogsaa let kan skee. Modtag den i din Faders sidste lære, Frie, höflig, aabenhiertet, som du er, Du overalt hos Smaae og Store være, Mod Fyrsten, imod Bonden, mod enhver. Tal uden Svulst et Sprog, sem Mængden fatter, Og sig utvungen, som det falder sig, Med Suk, med Smil, med Alvor, og med Latter, Den smule Sandhed, som jeg lærte dig. Buk dig for ingen höiforgyldet Daare! Gaae ham med Haan forbi til Hytten hen, Og seer du der foragtet Uskylds Taare, Stræb ufortröden at aftörre den! Og möder dig en Resencent i Vaaben, Og skiældende til Tvekamp fordrer dig, Gaae taus din Gang! agt ikke paa hans Raaben! Han sikkert langt om længe skiötter sig! Taal alt — det er den störste Dyd herneden! Vær stolt af Ondes Had og Narres Spot! Vær munter! men for alting vær beskeden! Det klæder alle unge Böger got! Haustnóttin liður. Dagur rís. Arstíðir koma og hverfa. Jafnt og þétt, hægt og seint. Fíflar og sóleyjar vaxa í túnL Þau falla á hausti, en vakna aftur á vori, því rótin lifir. Gamli bóndinn hverfur inn um sálulhliðð og kemur ekki aftur. Ný kona sýslar við trog og sáL Ný böm leika á bæjarhól. Bærinn handan árinnar eldist og hrörnar. Raft- arnir feyskjast. Þilin verða ofanlút og grána af elli. Þökin síga inn. Einn vor- dag er baðstofan rifin, önnur reist á ný. Bærinn er eins og blómin. Rís af sama grunni. Rís til að hrörna og falla og rísa á ný. 1 skuggabyljum haustsins ríður maður norðan móinn. Áin niðar á eyrum. Vanaföst í klið sínum, þó duttlunga- full og kenjótt í háttum. Ár af ári þok- ast hún yfir að hjallanum. Ár af ári hleður hún upp eyrarnar nær mónum. Skilur þær að baki. Loks er hún kom- in alveg yfir að brekkunni. Tætir mold og mel, þar til klöppin nakin stendur fyrir. Þá gefst hún upp. 1 skuggabyljum haustsins ríður maður norðan móinn. Áin niðar á eyrum. Eitt sinn lá hún við móinn, segir fólkið. Fróðir menn segja það í mál- dögum. Síðan liðin ár og öld og vel það. Um það bil hann hvarf hann séra Hrólfur. Maður og hestur og sást ekki meir. Lenti víst í ána. Ekki ör- grannt um hann sjáist enn á ferli um móinn. Þá lá áin þar í hörðum streng. Mátti raunar sjá þess merki enn í dag i víðigrónum farvegum. Nú rann hún með hjallanum. Komst ekki lengra. Þegar lækkar í ánni eitt vorið, er komin eyri undir hjallanum. — Ertu að smíða fugl, afi? — Jú, jú, fugl skal það vera. — Getur hann synt í ánni? — Ónei, ætli það. — Ég var niður við á. — Hu? Leiktu þér ekki við ána, drengur minn. — Það er komin eyri við klappirn- ar, afi. — Já, nú er hún snúin við. — Nei, hún rennur ennþá niðreftir. — Veit ég það, veit ég það. En nú ætlar hún aftur yfir að mónum. —• Hvernig veiztu það? — O, hún var þar áður, jú. — Var þá líka vont að komast yfir? — Jú ætli það ekki. Svo reyndist séra Hrólfi. — Var það hann, sem fór í ána? — Svo segir sagan. — Er það hann, sem ríður norðan móinn á haustin? — Skröfum ekki um það, drengur minn. Skröfum ekki um það. Séra Hrólfur gerir engum mein. Og hér er fugl úr ýsubeini. Eigðu hann, stúfur minn. Og leiktu þér svo ekki við ána. 0« áin greiur eyrarnar og kast- ar þeim nú að landinu með hjallanum. Færir sig um ál. Snýr til baka. Færir sig aftur. Nógur er tíminn. Eitt sumarið gægist víðiteinungur upp úr eyri við hjallann. Nú fara eyr- arnar að gróa. Hægt og hægt, smátt og smátt. Drengurinn er orðinn roskinn bóndi. Afi löngu horfinn. Fuglirm úr ýsubeini týndur. Ný andlit. Nýir tím- ar. Og áin færist yfir að mónum. Hún sverfur rætur bakkanna. Grefur undan. Þá springur bakkinn. Torfa fell- ur í ána. Hverfur. Mölin losnar úr böndum moldar og róta. Önnur torfa fellur. Senn er þar komin eyri. T veir menn ríða með ánni. Hund- ar spölkorn á eftir. Hlaupa. Snuðra. Rekja ímyndaðar eða raunverulegar 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 17. j'úlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.