Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Side 2
SVIP- MVND KURT GEORG KIESINGER Kurt Georg Kiesinger var ]?ekktur og áhrifamikill stjórnmálamaður áður en hann var valinn til að taka við kanzlaraem- bætti í Vestur-Þýzkalandi af Lud- wig Erhard í nóvember síðastliðn- um. Hann hafði þá um átta ára skeið gegnt embætti forsætisráð- herra í Baden-Wúrtemberg, sem liggur í suðvesturhomi Vestur- Þýzkalands og á landamæri að Frakklandi. Einnig hafði Kiesinger um langt skeið verið kunnur fyrir þekkingu sína á utanríkismálum. En það sem mesta athygli vakti þó í sambandi við tilnefningu Kiesing- ers í kanzlaraembætti, var það, að hann hafði gengið í Nazistaflokk- inn árið 1933, sama árið og Hitler komst til valda. Og enda þótt hann hefði lítið látið kveða að sér innan flokksins næstu árin, sagði hann sig þó ekki úr honum. Og árið 1940 var Kiesinger kvaddur til starfa í ráðuneyti Joachims von Ribben- trops, þáverandi utanríkisráðherra Adolfs Hitlers. Þar starfaði hann til stríðsloka í útvarps- og áróðurs- deild og að eigin sögn starfaði hann einnig að nokkru leyti í samvinnu við önnur ráðuneyti. Ekkert kom fram eftir styrjöldina, sem benti til þess, að Kiesinger hefði staðið að ógnarverkum. Hins vegar hafði hann sætt harðri gagnrýni, er hann starfaði í ráðuneyti Ribbentrops, fyrir að láta í ljós andúð sína á með ferðinni á Gyðingum. Ferill Kies- ingers eftir styrjöldina þykir einn- ig ólíkur því, sem einkum einkenndi nazista. Hann hefur hlotið hrós fyr- ir að setja sameiningu Evrópu ofar þjóðernismarkmiðum og innan flokks síns hefur hann gjarnan komið fram sem sáttasemjari og þótt flytja mál sitt af hófsemi og stillingu. Munu þessir eiginleikar hafa valdið mestu um, að hann valdist til kanzlaraembættisins. L engi hefur verið sagt um Kies- inger, að hann beri svipmót og fas fólks af tignum ættum og á einum stað er tekið svo djúpt á árinni, að sagt er að svo virðist, sem hann sé af aðals- mönnum kominn í hundrað ættliði. Stafar þetta af einstaklega kurteislegri og óþvingaðri framkomu kanzlar- ans, léttri fyndni hans og óskeikulli réttlætiskennd. En Kiesinger rekur ættir sínar til smáborgara, en ekki til aðalsmanna. Faðir hans var bókhald- ari, mótmælendatrúar, en móðir hans var dóttir kaþólks bónda. Hann fædd- ist 6. apríl 1904 í borginni Ebingen í Swabia, fjallahéraði í suðvesturhluta Þýzkalands. Þar í landi ríkti Ijóðræn hefð og umburðarlyndi í stjórnmálum samfara ríkri tilfinningu fyrir franskri menningu, G amlir vinir Kurt Kiesingers minnast hans sem dálítið rómantísks unglings, sem hafði mikinn áhuga á ljóðum og heimspeki og naut þess að fara í langar gönguferðir um skógana í Swabia. Á unglingsárunum orti Kies- inger einnig sjálfur og las Ijóð sín gjarnan upphátt fyrir vini sína. Eitt ljóðakver kom út eftir hann, Pílagríms- ferð til guðs (Wallfahrt zu Gott), en brátt lagði Kiesinger ljóðagerðina til hliðar. í dag er sagt, að hann sé fjarri því að vera rómantískur, fremur hið gagnstæða. En hann hefur enn yndi a£ ljóðum og ber gott skyn á skáld- skap. Hann er handgenginn þýzkri ljóðagerð og oft ber það við, að hend- ingar eftir Schiller eða Hölderlin skjóta upp kollinum í ræðum hans og ritum. Þá er heimspekin Kiesinger enn hug- stæð og hann er þar vel heima A árum fyrri heimsstyrjaldarinn- 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar hafði Kiesingerfjölskyldan ekki úr miklu að spila fremur en margir aðnr. Kurt innritaðist á kennaranámskeið í Tiibingen, en það var eini möguleikinn, sem hann hafði, til að komast mennta- veginn. Og með því að leggja hart að sér og taka aukanámskeið tókst hon- um að afla sér réttinda til að setjast í lagadeild háskólans í Túbingen, en hugur hans stóð til þess náms er hér var komið sögu. Eftir skamma dvöl við Túbingen-háskóla komst svo Kurt að háskólanum í Berlín og hélt laga- náminu áfram þar til lokaprófs. í Berlín var hann nazistarnir komust til valda. mr egar nazistarnir komust til valda árið 1933 var Kurt Kiesinger 29 ára að aldri og hafði fyrir skömmu lokið lög- fræðiprófi., Hann valdi þá sömu leið og svo margir Þjóðverjar um þessar mundir. Hann gekk í Nazistaflokkinn. Síðar hefur hann sagt, að hann hafi fljótlega orðið fyrir vonbrigðum með flokkinn og ekki komið nærri neinum málum þar eftir „nótt löngu hnífanna", árið 1934 er Ernst Röhm og brúnstakk- ar hans voru drepnir. En hann sagði sig aldrei formlega úr flokknum og árið 1939 var hann kallaður til starfa í utanríkisráðuneyti Joachims von Ribb- entrops. Starfaði hann sem tæknilegur ráðunautur í útvarpsáróðursdeild ráuu- neytisins. Eftir stríðið var hann tek- inn til fanga af Bandamönnum, en sieppt úr haldi 1947, þó ekki skilyrðis- laust til að byrja með. En ári síhar sýknaði andnaziski dómstóllinn í Vest- ur-Þýzkalandi hann fullkomlega af öllum nazistaglæpum. Að sjálfsögðu hefur Kiesinger orðið fyrir harðri gagnrýni vegna þátt- töku sinnar í Nazistaflokknum. En hann hefur gefið þá skýringu á upphaflegri aðild sinni að flokknum, að hann hafi verið meðlimur í kaþólskum æskulýos- samtökum, sem ákváðu að gerast að- iiar að Nazistaflokknum í því skyni að hafa áhrif á hann. Þegar vonir Kies- ingers með Nazistaflokknum höfðu brugðizt lét hann starfsemina lönd og leið, en gleymdist, að hann var enn meðlimur í flokknum. Hann segir per- sónulega ábyrgð sína á Þýzkalandi naz- ismans hafa falizt í flótta frá staðreynd- unum, en þannig hafi því verið farið með svo marga Þjóðverja, sem horfðu á harmleikinn gerast án þess að geta nokkuð aðhafzt til að hindra framrás hans. Hann bendir á, að hann hafi ekki gerzt meðlimur í lögfræðingafélagi nazista, sem taldi þó 99% þýzkra lög- fræinga, sem ekki voru Gyðingar, og bætir því við, að hann hafi reynt að kenna nemendum sínum við lagadeild- ina aðrar réttlætishugmyndir, en þær, sem komu fram í lagaboðum og lög- skýringum nazista. E JLi nn er ýmsum spurnmgum o- svarað um starfsemi Kiesingers í þágu Þýzkalands Adolfs Hitlers. Hann hefur t.d. sjálfur sagt, að hann hafi gegnt stöðu aðstoðaryfirmanns í utanríkis- ráðuneytinu, en austurþýzka stjórnin Framhald á bls. 4 Framkv.stJ.: Sigias Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fró Vicur Matthtas Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnj Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti B. Símj 22480. Utgefandi: H.t Arvakur Reykjavílc. i 19. febrúar 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.