Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Page 3
sagt það öðrum en þér. Bráðum fer
barnið að sparka í maganum á henni.
Undarlegt. En henni finnst það áreiðan-
lega dásamlegt vegna þess að þetta barn
er fyrst og fremst hluti af mér.
— Já, að minnsta kosti að hálfu leyti.
— Af hverju á þessi mynd að vera?
— í>að kemur í ljós á sínum tíma,
ég er rétt að byrja á henni.
— Ég sé andlit, það mótar aðeins fyrir
því í horninu til hægri. Mér geðjast
eklki að þessum stóru, gráu augum.
— Þetta er misskilningur. Það er
ekkert andlit og engin augu á þessari
mynd.
H ann starði lengi á myndina, sem
var þó engin mynd ennþá, aðeins fáein-
ir ógreinilegir drættir. Andlit hans var
enn fölara en venjulega, svört augun
myrkari en áður.
— Hættu við þessa mynd. Hún
heppnast ekki hjá þér, einkum augun,
ég kann ekki við þáu.
— Við sjáum nú til með það.
Hann bað mig að koma með sér út
og drekka kaffisopa. Ég varð við ósk
hans.
Næsta morgun var barið að dyrum
hjá mér klukkan rúmlega 6. Fyrir utan
dyrnar stóð hann og hélt á barnsvöggu
í fanginu Ég bauð honum inn, annað
hefði verið þýðingarlaust. Hann kom
inn og lét vögguna á gólfið.
— Þú átt bæði hamar og sög, sagði
hann.
— Já, og hvað um það?
— Ég kom með nagla, bjóst ekki við
að þú ættir þá.
— Einmitt það. Ég stóð þarna á nátt-
fötunum, naumast vaknaður. Sólin
flæddi um herbergið, sem mér fannst
allt í einu annarlegt og framandi, með
barnsvöggu á miðju gólfi, myndirnar
mínar, penslar og litir út um allt, og
Eftir Unni Eiríksdóttur
hefði haldið að þú værir færari »m þa®
sjálfur.
— Nei. Og maður eyðir ekki tímaiv*
um í að smíða skáp þegar maður e*!
trúlofaður og á von á barni.
— Ég sé að þú ert þegar búinn aS
kaupa vögguna. Hún er notuð, er það
ekki? Mér sýnist hún vera gömul.
— Þú átt að smíða skápinn úr þessari
vöggu. Hann þarf ekki að vera stór.
Jæja, það var þá alltaf munur, hugs-
aði ég, mér mundi veitast erfitt að
smíða stóran skáp úr lítilli vöggu. En
skápinn varð ég að smíða, það varð
mér undir eins ljóst af augnaráði hans.
Öll mótmæli mundu vera þýðingarlaus.
— Sæktu skápinn klukkan fimm,
sagði ég, og vonaði að hann færi nú.
— Ég sé að þú ætlar að halda áfram
með augun, var svarið, sem ég fékk.
— Augun?
— Já, þessi stóru, gróu, grimmdarlegu
augu, þau elta mig, hafa elt mig í alla
nótt
— Nei, nú er nóg komið. Þetta er
þín eigin ímyndun og annað ekki.
— Ég er búinn að ganga um göturn-
ar í alla nótt til þess að reyna að losna
við þau. Þú skilur, ég ætlaði að skilja
þau eftir úti, vildi ekki hleypa þeim inn
í herbergið mitt. Það tókst ekki og ég er
orðinn dauðþreyttur.
— Hvar fékkstu þessa gömlu vöggu,
stalstu henni?
— Ég var að rangla um bæinn í alla
nótt, stundum fór ég inn í húsagarða.
Þessi vagga var hjá ruslatunnunum bak
við húsið hjá sakadómaranum. Henni
hafði verið fleygt, það var ekki þjófn-
aður þó ég tæki hana þar
— Jæja, sama er mér, komdu klukk-
an fimm, þá verður skápurinn tilbúinn.
M
iil-er heppnaðist að losna við hann.
En allan tímann meðan ég var aS
klambra saman skáp úr vöggunni var
hugur minn hjá honum. Vissulega hafði
hann alltaf verið einrænn og sérvitur,
en svona undarlega hafði hann aldrei
hagað sér áður. Mig langaði að sjá stúlk-
una, sem hann ætlaði að giftast. Gat átt
sér stað að hún ætti sök á sálarástandi
hans?
Hann kom stundvíslega klukkan fimm,
og skápurinn var tilbúinn. Engin lista-
smíð, en var hægt að ætlast til þess af
manni eins og mér, og efniviðnum, sem
mér var fenginn í hendur?
— Ég býð þér út í kaffi. Við getum
tekið skápinn með okkur.
— Já, því ekki það. Við fórum inn á
Skála og bárum skápinn á milli okkar.
Ég held að nokkrir unglingar og jafn-
vel eldra fólk líka hafi pískrað og hleg-
ið að okkur. Uss, það gerði víst ekki
mikið til.
Hann bað um kaffi og pönnukökur
Framhald á bls. 9
H versvegna hann valdi mig úr
öllum kunningjahópnum að trúnaðar-
manni er mér alltaf ráðgáta. Sennilega
vegna þess að hann átti auðvelt með að
ná í mig á hvaða tíma sólarhrings, sem
honum hentaði, þar sem ég var ekki í
fastri vinnu, engu bundinn nema mynd-
unum, sem ég sífellt var að mála með
misjöfnum árangri.
Þó hann væri ekki skemmtilegur var
hann þó að minnsta kosti athyglisverð-
ari en margur annar. Hann var gáfaður
og hafði fengið þá menntun sem hann
óskaði, verkfræði, og var vel látinn
starfsmaður.
Það óþægilega við kunningsskapinn
við hann var að hann átti það til að
koma í heimsókn jafnt um nætur sem
daga. Það gerði mér þó ekki mjög mikið
til. Sjálfur svaf ég eða vakti á lögskip-
uðum tímum. Réð sjálfur gangi klukk-
unnar og gangi lífs míns, bjó mér mild-
ar lífsreglur og fylgdi þeim lauslega.
í síðastliðinni viku kom hann.
— Þá er maður trúlofaður, sagði
hann.
— Ég hef nú alltaf undrazt að þú
skulir ekki vera löngu giftur; mér hef-
ur skilizt að þú kynnir vel að meta
konur, svaraði ég.
— Það varð að vera sú rétta, annars
hefði farið illa fyrir bæði mér og henni.
— Og nú ertu búinn að finna þá
réttu. Er ókurteisi að spyrja hvernig
hún lítur út?
— Alls ekki. Ég kom til að segja þér
frá henni. En ekki til að gefa þér hlut-
deild í henni, eða ástinni, það máttu
ekki imynda þér.
— Nei, svo tilætlunarsamur er ég nú
ekki.
— Hún kann að krjúpa, svo yndis-
lega fallega. Ekki ósvipað Maríu guðs-
móður.
— Hvað þá?
— Og hún ber þríhyrnu á herðunum
eins og hún móðir mín sáluga.
— Og hvernig lítur hún út að öðru
leyti?
— Þegar hún horfir á mig, og satt að
segja hefur hún helzt aldrei augun af
mér, já, þá eru augu hennar full af
hrifningu og aðdáun.
— Hvernig eru augun í henni á lit-
inn?
— Ég hef ekki veitt því athygli. —•
Við eigum von á barni.
— Til hamingju.
-— Þökk fyrir, vinur. Ég hef engum
flUGU
kunningi minn með naglapakkann í
hendinni, andlit hans fölt, svitadropar á
enninu og dökkt hárið úfið. Undarlegur
glampi í augunum
— Þú átt að smíða fyrir mig skáp.
— Ég að smíða skáp fyrir þig? Ég
ORÐ
Eftir Þorstein Antonsson
Þú fellir stjörnu í brunna sálar binnar
o« berð upp ósk. —
Af hyljum þeirra stiígur formiaust svar.
Þér hefur hlotnazt sannleikskorn og bleypur
út ti'l hinna. — Kynngimögnuð
hljóma orð þín; ó, vitið hvað það var!
Þeir líta upp. Þú sérð í augum þeirra
undan höggi lúta særða von —
og ví'kj a af leið, sinn lífsveg dyggir þræða. —
Þú þagnar, og það orð, sem skrúðlaust fæddist,
fellur aftur djúpt í vitund þína,
ferskt og hljótt. — Þú segir álfasögur.
19. febrúar 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3