Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Síða 5
milli Norðurlanda og Austur-rómverska
ríkisins. Svíar, Norðmenn, Danir og ís-
lendingar ganga á mála hjá Miklagarðs-
keisara, og með þessum leigusoldátum
berast áhrif til Norðurlanda. Áhrif þessa
ríkis voru á tímabilinu mjög mikil um
alla Evrópu, og áhugi manna á sögu
þessa ríkis hefur alltaf verið mikill, en
sjaldan meiri en á síðustu fimmtíu ár-
um. Átjándu aldar sagnfræðingar litu
á sögu Austur-rómverska ríkisins sem
sögu úrkynjunar, spillingar og niður-
koðnunar. Þessi skoðun var furðu lífseig
og það var ekki fyrr en um síðustu
aldamót, að menn tóku að losna undan
þessum gömlu fordómum.
Á þeim árum hófst mikil gróska i
rannsókn býzanskra fræða og lista, og
eitt þeirra rita, sem áttu nokkurn hlut
að hinum nýju viðhorfum til þessara
efna, var fyrsta útgáfa „Cambridge
Medieval History“ og þeir menn, sem
rituðu þar um þessi fræði. Fyrsta út-
gáfa IV bindis kom út 1923 og síðan
hefur wðið mikil breyting á viðhorf-
um og skoðunum um sögu Býzans, og
hefur þurft að endurrita allt bindið,
U m það leyti, sem ísland byggðist,
var Konstantínópel eða Mikligarður,
eins og norrænir menn nefndu staðinn,
mesta borg í Evrópu. Landstjórnarmenn
þar höfðu lengi haft sendimenn í ferð-
um meðal frumstæðra þjóða um norðan-
verða Evrópu til þess að kveðja þaðan
menn í lífvörð keisarans í Konstantín-
ópel. Margir héldu suður til þessarar
giæstu borgar og létu taka sig til soldáts.
Svo æxlaðist oft fyrrum, að frumstæð-
ir þjóðflokkar gengju á mála hjá kon-
ungum siðara þjóða og gerðust þeirra
landvarnarmenn og lífverðir, enda
heppilegra konungum að hafa erlenda
lííverði, sem eru þeim einum bundnir
og eiga allt sitt undir þeim, en menn
af eigin þjóð, sem eiga tengsl og skyldu-
lið við þjóðina og gætu við vissar aðstæð
ur hneigzt til samstöðu við andstæðinga
sins lávarðar. í fyrstu leituðu sendi-
menn keisara einkum til frumstæðra
þjóðflokka, sem byggðu Svíþjóð, en það-
an var mikið um ferðir til Rússlands,
og snemma tóku sænskir víkingar og
kaupmenn að setjast þar að og stund-
uðu þar einkum þrælaveiðar og þræla-
Agí Sófía — Ægisif — eftir að Múham eðstrúarmenn skreyttu helgidóminn mjóturnum.
Konstantínópel
Eftir Siglaug Brynleifsson
The Cambridge Medieval History.
Vol. IV. The Byzantine Empire Part
1. Byzantium and its Neighbours.
Edited by J. M. Hussey. Cambridge
University Press 1966. £7. net.
Byzantium: The Imperial Centur-
ies AD 610-1071. Romillý Jenkins.
Weidenfeld and Nicolson 1966. 63/-
Early Christian and Byzantine
Architecture. Richard Krautheimer.
The Pelican History of Art. Penguin
Books 1965. £5/5 s.
sölu, og seldu ýmislegt til Býzans eða
landa Araba. Tengsl þessi héldust lengi
r~
Um árabil var það bjargföst trú
margra hérlendra athafnamanna,
að Islendingum vœru allir vegir
fœrir, hvað svo sem þeir tœkju sér
fyrir hendur.
Þá stóð hug-
arfar veltiár-
anna með
blóma, þrátt
fyrir hrakföll
eins og Hær-
ing, gler-
verksmiðju og
annað í þeim
dúr. Á seinni
árum virðist
hafa dofnað
nokkuð yfir þessari trú, enda hafa
hrákföllin færzt i aukana og blasa
nú hvað gleggst við í togaraútgerð
og fiskvinnslu. En margir hafa þá
lika tekið nýja trú til uppbótar
þeirri gömlu — trúna á erlent fjár-
magn sem öllu muni bjarga.
Samt leggja fjársterkir athafna-
ra
menn enn út í œvintýri endrum og
eins, og er því líkast sem þeir vilji
ekki una þeirri hugarfarsbreytingu
sem orðið hefur. Og óneitanlega er
það gleðiefni að vonin um erlenda
gullið skuli ekki hafa drepið allan
dug og kjark úr íslendingum. En
kapp er bezt með forsjá, segir gam-
alt máltæki sem oft vill gleymast
þegar móður veltiáranna fer á
menn. Tvö lítil dæmi um íslenzka
fljótrœðið eru fyrirtæki sem sett
voru á laggirnar í New York
og Lundúnum í því skyni að
selja íslenzkœr afurðir. Fyr-
irtœkið í New York átti
sér skamma sögu og heldur rauna-
lega, en veitingastaðurinn í Lund-
únum, „Iceland Food Centre”, var
starfrœktur af íslenzkurh aðiljum í
eitt ár og er nú kominn í hendur
Kanadamanni sem tók hann á leigu
til fimm mánaða frá áramótum, og
er allt á huldu um áframhaldið.
Ég heimsótti staðinn fyrir skömmu
og át þar góða máltíð, sem fram-
reidd var af íslenzkum þjónustu-
stúlkum. Islenzkir réttir voru þar
enn á boðstólum, en staðurinn hef-
ur fengið annað og ömurlegra yfir-
bragð.
Fróðir menn eru ekki á einu máli
um hvað valdið hafi þessari öfug-
þróun. Flestum kemur ásamt um
að byrjað hafi verið með alltof
miklum tilkostnaði og glæsibrag,
eins og íslendinga er vandi. Hvergi
var til sparað í íburðarmiklum inn-
réttingum og öðru tilstandi: við
opnunina fóru t.d. allir helztu að-
standendur fyrirtœkisins utan til
dýrlegrar veizlu, með ráðherra í
broddi fylkingar, en ríkissjóður
lagði hálfa aðra milljón í púkkið.
Aðrir eru þeirrar skoðunar, að í
sjálfu sér hafi ekki verið rangt að
byrja glæsilega og setja markið hátt
en þá hefði framhaldið átt að vera í
samrœmi við það: öflug og vel
skipulögð auglýsingáhérferð til að
kynna staðinn og gera hann eftir-
sóknarverðan. Sá liður ku hafa
verið vanræktur af sparnaðar-
ástæðum! Leigutakinn nýi er sagð-
ur auglýsa óspart, enda hafi að-
sókn að staðnum glœðzt.
Hverjar sem orsakir hrakfar-
anna í New Yor7c og Lundúnum
eru, virðist einsœtt að framtáki
af þessu tagi verði að veita meira
aðháld, ekki sizt þegar opinbert fé
er lagt til þess, og umfram allt
verður að leggja áherzlu á að leita
hollráða og leiöbeininga manna
sem búa i hlutaðeigandi borgum
og þekkja bœði smekk borgarbúa
og allar aðstœður á staðnum. Sjálf-
umgleði íslendinga hefur oft
reynzt þeim dýrkeypt, og hér eru
tvö hryggileg dœmi um ávexti
hennar.
Þriðja dæmið mœtti líka nefna,
þó það hafi nýlega verið gert að
umrœðuefni í Morgunblaðinu.
Framháld á bls. 6
19. febrúar 1957
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5