Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Side 6
nema hvað formáli J. B. Burys er gefinn
hér út óbreyttur.
mt etta bindi kemur út í tveim
hlutum, og er fyrri hlutinn kominn út
og sá síðari væntanlegur. Útgefendur
eru bundnir niðurskipan heildarverks-
ins, en í því er sögu Býzans ætlaður
nokkur þáttur í fyrsta og öðru bindi
heildarverksins, en þau bindi eru ekki
væntanleg að sinni; þeir urðu því að
gefa út fjórða bindi án beinna tengsla
við endurskoðaða útgáfu fyrsta og ann-
ars bindis. Fyrri útgáfa fjórða bindis
náði yfir tímabilið 717 til 1453, og hafa
útgefendur orðið að halda sér við það
tímabil. Reynt er að tengja þetta tíma-
bil fyrri sögu Býzans með tveimur
köflum, sem spanna tímann frá Konst-
antínusi til Leós' III. Tímamarkið 717
er sett við þá atburði, þegar Leó
kemur til ríkis í Býzans með styrk
Araba, en það hafði gerzt áður, að
Arabar styrktu valdaræningja til keis-
aratignar í Býzans, en í þetta skipti mis-
heppnaðist áform þeirra gjörsamlega.
Leó III og eftirmenn hans stöðvuðu frek
ari sókn Araba inn í lönd keisaradæm-
isins næstu áttatíu-níutíu árin. Strax og
Leó hafði náð völdum, sveik hann
styrktarmenn sina, eins og ætlan hans
hafði alltaf verið, og hóf viðreisn ríkis-
ins með ágætum árangri.
í þessari útgáfu er megináherzlan lögð
á sögu Býzans, meiri en í fyrri útgáfu
verksins. Það er varið meira rúmi til
þess að rekja pólitíska sögu ríkisins, og
einnig er nýjum köflum bætt við um
stjórngæzlu, kirkjuna, listir, bókmennt-
ir og vísindi. Nokkru rúmi er varið
til frásagnar um nágrannaríkin og þá
einkum um ríki Araba. Minni áherzla
er lögð á samskipti Býzans og Vestur-
landa; þeim þætti er ætlaður staður í
miðaldasögu þeirra landa.
A uk merkilegra rannsókna á
býzanskri hljómlist og endurskoðun á
býzankri stjórngæzlu hefur skoðun
manna mjög breytzt varðandi áhrif
fjórðu krossferðarinnar á sundurlimun
og fall ríkisins. Hér hafa komið til ný-
legar rannsóknir á eignarhaldi jarða og
efnahagslífi ríkisins. Eignarhald jarða
fram að iðnbyltingu er lykillinn að sög-
unni. Meginatvinnuvegurinn var land-
búnaður, og í býzanska ríkinu og áður
í Rómaríki mótaði eignarhald jarða alla
söguna. Löngu fyrir 1204 var sjálfræði
stórjarðeigenda orðið hættulegt einingu
ríkisins. Stórjarðeigendur létu ekki
RABB
Framhald af bls. 5
Reykjavíkurborg efnir til alþjóð-
legrar samkeppni um skipulag til-
tekins svœðis í Fossvogi. Norræn 1
dómnefnd veitir fyrstu verðlaun
tillögu tveggja Finna og Norð-
manns, sem þykir svo snjöll að
hún vekur athygli arkítekta um öll
Norðurlönd. En hvað gerist síðan?
Islenzkum arkítektum er falið að
vinna verkið, að sjálfsögðu án
heimildar til að hagnýta tillöguna
sem hlaut fyrstu verðlaun, og ár-
angurinn verður eitt allsherjar-
klúður. Nú spyr leikmaðurinn:
Hvers vegna var verið að efna til
samkeppninnar, úr því þeir sem
skiluðu langbeztu úrlausn áttu ekki
að vinna verkið? Þó við höfum
kannski efni á að kasta fjármunum
í súginn, efa ég stórlega að við
höfum efni á að gera okkur að al-
þjóðlegu athlœgi umfram það sem
orðið er.
Sigurður A. Magnússon.
j,
... -
■7/-/ /'/:/.•;//'
/,7
Agía Sófia að innanverðu.
J.Wi*
alltaf segja sér fyrir verkum, og þeir
höfðu mjög sterka aðstöðu, ef skarst í
odda með þeim og miðstjórninni í Konst-
antínópel. Þeir drógu úr áhrifamætti
keisarans og þar með veldi ríkisins og
veiktu það út á við. Þessi einkenni voru
orðin augljós fyrir 1204, svo að atburð-
irnir þá voru fremur afleiðing af veikl-
uðu ríkisvaldi en upphaf þeirrar veikl-
unar, eins og lengi var álitið. Þessu efni
eru gerð ágæt skil.
í inngangi segir útgefandi, að ætlað
hafi verið, þegar unnið var að niður-
skipan verksins, að „Cambridge Econo-
mic History“ myndi helga efnahagslífi
býzanska ríkisins nokkurt svið. Sú hefur
ekki orðið raun, og því eru þessi efni
rædd í tengslum við önnur í þessu
verki; engir sérþættir eru helgaðir þess-
um efnum, og er það skaði. í þessum
fyrrihluta er rakin pólitísk og hernaðar-
leg saga ríkisins og barátta þess við þær
þjóðir, sem að lokum stóðu yfir höfuð-
svörðum þess. Jafnframt er rakin saga
þessara þjóða og þeirra ríkja, sem þær
stofnuðu. Meðal höfunda eru: J. M.
Hussey, sem er ritstjóri verksins, D.
M. Nicol, G. Ostrogorsky, B. Lewis, M.
Dinic, M. Conrad og fleiri. Allir þessir
menn eru sérfræðingar um miðaldir,
Býzans og skyld efni. Ritið er alls tæpar
tólfhundruð blaðsíður auk korta og ætt-
artaflna. Heimildaskráin tekur yfir
rúmar tvöhundruð síður.
Þetta rit er það nýjasta um þessi
fræði og meginheimildarritið og jafn-
xramt það öruggasta.
R-omilly Jenkins er nú sem stend-
ur prófessor við Harvard. f þessari bók
segir hann sögu býzanska ríkisins það
tímabil, sem hann telur býzanska menn-
ingu ná hæst, frá sjöundu og fram undir
lok elleftu aldar. Á þessu skeiði tókst
keisurunum að stemma stigu við fram-
sókn Araba og annarra þjóða, sem sóttu
inn fyrir landamæri ríkisins. Fyrir þann
tíma mátti kalla ríkið síðrómverskt, og
á tólftu öld hefst afturför ríkisins.
Ostrogorsky, einn merkasti Býzansfræð-
ingur, sem nú er uppi, telur að með
Heraklíusi megi telja, að ríkið verði
grískt og tilraunir til að vinna aftur
vestursvæðin og endurreisa hið forna
Rómaveldi eru afiagðar. Sú pólitík var
aftur á móti hafin af þýzk-rómversku
keisurunum.
Framhald á bls. 15
Konstantínópel um miðja siðustu öld.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
19. febrúar 1967
/