Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Qupperneq 9
Talað við Margréti Guðmundsdóttur Margrét Guðmundsdóttir, leikkona, er um þessar mundir að aefa stórt hlutverk í Marat/Sade eftir Peter Weiss, en frumsýning þess leikrits í Þjóðleikhúsinu er á næsta leiti. Auk þess leikur hún í Lukkuriddaranum, hún er að taka við fyrra hlutverki sínu í Galdrakarlinum í Oz eftir smávegis óhapp og til skamms tíma hefur hún leikið í Ó, þetta er indælt stríð, en sýningum á því leikriti er nýhætt. Þetta eru sem sagt fjögur verkefni, sem hún hefur unnið að samtímis — eða eigum við að segja fimm? Hún er nefnilega líka hús- freyja og tveggja barna móðir. — Er þetta ekki nokkuð mikið, Margrét? Það er gaman að hafa mikið að gera, segir Margrét, en það er auð- vitað misjafnt, hvað maður er í mörgum leikritum samtímis. Það er ekki alltaf svona. En auðvitað getur þetta orðið erfitt, þegar maður er með heimili. Þá er um að gera að skipuleggja daginn vel þannig að heimilið fái sitt. Yngri drengurinn er orðinn sex ára, hinn er ellefu og þeir geta mikið bjargað sér sjálfir. — Hvað olli því, að þú lagðir á leiklistarbrautina? Ég veit eiginlega ekki hvað olli þvi. Mig hafði alltaf langað til þess frá því ég var lítil; sjálfsagt hefur það haft sín áhrif, að ég fékk að fara í leikhús, þegar ég var barn, en ég man ekki til að nein sérstök leiksýning hafi kveikt hjá mér á- hugann. — Finnst þér mikill áhugi á því núna, að börn fái að kynnast leik- húsunum? Já, það held ég. Þó veit ég ekki, hvort hann er meiri nú en áður, ég held, að það hafi alltaf tíðkazt meira og minna að leyfa börnum að fara í leikhús og sjá jafnvel almenn leik- rit. Sjálf tel ég nauðsynlegt, að þau fái að kynnast leikhúsunum og ekki þarf síður að vanda til þeirra leik- sýninga, sem þeim eru ætlaðar sér- staklega. Það er nauðsynlegt, að snemma sé lagður grundvöllur að góðum smekk. Skólarnir geta líka lagt mi'kið af mörkum. — Ég veit um einn skóla hér í bænum, þar sem venja er að tala um leikritið við börnin áður en þau fara á skóla- sýningarnar og þessi börn eru ólíkt betri áhorfendur en börn úr öðrum skólum; þau eru rólegri meðan á sýningu stendur og virðast njóta bet- ur þess, sem fram fer. — Þitt fyrsta hlutverk var í barna- leikriti, var það ekki? Jú, það var í Litla Kláus og Stóra Kláus, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Þar lék ég konu Litla Kláusar. — Var þér sjáifri léttir að því að þreyta frumraun þína í barnaleik- riti? Nei, ég var alveg jafnkvíðin — eða svo fannst mér þá að minnsta kosti. — Nú ert þú þekkt fyrir góða túlkun í hlutverkum barna og ungl- inga á leiksviði. Hefurðu aldrei ver- ið hrædd um að „festast“ í slíkum hlutverkum? — Jú, vissuiega hefur hvarflað að mér, að hætta væri á því. Mig hefur langað að breyta til, en það er skilj- anlegt að reynt sé að nota fólkið á því sviði, sem liggur beinast fyrir. Annars hugsa ég, að þetta fari að breytast. Hlutverkið í Marat er langt frá því að vera barnalegt eða ungæð- islegt. Þetta er stórt og frekar erf- itt hlutverk, sem gerir miklar kröf- ur og er að mörgu leyti frábrugðið því, sem ég er vön að gera. Ég leik stúlkuna, sem myrti Marat og hlut- verkið er sérkennilegt, vegna þess, að stúlkan er eiginlega tvær per- sónur í einni, fyrst og fremst er hún sjúklingur á geðveikrahæli, sem þjá- ist af svefnsýki og þunglyndi, en svo er hún að leika í leikriti, sem sett er upp á hælinu og þar er hún í hlutverki Charlotte Corday, sem myrti Marat. Flest hlutverkin í leikn- um eru þannig ofin tveim þáttum og leikurinn er því erfiður í æfingu, en mér finnst ákaflega gaman að fást við þetta hlutverk. — Hvernig nálgast þú nýtt verk- efni? Mér finnst fyrstu áhrifin varan- legust. Við fyrsta lestur reyni ég að finna, hvernig persónan er. Og það er eiginlega tilfinningalegt atriði — það er visst andrúmsloft, sem mað- ur verður að ná og það andrúmsloft skapast fyrst og fremst af málinu. Það getur t.d. ráðið miklu um lýs- ingu á persónunni, hvernig orðunum | er raðað. Sjálfri finnst mér þessi fyrstu áhrif ekki breytast, þótt ýmis smáatriði geti auðvitað breytzt og » annað bætzt við eftir því sem liður á æfingatímann. Á æfingum reynir maður að kafa dýpra inn í persón- una og þá auðvitað í samráði við leikstjórann. Það verður að sameina hugmyndir leikarans og leikstjórans. I Góður leikstjóri verður að mínu áliti að vera móttækilegur fyrir því, hvað okkur leikurunum finnst um persónuna, þótt hann verði hins veg- ar ófrávíkj anlega einnig að hafa sín- ar ákveðnu skoðanir. Leikstjóri verð- ur auðvitað að hafa heildina í huga. — Kemur það fyrir, að áhrifin frá persónunni, sem þú ert að leika, fylgja þér heim? Nei, ég get alveg lagt persónuna frá mér. Það er að minnsta kosti al- drei þannig, að ég sé ekki viðmæl- andi utan leiksviðs. — Og óskahlutverk? Engin. Mér finnst öll hlutverk vera þess virði að leika þau. — Gætirðu hugsað þér að leggja leiklistina á hilluna, ef t.d. húsmóð- urstörfin krefðust þess? Ég á bágt með að hugsa mér það að sleppa leiklistinni alveg. Mér finnst það hafa góð áhrif á skapið að vera í leikhúsinu. Ég væri ekki nærri eins skapgóð, ef ég ætti að vera heima allan daginn og öll kvöld. sv. j. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 með rjóma. Ég sagði að þetta væri eins og hátíð, molakaffi hefði verið alveg nóg. — Það er hátíð, sagði hann. — Hverskonar hátíð? — Drengurinn er farinn að sprikla í maganum á henni. Mér fannst ég verða að halda daginn hátíðlegan. Ég var að sjálfsögðu sammála, og minntist ekkert á að mér hefði fundizt eðlilegra að hann héldi daginn hátíðleg- an með unnustunni. — Þú verður að losa mig við þessi bölvuð augu áður en við skiljum, sagði hann. — Vertu ekki að ala á þessari vit- leysu, sagði ég. — Það er engin vitleysa. Þau elta mig, stilla sér upp beint fyrir framan mig, hvar sem ég er, jafnvel núna, þó þú sitjir á móti mér. — Hættu þessari andskotans vitleysu. Það sem þig vantar er svefn. Þú þarft að sofna og hvíla þig rækilega, þá hverfa þessar ofsjónir. — Svo þú heldur það. Ef ég loka aug- unum og ætla að sofna, þá fyrst færast þau í aukana. Stækka þangað til þau eru á stærð við grautardisk, full af hatri og grimmd eins og þau vilji tor- tima mér. — Þvættingur. Ég var orðinn bæði þreyttur og reið- ur. —- Þú getur sagt þvættingur, og hælzt um með sjálfum þér. En þeim skal samt ekki takast að tortíma mér. — Ég held að þú ættir að fara til læknis. — Ég. Ti'l læknis! Eyddu augunum, sem þú skapaðir og ofsækja mig í sí- fellu, þá er mér borgið. Minn takmarkaði skammtur og þolin- mæði var nú genginn til þurrðar. — Ég verð að kveðja þig, það bíður maður eftir mér, laug ég. — Á ég að bera skápinn einn heim? — Það varðar mig ekkert um. — Gott og vel. En lofaðu mér einu, eyddu augunum, þá getum við aftur orð- ið vinir. Ég var ekki viss um hvort vinátta hans væri eftirsóknarverð. E g fór beina leið heim og ætlaði að halda áfram að mála, en fann að ég var dauðþreyttur svo ég henti mér út af, ætlaði að hvíla mig svolitla stund. Það fór svo að ég steinsofnaði. Ég vaknaði við það að barið var harka- lega á dyrnar. Ég kveikti ljósið og leit á klukkuna. Hálf þrjú. Barsmíðin á dyrnar hélt áfram. Það var ekki um annað að velja en opna. Auðvitað var það hann. Fölur, sveitt- ur og titrandi. — Ertu nú ánægður, ha, er nóg kom- ið, svaraðu því. — Komdu inn fyrir og segðu mér við hvað þú átt. Hann reikaði óstöðugum skrefum inn í herbergið og lét sig detta niður í stól úti í horni. — Svo það var þetta sem þú vildir? Og ég sá ekki við þér, svo miikill glóp- Framhald á bls. 12 19. febrúar 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.