Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Qupperneq 10
NÝJUNGAR.
Þann 20. febrúar gefur brezka
póststjórnin út frímerki til að minn-
ast árangurs þess og framfara er átt
hafa sér stað innan European Free
Trade Association, sem í daglegu tali
er skammstafað EFTA.
Eins og kunnugt er hefir brezka
póststjórnin undir stjórn Verka-
mannaflokksins hafið slíka útgáfu-
starfsemi á frímerkjum, að öllum
hefir ofboðið. Bretland var áður eitt-
hvert afturhaldssamasta land heims
í frímerkjaútgáfu, en hefir nú hlaðið
slíkum firnum af frímerkjum á
markaðinn, að ákveðið hefir verið
að taka í taumana í ár. Verða því
aðeins fáar útgáfur á þessu ári.
EFTA.
EFTA útgáfan er samstæða tveggja
merkja, að verðgildi 9 d. og 1/6.
Lægra verðgildið sýnir skip við
bryggju, en hærra verðgildið flugvél
sem hleður vörur. Þá er skammstöfun
samtakanna á merkjunum og höfuð-
mynd drottningarinnar, eins og alltaf.
Meðlimalönd EFTA eru: Austur-
ríki, Danmörk, Noregur, Portúgal,
Svíþjóð, Svjss og Brezka heimsveldið.
Auk þessa er Finnland aukameðlim-
ur.
Frímerkin eru teiknuð af Clive
Abbott og prentuð hjá Harrison &
Sons Ltd.
AUSTURRÍKI.
Þann 27. janúar gaf Austurriki út
frímerki í samstæðunni „Austurrísk-
ar minjar“. Mynd þessi er af Schatt-
enburg kastala. Þá verður síðar eða
í marz gefið út merki af tilefni 125
ára afmælis Vínar Fílharmoníu-
hl j ómsveitar innar.
GRENJAÐARSTAÐUR.
í næst síðasta þætti voru myndir
af þremur fyrstu stimpilgerðum sem
teknar voru í notkun á íslandi. Einn
stimplanna af Antiqua gerðinni, sem
er í miðjunni á þeirri mynd, bar stað-
arheitið Grenjaðarstaður. Þessi stimp-
ill var notaður fram að aldamótum,
en þá tekinn úr umferð og í stað
hans notaður stimpill með staðarheit-
inu Þingeyjarsýsla. Þessi stimpill
mun hafa verið notaður fram um
1907, en þá var stimpillinn með
Genjaðarstaður aftur tekinn í notkun.
Þessi stimpill var því ekki notaður
nema sem alger undantekning e.t.v.
á merki þau sem yfirprentuð voru
í GILDI.
Á síðastliðnum vetri og sumri fór
mjög að bera á þessum stimpli á
frímerkjum með áðurnefndri yfir-
prentun, jafnvel á arkarhlutum slíkra
merkja. Er stimpillinn alltaf settur
á þar sem fjögur merki mætast, svo
að aðeins % hluti stimpilsins sést á
hverju merki. Það virðist einsýnt, að
þessi stimpill hefir ekki verið af-
hentur til Reykjavíkur að lokinni
notkun og hefir komizt í óvandaðra
manna hendur, sem nú nota hann til
að stimpla með merki, sem annars
væru ódýrari ónotuð.
Hvernig sem á því stendur, þá eru
allar horfur á því að hann sé nú
í Þýzkalandi og mikið notaður. í við-
tali við frímerkjauppboðshaldarann
Schwenn í Frankfurt, sem nýlega
birtist í tímaritinu Frímerki, segir
Schwenn, að hér sé aðeins um eftir-
stimplanir að ræða, eða það að merk-
in séu stimpluð eftir að gildistíma
þeirra lauk. En þetta eitt er með öllu
ólöglegt og því miður ekki skýring-
in á stimplunum. Þarna er um mikla
framleiðslu að ræða, og er þetta því
síst minna svikamál en þegar Norð-
maðurinn fór að framleiða íslenzka
stimpla fyrir nokkru, þó hann slippi
með 400,00 króna sekt. Hefir sér-
fræðinganefnd alþjóðasamtaka frí-
merkjasafnara FIP verið tilkynnt
um þessa stimpilfölsun.
Smáu tvíbökurnar
ÞAÐ, sem hér verður sagt frá, gerðist
í litlu koti suður með sjó á árunum
í kringum 1850.
í litlum kotbæ rétt við sjóinn
bjuggu fátæk hjón með börnum sín-
um, sem öll voru þá innan fermingar-
aldurs, elz'ti drengurinn, sögumaður
minn, sem við getum nefnt Hall, var
þó það stálpaður að hann mundi vel
það, sem hér verður sagt frá. Það var
um 1920, sem hann sagði mér frá
þessu. Hallur var skýr maður og
minnisgóður, hafði því frá mörgu að
segja, en aðeins þessi saga verður
sögð hér.
— Ljósmóðirin hafði lokið sínu
kærleiksríka starfi, það var sem
þungu fargi væri létt af öllum í litlu
baðstoíunni. Lítill, hraustlegur dreng
ur hafði bætzt í systkinahópinn.
„Ljósa“ sýndi börnunum nýja bróður-
inn, þegar hún hafði gert þeim
mæðginunum til góða, og að lítilli
stundu liðinni kvaddi hún og hvarf
úr í myrkur næturinnar.
Þá fóru nú börnin að verða lik því,
sem þau áttu að sér og fóru að biðja
um mat. i>ví að engan kvöldmat höfðu
þau fengið. Faðir þeirra, sem nú var
eini fullorðni maðurinn á fótum á
heimiiinu, eldaði graut og gaf þeim,
svo sofnuðu þau fljótt, einnig Hallur.
Bkki hafði verið næðisamt í litla
bænum á meðan hin erfiða fæðing
stóð yfir, svo að jafnvel börnin voru
fegin þegar öllu var lokið. — En
friðurinn stóð ekki lengi, Hallur
hrökk upp við einhver óhljóð, eða
svo fannst honum að minnsta kosti,
og ekki varð hann lítið undrandi,
þegar hann varð þess vís að það var
nýfædda barnið sem grét svona
hraustlega.
í fyrstu heyrðist ekkert nema
grátur barnsins, svo varð Hallur
var við að foreldrar hans töluðu
saman, en ekiki heyrði hann orðaskil.
Hann var líka svo hræðilega syfjaður
og grátur barnsins yfirgnæfði allt,
þó varð hann var við að faðir hans
var að hagræða litla barninu, en
ekkert dugði til að sefa grát þess.
Allt í einu verður Hallur þess var,
að faðir hans opnar kistu, sem stóð
gegnt rúmi hans; ekki gat Hallur
skilið hvað faðir hans gat verið að
snúast við kistuna á meðan barnið
grét svona hræðilega, svo sér hann, að
hann sezit á rúm móður þeirra, hann
heyrði að þau voru eitthvað að tala
um mjólk, en mjól'k var ekki oft til á
því heimili, og ekki heldur núna. —
Nei, svoleiðis munaðarvara var nú
ekki algeng á heimilum fátæklinga
í þurrabúð á þeim árum.
Allt í einu verður Hallur þess var
að það eru þá tvíbökur, sem faðir
hans hefur verið að sækja í kistuna
og nú stingur hann einni tvíbökunni
upp í sig og tyggur sem ákafast, svo
lyftir hann hvítvoðungnum upp og
tekur út úr sér ögn af tvíbökunni
og lætur upp í barnið. Þetta endur-
tekur hann nokkrum sinnum, og
barnið hætti að gráta, en rétt í bili,
svo byrjuðu sömu óhljóðin aftur, en
þá tekur fáðir hans barnið aftur og
tyggur nú fleiri tvíbökur og gefur
því og hætti það þá að gráta svo
að Hallur sofnaði og svaf í einum
dúr til morguns.
Eftir þetta gekk allt sinn venjulega
gang í kotinu, barnið komst fljótlega
á brjóst og eftir það var því borgið
í næstu mánuði. Drengurinn dafnaði
vel og varð ekki misdægurt, sem
kallað er, svo að ekki lítur út fyrir
að honum hafi orðið meint af þessari
fyrstu máltíð sinni þó óvenjuleg væri.
Það, að gefa nýfæddu barni tvíbökur,
gat ekki liðið Halli úr minni, en að
faðir hans tuggði þær í barnið fannst
honum ekki neitt athugavert við, því
að á þeim árum og allt fram yfir alda-
mótin seinustu var það víða siður
að fullorðnir og unglingar tuggðu
fæðuna fyrir börnin, það var kallað:
að tyggja í börn. Ég, sem hef skrifað
þetta niður, man vel þann, sem tví-
bökurnar át sem fyrstu máltíð sína.
Á sjötugs aldri varð hann bráðkvadd-
ur, en hvert sem í rauninni hefur
verið banamein hans, má alveg telja
það víst að ekki hafa það verið smáu
tvíbökurnar, sem róuðu hann fyrstu
nóttina, sem valdið hafa dauða hans.
Ó.Á.
HættuEegt ú vinna
EINS og allir vita, tíðkast það nú
mjög í ýmsum stórhýsum, svo sem
verksmiðju- og skrifstofubyggingum,
að hafa risastóra glugga — má Wo-
vel segja, að heilu veggirnir séu lítið
annað en gluggar.
Þetta fyrirkomulag veitir auðvitað
mjög góða birtu, en — eins og sagði
í einum gamanþætti í útvarpinu ný-
lega: — „fátt er svo með öllu gött,
að ekki boði nokkuð illt“. Það er
nefnilega komið í ljós, að það er ekki
ei" mgis óþægilegt að starfa í slík-
Uín „glerhúsum", þegar sólin hellir
geislum sínum inn um stóru glugg-
ana, heldur getur það beinlínis verið
hættulégt heilsu manna.
Nefnd lækna og annarra sérfræð-
inga á vegum heilbrigðisyfirvalda í
Danmörku hefir undanfamar vikur
unnið að rannsókn á þessu sviði —
og birti nú nýlega niðurstöður sínar.
— Segir þar m. a., að starfsfólk í
tveim fyrirtækjum, þar sem svo var
ástatt sem að ofan er lýst, hafi ekki
einungis haft mikil óþægindi af sól-
arhitanum og birtunni, heldur hafi
afkastageta þess rýrnað að verulegu
marki. Tekið er fram í skýrslunni,
að rannsóknin hafi verið miðuð við
ungt og fullhraust fólk. Því megi
nærri geta, að óhraust og aldrað fólk
hljóti að verða fyrir mjög miklum
óþægindum og vanlíðan við störf í
„glerhúsunum“.
Þá er þess getið í dönsku skýrsl-
unni, að í öðr" fyrirtækinu, þar sem
rannsóknin fór fram, hafi rimla-
gluggatjöld (,,hansatjöld“) verið fyr-
ir gluggunum — þ.e.a.s. í bilinu milli
rúðanna — og hafi þau verulega bætt
Úr skák. Hins vegar mundu sól-
Framhald á bls. 15
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
19. febrúar 1967