Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Page 12
Samstúdentar.
Við Vatnsnes heldur Hvítserkur vörð.
SIG. NORLAND
Framhald af bls. 8
isvík. (Vert er að vekja athygli á því,
að ekkert sagnorð er í vísunni). Jó-
hannes í Hindisvik var bæði maður
framtaks og fjárafla. Hann var útvegs-
bóndi og kaupmaður, hafði verzlunar-
leyfi (borgarabréf) pantaði vörur „gegn
um Gunnlögsen“, flutti á skipi sínu
heim frá Blönduósi og rak verzlun í
Hindisvík. Jörðin var að hálfu eign
Þingeyraklausturs, hinn helminginn
átti Vesturhópsskólakirkja. Klaustur-
hiutann keypti Jóhannes mest fyrir fé,
sem hann hafði fyrir hvali tvo sem
rak í Hindisvík Löngu seinna keypti
ekkja Jóhannesar part Hólakirkju. En
Jóhannes í Hindisvík var meira en
umsvifamikill útvegsbóndi. Hann var
músíkalskur menningarmaður, sem
lærði ungur á fíólín, keypti orgel og lét
sonu sína ganga langskólaveg.
Bærinn í Hindisvík.
og maður skyldi halda. Hann langaði
til að sjá, sig um, fékk lánaðar 400
krónur hjá foreldrum sínum og sigldi
út í heim. „Því sá ég ekki eftir. Það
hefði sjálfsagt aldrei orðið af neinni
utanför, hefði ég ekki drifið mig þetta
þegar ég var ungur á þessum vega-
mótum.“ Hann hélt til Skotlands og
dvaldi þar um hríð. Þeirrar dvalar
minntist hann löngu síðar í ljóði:
I have seen with game and glee,
Glasgow University,
Kelvin river falling free
from above the grass-green lea.
At Dunbarton on the Clide
Anchorage is deep and wide
And delight on either side.
In that town. I would abide
Þann veg gengu þeir bræður lengst
aí utanskóla fram að stúdentsprófi.
Sr Sigurður lærði undir skóla hjá
sr. Hálfdáni Guðjónssyni á Breiðaból-
stað í Vesturhópi. Síðan tók hann próf
upp í 2. bekk og sat í honum næsta
vetur, 1902-3. Eftir það las hann heima
vetur hvern en fór suður á vorin til
að taka próf.
„Það er alveg óþarfi að vera í skóla.
Það er enginn vandi að læra, ef mað-
ur hefur nógar bækur.“
'Hann sleppti 5. bekkjarprófinu, lét
það bíða til stúdentsársins — 1907. Af
samstúdentum hans er nú aðeins einn
á lífi. Það er Sigfús Johnsen.
Jafnframt námi sínu kenndi sr. Sig-
urður Jóni bróður sínum, æfði hann í
latnesku grammatíkinni þegar þeir
voru að rifja töðuna í Víkurtúni
Eftir stúdentsprófið lá leið sr. Sig-
urðar ekki beint í Prestaskólann eins
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
As the vessel is to leave,
Ocean waves we have to cleave,
Other shores will us recieve
In the West. Why should we grieve?
Síðan sigldi hann vestur um haf
og hélt til íslendinga-byggða þar sem
vestur-íslenzkir Húnvetningar ruddu
skóg og brutu land. Ekki hafði hann
hug á að setjast þar að, þótt hann ætti
þess kost (Röm er sú taug . . .) Sr.
Jón Bjarnason bauðst til að útvega
honum guðfræðikennslu svo að hann
gæti tekið vigslu og orðið prestur landa
sinna vestra. Hann fýsti ekki að taka
því góða boði Að vörmu spori hélt
hann aftur heim og settist í Presta-
skólann.
- SMÁSAGAN
Framhald af bls. 9
ur var ég. Ekki fyrr en um seinan.
— Viltu ekki vera svo góður að tala
svolítið skýrar, ég skil hvorki upp né
niður, sagði ég, og aftur gagntók mig
þreytan, sem ég hafði fundið til þegar
ég drakk með honum kaffið að lokinni
smíði skápsins.
— Morðingi, sagði hann. — Morðingi.
— Hvað ertu að rugla? sagði ég, hvort
tveggja í senn, reiður og ráðþrota.
— Hún var að ganga upp Barónsstíg-
inn, var á leiðinni til mín. Hún kemur
bara til mín. Talar ekki við annað fólk.
Elskar mig, skilurðu?
— Og hvað svo?
— Láltu ekki sem þú vitir það ekki.
Þegar hún er komin á móts við Sund-
höllina — ja, þú veizt hvernig það gekk
til.
— Ég veit minna en ekki neitt. Haltu
áfram.
— Augun, þessi grimmu, gráu augu,
sem þú skapaðir þér til gamans, þau
fylgdust með ferðum hennar. Og allt í
einu smugu þau í gegnum hana og drápu
barnið. Drápu drenginn okkar. Hún
fékk sáran verk, datt snöggvast niður,
en tókst að standa upp og snúa við,
heim til sín. Og þetta mátti ég horfa á
án þess að geta veitt viðnám. Hvernig
heldurðu að mér líði? Ertu ekki ánægð-
ur með verk þitt? Finnst þér það ekki
harla gott? Morðingi!
— Þú ert genginn af vitinu, sagði ég,
og meinti það af öllu hjarta.
— Þú ert ekki laus allra mála, það
skaltu ek'ki ímynda þér. Fyrr eða seinna
næ ég valdi yfir þessum augum, og þá
verður betra fyrir þig að biðja fyrir
sálu þinni. Ég mun ekki gefa þér lang-
an frest.
— Ég er að velta því fyrir mér
hvernig þú gazt séð þetta án þess að
vera viðstaddur
— Þykistu ekki skilja svo einfalt mál,
vesalings maður? Þykistu ekki vita að ég
sé þessi augu hvar sem þau eru, og
allt sem þau aðhafast? Og bráðum tekst
mér að ná valdi yfir þeim. Það verður
fyrr en þig grunar. Núna einhvern dag-
inn.
— Farðu, sagði ég og gerði mig byrst-
an. Það var kominn í mig einhver ó-
notalegur hrollur. Ég átti enga ósk heit-
ári en að losna við þennan mann, seni
bersýnilega var svo illa farinn á taug-
um að ekki yrði úr bætt nema læknir
kæmi til. En læknishjálpar mundi hann,
ekki leita; fremur kæmi hann til mín,
hvenær sem honum þóknaðist, á hvaða
tíma sem var. Gott ef þetta endaði ekki
á því að ég smitaðist af að hlusta á
þennan endalausa þvætting. Það var nú
þegar svo langt gengið að ég leyfði mér
alls ekki að mála andlitsmyndir, til þess
að komast hjá því að mála augu.
_ — Farðu, endurtók ég og ýtti honum
út fyrir dyrnar og læsti. Fór svo að
dunda við hálfunna mynd, því ég fann
að ég mundi ekki sofna aftur. Það var
ekki fyrr en undir morgun að ég lagð-
ist til svefns.
Það liðu þrír dagar án þess að
kunningi minn kæmi. Kannski var hann
Framhald á bls. 14
19. febrúar 1967