Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Síða 13
Borgarklettur á Mýrum. - GOÐABORGIR Framhald af bls. 1 laufum og sandi, sem síðar reynist gull- sandur og gullpeningar. Mýramenn kunnu sögur af laufum er breyttust í peninga Frá ímynduðu hofi uppi á Bjólfstindi í Seyðisfirði kom stúlka með lykilbrot. Auðug tröll hafa þann sið að borga fyrir sig með katli fullum af laufum er snúast í gullpeninga. Úti- legumaður flúði einn í Surtshelli og kom út með gullsand í skónum austur á Langanesi. Auk hræðsluundranna hafa margar austfirzkar Goðaborgir þann sið að hverfa í þoku þegar einhver ætl- ar að ganga í þær. Þetta gildir um Goðaborgirnar í Hornafirði, hátt uppi á jöklinum í Lóni (Hoffells-'Goðaborgin sést aðeins frá Stafafelli) og Eyri í Reyðarfirði og Viðfirði. Þetta er nógu skiljanleg vernd, því á nítjándu öldinni var alvanalegt að telja 200 þokudaga á veðurathugunarstöðinni á Teigarhorni, rétt undir Búlandstindi, á ári. Sumarið 1954 gat ég engum myndum náð af Bú- landstindi, fegursta fjalli Austurlands, fyrir þoku. Og bóndinn á Eyri við Reyð- arfjörð sagði mér nákvæmlega hve marga daga dönsku landmælingamenn- irnir urðu að biða eftir björtu veðri, en ég man ekki eftir hvort þeir voru tíu eða tuttugu, kannski voru þeir átján. Af þessum dæmum mætti ætla að þok- an væri sérgrein austfirzku fjallagoð- anna. En svo er ekkL Að vísu myndi írskum galdramönnum tæplega takast að gera meira en mistur á ey sinni eins og það tíðkast á Englandi vegna raka loftsins, en íslenzkir galdramenn hafa getað fylgt fordæmi austfirzku veður- guðanna, enda gerir Svanur á Svanhól það, þegar hann segir: „Verði þoka“ (Njála bls. 38). í þessu sambandi er það þó merkilegast að steinguðir Lappa í Noregi og Svíþjóð, seites að nafni eða seides (Collinder skrifar sieides) sveipa sig þoku er þeir eiga von á höfðingj- um, miður velkomnum gestum. Allir vita að þegar kristni var í lög tekin á íslandi var hofunum snúið í kirkjur. Þetta sést á því hve mörg eru nú prestsetur. Á Austurlandi er Hoffell í Hornafirði, Hof í Álftafirði, og Hof í Vopnafirði svo til komin, og blótsteinn hefur fundizt í Hoffelli í Hornafirði. Engar kirkjur eru nú í Hofi í Norð- firði, Hofi í Mjóafirði og Hofströnd í Borgarfirði. En prestsetrið Stöð er í Stöðvarfirði, þó það heiti upphaflega Hof. Nokkrar íslenzkar þjóðsögur með helgisögublæ segja frá siðaskiptum heiðni og kristni. Dæmi um slíka sögu er sagan af Gullbrá og Skeggja (Jón Árnason, fslenzkar þjóðsögur, ný útg. I, bls. 140—44, prentuð í Scandinavian Studies and Notes. Presented to G. From Urbana, III. 1942). Malone hefur skrifað um þessa sögu vegna foss-hellis minnisins, sem í henni er eins og Grett- issögu og Bjólfskviðu. Gullbrá getur ekki þolað krossa Auðar á Krosshólum, en reynir að sleppa með fjársjóð hofs- ins, gullkistu og hurðarhring. Birtan frá krossunum verður henni fótakefli, hún fellur ofan í foss með kistuna og hring- inn, verður að trölli og leggst á gullið í hellinum. Það er hlutverk Skeggja að ná gullkistunum og hringnum til að skreyta kirkjuna í Hvammi með. Sagn- irnar um kirkjuhringana í Hoffelli og Stafafelli eru gerðar eftir þessari sögn. Ekkert er minnzt á siðaskipti í sam- bandi við Goðatind í Áltfafirði og fóru siðaskiptin þar þó einmitt fram. Að- eins tvær sögur segja frá siðaskiptun- um. Sögurnar frá Hallbjarnarstöðum í Skriðdal og Hofströnd í BorgarfirðL Þær eru í hinu mikla safni Sigfúsar Sigfússonar, íslenzkar þjóðsögur og sagnir IX, Reykjavík 1950, bls. 13. Goða- borg á Hallbjarnarstaðatindi: „Sunnan- vert við Skriðdal er fjalltindur hár og undir honum bærinn Hallbjarnarstaðir. Dregur tindurinn nafn af honum og kallast Hallbjarnarstaðatindur. Hall- björn, sem fyrst byggði bæinn, tilbað þar goð sín uppi á tindinum. En er hann fann sig eiga skammt eftir ólifað og kom þar hinsta sinn og vissi fyrir siðaskipt- in, þá tók hann járnslá í hofinu, rak hana þvert yfir gjá, er næstum klýfur fjallið norðan frá vestri til suðurs, gekk svo út og læsti hofinu vandlega á eftir sér, hengdi svo klukkurnar og lyklana á slána og mælti svo um að uppfrá því skyldi goðahúsið sýnast klettur, öllum nema þeim einum er bæri gæfu og hug- rekki til að ná klukkunum og lyklun- um af slánni. En það kvað hann mundu seint verða, því ávallt mundu bærinn og kirkjan í Þingmúla (sem er þar litlu norðar og á móti) sýnast í björtu báli ef reynt væri. En klukkur og lyklar eru þar enn á slánni og goðahúsið óupp- lokið — sýnist klettur einn en þó sem fallegt hús í lögun. Snúa stafnar í suð- ur og norður. Komast má fyrir gjána eftir austurbrún tindsins að hofinu, sem heitir Goðaborg.“ H fa er getið bæði í Eyrbyggju og í jivjalnesingasögu. Þar er getið um óvenjustór þvertré í hofi en engar klukk ur, en þær eru efalaust af kristnum uppruna. Næsta saga er úr Borgarfirði eystra, Helga á Klukknagjá og Dysja- hrammur (IX, bls. 15): „Innsti hluti suðurstrandar Borgarfjarðar eystra heit ir Hofströnd af því fornmenn reistu þar fyrst sveitarhofið. Þar á túni eru fer- hyrndar tóttarrústir, en menn segja að hofið hafi staðið mjög í jörðu sigið. Ýms örnefni í Borgarfirði benda á goðatrú og forna viðburði, bæði þau sem nefnd eru í Fljótsdæla sögu og Gunnars þætti Þið- randabana og svo nokkur sem hvergi eru áður skráð. Suður og upp af Hof- strandarbænum á fjallgarðinum er fells- hnúkur fagur og einkennilegur, klofinn að norðan með hamragjá, sem heitir Svartafell. Uppi á því eru klettastrýtur kallaðar Goðaborgir. Trúðu menn því að goðin hefðust við á fjöll- um, því að þar sæju þau bezt yfir. Þegar kristni var von í Borg- arfjörð tóku menn sig saman að neita henni. Þóttust Borgfirðingar þá eiga von ófriðar af kristnum mönnum. Tóku þeir þá klukkurnar úr hofinu, til að verjast því að þær yrðu — ef illa færi — gerðar að kirkjuklukkum í hinum nýja sið. Fóru þeir með þær upp á Svartafell, lögðu járnstöng yfir gjána og hengdu þar á klukkurnar og lögðu það á, að þær næðust aldrei þaðan af kristnum mönnum. — Hringdu þær lengi sjálfar fyrir stórtíðindum og í of- viðrum, sem Árni í Höfn getur í Borg- firðingabrag sínum: „Heyra má og hljóm i bjöllum er hringir veðrið stinna.“ En fyrst hringdu þær fyrir þeim stórtíðindum að grunur Ásatrúarmanna rættist, að kristmr menn komu þar með her á hendur þeim. Varð ógurlegur bar- dagi á Hofströndinni vestur frá hofinu við læk þann er þar fellur úr fjall- inu í fjörðinn. Varð mannfall mikið en lauk með því að kristnir menn unnu sig- ur. Tóku heiðingjar þeir er af komust kristna trú og voru skírðir þar í lækn- um og því heitir hann Helgaá. En áður höfðu þar verið þvegin úr innyfli blót- fórnardýra heiðingja. Síðan segir sagan að valurinn hafi verið fluttur fram yfir Helgaá og dysjaður þar. Önnur líklegri sögn er að valur þessi hafi fallið þar framar við ána, því þar er hann sagður heygður. Sjást eigi færri en fjórir haug- ar eða dysjar í Dysjahvammi, raunar eru dysjarnar líkari grónum hraunhól- um. Eftir tölu og stærð dysjanna hefði þetta átt að vera geysimikill valur. Nú eru Borgfirðingar hættir að heyra hljóm í bjöllum." ¥ JL sambandi við Klukknagilið á Hofströnd í Borgarfirði er eitt klukku- gil, sem ástæða hefði verið til að ætla að klukkum hefði verið hringt í, en það er Klukkugilið í Suðursveit. Það hefðu þá átt að vera írskar bjöllur og gilið kallað Bjöllugil. Nú er Klukka þarna tröllkona, sem verið hefur á veiðum eft- ir prestinum á Kálfafellsstað. En Klukka er ágætt tröllkonunafn ekki síðúr en Hekla, báðar nefndar eftir klæðum sín- um. En Katla og Enta eru af öðrum toga spunnin. Þarf Katla ekki skýringar við, því það er algengt kvenmannsnafn. Entas voru jötnar í fornensku máli og einkum vitnað til afkasta þeirra enta geweork (verk jötna). Bezt er nú að skrá merkilegustu söguna eftir SigfúsL Goðaborg á Hallbjarnarstaðatindi til vinstri og Þingmúli til hægri. Goðá í ReyðarfirðL 19. febrúar 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.