Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Síða 15
- BÓKMENNTIR
Framlhald af bls. 6
Þótt ríkið yrði grískt, voru erfðavenj-
hr og pólitískar erfðir romverskar. Róm-
verjar höfðu vanizt því á keisaratím-
anum að hafa takmarkaðan áhuga á her-
mennsku; styrjaldarátök voru einkum
við landamærin og hermennirnir voru
málalið frumstæðra þjóðflokka. íbúar
Austur-rómverska ríkisins voru frábitn-
ir ófriði og styrjöldum, en eina lífsvon
ríkisins var herinn. Því var það, að
Heraklíus hlaut litla aðdáun fyrir að
sameina aftur herstjórn og borgaralega
stjórn í umdæmum ríkisins. Þetta var
gert af bráðri nauðsyn og mátti segja
að skipulag hans hafi bjargað ríkinu.
Höfundur skýrir ágætlega áhrif og þýð-
ingu kristninnar á hugsunarhátt og póli-
tík landstjórnenda. Kristnin var ríkis-
trú, og æðsti maður ríkis og kirkju var
keisarinn og það sem meira var, sú
skoðun varð ríkjandi, að ríkið væri út-
valið af guði og þessu fylgdi sú for-
lagatrú, að allt sem gerðist væri að
guðs vilja. Sigur og ósigur var ákveðinn
af guði.
Höfundur rekur sögu Býzans þessar
aldir, tæp fimmhundruð ár, í tímaröð.
Bókin er mjög samþjöppuð, en þrátt
fyrir það hefur höfundi tekizt að greina
frá því, sem flesta skiptir máli um
þetta ríki á þessu tímabili. Bókin er
mjög liðlega skrifuð og skemmtileg af-
lestrar. Kort, bókaskrá og registur fylg-
ir.
T he Pelican History of Art“ tók
að koma út 1953. Ætlunin er, að bindin
verði alls um fimmtíu, og eru nú komin
út tuttugu og sjö bindi. Þetta er ein
mesta listasaga, sem nú er á markaðin-
um og er að koma út. Ritverkið kemur
út í sjálfstæðum bindum, og hefur mjög
verið vandað til höfunda. Hvert bindi
er um tvöhundruð myndasíður og um
fjögur til fimmhundruð lesmálssíður.
Myndir eru svart-hvítar. Ýmsir kynnu
að sakna litmynda, en þótt miklar fram
farir séu í litmyndagerð, vilja þær oft
gefa skakka hugmynd um frummyndirn-
ar; þær vilja oft verða ýktar og einn
liturinn vill stundum rýma öðrum út.
Prentun, pappír og band er með ágæt-
um.
„Early Christian and Byzantine
Architecture“ er sett saman af Richard
Krautheimer, sem er einn fremsti mið-
aldalistfræðingur sem nú er uppi. Hann
stundaði nám í föðurlandi sínu, Þýzka-
landi, og starfaði þar við háskóla, þar
til hann hvarf til Bandaríkjanna og starf
ar þar við Háskólann í New York. Hann
hefur skrifað og gefið út bækur um
miðaldalist.; Mesta rit hans fram til
þessa er „Corpus of Early Christian
Basilicas in Rome“.
í þessu riti rekur höfundur sögu býz-
anskrar og fornkristinnar húsagerðar-
listar, svo að ritið spannar ekki aðeins
býzanska ríkið, heldur einnig önnur
kristin lönd, sem liggja að Miðjarðar-
hafi, og þau þar sem mjög gætti býz-
anskra áhrifa. Ritið hefst á yfirliti yfir
kristna byggingarlist fyrir daga Konst-
antínusar. Síðan er rakin saga byggingar
listar í Býzans og nærliggjandi ríkjum.
F orsendur að býzanskri byggingar
list eru nauðsyn kirkjunnar og glæsing
hinnar nýju Rómar, þar sem Konstantín-
us setti sína höfuðborg. Þar þurfti mik-
ið að byggja og á þann hátt sem hæfði
tign og virðingu keisara og heimsveldis
og þeirrar kirkju, sem hann veitti frelsi
til trúariðkana og hlóð undir meðan
hans naut við. Keisarar og kirkja
móta þennan nýja stíl, sem að
skoðun höfundar byggði á róm-
verskum erfðum, og smám saman verð-
ur stíllinn fyrir austrænum áhrifum, og
á fimmtu öld tekur þessara áhrifa að
gæta meir, Á sjöttu öld koma fram ein-
kenni hins hrein-býzanska stíls, sem
eru: mýstískt samspil ljóss og skugga,
mikils rúms, hvelfinga og massívra boga
og súlna. Býzönsk byggingarlist er talin
ná hæst með Agía Sófía — Ægisif.
Samtiöarmenn töidu þá byggingu há-
tind réttra hlutfalla, „flatarmálsfræði í
massívum steini".
Á níundu öld tekur táknfræðin að
hafa meiri áhrif á byggingarlistina,
skreytilistin nær hámarki og talnaspek-
innar tekur að gæta. Höfundur rekur
þessa sögu býzanskrar byggingarlistar
frá upphafi og ailt til þess að Konstant-
ínópel fellur, og sögu frumkristinnar
byggingarlistar fram á sjöttu öld, þar
eð höfundur telur þau einkenni, sem
þá tekur að gæta í Vestur-Evrópu, af
öðrum toga en hrein-býzönskum.
Bókin er mjög skilmerkileg, og höf-
undur tengir ágætlega þjóðfélagslegar
ástæður og ástand og forn-rómverskar
erfðir óg nauðsyn og smekk þeirra, sem
stóðu fyrir byggingum.
192 myndasíður fylgja, athugagreinar,
orðaskýringar og bókaskrá ásamt
registri.
- HÆTTULEGT
Framhald af bls. 10
skyggni (,,markiser“) yfir gluggunum
að utanverðu áreiðanlega gefa mun
betri raun. Þá er og um það rætt,
að þar sem lofthæð í vinnuherbergj-
unum sé yfirleitt ekki yfir 2 Vb m,
muni illmögulegt að sjá fyrir við-
unandi loftræstingu, án þess að drag-
súgur myndist.
Síðan segir í skýrslunni:
„Hvers er sökin? — Og: „Hvað er
unnt að gera til þess að bæta hér
um?
í sum-um tilfellum gera arkitekt-
arnir sér vafalaust grein fyrir vanda-
málunum, sem skapast muni í „gler-
höllum“ þeim, sem þeir teikna. En
þeir telja ekki, að hér sé um þeirra
mál að ræða, heldur verði verkfræð-
ingarnir að leysa það. Og svo reyna
þeir, sem byggja, oft að spara sem
mest af þeim tæknilega búnaði, sem
verkfræðingarnir ráðleggja — vilja
sjá, hvort ekki geti „allt gengið“ eins
fyrir því. — Ekki er ástæða til þess
að ætla, að byggjendurnir séu hér
vitandi vits að vinna gegn því að
gera vinnuskilyrði í fyrirtækjum sín-
um sem bezt — heldur hefir þetta
vandamál aldrei fyrr verið rannsak-
að til fullnustu eða settar neinar regl
ur í þessum efnum. Þess vegna vita
byggjendurnir einfaldlega ekki betur
— og þess vegna er haldið áfram að
reisa „glerhúsin“, bæði fólki og vél-
um til tjóns“.
Þetta segja hinir dönsku sérfræð-
ingar. Er ekki ástæða til þess að taka
þetta mál einnig til athugunar hér á
landi? -— Nóg er af „glerhúsunum“
hérna líka.
19. febrúar 1967
■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15