Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Side 1
>
Alexei N. Kosygin sér bjarta,
rauða stjörnu komanúnism-
ans uppi yfir turni í Kreml, út
um glugga, sem er tdl vinstri við
skrifborðið hans. Það var fyrir 47
árum, að hann fór að heiman, 15
ára gamall, til þess að berjast í
rauða hemum fyrir málstað komm-
únismans í Rússlandi. Faðir hans
var fátækur rennismiður í verk-
smiðju í St. Pétursborg. Nú hefur
Kosygin undir stjórn sinni gjörvalla
iönaðarvélina, sem upp hefur verið
byggð á fimm áratugum kommún-
istastjómar. Hann stingur skjölum
með bráðlátustu vandamálum í
Það gat hrært mann að horfa á yfir-
mann stærsta skrifstofubákns veraldar
vera að skoða reiknivélar og rafreikna,
og allt þetta nýjabrum, sem menn telja,
að geti flýtt fyrir skrifstofustörfum. Ef
þessar vélar gætu bara eytt skrifstofu-
hugarfarinu hjá fjöldanum, væri hlut-
verk Leonids Brezhnevs auðvelt. Hann
stakk nýjum vindlingi í snotra munn-
stykkið sitt og saug að sér.
1 tvö ára hafa þessir tveir menn
nú verið ábyrgir fyrir gangi kommúnis-
mans í Sovétríkjunum, um þær mundir
sem það þjóðfélag er um það bil að
Ijúka fyrstu hálfu öldinni. En ríki þeirra
er ríki ósamræmis og ósamkvæmni.
Þetta er þjóðtfélag þar sem heyra má
ummæli eins og þessi, sem nýkvæntur
ungur maður frá Ukrainu sem var að
Leonid I. Brezhnev
snyrtilegar leðurtöskur, rauðar,
grænar og brúnar; hann raðar verk-
efnunum á borðinu, sem bíða morg-
undagsins. Stundum tekur hann á
móti gesti, áður en dagsverkinu lýk-
ur — hann talar lágt og þarf engin
blöð til þess að muna staðreyndir og
tölur. Svo flýtir hann sér heim í
embættisbústað sinn, sem er fáeinar
húslengdir frá Kreml-múrunum.
Dýrkun dpersónuleikans
sem Brezhnev og Kosygin iðka
EFTIR PETER GROSE
Það var rigning um daginn, þegar
Leonid I. Brezhnev, aðalritari kommún-
istaflokksins, gekk um á alþjóðasýningu
skrifstofutækja í Moskvu. Hann var í
kryppluðum, bláum regnfrakka og með
linan hatt, sem var orðinn aflagaður af
sliti — áþekkur sjálfseignarbónda á
landareign sinni, sem allir vita, að gæti
verið velbúinn ef hann kærði sig um.
setjast að í Moskvu viðhafði: „Stjórnin
okkar leyfir okkur nú orðið að byggja
íbúðirnar okkar sjálfir.“ Þetta var ekki
sagt í háði, heldur aðeins af hreykni
og ánægju. Sovétstjórnin er orðin örari
á leyfi en áður, eða svo mætti halda.
Hún er farin að hafa áhuga á þægind-
um og vellíðan fólks. Einhver gæti nú
sagt, að í kommúnistaríki ætti enginn
að þurfa að byggja sjálfur íbúðina sina
— og meira að segja má hitta kreddu-
bundna menn, sem gætu vel haft efni á
að ganga í byggingarfélag, neita því og
segja, að það sé skylda ríkisins að
öyggja yfir þegnana. En í augum ungs
Ukrainubúa er kommúnisminn kominn
á það stig, að einstaklingum er nú leyft
að gera það sem einstaklingarnir utan
kommúnistaríkjanna telja sjálfsagðan
hlut.
Brezhnev og Kosygin stjórna þjóðfé-
iaginu þar sem tveir rithöfundar með
mikið ímyndunarafl eru dæmdir sem
glæpamenn, af því að þeir vildu skrifa
eitthvað ofurlítið öðruvísi en stjórnin
vildi láta þá skrifa.
Þeirra er þjóðfélagið, sem tók forna
þjóðstofna í Miðasíu og gerði úr þeim
fátækralýð í framleiðnu iðnaðarþjóðfé-
lagi, með miklu betri lífsafkomu en
tíðkast í Miðausturlöndum, handan So-
vétlandamæranna.
Sovétþjóðfélagið hefur á rniðri þess-
ari öld framleitt hagfræðinga sem hafa
uppgötvað, að frjálst framboð og eftir-
spurn gefur blessunarríkan árangur.
Það hefur framleitt listamenn, sem geta
speglað raunveruleikann á alveg sama
hátt og Ijósmyndarar gera. Það kann að
verða fyrsta þjóðfélagið, sem kemur
manni til tunglsins. Og það kann að
verða hið síðasta, sem getur borið fram
almennilega heita máltíð fyrir gest í
matsöluhúsi.
F yrir þessu þjóðfélagi eru nú
menn, sem gera sér vel ljósar þær mót-
sagnir, er þeir standa andspænis; sem
takast á við hvert vandamál um leið og
því skýtur upp og reyna að finna ein-
hvern meðalveg, sem oftast getur átt
við. Þeirra aðferð er ekki að beita
hörku. A pappírnum eru þeir hvorki
að brjótast áfram inn í einhvern nýjan
íkilning á kommúnismanum, né heldur
leita sér næðis og þæginda í stalinsku
fortíðinni — tímabili, þegar stjórnmála-
ástandið kann að hafa verið ógott, en
var að minnsta kosti hreint og beint,
í framkvæmdinni fara þeir bil beggja.
Stjórnmálaviðhorf Brezhnevs og Kos-
ygins ber með sér þá trú þeirra, að
Sovétþjóðfélagið þurfi að koma sér í
fast form hið innra og að það sem því
sé sízt þörf á nú, séu ofsafengnir stjórn-
endur, sem geisist fram þegar minnst
varir eins og Nikita S. Krúséff, sem að
lokum virtist vart hafa stjórn á fram-
komu sinni. Þeirra starf hefur ekki ver-
ið foringjastarf, heldur stjórnun —
yfirleitt hagkvæm — hinna keppandi
afla í framvindu kommúnismanns frá
byltingar-áratugunum yfir í síðari ald-
arhelmii.ginn. En enn má segja, að eng-
Framnald á bls. 6
Alexei N. Kosygin
♦
*