Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Síða 2
é
4
rsviPl
LMVNDJ
Eduardo Frei Montalva, for-
seti Chile, hefur vakið at-
hygli á alþjóðavettvangi fyrir ýmsra
hluta sakir. Ber það til m.a., að hann
er margræðari manngerð en flestir
aðrir valdamenn í Suður-Ameríku.
Stundum virðist hann jafnvel frem-
ur vera rödd og meðvitund Suður-
Ameríku allrar en leiðtogi eins
lands. Frei forseti, eins og hann er
nefndur jafnan, hefur mikinn áhuga
á a Lþj óðamálum og nýtur sín vel á
alþjóðlegum vettvangi. Fyrir
skömmu komst hann þannig að orði
í ræðu í heimalandi sínu: „Ahrif
þess, sem er að gerast í Chile, eru
almennt viðurkennd hvarvetna, og
margir af fremstu leiðtogum heims-
ins koma hingað til að láta í ljós
einlægan áhuga og virðingu, og jafn-
vel hrifningu á því, sem er að ger-
ast hér“. Og þegar leiðtogar heims-
ins hafa ekki tíma eða tækifæri til
að koma til Chile telur forseti Chile
ekki eftir sér að heimsækja þá,
hvort sem það kynni að vera til
London að heimsækja Elísabetu
Englandsdrottningu, til Parísar til
að sitja á rökstólum við de Gauile
eða til Washington til að hitta John-
son forseta. Síðasttalda heimsóknin
hefur þó ekki enn orðið að veru-
leika. Og þegar Frei forseta barst
boð nýlega, um að heimsækja John-
son forseta í Washington 1. og 2.
febrúar s.l. gat hann ekki þegið
boðið vegna stjórnmálaástandsins
heima fyrir. Forseti Chile getur
ferðast eins mikið og hann lystir um
lönd Evrópu og setið óátalið á
spjalli við þjóðarleiðtoga þar. En
öðru máli gegnir um heimsókn til
Bandaríkjanna í augum landsmanna
hans. Þar er valdið og þaðan koma
peningarnir.
F rei er fæddur í Santiago 16.
janúar 1911, sonur svissneskra hjóna,
sem voru nýflutt frá Evrópu þegar
hann fæddist. Brátt fluttist fjölskyldan
suður á bóginn, til þorpsins Lontué, en
þar varð faðir Freis yfirumsjónar-
maður vínuppskerunnar. Skólinn, sem
Frei gekk í þarna, var ekki nema ein
stofa, en Frei skapaði sér þá þegar þá
stöðu, sem hann hélt alla sína skólatíð,
einnig í háskóla: Hann var efstur í
sínum bekk. Þegar hann útskrifaðist lög-
fræðingur úr Kaþólska háskóla Chile í
Santiago var hann einnig efstur í sín-
um hópi.
í\ háskólaárum Freis kynntust
margir þeirra manna, sem nú standa að
Kristilega demókrataflokknum, þeim
flokkl, sem fer meS völdin í Chile nú.
Þegar á þessum árum þótti sjálfsagt
að líta á Frei sem leiðtoga þessara ungu
félaga. Þannig varð hann formaður í
samtökum kaþólskrar æsku og hvata-
maður að margvíslegri félagsstarfsemi.
Arið 1935, þegar Frei var 24 ára, stofn-
aði hann ásamt Bernardo Leighton, nú-
verandi innanríkisráðherra, landssam-
tök æskumanna innan konservatíva
flokksins. Fjórum árum síðar voru
þessi samtök gerð að Þjóðlega falang-
ista-flokknum, sem að tuttugu árum
liðnum, árið 1959, var breytt í núver-
andi Kristilega demókrataflokkinn í
Chile.
IVÍargháttuð reynsla stjórnmála-
mannsins varð snemma hlutskipti
Freis og frá upphafi voru honum falin
ábyrgðarmestu störf. Aðeins þrjátiu og
fjögurra ára að aldri varð hann ráð-
herra árið 1945. Árið 1949 varð hann
þingmaður xyrir afskekkt kjördæmi,
Coquimbo og Ataeama. Átta árum síðar
varð- hann þingfulltrúi í Santiago, en
þar vann hann einn sinn glæstasta kosn-
ingasigur. Til eru gamlar myndir af
Frei frá þessum Srum. Á sumum þess-
ara mynda er hann léttklæddur,
kannski aðeins á skyrtunni, stundum er
hann í sundlaug og á sumum mynd-
unum er hann í miklu fjölmenni. Blaða-
maður hefur komizt þannig að orði um
þessar myndir: „Það er athyglisvert við
allar þessar myndir, að hann sker sig
alls staðar úr. Andlit hans er það sem
maður veitir fyrst athygli, djúpstæð
augu hans horfa alltaf beint við mynda-
vélinni, hann er næstum alltaf á miðri
myndinni. Frei hefur aldrei horfið í hóp
inn. Hann gerir það ekki heldur núna“.
Auðmennirnir í Chile eru mjög
ríkir og mjög íhaldssamir og fá-
tæklingarnir þar eru bláfátækir.
Þegar Chile var spönsk nýlenda
áttu auðmenn landsins um það bil
helming ræktanlegs lands og enn
þann dag í dag eiga þeir eins stóran
hluta landsins. Fátæklingarnir, mestizos,
og verkamenn í verksmiðjunum lifa
enn í sárri fátækt. Sagt er að fátækra-
hverfin, sem teygja sig upp eftir hlíð-
unum í Valparaíso séu með ömurleg-
ustu fátækrahverfum, sem þekkjast, og
fátæklingarnir eru fleiri en hinir, sem
eru sæmilega bjargálna. Frelsishetja
Chilemanna, Bernardo O’Higgins gerði
tilraun til að leiðrétta þennan mismun
fyrir hálfri annarri öld, en var ofur-
liði borinn af þáverandi valdhöfum. Og
enn þann dag í dag ber baráttan milli
ríkra og fátækra sama svip og þá.
Á
árunum eftir 1920 komust
sósíalistar og kommúnistar til nokkurra
áhrifa í Chile og á næstu tuttugu ár-
um fór fylgi þeirna vaxandi. Um
þrettán ára skeið, frá 1938 til 1951 fóru
þessir flokkar saman með völd í land-
inu. Þá rofnaði samstarfið, er kommún-
istar gerðu misheppnaða tilraun til að
hrifsa öll völd í sínar hendur með
ofbeldi. Ári síðar, eða 1952 var Carlos
Ibánez hershöfðingi kjörinn forseti
landsins. Hann gerði tilraun til að koma
á samblandi af sósíalisma og fasima, er
varð til þess eins að auka á óróleika
í stjórnmálum landsins. Árið 1958 var
svo íhaldsmaður, Jorge Alessandri, kjör-
inn forseti með naumum meirihluta.
A. næstu árum virtust kommúnistar
og sósíalistar undir stjórn Dr. Salvador
Allende vera á góðri leið með að ná
vÖldum ' í landinu. Dr. Allende, sem er
eðlisfræðingur að mennt, var formaður
sósíalistaflokksins, en sjálfur sanntrú-
aður Marxisti. Hann var í framboði
við forsetakosningarnar 1958 og tapaði
þá fyrir Alessandri með aðeins 33000
atkvæða mun. Á næstu þremur árum
jókst fylgi kommúnista og sósíalista
stórum, og var ekki annað sýnna en
Allende myndi verða næsti forseti
landsins. Ef það hefði gerzt, hefði Chile
verið fyrsta landið á jörðinni, sem
hefði kosið yfir sig kommúnistastjórn
í frjálsum kosningum.
V annig stóðu málin er Eduardo
Frei og Kristilegi demókrataflokkurinn
byrjuðu fyrir alvöru að láta að ssr
kveða í stjórnmálum Chile. Árið 1961
unnu Kristilegir demókratar fyrsta um-
talsverða kosningasigur sinn, hlutu 23
af 147 þingsætum í neðri deild þjóð-
þingsins og 3 af 45 í öldungadeildinni.
En þetta var nóg til að veita Frei fót-
festu. Enda þótt flokkur hans væri ekki
stór, var hann þó þriðji stærsti flokkur
landsins og Frei hagnýtti sér aðstöðu
sína til hins ýtrasta og beitti öllum
þeim áróðri, er að haldi mátti koma.
Þannig tók hann upp í stefnuskrá
flokks síns ýmis atriði, sem bandalag
kommúnista og sósíalista hafði haft
sem baráttumál. Og á sumum sviðum
boðuðu Kristilegir demókratar byltingu,
en gerðu þó að skilyrði að hún færi frið-
samlega fram. Ekki ber öllum saman um
hvernig eigi að skilgreina Kristilega
demókrattaflokkinn, en sumir hafa sagt,
að hann sé miðja vegu milli viðurkennds
Marxisma og frjálslynda kapítalisma.
ér egar leið að kosningum árið 1964
var stjórnmálaástandið í Cihile mjög
ctryggt og í mikilli óvissu. Almenningi
var engan veginn lióst hvernig atkv"»ð-
Framhald á bls. 13
Framkv.stJ.: Sigfns Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason trft Vluux
Matthlas Johannessen.
Eyjólíur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garóar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstrætl 6. Simi 22480.
Uteeiandi: H.t Arvakur Reykjavnc. 1
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
5. marz 1967
«