Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Blaðsíða 4
m> i
1EVSJÍAVA
r ‘ Wfy \ BAUDOUIM
\ (Bd-N*kk)
QUEENMAUD**'**5**'*39
_ LAND /
MOLODEZHNAYA
(U.SJ£.)
BNDEfZbÝ /.AND
---7—J6ENERAL BEL6RAM0
Study of condc rays
ieer*6s
wPLATEAU STATION
“ “* IProjectcd]
>1065-66
POLEOr .-I'
•INACCESSABILITY AMEMCAN > \
nighland
(Aust.J 'j'W:
SoutK ^
R>U^
AMUNDSEN-SCOTT
"WP1
A NTÁ^ C.TICÁ
_BTRD STATION >^h^4Ö^.£'mv
*. fe»VreMc/e«
MAQJK
j-.-tS-sátí
ar«ö ^ |%y
lahd ?í^’j-iifcjuÆu^ r»
VOSTOK. -----------------------
/l/.£££) Main Soviet base
Study ól radio phenomena
Study of prímitive worms
ior role in evolution
DUMONT D'URVILLE’
WF?
WMW lý.J\s
skautsrannsóknir
Hlustunarklefinn (til vinstri) og Suðurskautssvæðið, sem verið er að rann-
saka.
frá því, að þeir geti heyrt hávaðann
af selnum, sem nálgast smámsaman
og skýrist — blístur, suð, skræki og
kvak. Þegar hljóðin hafa náð há-
marki, kemur dýrið í ijós og gægist
gegnum rúðuna á þennan óboðna
gest og syndir síðan burt.
Stundum nota selirnir gatið, sem
sprengt hefur verið í ísinn vegna á-
haldsins, til að koma upp um og
anda.
Keðja af vatnshljóðnemum, sem
nær niður undir botn í McMurdo-
sundinu, 1000 fetum neðar, er notuð
til þess að komast að því, hvort sel-
irnir fari að eins og leðurblökurnar,
noti hijóðmerki til að finna fæðuna
á þessu koldimma dýpi. En vitað er,
að þeir taki til sín fæðuna nærri
botni.
En þó er alveg sérstaklega dular-
fullt, hvernig þeir finna vakirnar til
að anda, eftir langt sund. Þessi at-
Tiði er nú verið að rannsaka fyrir at-
beina visindafélaga í Bandariikjun-
um.
Ferðast þær eftir sólinni?
Aðrar rannsóknir beinast að þeim
grun, að Adelie-mörgæsirnar ferðist
eftir sólinnL Á Suðurskautslandinu
er sólin mjög lágt á lofti á sumrin
og fer eftir sjóndeildarhringnum lík-
ast úrvisL Það er hald manna, að
fuglarnir hafi einhverjar aðferðir til
að skynja samband milli tímans og
sólarstefnunnar, til þess að rata eft-
ir.
Annað merkilegt atriði í rannsókn-
um Bandarikj aananna er að koma upp
nýrri strandstöð á An/vers-eyjunni
úti fyrir Suðurskautsskaganum. Hún
á að heita eftir Palmer, sæfaranum
unga, sem taltnn er hafa verið fyrsti
maður, sem leit Suðurskautslandið
augum.
Þessi stöð verður hin fyrsta, sem
Bandaríkj amenn reisa á því svæði
meginlandsins, síðan 1948. Þrjú lönd
gera tilkall til svæðisins: Ástralía,
Bretland og Chile. Bandaríkjamenn
munu með leyfi eigendamna nota
brezkan kofa sem húsnæði fyrir rann-
sóknarstofur sínar.
Framhald á bls. 13.
eru til þess að rata á fæðu eða hafa
samband innbyrðis, er ekki vitað.
Kafaraklefinn er hluti af áhaldi,
sem er að byg-gingu likast stangar-
dufli. Lóð neðan í áhaldinu heldur
því í uppréttri stellingu. Efsti hlut-
inn stendur upp um gat á ísnum og
gefur þannig samband við hlustunar-
•klefann.
Hátalarar eru notaðir.
Vatnshljóðnemar niðri í sjónum
eru í sambandi við hátalara í hlust-
unarklefanum, sem er nægilega
langt fyrir neðan fimm feta þykkan
flóaísinn til þess að útsýni sé til
allra hliða. Athuganamennirnir skýra
Tcn mcn have bcgun a 5 year, 5,000 mile
journcy across the continent. The first
ycar's trek is shown by a solid line.
Search for geologic links with
Andes orTranaantarctic Mountains
Heim
Atta Bandaríkjamenn,
einn Belgi og einn
Norðmaður eru að brjótast áfram,
íhægt og hægt, inn á stærsta ó-
Iþekkta svæði heirns. Þeir fara á
þremur beltafarartækjum, sem
kölluð eru Snjólkettir, og lögðu
upp frá Suðurpólnum 4. desem-
ber 1964. Þar sem ekki er hægt
að ferðast þarna nema um sum-
artíma Suðurskautslandsins,
verða liðin 5 ár áður en farar-
tækin hafa lagt að baki hinn 5000
mílna langa krákustíg til strand-
arinnar, sem sýndur er á með-
fylgjandi korti.
Þessi ferð er þáttur í hinum stór-
felldu framkvæmdum á Suðurskauts-
svæðinu yfir suðurskautssumarið, en
það fellur saman við vetrartímann á
norðurhveli jarðar. Nú þegar Banda-
ríkin hefja annan áratuginn við ó-
slitna starfsemi á Suðurskautsland-
inu, eru í gangi um fimmtíu rann-
sóknarleiðangrar, sem kosta Vísinda-
stofnun Bandarikjanna um sjö millj.
dala.
Auk þess er þama starfað á veg-
um Sovétríkjanna og annarra þátt-
takenda að sameiginlegum rannsókn
um á Suðurmeginlandinu. Þessar
rannsóknir beinast að jafn fjarskyld-
um hlutum sem ferðum mörgæsanna,
sela-„máli“ og einu einkennilegu
útvarpsfyrirbæri sem hefur verið
kallað „dögunarkórinn“.
í gleymsku yfir veturinn.
Verkefni beltafarartækjanna fyrsta
sumarið var að fara yfir það svæði
Suðurmeginlandsins, sem ef lengst
fc'á sjó — og kallað er stundum „For-
boðni póllinn". Þar voru farartækin
grafin niður, en mennirnir fluttir
fiugleiðis burt.
í fyrrasumar var svo farartækjun-
um ekið til annarrar stöðvar, sem
sett var upp með aðstoð flugvéla á
áibreiðunni miklu, hérumbil á miðju
fl?.inu órannsakaða svæði. En það
svæði er á stærð við öll Bandaríkin
vestan Klettafjalla.
Þriðja sumrinu verður varið til
styttri ferða út frá þessari stöð, sem
verður starfrækt árið um kring. Og
svo tekur það tvö sumur í viðbót
að ljúka ferðinni til belgísk-hollenzka
ar rannsóknarstöðvar við ströndina.
Það er mjög ólíklegt, að rannsókn-
armennirnir finni nokkurn nýjan
fjallgarð á leið sinni, þar eð þeir
ferðast yfir ísbreiðu, sem er meira
en tvær mílur á þykkt. En með
sj?rengingum og bergmálsmælingum
nunu þeir geta fengið fyrsta upp-
’ýsingar um þetta grafna landslag.
Sá þverskurður af landslaginu, sem
þannig fæst, ætti að mynda heild
með hinum, sem Sovétrikin standa
að og nær frá Mirny, aðalstöð
Sovétríkjanna, og að „Forboðna póln-
um“.
E£ til vill er nýstárlegasta atriðið
í sameináðri áætlun Bandarikjanna
notkun kafaraklefa, eins og sýndur
er á myndinni, til þess að hlusta á
„mál“ selanna.
Þessar rannsóknir beinast fyrst og
fremst að Weddell-selunum, sem
standa öðrum selategundum framar
að fjölbeytni, styrkleika og tíðleik
hljóða, sem þeir gefa frá sér. Wedd-
el-selurinn er mjög stór, allt að 11
fetum á lengd og 1300 pundurn að
þyngd. Hann lifir við strendur Suð-
urskauts-meginlandsins og andar
með því að stinga hausnum upp um
vakir á ísnum. Hvort þessi hljóð hans
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
5. marz 1967