Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Síða 8
ÁRNI ÖLA: Úr sögu Reykjavikur Ingólfsbriinnur og Ingólfsnaust Skúli fógeti segir í „Lýs- ingu Gull'bringu- og Kjós- atisýsiu“: „Sunnan við bæinn Reykjavík er lítið stöðuvatn, sem Reykjaví'kur- tjörn nefnist. Úr henni fellur 1/ítill lækur til sjávar miilii Reykjavíkur og Arnarhóls. Auk þess hefir Reykjavík gott, ósalt, vatns'ból, sem nefnist Ingólfsibrunnur eftir fyrsta landnámsmanninum á íslandi“. Ekki verður nú séð hvaða heim- ildir Skúli hefir haft fyrir því, að brunnurinn væri kenndur við land- námsmanninn. Sennilega hefir hann farið þar eftir fornum munnmælum og treyst þeim, þar sem ekki var kunnugt að neinn Ingólfur hefði bú- ið í Reykjavík annar en landnáms- maðurinn. Brunnur þessi er í Aðalstræti undir gangstéttinni milli húsanna nr. 7 og nr. 9. Hann var aðalvatnsból Reykvíkinga þangað til vatnsveitan kom. En nafni sínu hafði hann þá glatað í daglegu tali og gerðist það á dögum Fryden- bergs bæjarfógeta, þegar dæla var sett í brunninn. Var hann þá fyrst kallaður Vatnspóstur, en eftir að Landsppent- smiðjan var flutt í næsta hús fyrir sunnan hann, var hann kallaður Prent- smiðjupóstur. Sveinbjörn Hallgrimsson stofnandi f>jóðólfs, segir í blaði sínu, að bæjarbúar kalli dæluhólkinn „póst“ í háði. En það' er ekki rétt, nafnið var fengið frá Dönum og á þeirrar tíðar reykvísku hét dæluhólkurinn „póstur“ og þegar vatni var dælt upp úr brunn- inum, var það kallað „að pósta því upp“. Og Prentsmiðjupóstur hét dælan meðan hún var þarna. En þrátt fyrir það hefir brunnurinn sjálfur heitið Ingólfsbrunn- ur. Klemens Jónsson kallar hann alltaf því nafni í Sögu Reykjavíkur og hann segir ennfremur: „Þegar grafið var fyr- ir gasæðum hér um árið, þá kom upp mikil aska á lóð hússins nr. 12, og gæti það bent á, að eldhúsið hafi verið í norðurenda bæjarins (Víkurbæjar), enda þaðan örstutt í vatnsbólið, sem vafalaust hefir verið á sama stað (prentsmiðjupósturinn) frá landnáms- tíð“. Ingólfsbrunnur var ekki eina ör- nefnið sem kennt var við landnáms- manninn. Niðri í Grófinni var naust þeirra Víkurmánna og kallað IngóJfs- naust. Þessi tvö nöfn, Ingólfsbrunnur og Ingólfsnaust, benda bæði sterklega til þess, að bær landnámsmannsins hafi staðið þar sem vitað er að Víkurbær stóð öldum saman, enda þarf ekki um það að efast. En vegna þess, að alltaf er gott að fá nýjar og nýjar ábendingar, og gott er að festa þær í minni, þá er rétt að fara hér um fleiri orðum. Ingólfur var alinn upp á Fjölum í Dalsfirði, og af þeim slóðum munu hafa verið þeir frjálsbornir menn, sem fylgdu honum hingað. En á Fjölum munu hafa verið litlir landkostir á þeim árum, þéttur skógur og stórvaxinn milli fjalls og fjöru, og bændabýlin munu flest hafa staðið í litlum ruðningum, eða rjóðrum gerðum af mannahöndum. Lítið hefir verið hægt að rækta þarna, og þó hefir Hrífudalur, þar sem Ingólfur bjó, senni- Húsið lengst til vinstri á myndinm, þar sem nú er Veiðarfæraverzlumn Geysir, stendur þar sem áður var Igólfsnaust. þar sem nú stendur sænska frystilhúsið. Þessi vör var þröng skonsa, sem skarst inn á miili hárra kletta og var kölluð Krummaskuð. Það var nauðlendingar- vör og til'heyrði Sölvhóli. — Næsta vör fyrir vestan Sölvhólsvör var á sandinum — beint þar niðri undan sem nú er veiðarfæraverzlun O. Ellingsen“. Sumir munu segja, að svo skammt sé frá Arnarhóli vestur í Grófina, að lengd sjávargötu skipti hér engu. Ekki munu þó gamlir sjómenn fallast á það. Frá Arnarhóli varð að fara yfir lækinn til þess að komast vestur í Grófina, og þótt lækurinn væri ekki neitt Stórfljót, var hann aft illur yfirferðar og sá farar- tálmi, er nægði til þess, að ekki var sambærilegt fyrir Víkurmenn og Arnar- hólsmenn að sækja sjó úr Grófinni. Nú er það kunnugt, að norskir bænd- ur gerðu fyrrum naust hjá lendingum sínum og þótti kostur að þau væru sem næst bæ. (Enn má sjá naust hjá Klepps- nesi í Dalsfirði). Hvergi er þess getið, að naust hafi verið við sjóinn í grennd við Arnarhól, en í Grófinni var naust, sem bar nafnið Ingólfsnaust um nær 900 ára skeið. Og í Grófinni hafði frá öndverðu verið útræði Víkurmanna (og seinna bændanna í Grjóta, Götuhúsum og Hlíðarhúsum). lega verið betri jörð en Kleppsnes (eða Kleppunes), þar sem Hjörleifur fóst- bróðir hans átti heima, því að í Hrífudal hafa verið grónar eyrar meðfram ánni og skógurinn ekki jafn nærgöngull. Þá höfðu menn litlar nytjar skóganna aðrar en þær, að úr þeim fengu þeir húsavið, skipavið og eldsneyti, og í skógarjöðr- um og skógarrjóðrum hafa verið hagar fyrir búfé. En það er á öllu sýnt, að þarna hafa bú manna orðið að styðjast við annan bjargræðisveg en landbúnað, og er þá ekki um annað en útgerð að ræða. - Allir bændur á þessum slóðum munu hafa sótt sjó af kappi. Fiskur hefir þá gengið ínn í alla firði, og í Egilssögu et þess ge'tið að Skallagrímur „fór oft um vetrúm í síldfiski með'iagnarskútu og með honurn húskarlar margir“. En þeir feðgar áttu heima í Fjörðum, skammt norðan við Dalsfjörð, og má ætla að atvinnuvegir hafi verið svipaðir um alla Fjörðuna. íngólfur og menn hans hafa því verið vanir sjósókn og fiskveiðum, og þegar hirigað kom hafa þeir orðið að treysta mjög á sjóinn. Fyrir smábátaútgerð er nauðsyn- legt að hafa góðan lendingarstað. Og þegar þeir Ingólfur voru komnir til hins fyrirheitna staðar, munu þeir skjótt hafa farið að athuga hvar væri beztur lendingarstaður. En um það þurftu þeir ekki lengi að vera í óvissu. Einn staður bar hér af öllum öðrum, og það var Grófin. Hafi Ingólfur verið í nokkrum vafa um hvar hann ætti að setja bæ sinn, þá hefir Grófin ráðið þar úrslitum. Það var ómetanlegt hagræði að því að hafa svo gott uppsátur rétt við túnfót- inn. Þeir, sem halda því fram, að Ingólfur muni hafa reist bæ sinn á Arnanhóli, hafa tæplega athugað þetta. Hjá Arnar- hóli var engin lending, þótt þar væri löngu seinna gerðar varir, er aldrei þóttu góðar. Um þær segir svo í „Land- námi Ingólfs" (eftir frásögn Ólafs Jóns- sonar fiskimatsmanns): „Sölvhólsvör (áður Arnarhólsvör) var sunnan við Skansinn, einriig kallaður Battaríið. En auk þess var lítil vör austan við Battaríið, vestanhallt við þar, sem riú endar Ingólfsstræti, eða nánar til tekið H ér fer allt að einu. Bezta lend- ingin hér um slóðir var í Grófinni, og bezta lendingin hefir auðvitað verið val- in fyrst. Þarna hafa Víkurmenn útræði sitt, og þarna er naust, sem heitir Ing- ólfsnaust. Það er við endann á sjávar- götu Víkurmanna, en heima undir bæn- um er Ingólfsbrunnur. Þessi tvö örnefni kallast á, og finnst mönnum ekki líklegt að þau séu kennd við sama manninn, landnámsmanninn, sem bæinn reisti undir Grjótabrekkunni og hóf fyrstur manna útræði í Grófinni? Þess er víða getið, að fornmenn drógu skip sín á land áður en vetur lagðist að, og gerðu þar hróf að þeim. í Land- námu segir að inn frá Brjánslæk sjái enn skálatóft og hróf þeirra Hrafna- Flóka. Hjá Þingeyrum í Húnavatnssýslu hét Stígandahróf, kennt við skip Ingi- mundar gamla. í Laxdælu segir, að þeg- ar Höskuldur Dalakollsson kom úr sigi- ingu, „lét hann setja upp skipið fyrir innan Laxá og gera hróf að, og sér þar enn tóftina, sem hann lét gera hrófið“. Ingólfi hefir verið það enn nauðsynlegra heldur en þeim, sem á eftir honum komu, að gæta vel skips síns. Eflaust hefir hann dregið það á land hið fyrsta haust og gert hróf að. Og auðséð er, að hvergi gat hann fundið betri stað fyrir það heldur en í Grófinni. Það hefir verið fyrsta mannvirkið, sem þar var gert. Og þarf þá nokkurn að undra þótt naustið í Grófinni væri kallað Ing- ólfsnaust? Nú er það kunnugt, að bændur létu aldrei gott útræði ganga undan jörðum sínum, og þess vegna fylgdi jörð sama útræði öldum saman. Ekki þarf að fara í neinar grafgötur um, að Víkurmenn hafa frá upphafi tryggt sér útræði í Grófinni, og þar helzt útræði þeirra þangað til konungur gaf verksmiðjunum Vík, eða um 878 ár (874—1752). I ngólfsnaust stóð þar sem nú er Veiðarfæraverzlunin Geysir. Þetta mun upphaflega hafa verið allmikið hús og veggir hlaðnir úr torfi og grjóti. En um það leyti sem farið er að reisa verk- smiðjurnar, er það orðið hrörlegt, nema hvað veggir voru enn sæmilega stand- andi. Niður að því lágu sjávargötur frá Vík og Götuihúsum. En nú var farið að reisa verksmiðjuhúsin þar sem gamli Víkurbærinn hafði staðið og meðfram sjávargötunni beggja megin. Verzlunarhúsin stóðu þá enn úti I Örfirisey. En árið 1779 er krambúðin flutt þaðan til lands, og fannst þá enginn heppilegri staður fyrir verzlunina held- ui en í Grófinni. Þá varð að flytja allar vörur í bátum milli skipa og lands, og þess vegna var það mikill kostur fyrir verzlunina að lending og uppsátur var þar rétt fyrir framan. Þarna kom í ljós, þegar verzlun hófst í Reykjavík, að Grófin var enn bezti lendingarstaður- inn, eins og hún hafði verið á land- námstíð, og því sjálfsagt að reisa verzl- unarhúsin þar. Ingólfsnaust var nú rifið og kram- búðin sett ofan á rústir þess. Þar fyrir vestan voru svo reist geymsluhús verzl- unarinnar (þar hafði verið sjóbúð frá Grjóta), en sunnan við krambúðina var reist íbúðarhús handa verzlunarstjóran- um, og var þar haft sund á milli, þar sem sjávargatan frá Götu'húsum var. Þetta sund fékk seinna nafnið Fisoher- sund. Þegar verksmiðjurnar komu, lagðist jörðin Vík niður sem bóndabýli og út- gerð þar var með öllu lokið. Þá hafði Vík ekki lengur þörf fyrir bátanaust við sjóinn. Ingólfsnaust varð þá að víkja fyrir verzluninni. En eftir varð sjávar- gatan frá bænum Vík niður að naustinu, og hún er enn til og heitir nú Aðal- stræti. Þetta stræti er nákvæmlega jafn- langt sjávargötunni frá Vík, það byrjar á bæjarhlaðinu, sem var milli syðstu húsanna og kirkjugarðsins, og nær þang- að sem Ingólfsnaust var, en nú stendur verzlunarhús Geysis. Vilji menn nú atthuga þetta og minn- ast þess jafnframt hve mikið landnáms- menri áttu undir því að geta sótt sjó- inn, þá mun það sýnast mjög eðlilegt, að Ingólfur reisti bæ sinn undir Grjóta- brekkunni, í stað þess að hafa hann á Arnarhóli, þar sem ekkert útræði var og ekkert vatnsból. — Ingólfur bjó í Reykjavík, þar eru enn öndvegissúlur hans í eldhúsi, segir Landnáma. í Harðarsögu er bærinn líka nefndur Reykjavík, og þá býr þar Þor- kell máni. En í Kjalnesingasögu er talað um Ingólf í Vík, og sú styttirig á nafninu Reykjavík er notuð fram etftir öldum, eða þá Vík á Seltjarnarnesi. — Önd- vegissúlur Ingólfs eru enn í Reykjavík- urbæ á 12. öld. Og svo er Ingólfsbrunn- ur við sjávargötuna fram á þessa öld, og Ingólfsnaust í Gróifinni fram á 18. öld, vatnsbólið og útræðið. Allt er þetta í nánum tengslum við Reykjavík, en engan annan bæ. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. marz 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.