Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Síða 9
ISLENZKIR LISTAMENN Talað við Jón Þórarinsson FUGLINN . í fjörunni er vísa, sem snemma er farið að syngja við börn. Svo vel fellur lagið að þjóðvísunnx, að maður gæti freistazt til að halda, að Ijóð og lag hefðu slípazt saman í munni fólksins í nokkra manrs- aldra. Svo er þó ekki. Höfundur lags- ins býr í Bólstaðarhlíðinni og er, eins og allir vita, Jon Þórarinsson, tónskáld. — Hvað er langt síðan þú samdir þetta lag, Jón? Ætli það séu ekki um bað bil 30 ár síðan. Ég var þá í skóla og anlaði mér að lesa 5. bekk utanskóla, en það varð lítið um lestur. Tíminu fer allur í vitleysu. — í vitleysu? Áttu þá við, að hann hafi farið í tónsmíðar? Já, en það var mest föndur og fikt. Ég kunni ekkert að þessu, en maður lærir á svoleiðis föndri, ef maður en nógu þolinmóður. — Og fleiri lög frá þessum tíma? Ég gæti nefnt íslenzkt vögguljóð, sem varð til um sama leyti. Enginn varð þó til að syngja þau nema Guð- rún Ágústsdóttir og Þorsteinn Hann- esson fyrr en ég var kominn hekn frá námi, en þá voru bæði lögin giefin út. — Var ekki nokkuð óalgengt, að íslendingar legðu stund á háskóla- nám í tónlistargreinum? Nokkuð margir höfðu siglt til að læra hljóðfæraleik, en það hafði, að því er ég bezt veit, aðeins einn maður annar lagt stund á tónfræði aðal- lega. Það var dr. Hallgrímur Helga- son. — Nú vissi maður auðvitað ekkert, hvert skyldi halda, en það var samkvæmt ráðleggingum dr. Urbaneic, að ég fór vestur um haf á Yaleháskólann, þar sem Hinde- mitih var kennari. Á Yale var ég í fjóra vetur, og sótti auk þess sumar- námskeið við Juilliard tónlistarskól- ann í New York. Námið við Yale var bæði fræðilegt og praktískt, — til Mus. B. prófs tók ég tónifræði sem aðalgrein, skilaði ritgerð og tón- smíðum, en fyrir meistarapróf söðl- aði ég um og tók tónsmíði sem aðal- grein, og var reyndar fyrsti maður- inn sem Hindemitih veitti próf í þeirri grein. Til prófs skilaði ég tónverkum, m.a. Kantötu fyrir kór og hljómsveit og Sónötu fyrir klari- rvett og píanó, sem hefur verið spiluð víða. — Voru menn svo ekiki í vandræð- um með, hvað gera skyldi við tón- fræðimenntaðan mann, þegar heim kom? „Ég vil heldur tala um tónlistarlífið í borginni en um sjálfan mig“. Nei, ekki var það nú, ég varð strax starfsmaður í tónlistardeild Ríkisútvarpsins, en þeir höfðu eigiii- lega bundið mig nokkurs konar átt- hagafjötrum. Þeir styrktu mig dá- lítið við námið gegn því, að ég ynni hjá þeim í nokkur ár. Svo fékk ég jafnframt kennarastöðu við Tónlist- arskólann, þar sem ég kenni enh tónfræði og tónsmíði. — Finnst þér þú hafa nægan tíma til að sinna tónsmíðum? Það er þá nóg til af músík, þó svo ég hefði ekki tíma' — ahnars var þetta erfiðara áður fyrr meðan ég var hjá Útvarpinu og síðan um 5 ára skeið framkvæmdastjóri. Sinfön- íuhljómsveitarinnar. Nú hef ég bara skólann og það er miklu hægara um vik að sinna öðrum áhugamálum, hvort sem það eru tónsmíðar eða annað. — Ert þú með nýtt tóniverk í smíð- um um þessar mundir? Nei, og þó svo væri, mundi ég ekki tala um það. Ég vil heldur tala um tónlistarlífið í borginni en um sjálf- an mig. — Það væri þá skemmtilegt að fræðast svolítið um Tónlistarskólann. Er aðsókn góð? Aðsókn að skólanum er mjög góð. Áhugi á músik er loflega mikill yfirleitt eins og sést á aðsókninni að tónleikum í borginni. Starfsemi Tón- listárskólans skiptist í fernt. Hann er í ' fyrsta lagi alþýðumúsíkskóli þ.e.a.s'. fyrir þá, sem hafa gaman af að lsera að spila, þó að þeir ætli sér ékki að hafa af því atvinnu. í öðru lagi er Tónlistarskólinn „pro- fessional“ skóli. Það eru alltaf ein- hverjir, sem ætla áð leggja fyrir sig hljóðfæraleik. í þriðja lagi er hann' kennaraskóli og sem slíkur starfar hann í samvir.nu við Kenn- araskóla fslands. Úr þeirri deild út- skrifast tónlistarkennarar annað hvert ár. Þetta er mjög strangur skóli og mikið námsefni, sem þarf að ljúka — í rauninni eru tvö ár of skammur tími. Nú — svo er nýhlaup- in af stokkunum hljóðfærakennara- deild. Enn er sú deild fámenn og námið er framan af mjög svipað og námið fyrir hljóðfæraleikara. Það er heldur ekki nauðsynlegt að ákveða snemma hvort nemendur enda sem kennarar eða hljóðfæraleikarar, þótt efnilegir nemeadur sýni sig raunar fljótt. — Finnst þér lögð nægileg á'herzla á tónlistarkennslu í almennum skól- um? Það vantar svo sem ekki, að tón- listarkennsla sé fagurlega skráð á námsskrá, en ég efast um, að hún sé í nokkrum skóla framkvæmd til hlít- ar. Kennaraskortur er tilfinnanlegur og einnig skortir sums staðar mikið á, að tónlistarkennarar fái nægan stuðning hjá skólastjóra og samkerm- urum sínum. Sums staðar er hljoð- færakosti líka ábótavant. Þrátt fyrir þetta er unnið mjög gott starf í sum- um skólum, en ég held, satt að segja, að það sé að þakka nánast yfirdrif- inni skyldurækni og fórnfýsi, ef verulegur árangur næst. — Og þú ert ánægður með að- sókn að tónleikum í borginni? Já, ég held, að músíklífið hér sé fullt eins blómlegt og á sambæri- legum stöðum erlendis. Þó hafa sum- ar greinar lent illa útundan, sérstak- lega kammermúsíkin. Það var miklu meiri rækt lögð við hana áður en Sinfóníúhljómsveitin var stofnuð. Þá voru fluttir kammertónleikar á veg- um Tónlistarskólans fyrir forgöngu Árna Kristjánssonar, Björns Ólafs- sonar og dr. Edelsteins og siðan þess- ir tónleikar féllu niður er skarð fyrir skildi. Kammermúsíkklúbburinn hef- ur að visu haldið uppi nokkurri starfsemi og er það góðra gjalda vert, en það þarf að koma á fót föst- um kammermúsílkflokkum. Það er .margra ára starf að byggja upp og samæfa slíka flokka, slík starfsemi þarf að þróast á mörgum árum ng verður ekki gripin upp á svipstundu. Góðir kammertónleikar eru eitt af þ’ví þezta sem völ er á á sviði tón- listar og það vantar mikið í músík- lífið, ef þeir eru vanræktir.. — Og íslenzk ópera? Eðlilegast er, að íslenzk ópera rísi við Þjóðleiklhúsið. f Kaupmannahöfn t.d. verður Konunglega leilkhúsið að gegna tveim hlutverkum, starfa bæði sem óperuhús og leikhús, og það er varla ástæða til fyrir okkur að hugsa hærra, enda er það Þjóðleik- húsinu fyllilega samboðið, að ópera rísi þar. En þar er bara sá mikl; hængur á, að húsakynni og aðstæður eru ó'hentugar til slíkra hluta. Sér- staklega er hljómsveitargryfjan lítil og óhentug og það er nauðsynlegt að fara að kanna möguleikana á að laga aðstæður þar, þótt það kosti eitthvað. Eins og er tííkmarkast verkefnaval- ið af aðstæðum í gryfjunni — marg- ar vinsælustu óperurnar er alls ekki hægt að setja á svið í ÞjóðleikJhúsinu og það hefur komið fyrir, að breyta hefur þurft hljóðfæraskipan í þeim óperum, sem settar hafa verið upp. Slíkt er auðvitað mesta neyðarbrauð. — Segðu mér að lokum, Jón, er hér gott ándrúmsloft fyrir tónskáld? Æ, nei. Hér ríkir áhugaleysi fyrir nýjum tónverkum. Þótt menn sæki tónleika baki brotnu, fara menn til að hlusta á einhvern spila eða syngja, ekki til að hlusta á tónlist. Flytjendur hafa sölsað til sín mikið af þeim áhuga, sem tónlistin ætti að njóta. En þetta er raunar alþjóðlegt vandamáL sv. j. S ögulegar heimildir staðhæfa að fyrsti landnámsmaðurinn hafi búið I Reykjavík, og hefir sú jörð því verið höfuðból landnáms hans. Af vitnisburði um landamerki jarðarinnar frá því um 1500, má glögglega sjá, að býlið Arnar- hóll hefir verið byggt í Reykjavíkur- landi, því að þá á það enn óskipt beiti- land með höfuðbólinu. Engar líkur eru til þess að Reykja- víkurbær hafi nokkru sinni verið flutt- ur, en býsna margt bendir til þess, að hann hafi staðið á sama stað frá upp- hafi og þar til verksmiðjurnar eignuðust hann. Og þegar öll þau kurl koma til grafar, þá má fullyrða, að bær fyrsta landnámsmannsins á íslandi hafi staðið undir Grjótabrekkunni, eða nánar til tekið á svæðinu milli Grjótagötu og Túngötu. Þarna er því óumdeilanlega merkasti sögustaður á íslandi inni í hjarta höfuðborgarinnar. Menn geta látið svo, sem þeir viti þetta ekki, eða að sér komi það ekki við. En ég segi ykkur satt, að Borgnesingar eru öfundsverðir af því að eiga haug landnámsmanns síns þar í miðju þorp- inu, og það er lofs vert hvernig þeir hafa haldið honum við, friðað svæðið umhverfis hann og gert þar fagran skrúðgarð. Tvisvar, eða oftar, hafði haugurinn verið rofinn, en nú mun aldrei framar hætta á að hann verði rifinn eða jafnaður við jörð. Borgnes- ingar eru ríkir að eiga þennan minja- stað. Þó eiga Reykvíkingar enn merkari stað í miðri höfuðborginni, en hafa enn eigi sýnt honum neina ræktarsemi. Ef til vill er það of mælt, að Reyk- víkingar eigi þennan stað einir. Vegna þess, að þarna reisti fyrsti landnáms- maðurinn fyrsta landnámsbæ á íslandi, mætti líta svo á, að staðurinn væri al- þjóðar arfleifð. Og þar við liggur sómi bæði höfuð- borgar og alþjóðar, að þessi staður kom- ist til vegs og virðingar, eins og hann á skilið — þar liggur ekkert minna við en sómi höfuðborgar, lands og þjóðar. 5. marz 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.