Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Síða 13
DÝRKUN Framhald af bls. 12. inþorra Sovétfþjóðanna. Hvað snertir þessa tvo menn sjálfa, hafa þeir góða möguleika á að verða taldir í sögu Sovétríkjanna hafa verið annað og meira en tóm nöfn eða bráðabirgða- stjórn. Sennilegt er, að núverandi samvirkni muni fyrr eða síðar vikja fyrir kröft- ugri forustu og endurreisn hugmynda- fræðinnar í einni mynd eða annarri. En þær upplýsingar, sem nokkuð má af ráða og eru utanaðkomandi skoðendum svo kærar, benda til þess nú þegar, að þarna sé um líklega framtíðar-stjórn- endur að ræða. En hver „sterkur mað- ur“ framtíðarinnar, annar Krúséff eða Stalin — og allt getur komið til greina ef alvarleg innri bylting á sér stað — verður að reikna með tímabili Brez- hnevs og Kosygins, sem undanfara, þar sem sameinuð stjórn og ábyrgðartil- finning erfingja Lenins hafði einihverja þýðingu og bar árangur. r* m m SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 pálmunum í dag“, sagði Masood. „Viltu ekki vera viðstaddur?“ Samt fannst mér, að í raun og veru óskaði hann ekki eftir nærveru afa mins. Afi stökk samt á fætur, og ég sá, að eitt andartak geisluðu augu hans af áköfum lífsþorsta. Hann þreif í mig, og við fórum til döðluuppskeru Masoods. E inhver setti koll, klæddan uxa- húð, undir afa, en ég stóð. Þarna var mikill mannfjöldi samankominn. Enda þótt ég þekkti alla viðstadda, fór ég af einhverjum ástæðum að virða Masood fyrir mér, þar sem hann stóð álútur ut- an við mannþyrpinguna. Það var engu líkara en honum kæmi þetta ekki við, þrátt fyrir að það voru döðlupálmarmr hans, sem nú átti að fara að tína af. Stunduim hrökk hann upp við hvininn, þegar stórir og bústnir döðluklasarnir komu fljúgandi ofan úr loftinu. Einu sinni hrópaði hann upp til drengs, sem. sat efst í döðlupálma og ætlaði að fara að höggva í klasa með langri, beittri sigð: „Gættu þess að höggva ekki í hjartastað pálmans“. Enginn veitti orðum hans neina at- hygli, og drengurinn, sem sat efst i döðlupálmanum, hélt áfram að höggva sigðinni í greinina, hratt og ákaft, og döðluklasarnir byrjuðu að falla til jarð- ar einn af öðrum, líkt og þeir féllu af himnum ofan. Ég hafði samt sem áður farið að velta orðum Masoods fyrir mér — „hjarta- staður pálmans". Ég ímyndaði mér pálmatréð sem tilfinningaveru með lif- andi hjarta. Ég minntist orða Masoods eitt sinn, þegar hann sá mig að leik með grein af ungu pálmaviðartré: „Pálma viðartré, drengur minn, finna til gleði og þjáninga á sama hátt og Kiannleg vera“. Og ég hafði skammazt tnin innra með mér ár, þess að vita hvers vegna. " egar mér varð aftur litið út á sléttuna, sem teygði úr sér framundan, sá ég unga félaga mina þyrpast líkt og manra umhverfis viðarbolina, tína upp döðlur, sem síðan hurfu flestar upp í Þá. Döðlunum var hlaðið í hauga. Ég honfði á fólk koma og vigta þær í mál- nm og hella þeim síðan í poka, sem voru wn þrjátíu talsins. Mannfjöldinn dreifð- ist, þar til engir voru eftir nema Huss- e»n kaupmaður, Mousa, landeigandinn austan megin við okkar landareign, og tveir menn sem ég hafði aldrei séð áður. Ég heyrði lágt blisturshljóð og sá, að afi hafði sofnað. Þá tók ég eftir því, að Masood hafði ekki breytt um stöðu, nema hvað hann hafði stungið strái upp í munninn og japlað á því líkt og sá, sem hefur étið yfir sig og er í vandræðum með siðasta munnbitann. Allt í einu vaknaði afi, stökk á fæt- ur og gekk að döðlupokunum. Á eftir fylgdu Hussein kaupmaður, Mousa, landeigandinn austan megin við okkur, og ókunnu mennirnir tveir. Ég leit sem snöggvast á Masood og sá, að hann gekk mjög hægt á eftir, líkt og maður sem langar til að leggja á flótta, en gengur viljalaus. Þeir stóðu allir í hring um- hverfis pokana og byrjuðu siðan að rannsaka þá; sumir átu eina eða tvœr döðlur. Afi rétti að mér hnefafylli, og ég byrjaði að muðla. Ég sá að Masood fyllti hnefa beggja handa og bar þær upp að vitum sér, setti síðan döðlurnar aftur í pokann. Svo sá ég þá skipta með sér pokunum. Hussein kaupmaður tók tíu, ókunnu mennirnir tóku hvor um sig fimm. Mousa, landeigandinn austan megin við okkur, tók fimm og afi fimm. Ég skildi hvorki upp né niður, leit á Masood og sá, að hann skotraði augunum ýmist til hægri eða vinstri; þau voru eins og tvær mýs, sem rata ekki heim. „Þú skuldar mér ennþá fimmtíu pund“, sagði afi við Masood. „Við tölum um það seinna“. Hussein kallaði á aðstoðarmenn sína, sem komu með asnana; ókunnu mennirnir tveir leiddu fram kameldýr, cg síðan var pokunum staflað upp á skepnurnar. Einn asninn fór að hneggja, og þá froðufelldu kameldýrin og kvört- uðu hástöfum. Ég færði mig ósjálfrátt nær Masood og rétti höndina í áttina til hans, án þess að geta að því gert, ems og ég ætlaði að snerta skyrtufald hans. Ég heyrði eitthvert hljóð koma upp úr hálsi hans, líkt og kurr í lambi sem er leitt til slátrunar. Af einhverjum ókunnum orsökum fann ég skerandi sársauka í hjartastað. Ég hljóp út í buskann. Þegar ég heyrði afa kalla á eftir mér, hikaði ég eitt andartak, en hélt síðan áifram. Mér fannst á þessu augnabliki, að ég hataði hann. Það var eins og ég geymdi innra með mér leyndarmál, sem ég þráði að iosna við, og ég hraðaði för minni. Ég kom að fljótsbakkanum nærri bugðunni, þar sem það hvarf á bak við akasíu- skóginn. Án þess að vita hvers vegna, stakk ég fingrinum niðux í kok og ældi öllum döðlunum, sem ég hafði étið. HEIMSKAUT Frarr.lhald af bls. 4. Margskonar athuganir verða þarna gerðar á einkennilegum, mjög lág- tíðum radíó-útsendingum, sem virð- ast koma frá — eða gegnum — ná- lægan geim. Meðal þeirra má telja fyrirbæri eins og „dögunarkórinn“, „blístur" og „hvæs“ Ef þessi fyrir- bæri væru betur kunn, gætu þau gert vísindamönnum á jörðu niðri fært að vita, hvað væri að gerast mörg hundruð mílur uppi í loftinu. Lif á Venusi. Flestir vísindamenn munu hafa af- skrifað Venus sem stað þar sem nokkurt lif gæti verið. Ástæðan er sú, að allt frá 1956 hafa ýmis útvarpsloft- net uppgötvað radíóútsendingar frá Venusi er gáfu til kynna, að yfir- borðið þar væri, ef svo mætti segja, kraumandi af hita. Nokkrir bjartsýnismenn héldu því fram, að þetta „kraurn", sem heyrð- ist, gæti komið úr efra hluta gufu- hvolfs Venusar. Hinn 14. desember 1962 flaug Mariner 2. fram hjá Ven- usi og athugaði þessa „suðu“ til þess að vita, hvort hún kæmi úr loftinu, þ.e. aðallega frá röndinni á reiki- stjörnunni, eins og hún sést úr fjarska — eða frá yfirborði hennar. „Suðan" virtist koma frá yfirborðinu, og það gaf til kynna að Venus væri of heit fyrir nokkurt líf, eins og við þekkj- um það. En í árslok 1964 lét samt hópur manna við Johns Hopkins háskólann enn í ljós þá trú sína, að líf á Venusi væri hugsanlegt, þrátt fyrir allt. Það var gizkað á, að þessar radíóútsendingar gætu stafað firá eldingum. Einnig var látinn í ljós efi um það, að yfirborðið gæti raun- verulega verið eins heitt og radíó- bylgjurnar gáfu til kynna — eitt- hvað um 800 °F Ennfremur höfðu vísindamennirnir frá áðurnefndum háskóla undir for- ustu dr. Johns Strongs fundið með litrófsrannsóknum frá mannlausum loftbelg, að skýin sem þekja Venus eru úr örsmáum ískristöllum, rétt eins og efstu skýin við jörðina. Fyrr á árinu leiddu þessar rannsóknir í ljós merki um vatnsgufu í loftinu uppi yfir skýjunum. Þannig halda þeir fram, að Venus hafi gnægð vatns. Nokkuð af því hlýtur að klofna, fyrir verkan út- fjólublárra geisla frá sólinni, í vetni og súrefni. Og með vatni og súrefni ætti líf aö geta þrifizt — svo fremi hitinn væri hæfilegur. SVIPMYND Framhald af blaðsíðu 2. inu yrði bezt varið. Til greina kom að kjósa Allende og vona svo það bezta, enda þótt vitað væori, að forsetakjör hans mundi skapa óvild í garð Ohile í Bandaríkjunum og yfirleitt í hinum vestræna heimi. Þá kom einnig til greina að kjósa bandalag fhaldsmianna, hægrimanna og frjálslyndra. En sá bögg ull fylgdi skammrifi, að bandalag þess- ava flokíka áfcti ósigurinn því nær vísan. í þriðja lagi kom svo til greina að gefa Frei og Kristilega demókrataflokknum aikvæði sitt, og reyna nýjar og áður ókunnar leiðir í stjórn landsins. F rei notaði sér þessar aðstæður til Hitar og beitti kunnáttu spilamannsins í kosningaáróðrinum. „Hér er aðeins um eitt að velja“, var kjörorð stuðnings- reanna hans. Þetta lagði hann áherzlu á bæði innanlands og utan. Og í báðum tilfellum með jafngóðum árangri. Hann ræddi við valdamenn í Bandaríkj- unum, bæði á þingi og í Hvíta húsinu, og sannfærði þá um, að affararsælast væri fyirir Bandaríkin að styðja kjör sitt í Chile. Hann talaði einnig við kaupsýslumennina í Wall Street og sagði þeim, að hann ætlaði ekki að þjóðnýta koparnámurnar, sem flestar eru í eigu Ameríkumanna. „En við viljum mynda hlutafélög um þær“, sagði hann. Og Frei fékk fjárhagslegan stuðning í Ba ndaríkj unum. F rei varð þannig happasæll í fjár- útvegun til að standa straum af kosn- ingabaráttunni. En flokkur hans varð engu síður happasæll í áróðri sínum heima fyrir. Höfuðandstæðingurinn, AJlende, var borinn þungum sökum fyr- ir náið samhand sitt við kommúnista, hann var ásakaður persónulega fyrir Berlínarmúrinn og blóðbaðið í Ungverja landi og hvern annan glæp, sem kornm- únistar hafa á samvizkunni. Og Frei tókst að sanna það, sem hann hafði stefnt að: Kommúnisti verður aldrei kjörinn þjóðarleiðtogi frjálsrar þjóðar í frjálsuim ‘beimi. BOKMENNTIR Framhald af bls. 5. „Það er satt, að við gerum okkar bezta til að hjálpa honum“, sagði Barr, sem vann kappsamlega að auglýsingu. „Og víst hjálpið þið mér — og það mikið“. Harði munnsvipurinn linaðist ofurlítið og Albee rak upp hlátur. Þetta var vel samstilltur hópur ein- staklingshyggjumanna: Albee, á svipinn eins og allar ímyndir Holdens Caulfields, sem nokkurntíma hafa pínzt gegnum gagnfræðaskóla; Clinton Wilder („kannski fjarskyldur frændi Thorntons — við höfum alltaf ætlað að setjast nið- ur og rannsaka það“) hlýr, fjörlegur, glæsilegur í svart- og hvítköflóttum jakka, skyrtan opin í hálsinn og þykkur leikaralegur hárbrúskur; og loks Barr, hávaxinn, kurteis, eins og skapaður til að koma fram út á við, í svörtu skrif- stofufötunum, og geislaði frá sér dugn- aðinum. essi þrenning, sem olli byltingu í leikhússögu með því að koma fram með nýjan stíl og nýja sýn Albees á Broadway, er nú eins og heil aflstöð í leikhússtarfseminni. Auk nýja leikrits- ins eftir Albee og þriggja sýninga á Thornton Wilder, tveggja einþáttunga eftir Lee Kalcheim, sem hófust í Pro- vincetown-leikhúsinu 11. október, var „Butter and Egg Man“ eftir George S. Kaufmann frumsýnt í Cherry Lane 18. október, og tvö leikrit eftir framsækna unga félaga í Leikskáldasambandinu komu fram í Verkstæðisleikhúsinu í Van Dam-stræti. Tvö síðastnefndu verk- in voru aðeins sýnd boðsgestum. En allar þessar sýningar, sem virðast gjósa svona upp allt í einu, hafa raun- verulega verið í undirbúningi árum sam an. Síðan „Virginía Woolf“ öðlaðist sína miklu hylli, hefur hópurinn Albee-Barr- Wilder örvað unga höfunda með því að styrkja Leikskáldasambandið, en það er félagsskapur, sem stofnaður var til þess að gefa upprennandi höfundum kost á að fá verk sín sýnd af atvinnumönnum, sem gerast sjálfboðaliðar. Elaine Stritch, Ruth White, Kevin McCarthy, Ruth Ford, Nancy Marchand og Geraldine Fitzgerald eru meðal þeirra sem hafa leikið í verkum nýrra höfunda í leikhús- inu í Van Dam-stræti. Árangurinn af þessari starfsemi hefur orðið sá, að þrenningin hefur kynnt almenningi í Cherry Lane-leikhúsinu ýmis verk eftir félaga í samtökunum, þar á meðal „Hollendinginn“, eftir LeRoi Jones. Nú hefur Albarwildfélagið fengið Rocke- fellerstyrk að upphæð 197.500 dollara til þess að halda áfram með uppfærslur á verkum manna úr Leikskáldasamband- inu og setja upp í þrjá vetur sýningar á gömlum og nýjum leikritum í Cherry Lane. Meðal nýrra leikrita, sem sett voru upp í vetur, má nefna tvo ein- þáttunga eftir Albee. Hvorki þessi styrkur né heldur aukinn rekstur hefur breytt vinnuað- ferðum þrenningarinnar Albee-Barr- Wilder, en þeirra aðferð er sú að hafa allt í smáu broti og persónulegt. „Við höfum haft sama fólkið árum saman“, segir Barr. „Við hittumst einu sinni í viku og ræðum allt sem uppfærslunni viðkemur, og svo ekki söguna meir“. Yfirleitt koma þremenningarnir sér vel saman og tekst að telja hver annan á sitt mál. „En ef einhver vill vera alveg laus við einhverja sýningu, eða ef hann vill koma fram með eitthvað sjálfur, þá gerir þann það bara. Þetta er ekki leik- hús undir neinni stjórnarnefnd". Þetta þægilega samkomulag kemur einnig fram í því, að hverjum þeirra er frjálst Framhald á bls. 15. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 5. marz W67

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.