Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1967, Side 14
Gamall kveöskapur
um höfuðstaðinn
Hugleiðingar
Benedikts Gröndals
Skömmu eftir aldamótin siðustu orti
Benedikt Gröndal ættjarðarhvöt eftir
kvöldgöngu í Reykjavik. Kvæðið kall-
aði hann Kvöldvísu. Hér fara á eftir
tvö fyrstu erindin af sjö, þar sem hann
minnist á Reykjavík. Geir sá, sem hann
nefnir í síðustu ljóðlínu seinna erindis,
er Geir Zoega útvegsmaður og kaup-
maður, hinn mikli athafnamaður, er
setti svip sinn á Reykjavík um langan
aldur. Hann var langafabróðir Geirs
Hallgrímssonar, núverandi borgarstjóra
í Reykjavík.
Ég gekk upp á leiti, ég horfði’ yfir
haf,
og sú heilaga, glóandi sól
sína logandi kveðju með geislunum
gaf
og gullfáði tinda og hól!
Eins og eldmúr var Esjan, og jökull-
inn stóð
eins og hvelfing á ljómandi sæ,
og mér sýndist hann anda sem byigj-
andi blóð,
sem að bærist í purpurablæ.
Og ég horfði á skipin, sem höfninni á
lágu háreist á speglandi sjó,
og ég hugsaði margt, og ég hvislaði
Þá,
en mér hjartað í brjóstinu sló:
er nú þetta hið þjakaða land?
en með þrekinu gæti það meir,
ef að tápið og þolið sitt tvinnuðu band:
ef að tuttugu væri sem Geir!
„Ingólfsbær" Einars
Benediktssonar
Hér lét hann byggja, íslands fyrsti
faðir,
á frjálsri tíð með heimild eigin valds.
— Nú skipast ættmenn Ingólfs þétt í
raðir
á yzta, síðsta þi-emi tjóns og falls.
Hér verður haldið hæsta landsins
merki
og hér skal falla utanstraumsins
hrönn.
Vor fremsti bær skal fremstur standa
í verki,
með Fróni er „Víkin“ dygg og trygg
og sönn.
Af bóndans auð hún auðgast, verður
stærri
og auðgar hann — þau hafa sama
mið.
Þá landið eflist, rís hún hærri, hærri
með háa þekking, list og þjóðlegt
snið.
Hér skal vor trú á sjálfa oss sterkast
standa
og sterkast böndin tengd frá þjóð til
manns —
og merkt í vorrar þjóðar eigln anda
hið unga er rís af menning heims og
lands.
Nú vaknar fólkið. Flokkar rísa, dreif-
ast,
en fylkjast loks og verða sterkur her.
Þeir hljóta að opna augun, hljóta að
hreyfast
frá næstu fjallabyggð í yztu ver.
Vort þjóðar líf af þúsund kvíslum
spunnið
við þetta safnast í einn meginstraum
og fellir, rífur burt, hváð illa er unnið
með annað þing — er grípur hér í
taum.
Er þetta fjörtjón frelsis vors og réttar,
sem Fjölnismannsins djúpa hyggja sá?
Hvort voru hinir þrúðgu, þungu
klettar
í þingborg Njáls allt traust, sem byggt,
varð á?
Nei. Hér er lifað — hér skal stríðið
heyja
um hólmans forna rétt, unz leikslok
fást.
Ur Mána-málum Eggerts Ólafssonar
Reykjavíkurbragur
Brynjólfs Oddssonar
B rynjólfur Oddsson, bókbindari
í Reykjavík, orti brag um Reykjavík
árið 1850, sem prentaður var í bók
hans, „Nokkur ljóðmæli“, Reykjavík
1869. Því miður er bragurinn of lang-
ur til þess að birtast hér í heild, en
hann er merkilegur fyrir þá sök, að
hann lýsir vel bæjarbragnum og ald-
arandanum fyrir 116 árum, og að hann
er ortur af hlýjum hug eða nokkurs
konar átthagaást í garð Reykjavíkur,
og mun Brynjólfur fyrstur manna til
þess að yrkja í þeim dúr, en margir
hafa á eftir fylgt. Hér verða prentuð
nokkur erindi úr kvæðinu, sem er lip-
urlega ort og léttilega. Sennilega hefur
það verið kveðið undir sönglagi, sem
hægt var að dansa við.
Sem ég brag með lystug lag,
því Ijóðin slík
réttvel haga Reykjavík,
ei er fagurt, dul á draga
dæmin gleðirík,
fá sem litum lík.
Meistarahöndum húsin vöndúð,
haglega skreytt,
sjávarströnd fá sig um breitt,
sjót að löndum sigluönd,
er sinni lætur beitt,
fagra sjón fær veitt.
Að dómkirkjunni drengir kunna
að dást sem má,
snilldar vunnið verk þar sjá;
geislum sunnu eldur unnar
endurkastar frá
toppi turnsins á.
Öld þá hlýðir helgum tíðum,
hljómar þar
són með prýði sönglistar;
eigi síður eyrum lýða
organspípurnar
skemmta skrautJbúnar.
Menntagyðjur óðs við iðju
una sér,
skóla styðja störfin hér;
eins prentsmiðjan íslands niðjum,
ein, sem landið ber,
næsta nytsöm er.
Voru láði alþing áður
efldi dug,
sést hér háð við sævarbug;
dómara ráðin reynd að dáðum,
réttinum stoð öflug,
veita vörn og hug.
Lærðra hölda lærdómsfjöld,
er lýsir sér,
æðstu völd má inna hér;
menntuð öldin ósið göldum
ekkert hæli lér,
hrós og hylli ber.
Vors um daga vel kann haga
vestan blær
braut um lagar brögnum kær,
gnoð þá draga björg án baga
brátt að landi fær,
sem úthlutar sær.
Sílgræn túnin, svarðardúni
sveipuð þétt,
blasa núna breið og slétt;
geislarún frá græðisbrún
þau gullstöfum fær sett
kvöld um kyrr og létt.
A sumum stöðum bjarkarblöðin
blika smá,
gullinn röðull geislum þá
skúra hröðu skini glöðu
skreytir til að sjá
húsaþökin há.
Skemmtigöngur skemmta löngum
skötnum hér,
so staðarins þröng á strætum er,
hljóma söngvar, sést á öngvum
sorg, því kæti lér
allt, sem augað sér.
Brúðarskari bjartur þar
sinn bærir fót,
á hann starir sveinasjót,
Glasis bari fegri, farinn
fram á gatnamót,
að vinna böli bót.
Þaðan fleyin fögur eygjast
flæði á,
er möstrin teygja himinhá,
leiðir sveigja inn fyrir eyjar,
akker digur þá
að hafnargrunni gá.
Ofan úr sveitum fáki feitum
flengja á
bændur teitir búum frá,
kaupmanns leita, honum heita,
höndla við, sem má,
kaup ef góð út kljá.
Á gildaskálann Gautar stála
gengið fá;
bjórs er skál á borði þá,
horna álinn hressir í máli
hring um margir slá,
er menn drekkast á.
Sér ei leynir, létt þar einatt
leika dans
fljóð og sveinar saman í kranz;
gangstíg beinir hljóm með hreinum
hljóðfæranna anz
fagurt fótum manns.
Nótt er bjarnar breiðir hjarn
um bólma’ og lá
á ísi tjarnar ungir þá
leiksveinarnir gleði gjarnir
ganga til og frá
skjótir skautum á.
Bóga þéttir blása spretti
blakkar á,
húsa réttum röðum hjá,
töðumettir, lipurt léttir
láta fætur þá
um sléttar götur gá.
Snilld og prýði, er helzt til hlýðir
höfuðstað,
eigi síður en eitt sér hvað,
sem að lýðum sig fram býður
sælu lífsins að,
allt ei innt fæ það.
Eggert Ólafsson orti árið 1758
kvæði, sem hann kallaði „Mána-mál“,
eða „fornkveðið samtal þeirra Reykja-
víkur-feðga: Ingólfs iandnámsmanns,
Þorsteins Ingólfssonar, Þorkels mána,
sonar hans, og Örlygs á Esjubergi".
Fram kemur af þeim orðum, sem Egg-
ert leggur Þorkatli mána í munn í
kvæðinu, að hann hefur af spámann-
legri andagift séð fyrir, að Reykjavík
ætti eftir að verða stórborg, og má
það merkilegt heita á þeirri tíð, þótt
konungur hefði að vísu fallizt á það
sex árum áður að gefa Reykjavíkur-
fjörð undir innréttingarnar svonefndu
samkvæmt tillögu Skúla fógeta Magn-
ússonar, en þær voru fyrstu iðnfyrir-
tæki á íslandi, sem því nafni má kalla.
Eggert sér það einnig fyrir, að í
Reykjavík muni Alþingi hafa aðsetur.
Þar verði byggðar „kunnustur", eða
mennta- og fræðisetur, og „rauk-turn-
ar“ geta átt við háhýsin.
Máni (Þorkell máni) segir m.a. um
Reykjavík í kvæðinu:
Koma munu lœknar
þeirs Xandsmanna
bæta geöbresti,
bæta siðbresti,
landstjórn bæta,
byggja kunnustur
ok vegligt bókavit.
Skulu kaupferðir
í kjör fallast
ok vaxa velmegin,
springa munu blómstur
á bœjar tré,
göfgu man þá fjölga frœi. 1
Þá munu lögkænir
at lögbergi
deila hvartki dóm;
œtlanar- menn,
orðsnillingar
hreinni tungu tala.
Sér ek um hin fögru
fóstr-tún
risit er at rœfrum
ok rauk-turnum
hátt við hamra ský.
14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
5. marz 1967