Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Qupperneq 1
10 IMM
ÖLNAÐAR AF ORÐUM
Veröldin er undrandi yfir þessum
þjóðum. Flestir Araþar, allt frá Aden
til Alsír, eru fátækir, heilsutæpir, lítt
menntaðir og mjög þurftugir fyrir þá
kennslu, sem til þarf, svo hægt sé að
halda lífi á 20. öldinni. Ljóminn af
fornri frægð siðmenningar, sem í eina
tið gnæfði hátt, yfirfærður til aldar nú-
tímans, ætti að geta glætt eldmó'ð í
hugum og sálum Arabanna, orðið sam-
einandi lýðhvöt til að byggja upp þjóð-
lega reisn og framfarahug. En samt hafa
leiðtogar Araba í tvo áratugi fremur
borið fyrir brjósti að stofna til sjálfs-
eyðandi stríðs gegn ísrael. Ef Arabar
tækju raunverulega að vega og meta
eigin hagsmuni eftir síðasta óheilla-
vænlega ósigur sinn, myndu þeir horf-
ast í augu við staðreyndir, taka í út-
rétta hönd ísraels og fara að fylgjast
með í framkvæmdum, sem koma eýði-
mörkum til að bera blóm — og þeir
gætu lyft Austurlöndum nær upp í meiri
hæð friðar og velferðar en þar hefir
nokkru sinni áður verið. Þannig myndi
a. m. k. vestrænn maður líta á málið.
Til að hefja þetta verk, þyrftu þeir
ekki endilega að faðma ísrael allt í einu
að sér, né skríða fyrir ísraelsmönnum.
Þeir þyrftu aðeins að viðurkenna til-
verurétt landsins. En flestir Arabalei'ð-
togar hafna þeirri hugmynd gjörsam-
iega. Jafnvel þeir Arabar, sem virðast
skynsamir og vel lesnir, æpa upp að lát-
laust stríð gegn óvininum sé rétt ný-
byrjað, og þeir færa sannfærandi rök
fyrir því að „réttlætið heimti endalok
ísraels sem ríkis“.
Þær 110 milljónir Araba, sem í heim-
inum eru, hafa aftur og aftur sýnt al-
gjöra óhæfni til að kyngja stolti sínu, og
algjöra hæfni til að ala sjálfa sig á
eigin ýkjum. Þeim mun meiri, sem nið-
urlæging þeirra er, þeim mun ósveigjan-
legri virðast þeir verða. Að neita viður-
kenningu bragðvondra staðreynda kann
að vera mjög mannlegur veikleiki, og á
því hafa Arabar vissulega ekkert einka-
leyfi, en í þessu ganga Arabar undarlega
langt. Hvað er a'ð þeim? Geta þeir ekki
jafnað sig og tekið upp hætti, sem
heppnast í heimi nútímans? Eða hafa
þeir lent í þróunarstöðnun, eru þeir í
nokkra ættliði dæmdir til annars eins
jafnvægisleysis í tilfinningum og póli-
tík eins og þess, sem nú gerir Austur-
lönd nær að einu af hættusvæðum jarð-
ar?
Enginn billmgur á trúgirni.
Arabar þjást af einu versta tilfelli
minnimáttarkenndar í sögunni, og það
stafar af því áfalli, sem þeir hafa orðið
fyrir við að uppgötva hversu ljómandi
fortíðar frægð þeirra hefir reynzt hald-
laus til að bæta úr magnleysisástandi
þeirra nú.
Þeir upprunalegu Arabar voru semí-
tiskir ættbálkamenn frá Arabíuskaga,
tilfinningaríkir hir'öingjar, fæddir trú-
arbragðahöfundar, sem T. E. Lawrence
nefndi „fólk frumlitanna". Nú er varla
hægt að skilgreina Araba; nafnið tekur
til manna af alls konar litarhætti. Arabi
kann að vera þybbinn náungi frá Líban-
on, hávaxinn Saudimaður,- hvítur Sýr-
lendingur, eða Súdanbúi, dökkur líkt og
vínber. Þeirra á meðal eru Kuwaiti-
menn, haldnir dollara-svima, dularfullir
Drúsar, frönskumælandi Alsírbúar og
kristnir Koptverjar. Aðeins um 10%
eru hirðingjar, en flestir búa í borgum,
sumum mjög stórum, svo sem Baghdad
með 2.200.000 íbúum og Cairo með
4.200.000 íbúum. Egyptaland er „höfuð-
staður" Araba, enda sendi það stærsta
herinn gegn ísrael. En Egyptar voru
upprunalega ekki Arabar, þótt þeir séu
svo taldir nú. Þeir eru af Hamítastofni,
undirgefin þjóð, sem veiklazt hefir veru-
lega af sjúkdómum og loftslagi Nílar-
dalsins; hafa þeir sjaldan, eftir að sög-
ur hófust, sigrað í nokkru stríði. Saudi-
menn, sem eru méðal hreinræktuðustu
Araba, eru með beztu hermönnum,
en þeir börðust ekki að ráði við
ísraelsmenn. Arabar geta verið hraust-
ir hermenn á eigin jörð, svo sem Alsír-
ingar gegn Frökkum og Jórdanar í
Palestínu. En þrátt fyrir allan and-ísra-
elskan ofsa eru fáir Arabar fúsir til að
leggja líf sitt í hættu vegna Arabanna í
Palestínu. „Arabíska þjóðin", sem svo
oft er getið af leiðtogum, „er ekkert
annað en skapnaður viljans" segir
brezki Arabíusérfræðingurinn sir Ha-
milton Gibb. HPún svarar ekki til neinnar
sýnilegrar pólitískrar heildar. Stór-
Arabíuhyggjan er í senn skáldlegur
draumur um liðna tíma og skáldleg
fullyr’ðing um einingu, sem ekki er til.
Samt eiga hinar ýmsu arabísku þjóðir
mikið sameiginlegt. Menn þeirra hafa
lilhneigingu til að vera bæði púritanskir
og ástleitnir úr hófi. Þeir eru tilfinn-
inganæmir, í veizlum sem stríði, svo
oss finnst keyra um þverbak. Þeir halda
enn fornaldarlegum formum kurteisi og
gestrisni. En þetta álítur Morroe Berger,
lærdómsmaður í Princeton, að hjólpi
þeim til að hafa stjórn á sterkustu ár-
ásarhneigðum sínum. En þó eru þeir
þolinmóðir, allt inn í lamandi örlaga-
hyggju. Sá þáttur í fari þeirra kemur
fram í siendurteknum orðatiltækjum,
svo sem inshallah, ef Guð vill, malesh,
það gerir ekkert til, og bukra, á morgun.
Umfram allt er það tungan, sem er
þeim sameiginleg. „Arabi er sérhver sá
sem á arabisku að móðurmáli" segir
Gamal Abdel Nasser. Hún er ekki a'ðeins
það meginband, sem sameinar, heldur
einnig meginuppspretta vandræðanna.
Öll áherzla hennar hvílir á mælsku og
hljómgrunni, ekki á meiningu og inni-
Arabar á bæn. Lamandi örlagahyggja, tilfinn-
inganæmi og púritanismi eru sterkir drættir í
fari þeirra.
«
t