Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Qupperneq 5
I>eir sem mcst kvarta yfir því að öll húsgögn séu eins, geta huggað sig við að til skuli vera
svo frumlegur hægindastóll og sá, sem sést h ér á myndinni. Hann er að finna í Húsgagnaverzl-
uninni Dúnu í Kópavogi, en verzluninni hefur nýlega verið gerbreytt og er núna stærsta hús-
gagnaverzlun utan Reykjavíkur.
Stóllinn er innfluttur frá Englandi og teikningin eftir þarlendan húsgagnateiknara. Eins og
sjá má er þetta steypt trefjaplastskál, lökkuð svört eða hvít að utan og hreyfist á ailar hliðar
innan í sökkii eða gjörð úr palisander. í skálinni er mjúk bólstrun úr svampgúmmíi, en yfir
dekkt með ensku áklæði, blöndu af Perlon og S pun Rayon. Eitaúrval er mjög f jölbreytilegt.
Verðið er kr, 18.500 og er þessi stóll vafaltíið sá dýrasti á markaönum, en hugsanlegt er að
verðiö lækki um 1500 krónur, ef hann verður fluttur inn ósamsettur.
Sófaborðin tvö, sem þarna mynda vinkil, eru í rauninni hluti af raðsetti, sem Siggi Karls,
húsgagnateiknari í Vestmannaeyjum, hefur teiknað og smíðað. En borðin geta eins staðið sjálf-
stæð. Efnið er guilálmur. Borðplatan er á löm um en hirzla fyrir handavinnudót eða blöð er þar
undir. Borðin eru misstór og kosta kr. 2000 og 2.800.—.
Mr að er án efa að íslenzkum húsgagnaiðn aði hefur fleygt fram á síðustu árunum. Þetta
kemur í ljós í aukinni vöruvöndun, fjölbreyttari efnisnotkun og stundum en ekki alltaf fegurra
formi og auknum þægindum. Það má segja húsgagnaiðnaðinum til hróss að hann gerir sér
far um að fylgjast með. Það færist í vöxt, að h úsgagnaarkitektar séu fengnir til að teikna nýjar
gerðir húsgagna í stað þess að stæla umsvifalaust eða kópíera alveg útlendar gerðir. Hörð
samkeppni á ugglaust sinn þátt í þessu og sú samkeppni er einnig við innflutt húsgögn frá
Norðurlöndunum og Englandi. Xil þess að kynna það sem nýjast er af nálinni í innlendri fram-
leiðslu og innflutningi hefur Lesbókin gert ferð sína í fjórar þekktar húsgagnaverzlanir og
þaðan er brugðið upp myndum af ýmsu, sem athyglisvert þótti.
SVIPA2T
UM Á
HÚSGAGNA
MARKAÐNUM
1 Húsgagnahöllinni við Laugaveg var þessi skápur og borðsfofuborð, hvorttveggja innflutt frá
Noregi, en innflutningur á húsgögnum þaðan hefur verið þó nokkur að undanfömu. Yfirleitt er
mjög falleg vinna á þessum norsku húsgögnum. Boröstofusamstæðan á myndinni er úr eik,
með útskornu mynstri. BorÖið er hægt að stækka og verður það þá fyrir 12 manns. Það er
einnig fáanlegt úr tckki. Stólarnir eru einnig úr eik, en hægt að velja um margskonar liti, bæði
á skinnlíki og ullaráklæði. Skápurinn er 2,05 m á Iengd, á honum eru fjórar læstar hurðir. Hann
kostar kr. 11.190, borðið kostar 6.175 og hver stóll kr. 2.890.
Hringlaga borðstofuborð i Valbjöik er af', j ai' á. Þetta
er 8—10 manna borð, scm ekki verður tr:kk ' . ■’ð er hér
úr tekki en fáanlegt einnig úr eik og palfean' r. T œii. ■ er hverfi-
borð, lítið eitt hærra en aðalborðið; þar á er raoað 'ium. Borð-
ið er framleitt í þrem stærðum, þvermál 150 cm, l.i og 200 cm.
Verð: kr. 15.500, kr. 18.000 og kr. 20.000. Stólar úv tekki og með
ullaráklæði kosta kr. 2.475 með örmum, en kr. 2'33 armlausir.
m
20. ágúst 1967
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5