Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Page 6
Til vinstri:
Eitt af því sem Húsgagnahöllin hefur flutt inn
frá Noregi er þessi hornsófasamstæða. Grindin
er úr eik, svampur í sessum og yfirdekkt með
ullaráklæði. Brciddin á tveggja sæta einingunni
er 155 em en 190 cm á þriggja sæta einingu. Af
hornsófasainstæðum eru þrjár aðrar gerðir fá-
anlegar. Þessi samstæða kostar með hornborðinu
kr. 2G.980. A myndinni sést einnig eikarskrifborð
með sex skúffum. Það kostar kr. 10.780.
Að neðan:
Sófasamstæða frá Dúnu í Kópavogi. Sófinn er
fjögurra sæta og stendur á tveim stálfótum. Bak-
ið er fastbólstrað en lausir fjaðrapúðar í sessum.
Bólstrun er framkvæmd í Dúna, en grindin inn-
flutt frá Danmörku; teikningin er eftir Eric
Nissen í Horsens. Hægt er að velja um fjölda
áklæða í ýmsum litum. Sófinn kostar‘kr. 16.000.
Stóllinn, sem gerður er á sama hátt og sófinn,
kostar 7.200.
Sófaborðið er þarna úr ljósri eik, en það er
einnig fáanlegt úr palisander eða tekki. Það er
lakkað með sérstöku lakki, sem bæði þolir hita
og vínanda og fyrirbyggir að viðurinn dökkni.
Borðið kostar kr. 4.420.
Glæsilegir hægindastólar frá Dúnu í Kópavogi. Grindur frá Nissen í Horsens, svartlakkaðir
eða krómaðir „jólatrésfætur“, sem mjög hafa rutt sér til rúms. Stólarnir snúast um fótinn
en þeir eru einnig fáanlegir sem ruggustólar. Tréfætur fáanlegir. Fjaðrapúðar í baki og setu.
Úrval áklæða, bæði ull og gerviefni. Verð: Lágt bak, stálfótur á kr. 8.500 en 9.000 kr. með
ruggu. Með háu baki og stálfæti kr. 11.500 en kr. 12.000 með ruggu.
Til vinstri:
Á húsgagnamarkaðnum er nú völ á
nokkrum góðum raðsófasamstæðum, en
eitt það fallegasta mun'það, sem fæst
í Húsgagnaverzlun Helga Einarssonar
á Laugavegi 1G8. Grindin er úr tekki, en
áklæði er fáanlegt eftir vali hvers og
eins. Samstæðan, sem myndin er af,
var klædd framúrskarandi fallegu, ljós-
rauðu ullaráklæði. Þarna er hver sætis-
eining út af fyrir sig og kostar hver um
sig kr. 6.240, -en hornborðið kostar 2.850.
Helgi hefur sjálfur teiknað sófaborð-
ið, sem er kjörgripur, platan úr 10 mm
spegilgleri, en fætur og grind úr matt-
krómuðum stálprófílum. Kaktusakerið
undir borðplötunni er úr járni, svart-
málað. Verð kr. 4.965.
Blómakerið lcngst til vinstri er úr
tekki og klætt járni að innan, svo hafa
má að vild lausa blómapotta eða planta
beint í það.
Ljósið yfir sófaborðinu er hinn svo-
nefndi Heklulampi, fyrir hann fengu
þeir 1. verðlaun í Danmörku, Jón Ólafs-
son og Pétur Lúthcrsson, húsgagnaarki-
tektar. Lampinn kostar um 4.500 krónur.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
20. ágúst 1967