Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Side 11
It M !t (IU K Bffll Talað við Stefán Hörð Crímsson Ólatur í spori verður sá að vera, sem vill kynna sér ljóðagerð Stefáns Harðar Grímssonar; ljóðabækur hans tvær, Glugginn snýr í norður (1946) og Svartálfadans (1951) eru löngu horfnar af markaði. Skáldið sjálft á ekki eintak af þeirri fyrri, og borgar- bókasafn lætur sér svo annt um þetta eina eintak af Svartálfadansi, sem er í eigu þess, að það hleypir því ekki út úr stofnuninni. Önnur ljóð Stefáns Harðar hafa birzt á vfð og dreif í tímaritum, sem sum eru ekki lengur til. Svona getur verið erfitt að afla sér ljóða á íslandi. Og þá eru ótaldar smásögur Stefáns Harðar, en þær munu það fyrsta sem skáldið lét á prent. Þær munu hafa birzt í ein- hverjum sunnudagsblöðum dagblaða, segir hann mér. — Hefurðu alveg lagt smásagna- gerð á hilluna? Já, það er vandi að skrifa smásög- ur, en það var kannski fyrir leti og getuleysi að ég hætti því. Smásögur eru mér samt ákaflega hugstæðar, og eitt af því skemmtilegasta sem ég les eru góðar smásögur. En þáð er- alltaf verið að telja fólki trú um, að það nenni ekki að lesa smásögur og það er erfitt að fá þær gefnar út. Þetta háir smásagnahöfundum. Mér skilst, að þessu sé svipað farið á Norðurlöndunum öllum, Engilsaxar eru betri. — Þess er skemmst að minnast, að þú fékkst verðlaun úr Rithöfunda- sjóði Ríkisútvarpsins með Þorgeiri Sveinbjarnarsyni um sfðustu áramót. En fékkstu ekki líka viðurkenningu fyrir fyrsta kvæði þitt á prenti, kvæðið Gamall fiskimaður, sem birt- ist í Helgafelli árið 1943? Ætli sé ekki of mikið sagt, að það hafi fengið viðurkenningu, en það var að minnsta kosti birt. Það þótti gott í þá daga að fá birt í Helgafelli. — Nú hefur þú ort talsvert af prósaljóðum. Eru þau kannski tilraun til að finna samnefnara ljó'ðs og smá- sögu? Nei, ég geri engan greinarmun á Ijóði og prósaljóði, og ég kann ekki við nafnið. Vandinn er frekar í því fólginn, hvernig eigi að ramma efn- ið saman en hvernig línum skuli skipt. Prósaljóð eru einna erfiðust viðureignar, finnst mér, og þess vegna er gaman að glíma við þau; sum mega t. d. alls ekki vera löng, önnur eiga að vera það. En þetta er mikill vandi og prósaljóð geta verið margvísleg, mér detta í hug Söngvar Maldorors, sem eru hreinn súrreal- ismi. Og þáð mætti líka nefna Fornar ástir Nordals, sem er heillandi skáld- skapur. Nei, mér vitanlega hafa þau ekki haft áhrif á minn eigin skáld- skap. Fornar ástir kunni maður ekki að meta, þegar maður var ungur, en því betur eftir því sem maður þrosk- ast. — Hvenær byrjaðir þú að yrkja, Stefán? Ég var innan við tíu ára aldur, en það var varla hægt að kalla það yrkingar. Mér hafa verið sýnd kvæð- in og þau eru mjög slæm; sjálfur á ég þau ekki. — Hvað heldurðu, að hafi valdið því, a'ð þú fórst að yrkja svona snemma? Ég veit það ekki. Ég ólst ekki upp með bókafólki. En að vissu leyti má fullyrða, að það hafi aldrei síðan hvarflað að mér að hvika frá þeirri stefnu að yrkja. — Þú ert af þeirri kynslóð skálda, sem lenti í hinni svonefndri form- byltingu. Hver áhrif finnst þér það hafa haft á skáldferil þinn? Það kann að vera, að vi'ð höfum stundum verið of uppteknir af form- inu sjálfu, því að órímað ljóð-er síð- ur en svo formleysa; í órímuðu ljóði getur maður lent í sjálfheldu einmitt formsins vegna; alla vega verður það að vera ljóð og ljóði'ð er ekki hægt að skilgreina, maður verður bara að finna það á sér. Allt er þetta leitin að hinu hreina ljóði, sem gengur mjög illa að finna, og er víst ekki til. En formbyltingin sjálf var ekki er- lent aðskotadýr eins og svo margir héldu, þó erlend ljóðhefð hafi auð- vitað haft gifurleg áhrif. Þróun í ljó'ðagerð hlýt.ur ætíð að spretta upp úr innlendri Ijóðhefð. — Hefurðu orðið þess var, að les- endum þyki nútímaljóðskáld of inn- hverf í skáldskap sínum? Þeir, sem hafa yndi af ljóðum, setja það ekki fyrir sig, þeir skynja þetta hvort sem er. Hinir, sem geta ekki tekið á móti því, hafa ekkert með þetta að gera. — Heldurðu, að það sé ekki hægt að kenna fólki áð lesa ljóð? Ég efast um það. Að geta notið ljóðs, það er meðfætt; þetta er eins og með tónlistina, sumir hafa músík- eyra og aðrir hafa það ekki. En það er auðvitað hægt að beina fólki á brautina og það eru alltaf einhverjir, sem uppgötva, að þeir geta notið ljóða. Ég fór í vetur með bókmennta- kynni skólanna í nokkra gagnfræða- skóla og las upp ljóð; við fengum ágætar,undirtektir og ég hafði reglu- lega gaman af þessu. Hitt er annað mál, að íslendingar hafa ekki verið hrifnir af Ijóðrænum kveðskap, sögu- kveðskapur hefur átt meira upp á pallborðið hjá þeim. En það er samt misskilningur, a'ð nútímaljóðabækur seljist ekki. Báðar bækur mínar seld- ust mjög fljótt upp, ég gaf þær út sjálfur og græddi meira að segja. Sumir kaupa nýjar ljóðabækur kannski meira fyrir forvitnisakir, og aðrir kaupa til að safna, en jafnvel þótt við gerðum ekki ráð fyrir þess- um hópi kaupenda, held ég, að sala á ljóðabókum geti talizt góð. Við getum heldur ekki búizt við neinni ofsasölu, við erum svo fá. Ef fólk á annað borð les ljóð, kaupir það bæk- urnar. Skáldsögurnar fær það frekar að láni á söfnum, en unnendur ljóða vilja hafa þau við höndina. — Þú yrkir bæði um sjóinn og sveitina. Já, ég þekki hvort tveggja: — Og það er sjaldan logn á sjón- um hjá þér. Nei, ég þekki hann að öðru en bláma; annars er mér vel við sjóinn. Kannski lýsir kvæðið Lóðabátur í Svartálfadansi einna bezt afstöðu minni til sjávarins. — Og hvort er líklegra til að vekja hjá þér löngun til áð yrkja, sjórinn eða sveitin? Ég veit ekki, sjálfsagt hvort tveggja jafnt. Veður og náttúra hafa áhrif á mig, eins og á alla líklega, nema borgarbúann. Annars er það svo einkennilegt, að andstætt og þvingandi umhverfi getur jafnvel örvað mann til að yrkja, þá yrkir maður sig út úr því. — Sumir hafa nefnt þig baráttu- skáld. Stefin Hörðu'i' Grímsson Nei, baráttuskáld er ég ekki. Að vísu er ein þjóðfélagsádeila í Svart- álfadansi, Dans á sandinum. Sumir halda, að kvæðið sé guðlast, af því að ég notaði orðið drottinn þar í merkingunni landsdrottinn, enda kannski gáleysislega að orði komizt. En mér þykir miður, ef þetta er álitið guðlast, bæði vegna þess að ég orti það í öðrum tilgangi, já, og kannski af öðrum ástæðum líka. — í Tímariti Máls og menningar birtist nýlega kvæði eftir þig um Austurheim. í því er næstum ljóð- ræn náttúrustemning. Það er ekki öllum gefi'ð að vaða uppi með stóryrði, þó að sterk og mikil skáld eins og Neruda geti það, slíkir menn geta leyft sér allt. — Eitt ljóða þinna heitir Drauga- sker og það er ekki laust við, að kveði við yfirnáttúrlegan tón í fleiri kvæðum. Eru þetta áhrif frá þjóð- sögum? Kannski. Kannski er þetta líka til- finning fyrir einhverju óræðu í til- verunni. Ekki svo að skilja, að ég sé trúa'ður á dularfull fyrirbæri, en mér leiðist tilveran, ef hún er orðin klár og kvitt. Hún er skemmtilegri, ef maður má búast við, að eitthvað gerist, sem ekki er hægt að skýra, og það er ekki lengur gaman að lifa, ef ævintýrin týnast. — Og hvenær megum við eiga von á nýrri ljóðabók frá þér? Ég er að safna saman. Hún kemur einhvern tíma bráðum. — Jú, það verður eitthvað af prósaljó'ðum í henni, annars skulum við tala sem minnst um þetta handrit. sv. j. hann langar að sjá dauðan svinsskrokk- inn.“ Og einmitt þegar menn stóðu tví- bentir, hvort ætti að lúta moi'ðingja Se- Jims sem soldáni eða liefna hins látna, birtist Mahmúd. Hann hafði sloppið upp um reykháf úr höndum morðingjanna, og nú tók hann við stjórninni, tvítugur að aldri, glæsilegur, hámenntaður á tyiitneska og franska vísu stóð hann frammi fyrir hermönnunum, svartur af sóti, og gaf fyrirskipanir með því yfir- bragði foringjans, sem fékk menn til að hlýða. Um kvöldið var komin röð og regla á um alla höfuðborgina. Tyrkjaveldi haf’ði eignazt nýjan soldán, nýjan stórvezír. Mústafa og móðir hans voru leidd í dýf- lissu. Um alla borgina lágu sanntrúaðir Tyrkir á bæn með höfuð sín hneigð mót borg spámannsins. í lítilli kapellu í sjálfri höllinni var líka kona á bæn við krossmark. Það var Aimée, sem sldrei hafði hvikað frá hinni kaþólsku barnatrú sinni. Nú var hún soldáns- móðir — voldugasta kona hins víðlenda ríkis, voldugri en nokkur evrópsk drottning, voldugri en frænka hennar, keisaradrottning hins alvalda franska keisara Spádómurinn furðulegi hafði ltomið fram. Að rekja stjórnartfð Mahmuds II er oflangt efni til þess að koma fyrir í stuttri blaðagrein. Af óvinum sínum var har.n nefndur blóðhundur, af vinum sínum umbótamaður. Satt er að vísu að hann lét fremja mörg grimmdarverk, en aðeins gegn þeim sem heldur ekki svif- ust neins, og af illri nauðsyn. I hinni grimmilegu baráttu við afturhaldsöfl Tyrklands og uppreisnarmenn gegn stjórn hans gilti það lögmál eitt að drepa eða vera sjálfur drepinn. Mahmud 20. ágúst 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.