Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Síða 12
var fyrstur Tyrkjasoldána, sem sá og skildi til hlitar nauðsyn þess að gjör- breyta öllu skipulagi Tyrkjaveldis, stjórnarháttum, siðum og hugsunar- hætti og lífsvenjum. A’ð öðrum kosti myndi Tyrkjaveldi daga uppi sem nátt- tröll á nýrri öld og hverfa síðan úr sögunni. Það var ógæfa þessa mikilhæfa manns að fæðast of snemma á öld, þegar fióðalda þróunarsögunnar var gegn hon- um og öllum hans hugmyndum. En hann barðist hraustlega til æviloka. Það er ekki erfitt að skynja að baki hugmynda hans áhrif hinnar frönsku móður. Hinir afturhaldssömu Tyrkir sáu sér til mikillar óánægju, að þessi fram til þessa óllum ókunni prins bar í út- liti sínu sem venjum mörg einkenni út- lendrar vantrúaðrar móður sinnar. Hann kaus að sitja á stól, en ekki hvíla á sessum eða legubekk að Tyrkjasi'ð. Hann sat hesta sína í evrópskum söðli, að hætti franskra riddara. Meira að segja lagði hann niður hinn fáránlega ofskreytta austurlandabúning og kaus í staðinn hentug, látlaus klæði, sem voru sambland af klæðisbúnaði vestur- landa og tyrkneskra. Hann fyrirleit tyrkneska borðsiði, mataðist með hníf og gaffli, og það sem verra var — drakk kampavín —, en þáð var þó herfilegasta brot á helgum boðum Kóransins. Hann innleiddi vestræna tónlist og lét byggja leikhús, þar sem franskir og þýzkir leik- arar sýndu evrópska sjónleiki. Eldra fólkið hristi höfuðið. Út yfir allan þjófa- bálk tók þó, þegar soldán hinna sann- trúuðu efndi til dansleiks á vestræna vísu í sjálfri soldánshöllinni og bauð tyrkneskum fyrirmönnum ásamt konum þeirra. Vestrænn dans, vals!! Áttu tyrk- neskar konur, sem aldrei fengu leyfi til að yfirgefa heimili sín nema vafðar slæðum í fylgd ambátta og gæzlumanna, að stíga dans við ókunna karlmenn í sölum soldáns? Tyrkneskir boðsgestir harðlæstu kvennabúrum sínum, reittu skegg sín í reiði, sendu afboð og ákváðu áð eiga heldur ónáð soldáns yfir höfði sér en fremja slík siðaspjöll. Þegar Mahmud lét reisa sjúkrahús og leyfði líkkrufningu og skurðlækningar, sem voru grófustu brot á reglum hinnar helgu bókar spámannsins og gekk enn lengra, veitti kristnum vantrúarhundum sífellt meiri réttindi og reyndi að stöðva hina hryllilegu verzlun með vönuð sveinböm, gripu íhaldssamir Tyrkir um sköft rýtinga sinna og slógust í flokk með Janissunum. Hvað kæmi næst, kannski afnám kvennabúranna? Oánægj- an fór að láta á sér bæra. Janissar gerðu tíð upphlaup og sýnt var að hverju dró. Mahmud minnugur örlaga Selims, sá þá, að engin miskunn dugði. Mústafa og móðir hans voru tekin af lífi, og öllum konum, sem til mála kom að bæru af- kvæmi hans undir belti var drekkt í Bos- porus. Opinberir andstæðingar áttu svip- uðum örlögum að mæta. En hættuleg- ustu óvinirnir, Janissarnir, voru enn of voldugir til þess að vogandi væri að snúast gegn þeim. Mahmúd kunni að dylja áætlanir sínar og leggja á ráð fram í timann. Hann safnaði að sér upplýsingum um ofbeldi þeirra, hin tíðu #án, manndráp og yfirgang og beið hent- ugrar stundar. Fyrst varð hann að koma upp tryggri hersveit sem hlýddi honum skilyrðislaust og honum einum. Styrjöld %-ið Rússa var enn á ný hafin, og Tyrkja- soldán þurfti á öllum sínum herstyrk að halda. Skyndilega bárust ótíðindi frá París. Árið 1809 ákvað Napóleon að skilja við Jósefínu, frænku Aimée. Bæði soldán og móðir hans litu á þetta sem persónu- lega móðgun. Við þetta atvik rifjaðist upp röð atburða, sem allir til samans gáfu til kynna hið svikula eðli Napó- leons, hversu hann hafði haft Tyrkjasol- dán að leiksoppi í stórpólitískum áætl- unum sínum. Egyptalandsævintýrið, hin síðbifnu svör við hjálparbeiðni gegn sameiginlegum óvinum, Bretum og Rússum, síðan samningsger'ðin í Tilzit, sem gaf Rússum óbundnar hendur til árása, og loks auðmýking Jðseflnu. Aimée hafði alla tíð þótt vænt um sam- eiginlegar æskuminningar þeirra, minn- ingar, sem höfðu skírzt við fjarlægðina og djúpið, sem á milli var. Við krýn- ingu hennar hafði tyrknesk sendinefnd fært keisarahjónunum heillaóskir og dýrustu gjafir frá henni. Á einni nóttu var þetta viðhorf nú breytt. Franski sendiherrann í Miklagarði sendi hvern hraðboðann á fætur öðrum til að til- kynna Napóleoni hið skyndilega gjör- breytta viðhorf og auðsæilegan kulda soldáns. Allar tilraunir til þess að ná áheyrn voru árangurslausar, — frönsk áhrif voru farin veg allrar veraldar. Enski sendiherrann, Stratford Can- ning, var ekki seinn að notfæra sér hina breyttu taflstöðu landi sínu til hagsbóta. Nú var honum tekið með vel- þóknun af soldáni, sem í leit að vest- rænum bandamanni ákvað að halla sér að Bretum. Næstu tvö árin óx vinátta og gagnkvæmur skilningur milli þessara tveggja ungu stjórnmálamanna. Síðar varð þessi sendiherra, þá orðinn Strat- ford lávarður, einn helzti ráðgjafi sonar Mahmuds. Hefnd huldukonunnar. Napóleon mat lítils hið breytta tyrk- neska viðhorf. Hann bjó sig nú af kappi undir örlagaskrefið — mestu herferð glæsilegs ferils síns, innrás stórhersins í Rússland. Þegar Rússar væru sigraðir, væri auðvelt að koma vitinu fyrir stjómendur hins hrörlega Tyrkjaveldis. í apríl hóf hann herferðina til Rúss- lands. En þá skeði atburður, sem rugl- aði alla evrópska diplómata í ríminu og þótti í senn óskiljanlegur og ótrúlegur, jafnvel frámunalega heimskulegur. Tyrkir sömdu frið við Rússa í Búkarest mánuði eftir að innrásin hófst. Hvers vegna að semja við erkióvininn, þegar hann barðist upp á líf og dauða við hinn ósigrandi frEinska keisara sem bar’ðist nú í broddi fylkingar glæsilegri og stærri hers en vestrænn heimur hafði nokkru sinni séð? Hvers vegna ekki að bíða og sjá hverju fram yndi? Um þennan skyndilega friðarsamning hefur margt verið rætt og ritað. Stratford Canning þakkaði hann auðvitað frábærum dipló- matiskum hæfileikum sínum, og satt mun vera að hann átti mikinn þátt í meðalgöngunni. Hertoginn af Welling- ton gortaði af því að þessi glæsilegi stjórnmálasigur væri bróður sínum að þakka, sem þá var ulanríkisráðherra. Sannleikurinn var sá, áð utanríkisráðu- neytið gaf Canning aldrei fyrirmæli um að beita sér fyrir friðarumleitun enda tæplega haft ímyndunarafl til að láta sér detta slíkt í hug fremur en t. d. Talleyrand, hinum slægvitra Frakka, sem var eins og aðrir furðu lostinn yfir þessum tíðindum. Án efa var samt það hyggilegt fyrir Tyrki að semja við Rússa; þeir voru orðnii’ aðþrengdir af langvarandi ófriði og hefðu sáralítið borið úr býtum við rússneskan ósigur. Nú gátu þeir fengið heiðarlega friðar- skilmála, þó án efa hefði verið enn heppilegra að bíða fram eftir sumri, unz Rússar væru orðnir aðþrengdir vegna framsóknar franska hersins. En að semja í maí var það sem Napóleoni kom verst. Hann sigraði Rússa við Smolensk í ágúst og við Borodino í september, en úrslitasigur sá, sem hann var vanur að enda styrjaldir sínar á fram til þessa, slapp úr greipum hans. í orustunni við hlið Moskvu dró Rússaher sig til baka á skipulögðu undanhaldi. Þá bárust Napóleon þau tíðindi, að allur súður- vígstöðva-herstyrkur Rússa, sem átt hafði í bardögum við Tyrki á Dónár- svæðunum væri á hraðgöngu norður. Þetta reyndist örlagaríkt. Sá her átti auðvelt með að rjúfa samgönguleiðir franska hersins, og fram undan var Moskva, manntóm og brennd, víðáttur Rússlands og vetur í nánd. Um seinan skildi Napóleon mikilvægi þess að eiga tryggan bandamann þar sem Tyrkland var, sem byndi stóran rússneskan her í suðri og hlndraði samgönguleiðir um Svartahaf og Krím. Hann sendi nú hráð- boða, hirðmenn og liðsforingja til Mikla- garðs, jafnvel pólska sendinefnd, en eina svarið sem þeir fengu var ísköld þögn. Um veturinn hófst helganga franska hersins heim á leið, og Napó- leon flúði til Parísar. Sá flótti markar endanlega leið hans til fallsins. Aimée hefur ef til vill orðið hugsað íil Jósefínu hinnar yfirgefnu og brotið heilann um, hvort hún skildi kveðjuna. Því hversu sem evrópskir stjórnmála- menn vilja þakka hina undarlegu háttu soldáns í samningunum í Búkarest, er naumast vafi á að þar réð persónulegt sjónarmið hins alvalda soldáns meira en fortölur allra annarra. En meðan Aimée móðir hans lifði var hún eini trúnaðarvinur hans um allt sem viðvék stjórnmálum og sá ráðgjafi sem hann ætíð mat mest. Fall Napóleons hefði auðvitað borið að eigi að síður, jafnvel þótt hann hefði átt stundarsigri að hrósa yfir rússneska hernum. Evrópumenn voru orðnir stað- ráðnir í því að eiga ekki lengur þennan ævintýramann yfir höfði sér. En kveðj- an frá Aimée og syni hennar gerði sitt til þess að hraða því sem koma skyldi, og minnast má þess að jafnvel vanmátt- ug hönd getur stundum velt hinu þyngsta bjargi, ef það aðeins stendur nógu tæpt. Mahmud soldán ríkti lengi eítir þetta. Hann átti oftast við mikla örðugleika að stríða um sína daga. Öll hans framfara- viðleitni var oftast unnin fyrir gýg og Tyrkjaveldi hélt áfram að hröma. Öldur þjóðernisstefnunnar og rómantísku hreyfingarinnar skullu á því og moluðu niður veldi þess í Evrópu. Stórveldi álfunnar notuðu það áfram alla 19. öld sem peð í pólitískri refskák sinni. Rúss- land var því ætfð fjandsamlegt og hin stórveldin, Bretland, Frakkland og þýzku keisaradæmin sættu ýmist lagi að efla Tyrki gegn Rússum eða skera af því sneiðar eftir því sem vindur blés hverju sinni. Mahmud brá brandi gegn örlögunum og barðist fyrir umbótum og samheldni ríkisins til hinztu stundar, en öll hans framfaraviðleitni strandaði jafnan á Janissasveitunum og íhaldsöflunum sem skýldu sér bak við þær. Upphlaup þeirra og óeirðir gerðust æ tiðari og hættulegri og soldáni varð sífellt ijósara að annar- hvor aðilinn yrði að hníga að velli, hann eða þessi ríkismeinsemd. Hann lét því safna saman öllum gögnum eftir því sem fært var um upphlaup, samsæristilraun- ir, morð og rán Janissanna og beið með ró örlagatrúarmannsins þeirrar stundar er hann fengi goldið þeim rauðan belg fyrir gráan og hefnt fyrir mótlæti móður sinnar og morð Selims lífgjafa síns. En löngu áður en hann fengið brotið Janissana á bak aftur missti hann sinn trygga lífsförunaut sem vakað hafði yfir velferð hans frá fæðingu. Kalda vetrarnótt árið 1817 var knúfð dyra í Santi Antoniusarklaustrinu í Pera. Yfirmaður klaustursins faðir Kry- sostome kom til dyra. Vopnaðir varð- iiðar fengu honum bréf með innsigli soldáns. Munkurinn fylgdi þeim síðan niður að ströndinni og þar bgið þeirra stór róðrarsnekkja, sem tafarlaust hélt til baka yfir sundið brátt fyrir myrkur og ofviðri. Hermennirnir leiddu munk- inn síðan eftir auðum gör’ðum og göng- um unz þeir komu inn í skrautlegan svefnsal. Þar lá kona á banabeði. Við rekkjuna stóð maður um fertugt í hærra Jagi með kolsvart alskegg. Eftir að hafa vísað burtu lækni og þjónum laut hann að konunni og mælti á franskri tungu: „Móðir mín, þú óskaðir eftir því að kveðja þetta líf samkvæmt trúarsiðum feðra þinna, megi þér veitast sú hinzta bæn.“ Fáðir Krysostome hlýddi undrandi á skriftamál þessarar deyjandi konu og veitti henni síðan aflausn og hinztu smurningu. Og sem hann kraup við hin glitofnu rekkjutjöld í bæn til guðs allra kristinna manna fyrir sál iflnnar látnu hóf hinn dökkleiti maður að ákalla Allah, guð hinna rétttrúuðu; raddir þeirra runnu saman á ólíkum tungum í einni bæn til tveggja guða, að veita sál Aimée Dubucq de Rivery, — sol- dánsmóður frá Martinique — eilífan frið. Mahmud soldán syrgði móður sína meðan hann lifði og skreytti gröf henn- ar að tyrkneskum hætti. Óvinum þeirra beggja hugsáði hann þegjandi þörfina og þegar stundin kom var hefnd hans bæði austurlenzk og ógurleg. Árla sumarmorguns í júní árið 1826 eftir óvenju blóðugt upphlaup Janiss- anna nóttina áður safnaði hann saman í skyndi nokkrum dauðtryggum her- sveitum og reið í broddi fylkingar til áhlaups á herbúðir þeirra. Janissarnir, sem nú skildu að dagur hefndarinnar var runninn upp og vissu vel, hver ör- lög þeim voru ráðin, gripu til vopna. Þeir vörðust eins og tígrisdýr af þeirri týhreysti sem hafði gert þá að voða- skelfi kristinna þjóða í meir en þrjár aldir, en nú gegn þeim aðila sem þeir höí’ðu svo lengi og misjafnlega þjónað. En um kvöldið lágu um fimm þúsundir þeirra dauðir um allan Miklagarð, lík þeirra dauðar um allan Miklagarð, lík borgarinnar og herbúðir þeirra brenndar til ösku. Næsta dag lýsti soldán því yfir að hersveitir þeirra væru leystar upp fyrir fuUt og allt. Stratford Canning, sendiherra var sjónarvottur að þessum voðaatburði og skrifaði stjóm sinni til London daginn eftir. Allt er nú með ró og spekt í Miklagarði, þeirri ró sem bogastrengurinn og sverðið hafa skapað. EJS. Þetta greinarkorn var sett saman í Suður-Englandi sumari’ð 1957 og notað- ar til þess ýmsar heimildarbækur í góðu einkabókasafni, sem ég er nú ekki, því miður, í aðstöðu til þess áð tilgreina, að undanskildri Tyrkjasögu eftir Lamar- tine, The Veiled Empress eftir Morton og ritgerð um söguhetjuna eftir skáld- konuna Lesley Blanch, sem birtist í bók hennar The Wilder Shores of Love. — Þá lefðréttist einnig missögn í mynda- texta í síðasta blaði: Myndin á forsíð- unni er ekki af Aimée í klausturskóla, heldur er hún af frægu málverki, sem sýnir þrælamarkað. Höf. Um Sigmund drottinskarl. Einn af þeim gömlu og skrýtnu ná- ungum, frá Breiðafirði, sem Matthías getur um í viðbæti við Sögukafla, er Sigmundur drottinskarl. Hann var góður bjargmaður sem kallað er. Eitt sinn var hann nær hrokkinn fram af brún- inni á Látrabjargi, en festist í fluginu á skinnbrók sinni. Æpti þá Sigmundur á hjálp félaga sinna: „Herra guð, hann hljóp í mig og haldi nú hver í sig og hjálpi mér fram af.“ Burgu þeir honum óðara og áður en þeir gerðu gaman að bögumæli hans. Sjúklingunum var batnað. Vondur gestur, bólusótt, barst hingað um vori’ð með frakkneskum fiskiskútum. Voru skipin sett í sóttvarnarhald, en sjúklingarnir fluttir að Laugarnesi og þar komið upp sjúkra-herbergjum í gömlu biskupsstofunni. Mikil varúð var höfð á, að engar samgöngur væru hafðar við sjúklingana, til þess að sóttin breidd- ist ekki út. Þegar fregnir bárust um það til Frakklands að bólusótt hefði borizt út hingað með frakkneskum sjómönn- um, sendi frakkneska stjómin þegar út hingað á eigin kostnað gufuskip me'ð 4 lækna, 2 lyfjafræðinga og 2 skyndiskýli. En er hingað kom, var flestum sjúkling- unum batnað. (Árbækur Reykjavíkur 1871.) 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 20. ágúst 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.