Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Side 13
Atriði úr Brúðuheimilinu í uppsetningu Peters Zadeks í Borgarleikhúsinu í Bremen.
sviðið, með lautum, sillum og klettum
til hliðanna. Fyrir aftan og ofan er lín-
himinn, sem varpað er á skuggamynd-
um af sfinxinum, pálma, skýjum o. s.
frv. Tónlist Hans Martin Majewskis
hafði djúp éhrif með hljóðfalli sínu í
jazzi þeim, sem saminn er eftir hug-
mynd þjóðlaga og leikinn undir þjóð
dansa brúðkaupsins, og langa, skæra og
tilfinningaþrungna tóna í „söngi“ Sól-
veigar. Elektróniskir hljómar voru not-
aðir í atriðinu á geðveikrahælinu og
skopstældur jazzballett í höll Dofrans.
Sem heild er sýningin vel heppnúð og
nútímaleg, — að minnsta kosti eins við-
unandi mynd af veröld Gauts og við
erum vön að sjá.
I Borgarleikhúsinu í Bremen hefur
einn djarfasti, imgi leikstjóri Þýzka-
lands, Peter Zadek, beitt aðlögunarað-
ferðinni við Brúðuheimilið. Hlutverk
Önnu Maríu og stofustúlkunnar ásamt
þriðjungi textans hafa horfið í um-
skrift Zadeks. Árangurinn er 110 mín-
útna sýning á 4x7 metra sviði í áhorf-
endasal, sem tekur tæplega 300 manns,
og spáný líkamleg og andleg snerting
við hið tvöfalda tilverusvið persóna
Ibsens. Nóra og miðsóknarafl allrar at-
hygli um hana er aðalþáttur yfirborðs-
sviðsins, gefur verkinu líftaug og drífur
atburðarásina, nægilega hratt til að
halda áhorfendum í stöðugri eftirvænt-
ingu, og nægilega rólega til að þeir geti
fylgt þráðum verksins inn í lítt með-
vitað sálarlífsúrverk persónanna, hið
innra, sálræna tilverusvið. í tíu stuttum
myndum fyrir hlé, leiknum fyrir opn-
um tjöldum, með ljósum í salnum og
örstuttum myrkvúnum milli atriða og
einu löngu lokaatriði, tekst Zadek með
undraver'ðri nákvæmni og valdi yfir
leikendum að færa höfuðáherzluna af
kvenfrelsisvandamálinu yfir á hið eilífa
vandamál Brúðuheimilisins, — mannleg
samskipti í hjónabandi, sem stofnað hef-
ur verið til á vafasömum forsendum.
Það, sem hefur eilíft gildi í verkinu, eru
IBSEN
Framhald af bls. 3
ingu Einars Benediktssonar: „Hverfur
þá sálin svo hróplega snauð/ heim, inn
í myrkrin köld og snauð?“) Þetta er
óvenjuleg upphafssetning í Pétri Gaut.
Thalia-leikhúsið í Hamborg tók í mó-
derniseringu sinni þann kost, að gefa
áhorfendum þegar í stað skýra hug-
mynd um boðskap verksins. Eftir atrið-
ið með „hinum magra“ (úr 5. þætti)
leggur áhorfandinn út á refilstigu lífs-
ins með Pétri til að sjá, hvar persónu-
leiki hans brast, hvar falsið og hálflygin
í lífi hans liggur. Innra orsakasamhengi
verksins fær á þennan hátt frá byrjun
sömu áherzlu og hin ytri atburöarás.
Það er leikstjórinn, Otto Wilhelm, sem
á hugmyndina að þessum túlkunarmáta.
Og þetta var ekki hið eina nýstárlega
við sýninguna, — verkið er nú í fyrsta
sinn, svo vitað sé, flutt á óbundnu,
þýzku nútímamáli, allt rím er fellt nið-
ur, föst leikmynd er aðeins ein, og not-
uð er nýsamin tónlist við sýninguna.
Lausa málið er svo hversdagslegt og
blæbrigðalaust í stil, að stemmningsrík
atriði á borð við ræ’ðu prestsins (sem er
mjög stytt) og vögguvísuna í lokin missa
hin hátíðlega, ljóðræna svip. Söngur
Sólveigar var hins vegar áhrifamikill og
sannfærandi. Helzti veikleiki óbundna
málsins er sá, að með því myndast ann-
að samband texta og framsagnar. Orða-
röðin í bundnu máli gefur einnig mögu-
leika til að leggja áherzlur á allt annan
máta og ná fram öðrum áhrifum en
í óbundnu máli.
Hraðinn á sýningunni var leiftur
snarpur og minnti helzt á aðferðir kvik-
mynda til að bregða upp skýrum augna-
bliksmyndum. Leikræn heildaráhrif eru
sterk, en persónulýsingin verður likinga-
kennd. Leikmyndin er ódýr og auðveld
lausn, — dalverpi, sem þrengist upp
Arndís Björnsðóttir sem Ása í Pétri Gaut.
þau átök í sálardjúpinu, sem afhjúpast
í samlífi fólks við sína nánustu, hin
óljósu og hægu umskipti í fylgsnum per-
sónuleikans. Uppsetning Zadeks undir-
strikar tvöfeldnina í athöfnum persón-
anna og hugsunum.
L eikmyndin var í gulum, brúnum
og dökkgrænum lit. Eina húsgagnið var
plusssófi. Krogstad var svartklæddur,
Helmer gráklæddur, Rank læknir í vín-
rauðu vesti, frú Linde í gamaldags blá-
um lit og Nóra fyrst í liflegum grænum
og brúnum litum, sem var góð líking
um tvíþætt líf hennar, og að síðustu
alveg brúnklædd á kveðjustundinni.
Tjöld og búningar táknuðu í stíl og lit-
um stöðu persónanna í heildarmynd
leiksins.
Hinir ungu leikarar, fimm talsins, gáfu
aga'ðar lýsingar á persónunum og yfir
Edith Clevers var sérstök harmþrungin
blíða í sálarlegri einangrun Nóru undir
fargi sínu.
Á þessum þremur sýningum má
byggja stefnur í uppsetningu verka Ib-
sens og nýtt samband milli leikhúss og
áhorfenda.
ARABAR
Framhald af bls. 2
Araba með þjóðemislegum áróðri, og
telja stofnun ísraels til ýtrustu niður-
lægingar. í augum Araba voru Vestur-
lönd ekki aðeins að nota Gyðinga sem
umboðsmenn til að gera Palestínu að
nýlendu, heldur til að útreka þá íbúa,
sem þar voru fæddir. Arabar líta á
ísraelsmenn sem ódulbúna árásarmenn,
spjótsodd vestrænnar árásar á gjörvalla
menningu þeirra.
Augljóslega höfðu Vesturlönd rita'ð
lyfseðil fyrir uppreisn. En þær stjórnir
sem með heri að baki sér hafa tekið
völd í ríkjum Araba frá 1948 að telja,
hafa ekki virkjað byltinguna í upp-
byggjandi tilgangi. Þær ólguðu af sjálfs-
meðaumkun og steyptu sér út í óskyn-
samlegar ógæfusmíðar út á við, fremur
en skynsamlegar nýbyggingar inn á við.
Þeim til málsbóta má geta þeirra gífur-
legu hindrana, sem í vegi stóðu. Einn
þeirra þátta, sem hindra mun arabiska
framför, verður áfram Islam. Sem
átrúnáður heldur hún áfram að laða að
sér milljónir manna, sem ekki eru ara-
biskar, allt frá Nigeríu til Pakistan og
Filippseyja. Hún er skýr, öryggisveit-
andi og umburðarlynd. Jafnvel animist-
ar geta játað hana, án þess að snúa sér
frá sínum sundurleitu vofum. í augum
nálega allra Araba er samt íslam Guðs
fullkomna þjóðfélag, en vandinn að
bregðast við þeim truflandi staðreynd-
um að vestrænt tækniþjóðfélag er aug-
ijóslega miklu árangursríkara. Arnold
Toynbee bendir á hvernig Tyrkland
leysti vandann með því að greina trúar-
félag og riki, fella úr gildi íslömsk lög
í veraldlegum efnum, taka upp svissn-
eska og ítalska lagabálka, skipta á ara-
bisku letri og latnesku, og hvetja Tyrki
til að stunda verzlun, gagnstætt ísl-
amskri erfðavenju. En Tyrkir- búa enn
yfir talsverðu af sjálfstrausti Ottomana
þjóðhöfðingja, og Arabar eru þeim það
clíkir að þeir geta ekki komið af sér
þungum hrammi íslams. Arabisk menn-
ing á sér ekki neina jákvæða veraldlega
hliðstæðu við átrúnað sinn. „Araba-
heimurinn hefir aldrei alið neinn Tom
Paine né Voltaire", segir Wilfred Cant-
well Smith, kennari guðfræðiskólans við
Harvard. Erfikenning Gyðingdóms og
kristindóms gerir manninn, í krafti
viljafrjálsræðisins, færan um að glíma
við náttúruna, jafnvel við Gúð. Hug-
myndin um slíka skapandi spennu er
framandi og hræðandi út frá hugsun
íslams.
NauSsyn nýrrar sjálfsvitundar.
Ásamt íslömskum átrúnaði hafa alda-
skeið erlendrar yfirstjórnar skilið Ara-
20. ágúst 1967
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13