Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 7
Stóll Ilelgu frá Hofi, móffur Bjarna frá Vogri. Stólinn smíðaði og skar út Runjlfur Sveinsson í Klauf í Meðallandi. Spennur, sylgjur og ýmsir haglega skornir gripir í byggða- safninu í Skógum. Hjartalöguð blöð, skreytt kíl- skurði eru milli rósablaðanna. Hliðarspjöld eru skreytt á sama hátt, en hvort þeirra að- eins helmingur miðspjaldsins. Bakókar eru skreyttir með gisnu tvíbandi, kílskornu. í heild ber útskurðurinn vitni æfir.gu. listfengi og festu. Grip- ir Runólfs, sem nú þekkjast bera í skreytingu sama svip. Engum getur blandazt hugur um, að þeir eru verk sama manns. Umhverfis setú stólsins er röð af götum. Hefur þar verið dregið í snæri, riðið í nokkurs konar net undir stólsessu, sem nú er fyrir löngu undir lok liðin. Með sama hætti mun hafa verið gengið frá flestum stólsetum í Skaftafellssýslu.“ að fer ekki milli mála, að einn safngripanna tekur at- hyglina óskipta, þegar inn er komið í byggðasafnið í Skóg- um. Það er Pétursey, prýðilega vel varðveittur áttæringur, byggður í október 1855. Þó ströndin undan Eyjafjöllum sé ekki árenni'leg til lendinga, voru útróðrar stundaðir fyrr meir frá Holtsvörum, Sanda- vörum og jafnvel Borgarvör nálægt Stóruborg. Tíðkaðist að það nefnt uppsláttur. Þótti hann jafnan vondur og stund- um hlauzt slys af. Þegar komið er út fyrir grunnið taka allir á skipinu ofan höfuðföt og gera bæn sína. Síðan er róið örskammt og re.nnt færi. Einn háseti var hafður í landi, þegar sjór þótti athuga- verður. Var til þass valinn mað ur, sem var aðgætinn og hafði vit á sjó. Átti hann að gera skipinu viðvart, ef sjór versn- aði. Stóð hann þá með sveiflu uppi á kambi og gekk með hana niður að sjó. Var alltaf talið sjálfsagt að taka þetta merki til greina, og róa að larudi. Þeg- ar sjór var mjög vondur, var stanzað fyrir utan rifið. Gaf þá landmaður merki um hvort lenda-ndi væri. Gerði hann það með því að standa í skiptifjör- unni, ganga þaðan niður að sjó og baða út höndum. Áliti hann ólendandi gekk hann þá frá sjónum og upp á kamb. Var þá ekiki annarrar lendingar að l'eita en í Vestmannaeyjum. Er þangað fullur fjögurra tíma róður. Þegar róið er í land ríður mikið á, ef nokkuð brim er að lenda é síðasta sjónum, Tveir menn fara upp í sandmn með böndin, þegar skipið kenn- ir grunns. Annað bandið er Eitbhvað mun vera til af sams- konar bitafjölum, sem venja var að festa á hvert ný^smíðað vertíðarskip. Bitafjölin var fest á bita þann, sem lá um þvert skip miilli austurrúms og skutnjms. Sá biti var jafnan gerður úr fjórum fjöium, sem mynduðu ferhyrndan stokk og var op á honum miðjum að framan og einnig til endanria. Á þennan bita var fjölin fest og auk nafnsins var jafnan letrað á hana guðsorð til heilla fyrir skipið og skipshöfnina. Það var oft í bundnu máli og þá sérstaklega ort í tilefni af smíði skipsins; nefndist það bitavísa eða skipsvísa. Á bit- anum sat svonefndur bitamað- ur og horfði hann á móti for- manni; var það virðingarmesta staða á skipinu næst for- mennskunni. Verkefni bita- manns var að segja formanni hvað sjólagi leið og vera með í ráðuim: Valdi formaðurinn jafnan þann af hásetum sín- um, sem bezt hafði vit ó sjó, til að gegna þessari virðingar- stöðu. Þórður Tómasson kveðst ekki vita um upphaf þessarar venju, en segir hana að mestu horfna um síðustu aldamót. ö æmi munu þess, að bita- fjalir hafi síðar verið notaðar Baksvipurinn á hænum í Hrútafelli. 1820 og var Sveinn faðir hans listfengur mjög. í^unólfur varð fljótt frægur smiður í nálægum sveitum, þótti þjóðhagasmiður á tré og járn, en gat sér þó meiri frægð sem trésmiður og tréskeri. Af búshlutuim smíðaði hann býsn af skjólum og trogum, kinnum, Nú heyra liestasláttuvélar til liðinni tíð og víða má sjá þær grotna niffur í grasiff. Þær eru hlutir, sem heyra til byggffa- söfivum eins og orf og hrífur. sáum og öskuim, svo að eitt- hvað sé nefnt. Ungum bændum varð oft að ráði að leita t.il Runólfs og fá hjá honum allt er til bús þurfti af áihöldum. í rennismíði var hann eklki síðri en í ílátasmíði og bjargaðist þar við gömlu handsnúnu renni smiðjuna, hálfsnúning öðru nafni. Stóla smíðaði hann mjög marga og prýddi þá alla með útskurði á baki. Runólfur var góður söngmaður og var lengi forsöngvari í Langholtskirkju og hélt tryggð við gömlu Grall- aialögin. Syniir hans voru eikki síðri söngmenn, Runólfur yngxi var fonsöngvari eftir föður sinn. Hann tók upp nýju lögin í kirkjunni og var það misjafnt þokkað í byrjun. Stóll Helgu á Hofi er ágætt dæmi um vinnubrögð Runólfs. I s'kreytingu á þverfjölum í baki er kílskurður allsráðandi. Gistenntir knákustigir, skornir frá báðum hliðum, skipta þeim í fleti, þvert á viðinn. Smá- tenntir krákustigir, skornir frá annarri hlið, fylla síðan hvern flöt að kalla. í efri bakfjöl er skorið fangamarik eigandans með stóru gotnesku letri, ártal á þá neðri og verklegur ská- krcss við enida þess. Þrjú spjöld eru felld milli bakfjala. I miðspjaldið er skorin sex blaðarós með skipaskurði. menn leitrjðu þangað til róðra úr Fljótshlíð, Rangárvöllum og Vestur Skaftafellssýslu. En upp úr síðustu öld fór að draga úr fiskiafla við sandana og eftir aldamótin voru aðeins þrjú skip eftir undir Vestur Eyjafjöl'lum og þar af engin stærri en sexróin. Sæmundur Einarsson í Stóru-Mörk hefur lýst sjósókn undir Eyjafjölium í þáttum sínum úr atvinnu- sögu: egar ýtt er á flot, er skipið sett svo nærri sjónum sem unnt er, og standa tveir menn sitt hvoru megin við framstefnið. Eru það jaf.nan valdir menn af skipshöfninni, aðrir hásetar standa við rúm sín og styðja skipið meðan beð- ið er eftir lagi, sem jafnan verður að gera, ef sjór er ekki ládauður, þetta er nefnt að styðja framundir. Þegar lagið kemur kallar formaður snjöll- um rómi: „Takið á því“. Taka þá allir hásetar á skipinu og ýta því á sjó út. Er þá mikið undir því komið, að skipið horfi rétt í báruna og allir séu sam- taka, því oft var lagið stutt og gat þá ýtingin misheppnazt, sló skipinu flötu upp í sandinn, ef það var ekki ko.mið á flot, áður en næsta ólag kom. Er bundið í stefni skipsirus, en hitt undir þóftu við kinnuniginn. Eru þau nefnd kolluband og hnútuiban.d. Ekki er hægt að styðja skipið á fLoti, heldur verður að láta því slá flötu upp í fjöruna og um leið fara þrír menn utan undir síðu skipsins, sjóborðamegin og styðja þar skipið og gæta þess, að það falli ekki ó sjó. Skipið verður að liggja á hliðinni, meðan farmur er borin.n úr því. Að því búnu er skipið rétt og það sett upp á kamp. Oftast nær er gengið frá því á hvolfi, annars fyllist það af sandi, því hér er vi-ndasamt og sandfok mikið. Þegar þessu er lokið eiga hest- ar að vera komnix í sand. Um róffurinn hefur þeirra verið gætt uppi á grösum. Þangað er ailiöng leið, 2—4 kílómetrar og um svartan sand að fara.“ að er augljóst mól, að skip, sem róið var frá þessari strönd urðu, að vera með nokkuð sérstöku lagi. Péturs- eyin ber þetta sérstaka lag; skipið er óvenju breitt miðað við dýpt. í samræmi við þá venju, sem tíðkaðist hjá Rangæ ingum og Skaftfellingum, mun Péturseyin hafa borið svo- nefnda bitafjöl, þar sem sikráð var og skorið nafn skipsins. sem rúmfja.lir og hefur ein slík rúmfjöl borizt byggðasafninu í Skógum; áletran hennar vis- ar til fynstu nota, þar er letrað skipsnafnið Lukkureynir og hringir tveir grafnir við upp- haf og endi nafnsins. í þann fyrri hefur verið letrað: „Bygðr 1850“, og í hinum hringnum stendur: „Drottinn vertu hjá mér, því ég vona á þig.“ Önnur rúmfjöl, sem víða hafði farið og margan búferla- flutninginn reynt, var síðar gef in byggðasafninu í S'kógum og er hún hinn mesti kjörgripur. Eitthvað er hún skert í annan endann og útskur'ður aðeins á annarri hliðinni. Haglega skornir rósateinungar, bugðast og fléttast til beggja enda, en fyrir miðju er áletrun, með latínuletri: Vonargóður hlaut ég heiti, heppni gefi þar ég fer, sólarkóngur svo og veiti sældarkjör þeim fylgja mér. Um gerðina seg-ir Þórður Tómasson srvo: „Ekki fer milli mál.a, að bitafjöl þessi er hinn mesti merkisgripur. Sýnir hún gjörla að þróazt hafa tvær gerðir bitafjala og eiga báðar sér hliðstæður í rúmfjölum. f bitafjöl Vonargóffs blandast Framhald á bls. 14 26. nóvember LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.