Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 14
Álftarvœngur
Framhald af bls. 7
saman hinn förni hefðbundni
skrautstíll, tréskurðar og letur-
fiöturinn, sem bitafjölin gerði
kröfu til. Notkun höfðaleturs
þekki ég ekki á hinum fáu
fjölum Rangæinga og Skaftfell-
inga, sem vitað er um.“
Það hefur verið fundið að
því, að byggðasöfnin væru
hvert öðru lík, og vissulega er
það rétt. Byggðasafnið í Skóg-
um á að vísu margt sameigin-
legt með öðrum slíkum söfn-
um, en allt um það þykir mér
það óvenjulega forvitnilegt
sikoðunar- og rannsóknarefni.
U ndir kvöldið held ég aftur
vestur með fjöllunum; fer
hægt, virði fyrir mér bergið,
sem sífellt breytir um ásýnd og
lit. Við Dranginn í Drangs-
hlíð, þar sem huldufólkið ann-
aðist um kýrnar forðum, var
verið að blása inn heyi með
hávaðasömum, nýtízku blásara.
Hvað skyldi huldufófkið segja
um þessfconar framfarir? Vest-
an við vegamótin hjá Kaida-
klifsá sést niður að Stóruborg.
Hóllinn í flæðarmálinu s'ást þó
ekki, þaðan og ef til vill
skyggja bakkarnir á hann.
Andlit bergrisans við Hrúta-
fell starði stjörfum augum vest-
ur á sléttlendið, þar sem litur-
inn á puntinum vitinaði um
niálægð haustsins.
G. S.
LAMPAR
Fraimlhald af bls. 9
hugvitsamir pyntingamenn nota ljós við
þriðju gráöu yfirheyrslur.
Fyrir fáeinum árum datt einhverjum
í hug, að setja þrjár dósir í stofuloft-
ið innan við aðalgluggann og viti menn:
Eftir það mátti sjá að minnsta kosti
í vel flestum blokkaríbúðum þrjú ljós
hangandi niður úr loftinu, innan við
gluggann. Þetta varð líkt og í Bret-
landi, þar sem stór spegill er undan-
tekningarlítið innan við stofugluggann.
Venjulega fara þrjú hangandi loftljós inn
an við stofuglugga nauða illa og eru til
mikilla óþæginda. Víðast er sófi frem-
ur hafður undir vegg en glugga og þá
hagar svo til, að þrenningin verður
ekki yfir sófaborði, heldur oftast yf-
ii frjálsu gólfrými út við gluggann. Þá
fá gestir og heimamenn þennan ófögn-
uð í hausinn á sér, þegar gengið er
um. Hinsvegar gæti þessi tiihögun á'tt
rétt á sér, ef þarna hefði í upphafi
verið ætlazt til þess að hafa ílangt
sófaborð, enda væru perurnar þá varð-
ar til hliðanna til að koma í veg fyr-
ir óþægindi. Yfirleitt má segja, að inn-
stungur fyrir lampa séu betri lausn
Ihvort heldur er uppi við kverk eins
og sjá má í sumum einbýlishúsum, eða
niðri við gólf. Þá er það íbúa hússins
að raða innbúi eins og þeim bezt lík-
ar og geta þeir þá hagað lýsingunni
eftir því.
f stofu er gott að hafa einn eða tvo
sterka lampa til þess að birtan verði
góð og jöfn. En það er mjög misjafnt,
hversu mikið Ijósmagn fólk kýs í hús-
um og styrkleika lampanna má haga
eftir því. Hinsvegar er nauðsynlegt að
hafa nokkur sérljós, sem bera góða
birtu á ákveðinn stað eða ákveðinn blett
án þess að ljósið sjáist annars staðar
frá. Yfir borðstofuborði er goitt að hafa
einhverskonar hjálm, sem lýsir aðeins
beint niður á borðið. Þar kemur ekki
til greina að hafa óv.arið ljós fyrir aug-
unum, Sama er að segja um ljós yfir
sófaborði hangi það niður, verður það
að vera varið, þannig að það lýsi að-
ems niður á borðið, en ekki framain í
fólkið, sem situr nálægt borðinu. Við
staka stóla er afbragð að hafa leslampa,
sem þannig eru gerðir, að þeir lýsa að-
eins á tiltölulega lítinn blett, t.d. bók,
sem maður er að lesa. Á sama háft er
gott að koma fyrir litlum ljóskösturum
til að lýsa á myndir, miálverk og aðra
hluiti, sem fólk vill hafa í sviðsljósi.
Þesskonar punktljós fara mjög vel og
eru í senn hentug og falleg. Þau njóta
sín öllu betur sé aðallýsingin í stofunni
ekki mjög sterk.
Óbein lýsing fer alltaif mjög vel og
er þægileg. Henni má koma fyrir bak
við gluggatjaldakappa, eða láta smíða
sérstakar hlífar fyrir óbeiria lýsingu. Ó-
bein lýsing yfir vinnuborðum í eldihúsi
er ágæt lausn á lýsingarvandamálinu
þar.
Það ófremdarástand í lýsingu, sem víð
ast hvar á sér stað, er vafalaust að
miklu leyti vegn.a þess hvað tilviljunin
ræður þar miklu. Raflögnin í húsið hef-
ur verið teiknuð án þess að minnsta
tillit væri tekið til þarfa þeirra, sem
í húsinu eiga að búa. Það er helzt að
sjá, að rafvirkjar og rafvirkjameistarar
mættu vera mun betur að sér um lýs-
ingu. En verzlanir sem selja hverskon-
ar ljósabúnað eru líka í sökinni með
því að hafa á boðstólum lélega vöru.
Alltof stór hluti af ljósabúnaði í verzl-
unum er hvorki fallegur né hentugur
á nokkúrn hátt. — G.
RABB
Framhald af bls. 16
spyrja sig elcki hvort hugsunin hafi
villzt inn á krákustígi þegar þess-
ar hugmyndir urðu að vissu, svo
notað sé orðalag áðurnefndrar
kennslubókar í nýrri tíma rökfræði.
Hér er umbóta þörf. Er e&lileg-
ast að hugsa sér þœr í því formi,
að kennsla í nýrri tima rökfræði og
vísindalegri aðferðafrœði yrði tek-
in upp við œðri menntastofnanir hér
á landi. Áhrifin þaðan þurfa síðan
að láta að sér kveða í hverri alvar-
legri rökrœðu, setja mark sitt á
framsetningu talaðs og ritaös orðs.
Jón Hnefill Aðalsteinssi n.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavik
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. nóvember