Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Síða 3
Vanmegna vaengir
Ikarosar
Yfirlit yfir króatiskar bókmenntir 20. aldarinnar
Eftir Antun Soljan — Fyrri hluti
Duiirovnik sem nú er einn frægasti ferðamannastaður Júgóslavíu var í lok
miðalúa sjálfstætt borgríki með háþróaða listastarfsemi. í króatískri bók-
menntasögu nefnist þetta tímabil fyrra endurreisnartímabilið og er til þess
vitnað í greininni.
c
-’káldskapur, eirðarleysi hinna o-
teljandi, síbreytilegu smáheima, ótæm-
tndi uppspretta andans, hefur allt frá
upphafi verið tjáningarform hins óbug-
andi en óvopnfimi uppreisnarmanns,
persónulegt viðbragð gegn hinum járn-
harða veruleika. Og enn þann dag í
dag er skáldskapurinn einhvers konar
vörn gegn kaldranalegri stjörnufræði
rútímans. Að vísu tölum við oft um
tákn og skipan stjarnanna, einnig í
skáldskapnum, en hingað til hefur ekki
verið gert kort af himinhvolfinu eins
og það lítur út í mannshuganum, og
verðui ekki um ófyrirsjáanlega fram-
tíð.
Við lifum á vísindaöld: öll okkar hugs
un er gegnsýrð af rökhyggju vísind-
anna: en þegar kerfisbundnum aðferð-
um vísindalegrar rökvísi er beitt við
bókmenntarannsóknir og gagnrýni, með
því einfaldlega að nota samlíkingar
fengnar að láni frá stjörnufræðinni, er-
um við ekki þar með að beita skáld-
skapinn ofríki, nauðung? Er ekki ein-
mitt skáldskapurinn, þessi einmanalega
rödd hrópandans, hin eina sannmann-
lega vörn gegn ofríki vísindanna?
Til dæmis er ég mér þess óljóst með-
vitandi, að þegar ég fjalla um króatísk-
an skáldskap 20. aldar og spyr sjálf-
an mig, hvort þessir blómlegu skáld-
skaparheimar eigi ekki eitthvað sameig
ínlegt, eitthvað eitt, eitthvert þjóðlegt
og tímabundið kerfi, sem geri okkur
kleift að líta á hann sem sérstæða
heild (eins og t.d. verk ákveðins höf-
undar), þá hef ég tilhneigingu til að
draga hann saman í einn stakk, veita
honum í einn farveg og leita einhvers,
sem er í rauninni andstæða þess, sem
ég ætti að leita: því að í eðli sínu
er skáldskapurinn svo fjölbreyttur, svo
roargvíslegur og persónulegur, svo mót-
aður af sérstæðum og óstéttbundnum
höfundi sínum, þessum einmana könn-
uði hugarheimsins.
II.
Íí við ætlum að reyna að benda
á eitthvert séreinkenni skáldskapar
aldarinnar, þá viljum við fyrst og
fremst vekja athygli á vöntun hans á
samnefnara. Stofninn kvíslast í ótal-
margar greinar: hann minnir á þjóð-
sagnartréð, sem sæfarendur til forna
nefna í ritum sínum, án þess að kunna
nokkur skil á eðli grasafræðinnar. Ræt-
ur þessa trés kvíslast yfir landfræðileg
umbrot og áföll þjóðarsögunnar og
teygja sig aftur í tímann til hinna
fornu króatísku bókmennta Dalmatíu
og Dubrovnik — aftur til hinna nafn-
lausu alþýðusöngva, til kirkjusöngv-
anna og sagnanna, sem voru færðar í
arabískt letur. Ef til vill hafa þessar
rætur rýrnað eða dáið út á mismun-
andi tímum, en síðan skotið út öngum
á ný, þegar hlé varð á þurrkum og of-
viðrum sögunnar.
Lok síðustu aldar var eitt þessara
dauðu tímabila, allt var í stöðnun. Það
skorti hráefni til að vinna úr. En síðan
heíst nýtt tímabil, sem nær alveg fram
á okkar daga, og við nefnum „Annað
endurreisnartímabilið“ (til að greina
það frá hinu fyrra). Þar rís hæst skáld-
jöfurinn Kranjcevic. Athyglisverð skáld
setja svip sinn á þetta tímabil, og það
ct án efa eitt blómlegasta tímabil kró-
atískrar bókmenntasögu. Skipulagning
þess og uppbygging er frábær, og það
sem setur svip á það, eru stórkostlegar
framkvæmdir jafnhliða almennum bók-
menntalegum hvörfum.
Þetta er stutt tímabil — u.þ.b. 50 ár —
en þar sem það er svo nálægt okkur
í tímanum, höfum við tilhneigingu til
að hluta það í sundar í stutt tíma-
bil: enda þótt margháttaðar tilraunir í
þá átt séu réttlætanlegar að vissu leyti
til þess að auðvelda mönnum bók-
menntalegar rannsóknir, þá er ég samt
þeirrar skoðunar, að forsendur slíkra
tilrauna séu fremur sprottnar af öðr-
um rótum en bókmenntalegum — það
er talað um heimsstyrjaldirnar, skipt-
ingu ríkja, uppreisnir, kalda stríðið. Og
það er þess vegna, sem ég hef hvað
eftir annað lýst mig mótfallinn orða-
lagi eins og „milli heimsstyrjaldanna“.
Þessi skipting er mjög sambærileg
því. þegar talað er um kynslóðaskipti:
slík skipting getur auðveldað manni yf-
irsýn yfir tímabil, en engin skipting má
svipta okkur meðvitundinni um innri
anda, gildi ótímabundinna mannlegra
verðmæta né lífstilgang. Sama máli
gegnir — svo við höldum okkur við
vísindalegar nafngiftir — um uppbygg-
ingu annars endurreisnartímabilsins. Ef
líðandi öld fær að renna sitt skeið til
enda, þá mun fyrri helmingur hennar
birtast okkur sem ein órjúfanleg heild,
alveg eins og okkur birtast í dag Rag-
uso—Dalmatíu bókmenntirnar.
Eitt af því, sem helzt einkennir
annað endurreisnartímabilið er hin
króatiska þjóðernishyggja, sem er sam-
ofin pólitískum undirróðri og baráttu:
pólitískrar afstöðu og markmiða gætir
mjög í skáldskapnum. Hinn þjóðlegi
endurreisnarandi vakti einnig upp nýj-
an áhuga á eldri bókmenntum og birt-
ist í aukinni málmeðvitund, þannig að
fleiri höfundar tóku að leggja rækt við
sitt eigið mál fremur en latínu eða í-
tölsku. En á sama tíma gætti einnig
sterkrar hreyfingar í átt til alþjóða-
hyggju — eða a.m.k. Evrópuhyggju, og
sú staðreynd sýnir enn, að einungis
sjálfstætt samfélag, lifandi menning,
getur verið i bræðralagi við aðra, því
að þátttaka í slíku bræðralagi þýðir
ekki glötun sjálfsins heldur staðfest-
ingu þess. Jafnframt því sem skáld-
skapur okkar er persónulegri, þjóð-
legri, er hann um leið evrópskari.
Enda þótt króatisk nútímaskáld virð-
ist um margt alþjóðlega eða evrópskt
sinnuð, og enda þótt þau aðhyllist aug-
ljóslega nútímalegar skoðanir, framúr-
stefnur og öfgafullar tilraunir, hafa
þau hvað eftir annað sýnt, að það eru
ekki hershöfðingjarnir, heldur skáldin,
sem hafa haldið lífinu í fólkinu í bar-
áttunni fyrir tilveru sinni: við sjáum, að
skáldin leita stöðugt uppruna síns, hinn
ar þjóðlegu hefðar: þau kanna frum-
þætti stjórnmála og þjóðaruppeldis, þau
eru tilfinningalega og ákaflega þjóð-
leg: þau eru í fremstu víglínu menn-
Framhald á bls. 14
Egill Jónsson:
Úr raudum
djúpum
Með dimmum þyt
og þungum úthafsniði,
hljóðlega, rautt,
og heitt af heiðnum seiði
um æðar þínar
hnígur blóð þitt
með kynslóða kvöl
í kornum sínum,
fangi þröngra leiða
að flæði ei
í sand að sínum vilja,
en dvelji og dreymi
í rauðum djúpum —
drekki sinni þrá
í heitum hyljum.
31. marz 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3