Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Side 4
SMÁSAGA eftir Steinar Sigurjónsson H. Lann var nú einu sinni sérstakur, allir vissu það, og það var ekki hægt að hugsa sér ann- að en hann ætti enn eftir a'ð aukast af sjálfum sér þótt enn hefði enginn við honum, og þess vegna var hann stundum nefndur keisari, því hann hafði slasað og brotið flesta sem einhver tðggur var í og var þegar orðinn einvaldur, svo að enginn þorði að hreyfa legg né lið í návist hans. Og allt í einu fór hann að stunda íþróttir, og það var lán í lífi hans, fannst þeim sem dáðu hann, og þeir voru margir: Hann var ekki aðeins í Knattspymu- félagi Akraness, heldur flokkur út af fyrir sig, sérstakur, með sérreglum, flokkur í félaginu, í sjálfum sér, að vísu venjulegur í félagsbókum, bara skrá'ður, en út af fyrir sig eigi að síður flokkur, því hann var, þótt ekki sé talað um rot- anir, alveg sérstakur í kúlunni, bar svo af, var svo frábær, að þeir sögðu sem bezt voru að sér, að hann hefði drepið alla kúluvarpsiþrótt á Akra- nesi, nema fyrir sjálfan sig, enda fékkst enginn til að keppa á móti honum, jafnvel þótt mikill áhugi hafi ríkt fyrir þessari fögru þroskandi íþrótt. Þetta sögðu strákamir Huseby um árið þegar hann hafði þegar brotizt til frægðar. Nema strákarnir, þeir fáu sem ekki voru ans sofandi sauðir og fylgdust með á svi'ði íþróttanna, spurð- ust fyrir um hvort ekki væru tök á því aS þeir reyndu einhvern tíma me'ð sér listina, því þá væri von um mikla spennu, og þá fyrst, ef þeir kapp- ar reyndu með sér. Jú, það gæti orðið, það stæði til að Huseby keppti bráðum á hestamannamóti við Hvítárvelli; þá yrði gaman að sjá kappann 31. marz 1968 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.