Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Qupperneq 8
Arni Böðvarsson :
Marna bandar óvininum frá barni.
Efni þetta, stóryrði, blót og for-
mælingar í íslenzku, er allt of viða-
mikið til þess að unnt sé að aera bví
viðhlítandi skil í stuttu máli. Veldur
því meðal annars það að heimildir urr
slík orð og notkun þeirra á liðnum öld-
úm eru af eðlilegum ástæðum rýrar,
því að venjulega hefur ekki þótt þurfa
eð bókfesta þau. Um sum atriði má þó
minna á ýmislegt sem verða mætti til
að varpa nokkru ljósi á þennan þátt
íslenzks tungutaks.
I
Mál er manns aðal, og homo sapiens,
viti gæddur maður, er frábrugðinn
skyldum spendýrum fyrst og fremst sök
um þess að honum hefur lærzt að tjá
reynsiu sína og þekkingu öðrum mönn-
um með orðum, þannig að hver ein-
staklingur getur tekið við reynslu og
þekkingu genginna kynslóða, af því að
unnt er að segja honum frá því í orðum
en með öðrum tegundum verður hver
einstaklingur sjálfur að afla sér allrar
sinnar reynslu og þekkingar, þeirrar
sem foreldrarnir geta ekki veitt hon-
um með fordæmi og látbragði. En mann
kynið hefur á undanförnum árþúsund-
um og tugum eða hundruðum þúsunda
ára þroskazt nægilega vel tíl þess að
geta lært tækni málsins og beitt henni
með tiltölulega fáum undantekningum.
Þann þroska ber ekki hvað sízt að
þakka því að mennirnir hafa getað
lært hver af öðrum, en það var aðeins
unnt vegna málsins. Að hinu leytinu
er óhugsandi að tjáningarfyrirbæri á
borð við málið geti þróazt með öðrum
tegundum en þeim sem hafa eðlisgreind
svipaða og menn. Málið greinir frá hugs
uninni, en hins vegar er skýr hugsun
að verulegu leyti takmörkuð við það
sem unnt er að tjá með orðum, því að
með henni eru fyrirbæri tilverunnar
greind sundur í þætti sem við nefnum
Málverk frá 15. öld.
hugtök. Þessa víxlverkun máls og hugs
unar er rétt að muna, þegar verið er
að velta fyrir sér orðafarsvenjum eins
og stóryrðum, blóti og formælingum,
eða kostum og göllum tiltekins tungu-
máls.
Það er erfðafræðinga og líffræðinga
að kanna í hve miklu mæli áunnir
eiginleikar á borð við áhrif máls á
greind mannverunnar geta erfzt frá
einni kynslóð til annarrar þegar tímar
líða, en hitt er jafnan rétt að hafa í
huga þegar félagslegt tjáningarfyrir-
bæri eins og mannlegt mál er til at-
hugunar, að starfssvið þess er í raun-
inni að mynda tengsl milli einstaklinga
eða hópa innan samfélagsins. Og notk-
un stóryrða og formælinga sker sig ekk
ert úr annarri málnotkun að þessu leyti.
Tilganginum með þeim mætti skipta í
tvennt: í fyrsta lagi sýna þau áherzlu,
einhvers konar hástig, svo sem eins og
,,mjög fagurt, ákaflega slæmt, andskoti
óþægilegt, agalega smart, alveg kolvit-
jaus.“ í öðru lagi tákna stóryrði undr-
un, aðdáun eða andúð á athæfi eða á-
standi, stundum nærri hvaða geðbrigði
sem er. „Mikið andskoti er súpan heit“
getur hrokkið upp úr orðprúðasta
manni, ef hann brennir sig á tungunni.
„Bölvuð óþægð er þetta í krökkunum“
heyrist sundum sagt. Það er ekki lítil
aðdáun í orðunum: „Mikið helvíti er
þetta gott hjá þér.“ og einhvern tíma
hafði Spegillinn eftir Gunnari á Hlíðar
enda, þegar verið var að gefa út forn-
sögur á nútímastafsetningu:„Mikið djöf
ull er Hlíðin smart, ég fer ekki rassgat".
H.
Líklega eru þeir Islendingar teljandi,
jafnvel á fingrum annarrar handar, sem
aldrei hafa beitt neins konar blótsyrð-
um í tali sinu. Oðrum þræði mun þó
sú hugmynd vaka með mörgum að stór-
yrði, blót og formælingar sé ruddalegt
orðafar, en vaninn er ríkur og fólki
finnst ekki taka því að leggja neitt á
sig til að breyta honum. Menn hugsa
sem svo: „Þeir sem ég umgengst, heima-
fóík mitt, vinnufélagar, nemendur mín-
ir, kennarar mínir og yfirleitt allir sem
ég umgengst, blóta meira og minna. Því
skyldi ég þá ekki blóta Iíka?“ - Þetta
er mjög algengur hugsanagangur, að
öllu leyti eðlilegur og mannlegur. Samt
er það svo að allmargir hafa lagt niður
stóryrði, blót og formælingar, af siðferð
isástæðum.
Sú hlið þessa efnis verður þó ekki
rædd hér, heldur reynt að varpa ein-
hverju Ijósi á þetta málfyrirbæri sem
telja verður tíðara í íslenzku en öðrum
málum. Sannleikurinn er sem sé sá að
íslendingum er gjarnara en öðrum að
krydda mál sitt stóryrðum og blóti, og
því til stuðnings þarf ekki annað en
minna á það að útlendingar sem dvelj-
ast samvistum við íslenzkumælandi
menn og læra af þeim málið, hafa oft
mjög fljótt á takteinum blótsyrði af
ýmsu tagi, eða að minnsta kosti fyrr en
slík orð lærast venjulega í erlendum
rnálum. Þeir sem bíða afgreiðslu eða
brottferðar á umferðarmiðstöðvum er-
lendis og heyra þar töluð ýmis skiljan-
leg mál, veita því oft athygli að ís-
lenzkan í málakliðnum er krydduð blóti
og formælingum, en önnur mál síður.
Sumum þykir hiklaus notkun stór-
yrða og formælinga bera vitni hispurs-
lausri og íslenzkulegri framsetningu
hugsunarinnar, menn séu ekkert að
klípa utan af orðbragðinu, hvorki háir
né lágir. „Þú talar sjálfur dágóða ís-
lenzku“, lætur Davíð Stefánsson orð-
hákinn Jón bónda segja við Lykla-Pétur
uppi við gullna hliðið. Aðrir telja hugs-
anir blótsamra manna hljóti að vera
sóðalegri, ruddalegri og lágkúrulegri en
annarra, en varla mun gerandi ráð fyrir
að hispursleysi eða sóðaskapur í hugs-
anagangi heillar þjóðar sé viðhlítandi
skýring á þessu fyrirbæri. Trúlegra er
að hér þurfi dýpra að grafa.
Hér skal minnt á alkunna gaman-
sögu um einn virtasta kennimann lands
ins. Hann kom á köldum vetrarmorgni
þar að sem maður var að reyna að
koma bílnum sínum í gang í frostinu,
krossbölvandi og þusandi yfir því að
skrjóðurinn skyldi ekki taka við sér.
Klerki þótti nóg um orðbragðið, víkur
sér að manninum og spyr hvort ekki
muni heillavænlegra að ákalla góðar
vættir en illar. „Ekki skil ég í því“,
segir maðurinn. „Það væri þó alltaf til-
raun“, segir klerkur.,,Jæja þá, í herrans
nafni og fjörutíu", segir bílstjórinn og
reynir enn við bílinn sem fer í gang
í þeim töluðum orðum. Þá hrekkur
upp úr klerki: „Ja, hver asskollinn“.
Engu skiptir hve mikið kann að vera
satt í sögu þessari, en hún bregður upp
andartaksmynd af venjulegum viðbrögð
um íslenzkumælandi manns: Mannin-
um sem af eðlilegum ástæðum hlaut að
vera andvígur blótsyrðum, varð það á
að blóta í undrun, af því að hann tal-
aði venjulega íslenzku. Lítill munur er
á tæpitungublótsyrði prestsins í sög-
unni og þegar nútímabörnin hrópa upp
yfir sig „Væ maður“ - til að tjá undrun
sína: móðir segir við barn sitt: „Oj bara,
bjakk“, reykvískur unglingur segir við
föður sinn:„Bönnvaður kúkur ertu að
vilja ekki lána mér bílinn,“ eða þegar
sagt var við hundinn:.„Svei þér, þú hef-
ur étið folald“, „Skammastu þín, Kol-
ur“.
Allt er þetta sagt til að láta í ljósi
ákveðin geðbrigði eða tiltekna afstöðu
sem verið er að reyna að koma öðrum
inn á. Og þá er venjulega skammt yfir
í það að eitthvert áherzluorð fylgi
þessu orðalagi, áherzluorð sem hefur
glatað merkingu sinni að mestu leyti,
en liggur eftir lífvana í setningunni.
Aðalorð setningarinnar ber þá uppi alla
merkinguna og merkingin breytist ekki,
þó að áherzluorð fylgi aðalorðinu.
Syndugar sálir reknar áleiðis í kvala:taðinn.
Þattur
um stóryröi
°9
formælingar
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
31. marz 1968