Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Qupperneq 10
IU
jy
GLl
M
R
■®-*-oy Jenkins, hinn nýi fjármála-
ráðherra Bretlands á langan stjórn-
málaferil að baki, þótt ekki sé hann
eldri en 45 ára gamall. Aðeins 27 ára
gamall komst hann á þing fyrir Verka-
mannaflokkinn og hefur setið á þingi
síðan í ríkisstjórn Wilsons hafði hann
fyrst ó hendi embætti flugmálaráðherra
5 eitt ár en síðan embætti innanríkis-
ráðherra. Þaðan fór hann nú í sæti
fjármalaráðherra, en Callaghan fyrir-
rennari hans þar treystist ekki til að
sitja áfram eftir þá örlagaríku ákvörð
un að fella gengi pundsins. Callaghan
vék þó ekki, sem kunnugt er úr ríkis-
stjórn en var gerður að innanríkis-
ráðherra, Hafa þessir tveir menn því
baft skipti á ráðherraembættum og ligg
ur nú fyrir Jenkins það erfiða hlut-
verk að efla fjármálalíf Bretlands og
styrkja á ný traust manna á hinu enska
pundi.
P oy Jenkins er ættaður úr námu-
héruðum Suður-Wales og í föðurætt kom
inn af námuverkamönnum. Faðir hans
hlaut styrk til náms við Oxford há-
skóla og síðar til náms í París. Að
ioknu námi settist hann að í heimahér-
sði sínu og hóf fljótlega afskipti af
stjórnmálum og verkalýðsmálum námu-
verkafólks. Hann varð varaformaður
Samtaka námuverkamanna í Suður-Wal
es og síðar þingmaður fyrir Verka-
mannaflokkinn. Var hann mikils metinn
bæði innan flokks síns og heima í hér
aði. Eftir allsherjarverkfall námumanna
iaust fyrir 1930 var hann sakaður um
að hafa efnt til uppþota og dæmdur til
þriggjá mánaða fangelsisvistar. Þá var
Roy sonur hans sex ára gamall og var
fangeisisvist föður hans huldið leyndri
fyrir honum þar til hann var stálpaður
orðinn. Segir Roy Jenkins að ákvörðun
foreldra hans að halda leyndri fyrir hon
um fangelsisvist föðurins hafi valdið
ótti þeirra við að sonurinn mundi fyll
ast uppreisnarhug gegn yfirvöldunum.
Sjálfur mun Jenkins eldri hafa talið
dóminn gegn sér óréttlátan og á röng-
um forsendum reistan. Faðir minn var
ekki uppreisnarmaður að eðlisfari, seg-
ir Roy Jenkins, né heldur taldi hann
að byltingar eða uppþot væru árang-
ursrík tæki í stjórnmálabaráttunni. Sér
stakar aðstæður gerðu hann að upp-
reisnarmanni í þetta sinn, en það var
algerlega andstætt eðli hans að lifa í
ósami æmi við lögin.
Roy Jenkins var einkabarn foreldra
sinna og átti mjög glaða og áhyggju-
lausa bernsku. Faðir hans tók hann
oft með sér í ferðalög til meginlandsins
þegar hann sótti þing verkalýðssamtaka-
Bókasafn heimiiisins var allstórt að vöxt
um og naut Roy allmikils frjálsræðis
1 bernsku. Heimilið var ekki auðugt en
þau höfðu sjálf ætíð nóg fyrir sig að
íeggja. En fátæktin sem blasti við allt
umhverfis þau hjá námuverkafólki varð
foreldrum hans ætíð hvöt til meiri og
stærri átaka í baráttunni fyrir bættum
kjörum stéttarinnar. Móðir hans lét
sinn hlut ekki eftir liggja. Hún tók
mikinn þátt í ýmis konar félagsstarf-
semi og sat m.a. í sveitastjórn eftir lát
rnanns síns. Þótt Roy Jenkins viður-
kennir að faðir hans hafi haft m ikil
áhrif á hann á uppvaxtarárunum, legg-
ur hann mikla áherzlu á þá staðreynd
að hann hafi aldrei lagt að honum að
gefa sig að stjórnmálum öðru fremur.
Hann lifði það ekki að sjá son sinn
taka sæti á þingi, en lézt tveim árum
áður, árið 1946. Ég held að honum hefði
þótt leiðinlegt, segir nýi fjármálaráð-
herra Bretlands, hefði ég ekki sýnt
áhuga á öðru en afla fjár, en að öðru
leyti var ég sjálfráður.
H áskólanám stundaði Roy Jenkins
við Balliol College í Oxford og þar
hóf hann virka þátttöku í stjórnmálum.
Þetta var á árunum rétt fyrir stríð og
óhugi stúdenta fyrir stjórnmálum var
mikill. Samtímis Jenkins í Oxford voru
m a. Edward Heath og Denis Healy sem
var þá strangtrúaður marxisti. Stjórn-
málabaráttan var hörð og Jenkins, sem
tók þátt í henni af lífi og sál, segist
hafa verið undtandi þegar hann fékk
fyrstu einkunn í námi sínu þrátt fyrir
allt félagsstarfið. Hann lagði stund á
stjórnmálavísindi, heimspeki og hag-
fræði. Um þetta leyti kynntist hann
konuefni sínu Jennifer Morris að nafni.,
þótt ekki giftust þau fyrr en nokkrum
árum síðar. Hún stundaði raunar nám
við Cambridge háskólann og vár þar
íormaður stúdentafélags Verkamanna-
flokltsins.
Árið 1942 var hann kallaður til her-
þjónustu og gegndi þar sérstökum
íkipulagsstörfum en tók ekki þátt í bar-
dögum. Að stríðinu loknu var hann bú-
mn að taka þá ákvörðun að bjóða sig
fram til þings, • og _ hóf starf innan
flokksins af kappi. í apríl 1945 bauð
hann sig fram í Solihull en það sæti
var talið 'vonlaust fyrir frambjóðanda
Verkamannaflokksins enda fór svo að
Jenkins tapaði kosningunum með um
það bil 5000 atkvæða mun. Þrjú næstu
árin starfaði hann við Jjármálastofn-
un iðnaðar og verzlunar, sem sett var
á fót á árunum eftir stríð til að reisa
við minni fyrirtæki og efla bolmagn
þeirra í atvinnulífinu. Segist Jenkins
hafa hlotið góða reynslu og þekkingu
í þessu starfi þótt ekki þætti honum
það beinlínis skemmtilegt. í apríl 1948
var hann frambjóðandi Verkamanna-
flokksins í Central Southwark sem tal
ið var öruggt sæti, en honum var gert
fyllilega ljóst að þingseta hans fyrir
það kjördæmi mundi vara í aðeins tvö
ár þar sem stóð til að sameina það
kjördæminu North Southwark og yrði
hann þá að víkja fyrir þingmanni þess
kjördæmis. Jenkins tók samt boðinu í
trausti þess að honum byðist annað
s jördæmi síðar. Um þessar mundir vann
Jenkins einnig að ævisagnaritun Attlees
og kom hún út um sama leyti og hann
tók sæti á þingi. Mikil vinátta ríkti
milli Jenkins og Attlees frá fornu fari.
Jenkins hafði séð um útgáfu á ræðu-
safni Attlees nokkrum árum fyrr og
Attlee var skírnarvottur er elzti sonur
Jenkins var skírður. Þótti því brautin
nokkuð bein fyrir stjórnmálaferil Jenk-
ins þar sem faðir hans hafði verið einn
virtasti þingmaður flokksins um árabil
og sjálfur Attlee, nýskipaður forsætis-
; áðherra heimilisvinur hans.
A. þingi starfaði hann aðallega í
fiármálanefnd fyrstu árin og var ötull
flokksmaður, en fór smám saman að
öðlast fleiri áhugamál á þingi og var þá
jafnframt7 ekki eins. flokksbundinn og
áður, að því er hann sjálfur segir. Hann
íór að. láta til sín taka í ýmsum félags-
málum á þingi, m.a. barðist hann fyrir
efnámi refsingarlaga fyrir kynvillu, og
endurbótum á lögum um hjónaskiln-
eði, fóstureyðingu. bg ritskoðun. Jafn-
framt hélt hann áfram ritstörfum, skrif-
áði m.a. fleiri ævisögur merkra stjórn-
málamanna og verk sem fjallaði um
stjórnmálaþróun Bretlands á árunum
1870 til 1914. Var miklu lofsorði lokið
á þetta verk sem var hið fyrsta af
þrem bókum um stjórnmál sem Jenkins
hefur látið frá sér fara. Þykir hann
skrifa mjög aðgengilegan og lipran stíl.
Roy Jenkins hefur barizt ötulli bar-
áttu fyrir því að Bretland gerist aðili
að Efnahagsbandalagi Evrópu og hefur
aldrei dregið dul á þá skoðun sína að
iarsælast væri fyrir Bretland að hafa
samflot með Evrópu: mun sú afstaða
nans ekki sízt hafa stuðiað að því að
Wilson gerði hann að fjármálaráðherra
sínum einmitt nú.
Roy Jenkins er sagður jafnlyndur mað
ur með fágaða framkomu. Hann er sagð-
ur nokkur samkvæmismaður sem kunni
vel að meta góðan mat, dýrar veigar
og félagsskap fagurra kvenna. En
hann er ætíð óaðfinnanlegur í fram-
komu og segja kunnugir að farsælt
heimilislíf sé honum traustur bakhjarl.
Hann nýtur álits og virðingar einnig
meðal yngri manna flokksins og sumir
spá því jafnvel að hann eigi eftir að
værða Wilson skeinuhættur sem keppi-
nautur um forustuna innan Verkamanna
flokksins.
Formœlingar
Framhald af bls. 9
er nútimaíslenzku, orð af þessu tagi
bókstaflega, til að mynda þannig að til-
tekinn maður hafi ekki nema hálft vit,
þótt hann sé kallaður hreinasti hálf-
viti, svo að sjaldnast veldur þetta mis-
skilningi, en upphaflega er þessi notkun
orðanna af því tagi sem við mundum
nefna ranga.
Hér getur. þó verið mjótt á munum
milli „rangs máls“ og „rétts“, því að
stíll snillinga er einmitt oft fólginn í
því að geta notað gömul orð í nýrri
merkingu þannig að nýja merkingin sé
gott og vandað mál.
í sjálfu sér er eðlilegt að orðafarið
breytist frá einni kynslóð til annarar,
meðal annars beinlínis sökum þess að
enginn lærir málið alveg eins og hún
lærði það sjálf af horfinni kynslóð.En
í því sambandi er rétt að minna á þá
staðreynd að til að varðveita samhengið
i málinu, samband einnar kynslóðar við
aðra yfir víddir tímans, eftir því sem
mögulegt er, er ein vænlegasta aðferð-
in sú að forðast allar óþarfar breyt-
ir.gar, forðast að leyfa öðrum breyt-
ingum að festa rætur en þeim sem nauð-
synlegar eru vegna breytinga á samfé-
lagsháttum og daglegu lífi manna.
Þegar notuð eru orð sem í daglegu
máli hafa glatað tengslum við uppruna
lega merkingu sína, merkingu sem er
þó ljós við andartaks umhugsun, orkar
slíkt sljóvgandi á málkenndina almennt,
jafnvel hætt við að það smiti út frá
sér.Og tíð notkun stóryrða, órökstuddra
alhæfinga og fullyrðinga, veldur því
að merking slíkra orða sljóvgast líkt
og egg á bitjárni sem notað er jöfnum
höndum til að telgja harðvið og sarga
sundur frosið kjöt. Þegar orð eins og
vitlaus, hálfviti („hann er hreinasti hálf
viti“) eða ágætt fara að tíðkast fremur
sem sljó eða merkingarlítil áherzluorð,
verður sífellt erfiðara að nota þau í
eldri merkingunni, að minnsta kosti ef
hinni yngri er beitt í hófleysi Notkun
stóryrða í tíma og ótíma gerir þau ein-
mitt iila nothæf, þegar á þeim þarf að
halda. Á þetta atriði er vert að benda
sérstaklega, um leið og aftur er minnt
á hitt að góðir stíluðir geta leyft sér
frávik frá þessari hefð eins og öðrum
venjum málsins.
IV.
Uppruni stóryrða er margvíslegur.
Sum þeirra eru í slíkum tengslum við
ónnur orð málsins að þeim er ætlandi að
beina huganum helzt að aukinni merk-
ingu tiltekins orðs eða orðasambands,
einhver merking verður þyngri við það
að sérstakt orð eða orðalag er látið
fylgja orðinu. Dæmi um það eru m.a.
atviksorð eins og ákaflega, mjög, sér-
staklega, afar, svolítið, einnig orð eins
og vel, Iítið, og nægir að minna á orða-
sambönd eins og afar góður, svolítið
hræödur, vel feitur. Ennfremur eru sér-
stök orð notuð til að draga úr merk-
ingu á svipaðan hátt, t.d. lítið skemmti-
legur, miður þægilegur,
f erlendum málum er algengt að orð
sem upphaflega tákna eitthvað heilagt,
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
31. marz 1968