Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Side 13
Prentverk á 16. öld. Á prentþrönginni er naín Schöffers og prentmark. (J. Stnmpf: Schweizerchronik, Ziirich 1548). þewst eg ekki Er það ef til vill af því að þessi orð hafi í huga manna verið tengdari þessari tilteknu persónu en. önnur heiti á henni? Sum orð, sem notuð eru um formæl- ingar, eru nátengd Ásatrúnni fornu, svo sem blót, blóta, ragna. Trúar- athafnir Ásatrúarmanna nefndust blót, þeir blótuðu goðin, og goðin nefndust einnig rögn, af því er dregin sögnin að ragna og nafnorðið ragn. Hér skín í gegn sá þáttur íslenzkrar hugmynda- sögu að þegar landsmenn voru orðnir vanir því að líta á Guð kristinnar kirkju sem hinn eina sanna Guð, þá urðu heiti úr Ásatrú af sjálfum sér nærfelld eða alger samheiti við heitin á hinum alþjóðlegu óvinum Guðs kristinna manna. Fram undir okkar daga hafa meðal alþýðu manna lifað hugmyndir um það að Óðinn væri sama og kölski, Valhöll sama og helvíti. Sögnin að bölva er af öðrum uppruna, skyld orðunum belja og bölsóttast. Við segjum um naut að þau bölvi eða belji, og af þeim stofni hefur verið dregið al- gengt hálfgildings gælunöfn á kúm þeg ar þær eru nefndar beljur. Stundum eru notuð fegraðar myndir af blótsyrðum, orð eins og dcskoti, an- kolli, hevvíti, skolli, skrambi, grefill, ári o.fl. Þetta gera einkum menn sem vilja halda áherzluþætti merkingarinn ar, en losna sem mest við formælingar- blæinn. Uppruninn og tengslin við bölv ið leynir sér þó sjaldnast. Sum blótsyrði hafa fengið nútímamerk ingu sína við sérstaka merkingarþróun Má nefna um það dæmi eins og ári (í fornu máli árr), sem upphaflega merkir sendiboði, en það er eins og kunnugt er einnig upprunaleg merking gríska orðsins angelos. Því lá beint við að nota orðið árr um hinar vængjuðu verur miðaldakristninnar, enda var það gert. En orðin engill og ári festust hvort í sinni merkingu, svo að það tók að ganga guðlasti næst að tala um ára Guðs eða engla Satans. Það þótti til að mynda tíðindum sæta á Suðurlandi á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari þegar bóksölumaður sértrúarflokks seldi þar útbreiðslurit þar sem varað var sterklega við „andskotanum og engl um hans“ V. Hér skal að lokum minnzt á eitt at- riði sem kann að hafa haft áhrif á for- mælinga- og blótsyrðatíðni í íslenzku, þannig að í hugum okkar flestra er þessi venja álitin saklausari en með öðr um þjóðum. Eftir að miðaldakirkjan var tekin að eflast í Norður- og Norðvestur-Evrópu, gerði hún ítrekaðar tilraunir til að út- rýma öllu því sem menn töldu flokkast undir hjáguðadýrkun. Meðal þess virð- ast hafa verið einhvers konar leifar fornra trúarbragða, eða trúarsiða, sem ríkjandi voru, áður en kristin trú kom til sögunnar. Fylgismönnum þessarar trú ■ar var að sjálfsögðu ljóst að þeir að- hylltust trúarbrögð andstæð trú kirkj- unnar, en vitað var að helzti óvinur Guðs í hugum þeirra tíðar manna var myrkrahöfðinginn, kölski sjálfur, Satan aða hvaða nafni sem þessi persóna nefndist. Það var því algerlega rökrétt ályktun að þetta fólk játaði beinlínis trú á djöfulinn, úr því að þeirra guð var andstæðingur Guðs kirkjunnar.Og þeir sem stóðu nógu staðfastir í trú sinni, játuðu hana fyrir dómurum, voru dæmdir fyrir að trúa á kölska og urðu því að þola píslarvætti. Um þetta hefur M.H. Murry ritað merkilegt rit, Witch-cult in Western Europe. Að sjálfsögðu eru kunnar heimildir um þetta litaðar af skoðunum þeirra manna, venjulega manna í þjónustu kirkjunnar, sem skráðu þær, en eigi að síður skín víða í gegn að hér hefur verið um að ræða leifar fornra trúarbragða sem kirkjan hefur verið og berjast gegn Þetta er skýring á að minnsta kosti hluta galdramálanna í Evrópu síðmið- alda, galdramessum o.fl. Nú er mér ekki kunnugt um að leifar fornra trúarbragða hafi valdið galdra- ofsóknum eða galdramálum hérlendis, það virðast fremur hafa verið meir og minna sálsjúkir menn sem höfðu smit- azt af viðhorfum kirkjunnar manna suður í álfu til galdra. Mönnum virð- ist ekki hafa verið Ijóst að hér var um að ræða leifar af athöfnum sem heyrðu til horfnum frumstæðum trúarbrögðum. Þetta kynni og að vera nokkur skýr- ing á því að galdraöld stóð hér miklu skemur en annars staðar, engan gamlan sið var um að ræða sem menn mátu svo mikils að leggja sig í hættu fyrir. En afleiðing af þessu kann þá og að hafa verið sú að myrkrahöfðinginn og lið hans var allt fjarlægara og ó- raunhæfara í hugum íslendinga en annarra þjóða manna á sama tíma. Því gat íslenzk þjóðtrú leyft sér að gera kölska sjálfan að hálfgerðu „einstæð- ingsgreyi sem allir tala illa um“, eins og karlinn sagði sem átaldi prest sinn fyrir að vera sí og æ að hnýta í djöful- inn. Og í islenzkri þjóðtrú verður hann að jafnaði undir í átökum um sálir mannanna, sagnirnar um hann eru með kímniblæ flestar hverjar. íslendingar ganga jafnvel svo langt að gera hann að skólastjóra í svartaskóla, þar sem merkustu menn eins og prestarnir Hálf- dan í Felli og Sæmundur fróði í Odda stunduðu nám sitt. Og af því að djöfullinn var fjarlægari og óraunhæfari í hugmyndum íslend- inga, var saklausara en ella þó að nafn hans væri nefnt. Vera má það hafi ýtt undir aukna notkun blótsyrða sem upphaflega eru heiti á kölska eða aðsetri hans. VI. Hér skal nú staðar numið. Eflaust búa ýmsir lesendur yfir þekkingu sem gæti varpað ljósi á fleiri hliðar þessa máls en hér hefur verið gert, og væri þá góður fengur í öllum slíkum fróð- leik. En sökum þess að heimildir um blótsyrði eða formælingar í íslenzku fyrri tíma eru næsta einhæfar og ó- tryggar, er erfitt um allar sögulegar rannsóknir í þessu efni. Hins vegar er ekki að efa að slík rannsókn myndi varpa ljósi á miklu víðari svið í þróun íslenzkra hugmynda en ætla mætti af rannsókn á nokkrum einstökum orðum. Erlent fornprent Framhald af bls. 7 Sviss var þriðja landið, sem fékk prentverk, en það var sett niður 1468 i Basel, sem var að vísu þýzk borg íram til 1501. Árið 1477 settist þar að þekktur prentari, Jóhann Amerbach (1444—1513), og stafaði þar síðan. Úr prentsmiðju hans eru varðveittar um 75 bækur, sem eru í metum fyrir vand- aðan texta sakir náinnar samvinnu Amerbachs við ýmsa lærdómsmenn. í Landsbókasafni er ein þessara bóka, Cassiodori clarissimi senatoris in psalt- erium expositio, prentuð í Basel 1491. Eyður fyrir upphafsstöfum kafla hafa ekki verið fylltar í eintakinu. Frakkland var fjórða landið, sem fékk prentverk, en því var komið upp í París 1470. Landsbókasafn á ekkert fianskt vögguprent, en eina bók á það prentaða í París á öðrum tug 16du ald- ar, sem mikils er um vert. Það er fyrsta útgáfa af riti Saxa hins málspaka,Gesta Danorum, sem Jodocus Badius Ascensi- us prentaði 1514.. Christiern Pedersen sá um útgáfuna, en á texta hennar hvíla allar yngri útgáfur Danasögu Saxa, því að handrit verksins hafa far- ið forgörðum að undanskildum smáum brotum. Landsbókasafn keypti bókina á uppboði 1913. Um aldamótin 1500 hafði prentlistin borizt vítt um lönd og orðið áhrifamikið útbreiðslutæki. Siðskiptafrömuðir á 16du öld notuðu að sjálfsögðu prent- verkið óspart til að greiða götu hins nýja boðskapar, ekki sízt MarteinnLút- er sjálfur. Hér verða nefndir til sögu tveir kunnir prentarar Lútersbóka. Sá, er fyrstur prentaði rit eftir Lúter, var Jóhann Grunenberg í Wittenberg. Lands bókasafn á eina af Lútersprentunum hans, Enarrationes epistolarum et evang eliorum quas postillas vocant. Bókin er prentuð í Wittenberg 1521, en framan af eintakinu vantar eina örk. Sá, er prentaði flestar bækur Lúters að hon- um lifandi, var Hans Lufft í Witten- berg, og safnið á einnig sýnishorn af þeirri bókagerð, Ein brieff an die zu Franckfort am Meyn, prentað í Witten- berg 1533. Þetta er fyrsta útgáfa rits- ins. Tvær Lútersprentanir á safnið enn írá fyrra hluta 16du aldar. Þá er komið að Norðurlandabókum. Auk eindæmabókanna skal hér aðeins ein nefnd, Sálmabók Hans Thomissöns, er Lorentz Benedicht prentaði í Kaup- mannahöfn 1569. Þetta er merk útgáfa i danskri sálmabókasögu og fyrsta dönsk bók með settum nótum. Eintak Landsbókasafns er óheilt. Það er eitt af sex eintökum bókarinnar, sem þekkt eru, en aðeins eitt þeirra er heilt. Af eindæmabókunum er elzt svonefnd ur Kaupmannahafnar-Recess Kristjáns III, prentaður í Málmey 1556 af Oluf Ulricsþn (- um 1560). Hann hóf prent- starf í Málmey um 1528, og hefur lítið varðveitzt af bókum hans, alls um 30, þar af aðeins fjórar frá síðasta ára- tugnum að meðtalinni ofangreindri bók. Hinar eindæmabækurnar eru varð- veittar í tveimur safnbindum. í öðru eru fjórar guðsorðabækur á sænsku prentaðar af Amund Laurentsson í Stokkhólmi 1562. Bækurnar eru Sálma- bók (óheil), Barnalærdómur, Guðspjall abók og Píslarsaga (eitt blað). Héreru elztu heil eintök af Barnalærdómi og Guðspjallabók á sænsku, sem þekkt eru Bindið fékk Landsbókasafn á upp- toði eftir sr. Þorvald Bjarnarson árið 1906. en áður hafði átt það Jón Guð- mundsson ritstjóri. Árið 1963 var hér á ferð sænskur guðfræðingur, Arthur Malmgren, sem tók sænsku ritin til gagngerðrar athugunar. Það var fyrst við rannsókn hans, að ljóst varð, að hér var um eindæmabækur að ræða. Síðan hafa Svíar sýnt þeim mikinn á- huga. Þær voru léðar utan til ljós- prentunar, og var það verk unnið í Málmey 1965—66. Á síðastliðnu hausti voru þær enn léðar til sýningar í Stokk hólmi f hinu safnbindinu eru sex guðsorða- bækur prentaðar á dönsku af August Ferber í Rostock 1596. Þetta eru Sálma- bók, Guðspjailabók, Barnalærdómur, Pislarsaga, Um eyðing Jerúsalemsborg- ar (sem áður hafði verið prentað í ísl. þýðingu Odds Gottskálkssonar í Kh. 1558) og Lítil bænabók. Bindið hefur lengi verið hér á landi, því að á fremra spjald þess er skrifað: „Þessa Bok aa Eg Benidict Biornnsson 1C31. Benidict Biornsson mz E. h.“ Hér verður þetta bókatal fellt. Fornir prentgripir eru ekki aðeins sögulegar minjar, heldur einatt hin mestu lista- verk. Er nú sjón sögu ríkari — þeim, er skoða vilja. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Augiysingar: Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn: ASalstræti S. Simi 22480. Útgefandi: H.f, Árvakur, Reykjavik 31. marz 1968 LEoBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.