Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Síða 14
Vanmegna vœngir
P’ramliald af bls. 3
ingar'oaráttunnar. Skáldin finna til fæð-
ar sinnar, en þau skynja einnig, að
þau eru ómissandi: hin þjóðlega til-
finning þeirra virðist geyma í sér minn-
inguna um afturför, uppgjöf og nýaf-
staðna ósigra. Það er þess vegna, sem
við finnum í fari margra þeirra undar-
iegt, næstum fáránlegt, sambland íhalds-
semi og tryggðar við hefðina annars
vegar, og framúrstefnu og alþjóða-
hyggju hins vegar.
-í essi tengsl, þessir fjötrar gæt:
maðui sagt, sem íþyngja stöðugt helztu
skáldum okkar, hafa tvenns konar af-
leiðingar í för með sér: Annars vegar
(og það getur verið tvíeggjað) bjarga
þau þeim frá því að villast í völund-
arhúsi öfganna, bjarga þeim frá gagns-
lausu flakki um vegleysur tilgerðarinn-
ar, þar sem talið er eðlilegt að af-
neita listinni: þau þyrma þeim einnig
við vitfirringu ofdirfskunnar — og við
veitum því eftirtekt, að tilraunir, hið
listræna „tour de force“, hið fárán-
iega, öfgafulla og exotíska þekkist
ekki í króatískum skáldskap nema sem
sérstakt afbrigði, ekki sem meginþátt-
ur, og birtist í tæknilegum smáatrið-
um fremur en í anda verksins, per-
sónuleik þess eða stefnu: hins vegar
hindra þessi tengsl óhjákvæmilega, þau
eru eins konar vofa, sem gengur aftur
í skáidinu sjálfu, í andrúmsloftinu í
kringum það, í meðhöndlun þess á efn-
inu: skáldið er fullt varfærni, verður
stöðugt að líta til baka, verður að fara
troðnar slóðir, verður að réttlæta og
leiða rök að hverju því, sem það tekur
sér fyrir hendur, sanna gagnsemi verka
sinna: það er í hlekkjum.
En það er ekki hægt að ræða um
króatiskar bókmenntir án þess að minn-
ast á þjóðfélagsfræði smáþjóðarbók-
n,ennta: bókmenntalegar kröfur lítillar
þjóðar leggja þungar byrðar á herðar
píslarvottinum í sinni eilífu og óleys-
anlegu baráttu við guðina: hann verður
að taka á sig þungar skyldur, honum
eru gefin ákveðin verkefni tii að fjalla
um: vængir hans eru stífðir. Skáldið
finnur, að það er ekki aðeins venjuleg-
ur þegn meðal samborgara sinna heldur
ábyrgur verndari þjóðernisins. Og með
íáeinum undantekningum er þjóðfélags-
leg saga króatisks skáldskapar saga
píslarvotta, saga uppreisnarmanna, sem
efast um gildi uppreisnarinnar, saga
hugsjónamanna, sem óttast að þeir verði
viðskila við uppruna sinn, saga örvænt-
ingarfullra Prómoþeusa, saga barna,
sem eru rifin úr tengslum við anda
samtíðarinnar.
En þrátt fyrir þennan naflastreng,
sem gefur barninu næringu, en getur
jafnframt kæft það, þrátt fyrir þessar
óhjákvæmilegu viðjar, lofsyngur skáldið
ekki aðeins ættjörðina, heldur einnig
hinn sanna tón evrópskrar nútíma-
menningar alveg frá tímum symbólism-
ans og expressionismans fram til hins
ófyrirleitna sundurlyndis eftirstríðsár-
anna. í fyrsta skipti síðan á dögum
Raguso—Dalmatíu bókmenntanna er
eins og við finnum ekki lengur til þess,
að við séum á eftir, að við séum van-
þróaðir — við eigum það að þakka
stórskáldum eins og Kranjcevic, Matos,
Simie, Krleza og Ujevic (allir þessir
menn máttu gjalda samtímanum dýru
verði, baráttan kostaði þá stundum ær-
una, og þeir unnu hana ekki aftur
fyrr en á stund frelsisins), að bilið
læfur minnkað, og í dag eigum við í
Mihalic og Slamning glæsileg nútíma-
skáld, menn, sem eru ekki aðeins sam-
tímamenn okkar, sem erum fimmtíu ár-
um á eftir öðrum Evrópuþjóðum, heldur
einnig viðurkenndir heimsborgarar, og
hafa unnið sér þegnrétt í hinum flókna
skaldskaparheimi nútímans. Okkar kyn-
slóð er sú fyrsta, sem hefur tekið hönd-
um saman við aðrar Evrópuþjóðir: á
meðal samtímaskálda okkar, svo sem
f-nskra, skipa fulltrúar okkar ef til
vill ekki háan sess, en þeir eru samt
engin tímavilla, anachronismi, eins og
sum fyrri tíma skáld okkar, sem voru
hin glæsilega tímavilla.
Ef til vill skynjum við ekki einung-
is mátt hinnar óvenjulegu þróunar
skáldskapar okkar síðustu fimmtíu árin,
heldur einnig vissa þreytu, varfærni,
minnkandi áhrif framúrstefnunnar, jafn
vel einhvers konar úrræðaleysi í ev-
rópskum bókmenntum, við skynjum sí-
vaxandi afturhvarf til hefðarinnar eft-
ir leiftursnögga og róstusama innrás
inn á ókönnuð svæði hins nýstárlega.
Kennileiti skáldskapar okkar, hin arf-
genga tortryggni gagnvart öfgastefn-
um, ættjarðarböndin, óttinn við að
missa fótfestuna, allt þetta bendir til
þess, að við höfum rétt fyrir okkur.
Þýð. Bryndís Schram.
Enn um
Dalvísur
í Lesbók hafa að undanförnu orðið
nokkrar umræður um Dalvísur Jónasar.
Vegna þessara skrifa finnst mér rétt
sð birta hér grein séra Tómasar Hall-
grímssonar á Völlum (1847—1901) um
þetta efni, enda mun hún ekki mörgum
kunn: birtist í III. árg. blaðsins Stefnis,
bls. 88.
„Foss sá, x) er Jónas kveður um, er
í djúpu og skuggalegu gljúfragili í
fjallinu fyrir ofan Steinsstaði. Foss þessi
er talsvert hár og þverhníptur, og væri
mjög fagur, ef vatnsmegin væri nóg, en
það er eigi nema í leysingum. Öll önnur
örnefni í kvæðinu voru og eru í Stein-
staðalandi. „Góða skarð með grasahnoss"
er í fjallinu beint upp undan Steins-
staðabænum, og fór Jónas þangað stund
um á uppvaxtarárum sínum til grasa,
því að honum þótti þar fagurt um að
litast, með systur sinni Rannveigu, er
síðar varð húsfreyja á Steinsstöðum,
því að þau unnust mjög. Hefir hún
skýrt mér frá þessu, því að ég ólst
upp hjá henni á Steinsstöðum, og mörgu
fleira viðvíkjandi bróður sínum, og er
það miklu áreiðanlegra en ýmislegt
gambur þeirra manna, er þóttust vita,
en vissu ekki.
x) Þ.e. Gljúfrabúi.
Kristmundur Bjarnason.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
31. marz 1968