Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Blaðsíða 5
I hálfan klukkutíma hafa milljón- erar frá Texas, klæddir stórköflóttum skyrtum, þreyttir ferðamenn og tveir einkaspæjarar, horft á frú eina frá Baltimore, þrálynda ömmu, sem leggur alla peninga sína á „númer fimm“. Hún er búin að stinga heilum hlöðum af gulum, rauðnm, svörtum og lillabláum spilapeningum inn í spilahjólið, en hinn glæislegi spilaumsjónarmaður hótelsins „Desert Inn“ dregur þá alla til sín. — Spilahjólið, sem al'lt veltur á, er ber- sýnilega hlynnt spilabankanum! Hið mikla tap virðist þó ekki valda hinni spilafíknu, áttræðu konu sérleg- um áfiyggjum. Hún sýpur á viskíglasi sínu í rólegheitum og gegnum andlits- farðann verður ekki séð, að hún roðni hið minnsta, þótt hún hafi þegar tapað átta þúsund dollurum. Klukkan er sjö að morgni, sólin er í þann veginn að rísa yfir hina furðu- legu borg Las Vegas. c kJamtimis þessu er næsti salur í hótelinu „The Lady- Luck- Room“ lýst- ur upp með lituðu ljósi, og kvenna- hljómsveit spilar þar bandarískan sjó- mannavals á fiðlur sínar. Jafnvel hinn „harðsoðni“ hótelstjóri Cecil Simons, skemmtir sér og hrósar hinum snjöllu stúlkum. Hann er snöggklæddur og seg- ir brosandi við gestina: „Bíðið þið bara. Þetta er einungis byrjunin á öllu því ótrúlega, sem þið munuð fá að sjá í Las Vegas“! Sjálf tilvist bæjarins er í rauninni furðuleg. Þar sem mýs og skröltormar börðust áður harðri baráttu fyrir lífi sínu í brennandi sólarhita eyðimerkur- sandsins, þar sem Fremont höfuðsmaður sló niður herbúðum, er leiddi til þess, að lítill og vesæll bær myndaðist, þarna setti Wilbur Clark fyrsta veitingahúsið á laggirnar með stofnun „Desert Inn“. Þessi frægi brautryðjandi, sem hafði dvalið flest æfiár sín á hættulegum spilaknæpum, landföstum eða fljótandi, gerði lífsdraum sinn að veruleik, þegar hann kom hér á fót spilavíti, skemmti leikhúsi og ferðamannahóteli undir sama þaki. Síðar hafa margir fetað í fótspor Clarks. Sjálfur dó hann fyrir þremur árum með dularfullum hætti. Keppi- nautar uxu sem illgresi upp úr hinni sendnu jörð. Eyðimörkin umhverfis Las Vegas byrjaði að lifna við, og á nokkr- um árum breyttist þetta auða, nakta svæði í eina mestu skemmtiborg heims. Hér eru lögin ekki eins ströng og í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, hér eru leyfð peningaspil, og hér geta menn með einni giftingu orðið eigendur stórra iðnfyrirtækja. A llan sólarhringinn vinnur skari af peningaspilaumsjónarmönnum, þjón- um, burðarmönnum, þjónustustúlkum, matreiðslumönnum og fegurðardísum að því að gera allt hugsanlegt fyrir gest- ina. í hinum 8000 herbergjum á hinum risastóru spilahótelum: Dunes Stardust, Desert Inn, Sands, Riviera, Tropicana, Sahara, Flamingo og Thunderbird, í Öllum þessum herbergjum er komið fram við gestina sem konungbornar persónur. x að fyrsta, sem vekur undrun nýrra gesta, þegar þeir lenda í hinum steikj- andi hita á McCarran flugvellinum, eru ókeypis strætisvagnar, sem spilahótel- in hafa sent á vettvang og bíða fyrir utan flugvallarbygginguna, en í henni er hið fullkomnasta loftræstingarkerfi. Nýliðinn hafnar því gjarnan með allan sinn farangur á einhverju af þessum konunglegu hótelum, sem leigja út her- bergi við tiltölulega vægu verði. En að sjálfsögðu stafar það ekki af mannkærleika, að leiga herbergjanna er ekki há. Sanngjarnt verð á herbergjum Glæsilegar forhliðar spilahallanna í Las Vegas eiga að stuðla að því að ná vegfarendum inn úr dyrunum. LASTEGAS á reynir, spilaumsjónarmaður hótelsins — tryggir, að fáir gestir fara með vinn- ing frá borði. Auk þess segja menn: „Sá sem vinnur í Las Vegas, hann tap- ar“. Hvað við er átt felst í eftirfarandi orðum þaulreynds spilaumsjónarmanns eins hótelsins. Hann sagði „Ég hefði gaman að sjá framan í þann mann, sem ynni mikið af spilapeningum og færi svo strax heim“. BORGIN SEM ALDREI SEFUR og fæði, skemmtiatriði og alls konar dýrðlegheit er aðeins hluti af þeim verzl unarviðskiptum, sem hótelstjórarnir í Las Vegas eiga við ferðamennina. Strax og gestirnir eru komnir til þessa Babelsturns fjárhættuspilanna, ganga þeir af sjálfum sér inn í ná- kvæmlega útreiknað kerfi. Tólf doll- ara tap á mann við spilaborðin, það nægir til að tryggja hótelunum ágóða. Áður en nýr gestur hafi haft tíma til að athuga, hva'ð bærinn hafi upp á að bjóða af skemmtiatriðum, hefur hann raunar fengið áminnignu um, hver sé hinn eiginlegi tilgangur ferðalags hans: Á náttborðinu liggja nokkrir spilapen- ingar, og eru þeir gjöf frá hótelstjór- anum! Gestur, sem ekki tekur þátt í spila- mennsku, er aðeins til óþæginda fyrir Cecil Simmons og félaga hans. Það kost- ar hótelin mikið fé að hýsa, fæða og skemmta ferðamönnum. Sagt er til dæm is, að „Desert Inn“ verji tíu þúsund dollurum vikulega, til að standa straum af þessari tegund gestrisni. En þeir koma fljótt til baka, því að hóteleig- endurnir geta reitt sig á það, að mann- legur veikleiki muni fá, jafnvel hina staðföstustu, til að setjast við spilaborð- in. Og ef það bregzt þá gefur að líta sjálfvirkar spilamaskínur hvert sem lit- ið er, og jafnvel hinir fátækustu falla fyrir þeim. Arlega koma tólf milljón fórnar- dýra fljúgandi eða akandi til Las Vegas. Þetta er flest harðfullorðið fólk, klætt Bermudabuxum (léttar stuttbuxur. þýð.) litskrúðugum blússum og skyrtum og er með litað hár. — Og bráðlega tekur að ganga á peningafúlgur þær, sem það flytur með sér. Bæði bandarískir mið- stéttarmenn og snobbarar úr peningaað- alstétt eru örlátir við spilahjólið, spila- borðin og sjálfvirku spilavélarnar. Allt vinnur þetta sameiginlega að því að mjólka gripina, eftir að þeir eru komnir á básana. Líkurnar til að koma heim með meiri peninga en menn fóru með eru sára- litlar. Líkindareikningur — og ef mjög Samkeppnin frá smærri hótelum — með aðeins um 200 herbergi hvert — svo og mótelum, hefur neytt hina stóru hótelrisa til ítrustu átaka. Ef lágt verð, góður matur, ókeypis drykkir, sund- laugar, golfvellir og aðstaða til sport- reiðmennsku nægir ekki, þá verður hótel stjórinn að finna nýjar leiðir. Þeir lofa gestunum ókeypis „kampa- vínstúrum" í flugvél yfir „GrandCan- yon“. Einnig reisa þeir risavaxin neon- ljósaskilti, sem eiga að draga þá að, er leggja leið sína um borgina á nætur- þeli. Mesta athygli vekur hið átta metra háa ljósastæði úti fyrir Dunes, en í því eru hundrað þúsund perur. Hin heimsfrægu skemmtiatriði hótel- anna eiga mikinn þátt í gangi þeirra, og hörð samkeppni er milli þeirra um hylli áhorfendanna. Frægir leikhúsa- og kvikmyndaleikarar, svo sem Betty Gra- ble, Danny Kaye, Jerry Lewis, Dean Martin, Sammy Davis, og Nancy Sinatra ■geta sett upp allt að fimmtíu þúsund dollara á viku þarna. Nú sem stendur er helzt svo að sjá sem öll París sé flutt til Las Vegas. Geysistórar auglýsingar bjóða gestum upp á „Lido de Paris“ í Stardust hótel— inu, „Folies-Bergére“ í Tropicana „Vive les Girls“ í Flamingo og nektardans- sýninguna „Cest la Femme“ í Thunder- birdhóteli. f síðasttalda skemmitatrið- inu slær ljósrauðum bjarma á hörund Framhald á bls. 15. 7. apríl 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.